Mosfellsblaðið - 01.08.1999, Blaðsíða 9

Mosfellsblaðið - 01.08.1999, Blaðsíða 9
breiðan veg og þar er allt pakk- að af bílum. Hraðinn á bflunum er svo hægur að sumir fara út úr rútunni og ganga einhvem hluta leiðarinnar. Allt gengur þetta þó vel og um kl. 07:30 emm við komnir á Silverstone. Þegar við lítum í kringum okkur trúum við varla okkar eigin augum, svona keppni er svo gríðarlega umfangsmikil. Bflafjöldinn og mannfjöldinn er ótrúlegur, klukkan er ekki nema átta og það em fimm tím- ar í sjálfan kappaksturinn. Við göngum inn og fömm að kanna svæðið, við emm fyrir aftan stúkumar en þar era sjoppur, matsölustaðir, minjagripaverl- anir, gokart braut og fleira og fleira. Við kíkjum á nokkra staði en einn áhugaverðasti staður er sýningarhús Ferrari, þegar við komum þar einn er tónlistin á fullu og stúlkur að dansa, fjórir Ferrari formúlubflar em til sýnis ásamt vélinni bara sér í glerkassa. Klukkan 08:30 er æfing á brautinni að hefjast för- um við þá í sætin okkar í stúkunni en þar em nokkrir íslendingar fyrir. Eftir æfinguna förum við að fá okk- ur að borða og kíkjum aðeins betur á svæðið. Förum við þá aftur í stúkuna því að nú er komið að því að keppendum verði ekið heiðurshring á opnum eld- gömlum Rolls Royce bifreiðum. Þar sem við emm með miða við ráslínuna þá sjáum við alla keppendur mjög vel þegar þeir fara í bflana og leggja af stað. Nú em um þrír tímar í keppnina og við erum frekar ró- legir í sætum okkar, mótorhjólasýning er á Silversto- ne-brautinni og á eftir henni er rosaleg flugsýning. Kl. 12 byrja liðin að stilla bflunum upp á ráslínu og fyllist rásmarkið af aðstoðarmönnum liðanna. Spennan magnast og hitinn hækkar, stúkan er að fyll- ast hjá okkur og hitinn kominn yfir 30° gráður. Nú er klukkan að verða eitt og heyrist með reglulegu bili í flautum sem láta vita hvenær aðstoðarmenn eiga að fara til hliðar fyrir æfingarhringinn. Allt gengur vel og bflamir fara af stað. Allt er klárt, 200 þúsund manns bíða spenntir eftir startinu og þeir em famir af stað. Það sést strax að okkar maður Michael Schumacher missir annað sæt- ið sitt og er orðin fjórði í fyrstu beygjunni, einn bfl er stopp í startinu og er því keppn- in stoppuð. Þá gerist það að Schumacher missir bfl sinn út af á 200 km hraða beint á vegg og bflinn fer í rúst, það slær þögn á mannskapinn. Fólk verður mjög áhyggjufólk er Schumacher kemst ekki út úr bflnum og má sjá að bróðir hans Ralf sem keppir fyrir Williams er mjög áhyggjufullur, hann fer m.a. beint inn í pyttinn hjá Ferrari til að fá upplýsingar um stöðu mála. Eftir að bfll Schumachers er færður í burtu er ræst á ný og nær þá Mika Hakkinen fljótlega góðri forystu en Coulthard og Ir- vine er aldrei langt undan. Ber- ast okkur fréttir þess að Schumacher sé fótbrotinn á tveimur stöðum og eigi eftir að verða frá í langan tíma. Staðan er að mestu óbreytt framan af keppni og ekki rriikið um framúrakstur, en kaflaskipti verða þegar Hakkinen missir annað afturhjólið af bflnum sínurh þegar hann er með forystu í kappakstrinum. Coulthard fær þvf fyrsta sætið upp í hendumar og og Irvine er rétt á eftir honum í öðm og Ralf Schumacher endar í þriðja. Verðlaunaafhendingin er nánast um leið og sjáum við hana mjög vel þar sem hún er beint á móti okkur. Að henni lokinni röltum við aðeins um svæðið áður en farið er í rúturnar og haldið heim á hótelið. Pétur Berg Matthíasson. IBSl Kraftmesta vólin ... 76 hestöf/ IMIosfcIIsblaðið Q

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.