Tíminn - 07.09.1957, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.09.1957, Blaðsíða 6
6 T í MIN N, Iaugardaglnn 7. september 195ln ERLENT YFIRLIT: Útgefandi: Framsóknarflokkurlnn. Ritstjórar: Haukur Snorrasoa, Þórarinn Þórarinsson (4b) Skriístofur í Edduhnsinu við Lindargötu Simar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304, (ritstjórn og blaBamenn). Auglýsingasími 19823, afgreiðslusími 12323. Prentsmiðian EBÐA hf. líma Adenauer llenhauers Kosmngafundir beggja eru fjölsóitir’ en harla ólíkir að flestu öíSru Er almenningur kærulaus um verðlag nauðsynja? í SEINASTA hefti Sam- vinnunnar birtist athyglis- verö ritstjórnargrein um þaö hvorfc almenningur fylgist eins vel með verðlagi nauð- synja og skyldi. Þar sem hér ræðir um mjög mikilsvert máí fyrir alla alþýðu, þykir sjálfsagt að árétta hér það, sem Samvinnan hefur að .segja um þetta efni, en það hijóðar á þessa leið: „DÝRTÍÐ hefur nú um langt árabil fylgt íslending- um eins og skuggi og er af- leiðfng peningaflóðs, velmeg unar og gífurlegrar fjárfest- ingar. Ár frá ári hækkar verð lag allt á lífsnauðsynjum jafnt sem óþarfa og hafa öll ráð til stöðvunar reynzt haria skammvinn. Þegar svo er ástatt mætti ætia, að alþýða manna sýndi fyllstu gætni í með- ferð fjár og fylgdist af gaum gæfni með verðlagi til að gera innkaup sín þar, sem ódýrast er. Ýmislegt bendir til þess, aö svo sé ekki, þótt ótrúlegt kunni að virðast. Er illt til þess að' vita, því kæru leysi almennings um verðlag gerir alla viðleitni til að haída því niðri stórum erfið a*i og dregur úr áhuga þeirra manna í verzluninni, sem mesfc gera til aö selja nauð- synjar ódýrt. ÞAÐ ER skoðun margra manna, sem eru nákunnugir verzlunarháttum fjölskyldna sérstaklega í þéttbýli, þar sem verzlað er daglega eða oft á dag, að húsmæður séu ótrúlega skeytingalausar um verðlag og geri innkaup sín fyrst og fremst í næstu búð, hvað sem verðlagi líður. Geta starfsmenn kaupfélags búða, og sjálfsagt aðrir verzl unarmenn einnig, bent á ýms athygllsverð dæmi, sem sanna þetta. Pjrrir nokkru keypti inn- flutnlngsdeild SÍS molasyk- ur frá Englandi fyrir mjög hagstætt verð. Þegar sykur- inn kom fram í búðirnar, kostaði hann hjá SÍS-Austur straeti, KRON og Kaupfélagi Hafnfirðinga 6,65—6,70 kr. kg. Um sama leyti kostaði moiasykur í kaupmanna- verzltmum í Reykjavik og Hafnarfirði kr. 8,05—8,10 pr. kg. og var þvi 1,40 kr. ódýrari í samvinnubúðunum. Þetta sérstaka verð var rækilega auglýst, t.d. í útvarpi en samt jóksfc salan á molasykrinum í áðurnefndum samvinnu- verzlunum lítið sem ekkert. Þ»tta sannar mjög áþreifan lera, að almenningur í Reykjavík og Hafnarfirði sinnti því engu, þótt hann gæti fengið svo nauðsyniega vöru og ástfólgna íslending- um sem molasykur kr. 1,40 pr. kg. ódýrari í einni verzl- un en annari. ÞETTA EINA dæmi tal- ar sínu máli og virðist sýna reglu en ekki undantekningu um innkaupahætti almenn- ings. Um það hera vitni fjöl margir menn nákunnugir, sem á degi hverjum sýsla við húsmæðumar í matvöru verzlunum og verða sjálfir að þekkja verðið, þótt við- skiptavinirnir hafi allt of oft takmarkaðan áhuga á þvi. Ef allt tal íslendinga um baráttu gegn dýrtíð og hag- kvæma verzlun er ekki inn- antóm orð, verður slíkt á- stand sem þetta að breytast. Húsmæðurnar og aðrir þeír, sem gera innkaup, veröa m temja sér að bera saman verðlag og vita á því glögg skil. Til þess að hjálpa þeim ■ í þessu tilliti eru til dæmis birtir listar yfir hæsta og lægsta verð á vöru á ýmsum stöðum, sem geta verð nokk ur leiðbeining. ÞETTA vandamál á tví- mælalaust rót sína að rekja til þess, að almenningur í landinu hefur búið við sæmi leg lífskjör, haft allmikiö fé milli handa, en misst alla virðingu fyrir peningum vegna dýrtíðarinnar. Þann- ig þrífst dýrtíðin á sjálfri sér, því viröingarleysi fyr- ir peningum og kæruleysi um verðlag stuðlar mjög að enn aukinni dýrtíð. Hér getur hver og einn spyrnt við fæti. Hvert heim ili verður að skapa festu í meðferð fjár, hvort sem það er meira eða minna í hverri buddu. Neytendur sjálfir verða að bera saman verð á einum stað og öðrum og kaupa þar, sem ódýrast er, en láta þá, sem dýrara selja kurteislega vita, hvers vegna ákveðnar vöruteKundir eru ekki keyptar hjá þeim. Herforingjar einir geta ekkert stríð unnið án her- manna sinna. Eins geta ráða menn landsins ekki sigrazt á oa efla um leiff eiein hag með árvekni í verðmálum." UNDIR þessi ummæli Sam vinnunnar vill Tíminn full- komlega taka og skora á les endur sína aö vera vel á verði um eigin hag og ann- arra á þann hátt, sem að framan greinir. Opinbert yfirlit getur vafa laust gert verulegt gagn og hefur líka gert það að und anförnu. Það hefur átt sinn þátt í því að halda verðlag inu niðri. Það er hínsvegar engan veginn einhlýtt. Bezta verðlagseftirlítið, sem til er, er tvímælalaust nögu ná- kvæmt eftirlit neytendanna sjálfra með því, hvar þeir gera beztu innkaupin. Ef neytendurnir bregðast þess ari frumskyldu sinni við sjálfa sig og aðra, þarf eng- an að undra, þótt erfiðlega gangi að fást við dýrtíðina. EFTIlt RUMA viku fara fram þingkosningar i Vestur-Þýzkalandi eða sunnudaginn 15. þ. m. Kosn- ingabaráttan gtendur nú sem hæst og ber mest á tveimur mönnum eða þeim Konrad Adenauer kansl- ara, sem senn verður 82 ára, og Erik Ollenhauer, foringja jafnað- armanna. Kosningabaráttan ber I þesS nú alltaf meira og me'ra | merki, að hún sé eins konar ein-! vigi milli kristilega flokksins og sosialdemokrata og beinist því at- hyglin langmest að he’ztu forvig- ismönnum þessara tveggja flokka. Margt erlendra blaðamanna fylg ist nú með þeim Adenauer og Oll- enhauer á icosmngaíerðum þeirra og þykir rétt að rifja hér upp nokkur atriði úr frásögnum þeirra. ADENAUER hefir sérstaka járn 1 brautarlest til umráða í ferðalög- um sínum. Með henni er hann bú- ■ inn að ferðast fram og aftur um alit Vestur-Þýzkaland og halda kosnlngafundi svo tugum skiptir. Meðan Adenauer er í lestinni, má telja hana eins konar höfuðborg landsins. Þar er stuttbylgjuvið- taaki, fjarritari og sími, svo að Adenauer geti jafnan verið í stöð- ugu sambandi við stjórnarskrif- stofurnar í Bonn. Adenauer slakar ekki neitt á stjórnartaumunum, þótt hann þurfi að vera fja.rri Bonn. Fundir Adenauers, sem eru yfir- leitt mjög fjöisóttir, minna einna helzt á hyllingu. Hann hefir jafn- vel meiri áhrif með því að sýna sig en tala. Strax og hann birtist á ræðupallinum kveða við hylling- arópin hvaðanæva. Glæsimennska hans og öll framkoma minnir á hinn útvalda höfðingja, og það vekur ekki minnsta ánægju, að hann er beinn í baki og kvikur 1 hreyfingum, svo að miklu frem- ur má álíta, að hann sé fimmtugur en óttræður. ADENAUER er enginn sérstak- ur ræðumaður og efnislega eru ræður hans sundurlausar og óvand aðar. Hann hefir venjulega, þegar hann talar, mikið af lausum blöð- um fyrir framan. sig, og les hann af þeim hclztu vígorð sín og upp- hrópanir, er hann rökstyður svo ekki frekara. En hann segir þau með miklum áherzlurr og þunga, enda kveða við samþykkisópin og lófaklapp hjá mannfjöldanum strax á eftir. Þessi aðferð hans virðist gefast vel, því að fólkið er ekki komið til að hlusta á rök, heldur til að heillast og láta stjórn ast af hinum mikla foringja. Óneitanlega minna kosningafundir hans að því leyti óþægilega mikið á Hitlerstimann. EF REYNT yrði að draga sam- an efniskjarnann i ræðum Aden- auers, virðist mega skipta honum í tvo meginþætti. Annar þátturinn eru fullyrðing- ar hans um, að kosningasigur jafn- aðarmanna myndi þýða sama og sigur kdmmúnismans í Vestur- Þýzkalandi. Ein helztu vígorð hans hjóða á þessa leið: Sosialist- iskur kosningasigur þýðir endalok | hins frjálsa Þýzkalands, eða Sosial- istisk stjórn mun gera Vestur- Þýzkaland að kommúnistisku lepp ríki. Annar meginþátturinn snýst um það að benda á þann árangur, sem J stjórn hans hafi náð, einkum á ’ ! sviði efnahagsmála. Við lifum orð 1 i ið sæmilegu lífi í Þý’Zkalandi, seg- j ir hann, þótt við óskum vitanlegaj eftir að hafa það betra á ýrnsum sviðum. Sosialistar kvarta undan bágum líískjönim, segir hann enn fremur, en þeir hafa þó veitt scr i margt, sern þeir höfðu ekki áður, eins og ísská'pa, sjónvarpstæki og bíla. Þetta hefir verið mögulegt undir hirini lélegu stjórji Aden- auers! | Þegar hér er komið ræð'.i Aden- auers, nær hrifningin oft hámarki sínu. Adenauer slær hér vafalaust’ á þá slrengi, sem eru líklegastir OLLENHAUER — enn einu sinni aetlar Adenauer að reynast honum ofjarl. til að tryggja honum sigur í kosn- ingunum. Að. því leyti, sem hann minnist á utanríkismál, leggur hann meg- iriáherzlu á eflingu Atlantshafs- bandalagsins og samvinnu Vestur- Evrópu. Rússar fallist aldrei á sameiningu Þýzkalands, nema þeir finni, að Evrópa sé sterk og samhent. Oft heidur Adenauer tvo tii þi já kosningafundi á dag, en þess á milli kynnir hann sér stjórnarskjöl og gefur fyrirmæli til Bonn. Þeg- ar líður undir miðnætti safnar j hann oft vinum sínum saruan íj borðsalnum í járnbrautarlestinni og drekkur Rínarvín meðan hann rabbar við þá um daginn og veg- inn. Stundum bregður hann á| glens og segir, að læknar te-lji! heilann endingarbeztan allra líf-j færa og til jaínaðar eigi hann að' geta starfað óslitín í 130 ár. Hann eigi því góðan tíma eftir enn! OLLENHAUER notar tveggja hreyfla flugvél til kosningaferða sinna og hefir hann komið fyrir í henni eins konar miðstöð fyrir kosningabaráttuna. Hann heldur enn fleiri fundi en Adenauer og fundir hans eru yfirleitt vel sótt- ir. En að öðru leyti eru þeir ólík- ir fundum Adenauers. Ollenhauer hefir ekki til að bera glæsileika Adenauers. Hann er lágur vextþ gildvaxinn og fremur ófríður. í ræðum sínu'm beitir hann ekki slagorðum, heldur leggur aðal- áherzluna á röksemdir. Hann er laglega máli farinn, en sérstakur glæsileiki einkennir hins vegar ek-ki málflutning hans. Harín fær yfirleitt góðar undirtektir áheyr- enda, en þeir minna hins ■ vegar lítið á hyllingarópin og hrifuing- una á funduin Adenauers. KJARNINN í ræðum Ollenhau- ers er oftast á þessa Téiðti • Þýzkt lýðræði er í hæftu. ef kristilegir demokratar fá þing- meirihiuta á ný. Margir í^iðtögar þeirra eru valdaþyrst:i*:: ’ ein- ræðissinnaðir. Sosialdemiikrátar hafa jafnan staðið trúastan yörð um þýzkt lýðræði, Öll viðleitni Adenauers til þess að bencíla þá við kommúnista er tilhæfiílaus kosningaáróður. Það- er -sósial- demokrötum að þakka, hve áhrifa- lausir kommúnistar eru í Vestur- Þýzkalandi. Kommúnistar . óska líka miklu fremur eftir IrbSnihga- sigri kristilegrá demokrola en sosialdemokrata, eins - og fram- koma Krustjoffs sýndi bezt. Kommúnistastjórnin í Austur- Þýzkalandi lifir á hinni þröngsýnu stefnu Adenauers og því er það staðreynd, að Ulbrieht verður ekki lengur húsbóndi í Pankow (stjórn- arsæti Austur-Þýzkalands) en Ad- enauer verður það í Bonn. Það er rétt, að mikil efnaleg endurreisn hefir átt sér stað í Þýzkalandi, en þar eiga verka- menn drýgsta þáttinn. Hitt er hins vegar rangt, að almenn vel- megun sé í Þýzkalandi, heldur hafa auðmenn og auðhringar hagn azt óeðlilega á endurreisninni. Lífskjör almennings eru enn miklu Iakari en í Bretlandi, á Norðurlöndum, í Beneluxlöndun- um og Frakkiandi. Úr þessu vcrð- ur að bæta með jafnari skiptingu þjóðarteknanna og það verður því aðeins gert, að sosialdemokratar fái stjórnina. Ef sosialdemokratar fá völdin, munu þeir leggja áherzlu á að kcma á slíkum jöfn- uði og telja það aðalverkefni sitt í innanlandsmálum á næsta kjör- tímabili. Þeir munu ekki ráðast í neina þjóðnýtingu að sinni. í RÆDUM sínum minnist Oll- enhauer allmikið á utanrikismál. Hann segir að stefna Adenauers muni leiða til varanlegrar skipt- ingar I*ýzkalands. Nauðsynlegt sé nú að gera nýja tilraun til að sam- eina landið og tilvinnandi sé að fara úr Atlantshafsbandalaginu, ef í staðinn fáist sameining Þýzka lands og nýtt öryggiskerfi fvrir Evrópu. Hins vegar muni sosial- demokratar ekki beita sér fyrir brottför úr Atlantishafsbandalag- inu, nema áður sé búið að tryggja (Framhald af 8. síðu). Blíðviðrlð Helzt dag eftir dag. Haust- ið er að halda innreið sína, en skilin mílli sumars og hausts virð ast ekki ætla aö verða skörp. Hvenær endar 6umariö, og hve- nær tekur haustið við? Þeirri spurningu er erfitt að svara, þegar einn blíðviðrisdagurinn tekur við af öðrum á þessum árstiðaskiptum. En litir náttúr- unnar eru þó farnir að gefa breyttnguna til kynna. Skógar eru famir að guina og grasið að fölna. Fólkið er farið að hugsa um uppskeruna, kartöflugarðarn- ir standa enn grænir að mestu, og kartöflurnar halda áfram að spretta. Þeir, sem hafa gægst undir grösin, segja að þar sé snoturt um að litast, að kartöflu- uppskeran verði mikil. Um það skal ekki efazt. Og svo hefjast göngurnar eftir næstu helgi, Margir hafa hiakk- að til þeirra í alt sumar, og ekki aðeins stálpaðiþ* sveitastrák- ar. Ég veit til dæmis um einn virðulegan lækni í Reykjavík, sem hlakkar til þeirra eins og strákur, og eftir næstii helgi leggur hann læknistöskuna frá sér og fer i göngur. Hannjfer ekki eem ón-ytjungur eða áliorf- andí, beltíur sem fullgildur gangnamaður, og dugar ‘vél. Þetta hefir hann gert í mörgj ár. En bændurnlr cru að reyna að skyggnast um haga og ráðá þá gátu, hvernig dilkamir vei'ði að vænleika i haust. Þótt sumgfið hafi verið góð fóstra grösum og allri jarðaruppskeru, or ekki víst, að dilkarnir sýni það; á sama hátt. Þar er svo márgt, sem til greina kemur. ICanriske hefir sumarið verið of heittí óg þurrt. einkum til fjalla. G$tan um vænleifca dilkanna er 'þvjj að mestu óráðin enn. Þeir, sem hugað liafa að kindum, segja þó að diikarnir séu fallegir að sjá, hvað sem vigtin segir, þeg- ar í sláturhúsið ikemur. í haust mun verða slátrað fleiri dilkum en nokkru sinni fyrr á landinu, að því að talið er. Langt verður því frá, að iandsmenn torgr öllu því dilkalfjöti, sem á markað kemur. Mikið verður að flytja út. En hvemig reiðir þeim út- flutningi af? — Hárbarður,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.