Mosfellsblaðið - 01.08.1999, Blaðsíða 5

Mosfellsblaðið - 01.08.1999, Blaðsíða 5
Júlíus hættur Júlíus Jónsson í Nóatúni hefur tekið við starfi innkaupastjóra hjá BÚR h/f, sem er innkaupasamband fyrir Kaupás h/f, sem stendur fyrir Nóatún, 11-11 búðimar, KÁ verslanir, KEA, Kaupfé- lag Suðumesja og önnur kaupfélög landsins. Blaðið hafði samband við Júlíus þar sem hann var staddur erlendis. Nóatún Mosfellsbæ opnaði 16. nóvember 1989 undir hans stjórn og á verslunin 10 ára afmæli nú í haust. Hann átti að vera í Mosfellabænum í 2-3 ár, en lík- aði vel við fólkið í Mosfellsbæ og fékk því framgengt að vera fram á þennan dag. Hann kvaðst hafa hönd í bagga með Nóatúni í Mosfellsbæ og mikið yrði um dýrðir á 10 ára afmælinu nú í haust. Júlíus bað um kveðjur til Mos- fellinga og að hann skipti um starf með trega. Jóhann Snorri Jóhannesson er nýráðinn verslunarstjóri hjá Nóatúni Mosfellsbæ. Hann hóf störf hjá Nóa- túni í nóvember 1989, en hafði áður starfað hjá versluninni Kjörval, sem rekin var á sama stað frá 1978 - 1989. Snorri er Mosfellingum vel kunnugur eftir langa þjónustu og býður alla vel- komna til sín og síns starfsfólks. Velheppnaður flóamarkaður Sunnudaginn 8. ágúst síð- astliðinn hélt 6.fl. Afturelding- ar í knattspyrnu geysi vel heppnaðan flóamarkað í Ala- fosskvosinni. Fleiri hundmð manns streymdu í kvosina og gerðu reifarakayup af ýmsu tagi. Einnig var boðið uppá þrautir og lleiki fyrir alla. Skemmtilegum degi var svo lokið með uppboði sem þótti takast með eindæmum vel. Boðnir voru upp hlutir eftir marga listamenn eins og Þóm, Olaf Má og Tolla sem öll gáfu lista- verk sín til styrktar knattspymustarfl ungu mannana úr Mosfellsbænunt. Júlli í Náatúni og Kalli stjómuðu uppboðinu af miklu öryggi. Þeir eru einbeittir á svip þeir Þorvarður Friðbjörnsson < andi hryssunnar Vöku og Helgi Sigurðsson dýralæknirl enda mikið (húfi. Verið er að sæða hryssuna með sæði úr I stóðhestinum Gusti frá Hóli. Áform Þorvarðar eru að gefa | konu sinni Ragnhildi Sigurðardóttur folaldið takist ætlunar- verkið. Sæðingar á hrossum er nýjung hér á landi, sem I hófst fyrir nokkrum árum. í þessu tilviki er notað ferskt I sæði sem tekið er fyrir kl 9 á stóðhestastöðinni í Gunnars-1 holti, það síðan sett í kælibox og sent með rútunni á BSÍ. f Þann 5. júní s.l. vom gefin saman Páll Þórólfsson handboltamaður úr Aftureldingu og Katrín Rós Gunnarsdóttir. Iþróttapresturinn séra Pálmi Matthíasson gaf brúðhjónin saman í Bessastaðakirkju. Veislan var haldin í Valsheimilinu, þar sem Egill Ólafsson stjómaði brúð- arvalsinum og síðan var mikið ball sem stóð fram eftir nóttu hljómsveitar Þóris Baldurssonar ásamt Eddu Borg og gömlu kempunni Rún- ari Júl. Brúðhjónin eyddu síðan júnímánuði í að ferðast um landið og héldu eftir það ásamt syni sínum til Þýskalands, þar sem Páll spilar handbolta í vetur með þýska liðinu Tusem Essen. j ,, ... t- ~~—; 1 i - 1 * *- V<M Iíajak-ferð með Toppformi Um mitt sumar fór vaskur hópur úr Toppfomii frá íþróttahúsinu til Stokks- eyrar í þeim tilgangi að fara í kajak- siglingu og borða góðan mat. Farið var í yndislegu verðl og kajak-ferðin gekk mjög vel þrátt fyrir nokkra snúninga og ör- litla bleytu. í upphafi ferðar voru hópnum kennd undir- stöðuatriðin á bakkanum, svo sem hvemig ætti að stýra og bjar- ga sér frá dmkknun og gekk það mjög vel og kom að góðum notum. Þegar kajak-ferðin var á enda var tekið á móti okkur á veitingastaðnum Við fjöruborðið með ljúffengum humri og öllu tilheyrandi. Myndimar með greininni vom teknar í ferðinni. Nú um mánaðamótin fara að hefjast ný, gagnleg og skemmtileg námskeið sem auglýst em í íþróttahúsinu að Varmá, endilega kornið við og fáið nánari upplýsingar. Mosl'ellsblaðið Q

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.