Mosfellsblaðið - 01.08.1999, Blaðsíða 10

Mosfellsblaðið - 01.08.1999, Blaðsíða 10
I Þ fl O T Uimjón l'óun fi&fi ■- 0 I vilja koma upplýsingum og fréttum í blaðið geta haft samband í síma 8618003 avið og \ína kliíbbmeistarar Meistaramót Golfklúbbs Kjalar var haldið 14-17. júlí síðastliðinn að Hlíð- arvelli í Mosfellsbæ. Það var keppt í 10 flokkum og voru keppendur um 70 talsins. Rigning og rok hafði mikil áhrif á keppendur fyrstu tvo daganna en veðrið var mjög gott eftir það. Mik- il spenna var í mörgum flokkum fyrir síðasta daginn og réðust úrslit oft á tíð- um ekki fyrr en á síðustu holunum. Gríðarleg spenna var í meistaraflokki kvenna og réðust úrslit ekki þar fyrr en í bráðabana. Nína Björk (82-74-81-78) og Helga Rut (84-76-76-79) voru jafn- ar á 315 höggum samtals og þurfti því bráðabana til skera úr um sigurvegara. Þar sigraði Nína Björk og tókst henni þar með að halda titilinum sem hún vann í fyrra. I meistaraflokki karla var einnig mikil spenna fyrir síðasta dag- inn en hún magnaðist aldrei í námunda við það sem varð hjá konunum því Davíð Már (82-78-74-76) sigraði ör- ugglega með 8 höggum. M.fl. karla 1 Davíð Már Vilhjálmsson 2 Kári Emilsson 3 Skúli Skúlason M.fl. kvenna 1 Nína Björk Geirsdóttir 2 Helga Rut Svanbergsdóttir 3 Katrín Dögg Hilmarsdóttir 2 Soffía Guðmundsdóttir 2 Bjöm Erlingsson 3 Sigrún Sigtryggsdóttir 3 Hilmar Harðarson 2.fl. karla 1 Kristinn J. Kristinsson 2 Sæþór Asgeirsson 3 Finnur Leifsson l.fl. kvenna 1 Þuríður Pétursdóttir 2. fl. kvenna 1 Guðrún Leosdóttir 2 Kristbjörg Magnúsdóttir 3 Eygló Benediktsdóttir 3. fl. karla 1 Bjarki Viðarsson 4. fl. karla 1 Omar Egilsson 2 Svanberg Guðmundsson 3 Guðfinnur Vilhjálmsson 5. fl. karla 1 Jóhannes Kolbeinsson fers1{ur 09 freistandi 2 Ástvaldur Sigurðsson 3 Axel Axelsson Öldungaflokkur 1 Grétar Snær Hjartarson 2 Karl E. Loftson 3 Magnús Þór Jónsson U nglingaflokkur 1 Magnús Lámsson 2 Alfreð B. Kristinsson 3 Tryggvi Georgsson Handknattleiksdeild Aftureldingar hefur gert samning við Reebok og munu því þrefaldir meistarar klæð- ast Reebok klæðnaði á komandi tímabili. Undanfarinn ár hefur liðið og allir yngri flokkamir klæðst Adi- das vömm en það mun ekki gerast í ár þar sem Adidas umboðið á Islandi vildi koma á móts við kröfur félags- ins. Forráðamenn handknattleiks- deildarinnar voru ekki ánægðir með það sem Adidas vildi bjóða þeim og ákváðu því að snúa sér annað. Aftureldlng í úrslita- keppnina Meistaraflokkur Aftureldingar í knatt- spyrnu sigraði örugglega í A-riðli 3.deildar og á því góða möguleika á því að komast upp í 2.deild fyrir næsta tíma- bil. Þessi staða hefur hins vegar oft komið upp, en hingað til hefur liðið ekki gengið nógu vel í úrslitakeppninni. Aft- urelding hefur verið í mest allt sumar f öðm sæti í A-riðlinum en góðir sigrar á liði KIB og Augnablik á Varmárvelli tryggðu liðinu efsta sætið. í liðinu em nú þrír Júgóslavar en tveir af þeim gengu nýlega í raðir okkar, þjálfari liðs- ins er einnig Júgóslavi. Afturelding mætir Magna frá Greni- vík í 8-liða úrslitum og var fyrsti leikur- inn 21. ágúst síðastliðinn að Varmá. Nauðsynlegt var fyrir Aftureldingu að vinna þann leik en annað kom þó á dag- inn og komst Magni 0-1 yfir í fyrri hálf- leik. f síðari hálfleik komu leikmenn Aftureldingar mun ákveðnari til leiks og tókst Þorvaldi Ámasyni að jafna leikinn með þrumuskoti rétt fyrir utan vítateig. Afturelding var sterkari aðilinn eftir það og átti nokkur góð færi en tókst þó aldrei að nýta þau til fulls. © Hlosfcllsblaðið

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.