Mosfellsblaðið - 01.08.1999, Blaðsíða 12

Mosfellsblaðið - 01.08.1999, Blaðsíða 12
Aðförin að Reykjagarði h/f nú í sumar er nánast líkari reyfara en raunveruleika og sú mynd sem fram hefur komið í fjölmiðlum um fyrirtækið með aðstoð ýmissa aðila er með þeirn hætti að fólki sem þekkir til fyrirtækisins hefur rekið í rogastans. Þar má fyrst telja framgöngu fram- kvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suð- urlands, sem baðaði sig í fjölmiðlum með slíkum hætti að ótrúlegt getur tal- ist af manni í opinberri stöðu. - Þá má geta orðavals og framkomu fram- kvæmdastjóra Neytendasamtakanna, sem hagaði sér þannig í fjölmiðlum að hugsandi fólk var efins í hver staða þessa manns raunverulega væri. Blað- ið hefur fregnað, að fólk hafí sagt sig úr Neytendasamtökunum vegna fram- göngu framkvæmdastjórans. Mál þetta vatt upp á sig með ýmsum hætti og fyrirtækið mátti sín lítils í þeirri orrahríð sem að því var gerð. í raun var það vamarlaust og stjómend- ur og starfsfólk lá undir þvílíku álagi að það mun aldrei gleyma þessum kafla lífs síns. Þó var reynt að spyma við fótum austur á Asmundarstöðum í Asahreppi, þar sem starfsmenn hrein- lega opnuðu búið fyrir almenningi Starfsmenn Asmundarstaða, sem tóku á móti gestum. F.v. Pétur Sigurðsson, Valgeir Geirs- son, Elimar Helgi Helgason, Amar Stefánsson og Ríkharður Bragason, bústjóri. eina helgi. Jafnframt var frystibíll með afurðir fyrirtækisins á staðnum og gestum gefinn kostur að fá sýnishom af framleiðslunni. Þetta mun hafa mælst afar vel fyrir, en blaðamaður Mosfellsblaðsins fylgdist með þessum opna „heimsóknartíma". í viðtali við blaðið sagði Ríkharður Bragason bústjóri að Ásmundarstöð- Asmundarstaðir íAsahreppi sunnudaginn 25. júlí s.l. um kl. 14:oo. Fólk erfarið að hóp- ast að búinu til að skoða og gríðarstórfrystibíll er mœttur á staðinn með afurðir fyrirtœk- isins fyrir gestina. um, að þessa helgi hefðu um 1.500 manns sótt búið heim og fólki var sýnt hvemig búreksturinn væri í raun og vem. Ríkharður sagði að fólkið hefði verið afar ánægt með það sem það sá og margt af því verið furðu lostið yfir Steindór Tómasson afhendir ánœgðum gestum afurðir fyrirtœkisins úr frystibíln- um. þeirri mynd sem reynt var að skapa í fjölmiðlum. Að sjálfsögðu þurfa allir einstak- lingar og fyrirtæki að taka vel og fara eftir ábendingum sem opinberir aðilar leggja fram til úrbóta. Hins vegar er slík framkoma sem hér liggur fyrir frá ábyrgum aðilum með þeim hætti að ekki er ásættanlegt. 566-8555 Fjölskyldutilboó 16” með tveimur áleggstegundum, hvítlauksolía, 21 coke og lítið hvítlauks- eða kryddbrauð ásamt fleir tilboðum. Frábærar franskar kartöflur Þverholti 2, Kjarna BÍLAVERKSTÆÐI Hrottalegar áráslr á Reykjagarð h/f. ______Þverholti 9 Sími: 5668283 Framköllum hceði lit- og svarthvitar Vönduð vinna - Lipur þjónusta - Opið mánudaga - föstudaga frá kl. 10 -18 Guövarðar og Kjartans Önnumst allar almennar bifreiOavlðgerðir, jeppabreytingar, rennlsmfðl, sprautun o.fl.

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.