Tíminn - 12.09.1957, Blaðsíða 5
T í MIN N, fimmtudaginn 12. september 1957.
5
þjóðernisleg hugsjón
Agúst Þorvaldsson bóndi og alþingismaður
flutti þetta ávarp á móíi Framsóknarmanna
í Þrastarskógi fyrir skemmstu
Ví.Ý V V^s v
•wíaíafts
Mér verður hugsað til
þess, að í sumar eru liðin 50
ár síðan ungmennafélögin
hófu göngu sína hér á landi.
Þau hafa haldið veglegt mót og
hátíð til þess að minnast þeirra
tímamóta. Um starf þeirra og áhrif
í þjóðlífinu hafa verið haldnar ræð
ur og skrifaðar ritgerðir og ætla
ég ekki að bæta við það.
En þar sem við erum hér stödd
í þeirra landareign með góðu leyfi,
þa verður mér hugsað til þess, að
mikill er sá arfur, sem þessi félags
málahreyfing hefir skilað til þeirr-
ar kynslóðar, sem nú er að taka
við ábyrgðinni í þjóðlífi voru. j
Ungmennafélögin voru stofnuð
til þess að glæða hinar beztu
kcnndir og hugsjónir. Þau ætluðu
að bæta og fegra landið og gera
fólkið að meiri og betri mönnum.
Ræktun lýðs og lands og íslandi
allt voru og eru þeirra kjörorð.
Sáning og uppskera
Þetta voru fögur fyrirheit og
margir voru í upphafi svo bjart-
sýnir að halda, að bróðurlegar hug-
sjónir af þessu tagi myndu alls stað
ar falla í frjóan jarðveg, og vissu-
lega var hann víða frjór. Upp af
þessum hugsjónum og fyrirheitum
spruttu góðir ávextir, sem þjóðin
og landið hafa nærzt af. En hver
sá, sem gengur út að sá, skyldi
jafnan hafa það hugfast, að aldrei
koma öll fræin upp, því að eins og
hjá sáðmanninum forðum, þá falla
sum fræin í grýtta jörð, og af þeim
spretta engin aldin.
Svo hefir einnig farið hjá okkur
íslendingum.
Ef allir íslendingar ynnu í ein-
um anda að ræktun lýðs og lands
og ynnu íslandi allt, sem þeir
gætu, þá væri hér nú eins konar
Edens garður.
En því miður hafa of margir
asklok fyrir sinn himinn, og sjá
ekki þjóðina og landið fyrir sínum
gróðahvötum.
Þann hugsunarhátt kallaði
Grímur Thomsen „fjóstrú“ og fór
um þá trú svofelldum orðum:
„Verst er af öllu villan sú/von-
ar og kærleiksbandið / á engu að
hafa æðri trú, / en allt í heimi
traust, / fyrir sálina að setja lás/
en safna magakeis, / og á vel tyrfð
um bundinn bás / baula eftir töðu-
meis“.
Við íslendingar búum í góðu
landi. Hér er mikið matarbúr.
Fiskimiðin auðug og moldin frjó.
Það hefir sýnt sig, að íslenzka
gróðurmoldin gefur feiknamikla
uppskeru.
Skýrslur sýna, að framleiðslu-
magn, miðað við íbúafjölda, er
meira hér á landi en víðast annars
staðar. En mitt í öllum þessum
allsnægtum eru verðmætin og
framleiðslan gerð æ verðminni
með hverju árinu sem líður vegna
þess, að ýmsir þeir þegnar þjóð-
félagsins, sem fengið hafa góða
hlutdeild í aðri uppskerunnar,
„setja lás fyrir sálina", eins og
Grimur Thomsen sagði, binda
sjálfa sig á bás, og baula þar í
gríð og erg „á töðumeis".
Þetta sífellda baul er svo há-
vært og tíðum rekið upp, að það
lamar allt athafnalíf í landinu og
er óðum að hrekja þjóðina úr bú-
sæld í bjargarskort.
Deilur um auð og völd
Baulið á töðumeisinn er ekki af
því, að fóður og aðhlynningu vanti
heldur er það sprottið af því, nú
upp á síðkastið, að þeir, sem töðu-
gjöfinni stjórna, eru ekki þeim
að skapi, sem úr meisnum eiga að
torga. Þeir hafa ekki sömu vel-
þóknun á þeim, sem nú ráða gjöf-
inni og þeim, sem gerðu það áður.
Þetta sannar sig sjálft með því
að liðskostur þeirra sem baula eft-
ir töðumeisnum, er þaðan kominn,
sem skyldleiki er um hugsunar-
háttinn hvað viðvikur meðferð
hinna efnislegu verðmæta.
Hér er kominn sami skaðvaldur-
inn í þjóðlíf vort og sá, sem steypti
þjóðinni í örbirgð og ánauð í forn-
öld. Deilur um auð og völd voru
það, sem ollu ófrelsi þjóðarinnar
á Sturlungaöld, og sviptu hana
frama og frægð.
Jónas Hallgrímsson sagði:
„Veit þá enginn, / að oss íyrir
löngu / aldir stofnuðu / bölið
kalda, frægðinni sviptu, / framann
heftu / svo föðurláð vort / er orð-
ið að háði“.
Hvernig er það nú? Er ekki
þjóðin að verða „að háði“? Þessi
litla þjóð, sem er um aldir búin
að berjast fyrir lífi sínu við ör-
birgð og ánauð, og er risin úr ösku
stónni vegna hugsjóna um frelsi
og nýja velmegun, hagar sér nú
eins og hún eigi ekkert föðurland
og engan þjóðfélagsgrundvöll.
Þetta er hið kalda böl í þjóðlífi
voru nú um stundir.
Þessa meinsemd er ekki hægt
að lækna til fulls með neinum
aðgerðum fyrr en í brjóstum fólks-
ins sem byggir landið sprettur sú
þrá, að vinna föðurlandinu fyrst
og hafa hag þess og frelsi sem
æðstu hugsjón.
Upp af slíkri þrá og starfi mun
rísa nýtt ísland, land stórra at-
hafna og sterkrar sjálfstæðiskennd
ar._
Á meðan til eru hópar manna í
landinu, sem öðru hvoru seíja lás
fyrir sálina og hrópa á meiri gjöf
í meisinn sinn, enda þótt þeir hafi
varla torgað því, sem áður var í
hann látið, á meðan slíku fer fram
þorna rætur þess lífsmeiðs, sem
einstaklingar þjóðfélagsins hafa
hingað til fengið þrótt sinn og þrek
frá, og brumhnappar hugsjóna um
fagra framtíð landsins visna og
deyja að lokum.
Aldrei hefir land vort haft upp
á jafn mikla og góða lífsmöguleika
að bjóða og nú á öld tækninnar.
Viðhorf fjölskyldunnar
Möguleikarnir blasa alls staðar
við augum til þess að gera landið
og þjóðina auðuga. Verkefnin eru
fyrir hendi, ef hugsjónir, þrek og
vilji eru til staðar hjá þjóðinni og
ef hún getur eignazt eina sá um
sigurmarkið: sífrjálsa og farsæla
þjóð í hinu fagra landi.
Hugsum okkur fjölskyldu á
góðri jörð. Húsbændurnir vilja
bæta og fegra jörðina, svo að hún
geti veitt þeim, sem þar búa, traust
öryggi um lífsafkomu.
Við skulum hugsa okkur að þetta
verk sé svo vel á veg komið, að
fjölskyldunni sé farið að líða vel.
En allt í einu fara sumir fjöl-
skyldumeðlimirnir að heimta
handa sér stærri hlut en fram-
leiðsla fjölskyldunnar þolir.
I Húsbændurnir segja af lífs-
reynslu sinni og viti, að þetta sé
ekki hægt, því að þá raskist grund-
völlur sá, sem heimilið sé byggt á,
og hafi til þessa veitt viðunanlega
lífshamingju og fullnægt þörfum
þeirra, sem í hlut áttu.
Þá bregðast vissir meðlimir fjöl-
skyldunnar þannig við, að þeir
gera hlé á störfum þangað til ósk-
um þeirra er fullnægt.
Þá eru hafin fyrir alvöru harm-
saga slíkrar fjölskyldu, ormurinn
er farinn að naga rætur trésins.
Lánsmöguleikar eru nýttir út í
æsar. Næst er gengið á undirstöðu
framleiðslunnar þar til hún minnk-
ar svo, að lánardrottnar fá ekki
sitt að fullu.
Þá gera þeir sína kröfur í búið,
hirða staðfestu fjölskyldunnar og
Ágúst Þorvaldsson
annað hvort gera hana að leigu-
þrælum á hinni fornu eign eða
vísa henni út á hjarn lífsins.
Þessi mynd er ekki fögur, en
er ekki eitthvað svipað að gerast
hjá hinni íslenzku þjóð?
Er ekki þjóðin eins og fjöl-
skylda og landið hennar er sam-
eiginleg staðfesta og eign?
Er ekki ormur sjálfselsku og
síngirni að naga rætur lífsmeiðs
hinnar íslenzku þjóðar?
Er ekki velsældin að gera okk-
ur vesæla? Auðurinn ágjarna um
of. Valdagræðgi vissra hagsniuna-
hópa spinnur vélræðin á bak við,
og notar í sínar þarfir lása síngirn-
innar til þess að setja fyrir sálir
þeirra, sem vilja fá meiri gjöf í
meisana sína.
Lærdómur sögurtnar
Þjóðir, sem orðið hafa að verja
frelsi sitt og fjármuni með blóði
sona sinna, og margsinnis að end-
urreisa lönd sín eftir styrjaldir,
horfa á slíkar aðfarir smáþjóðar-
innar með háði.
Og það er heldur engin furða.
Saga okkar íslendinga ætti þó að
kenna okkur að fara öðru vísi að.
Þjóðin á hér öll mikið í hættu,
en þó er hættan mest hjá þeim,
sem fátækir eru og verða að vinna
með eríiði fyrir brauði sínu.
Á þeim hvílir nú ábyrgðin mest
að taka höndum sarr.an, endur-
reisa hugsjónina um rsekíun lýðs
og lands, og að vinr.a íslandi allt.
Efnahagsmúl þjóðar verða ekki
leyst nema síngirnin sé sett til
hliðar.
Þjóðfélagið verður aldrei öfl-
ugt, nema þjóðernislegar hugsjón
ir ráði gerðum þegnanna. Pen-
ingahugsjónin er fúin í rótina og
færir enga varanlega hamingju.-
Það er hugsjónin uia frjálsa,
glaða og hrausta menn. Táp-
mikla frjálsa þjóð. Ræktaðar
lendur, skógi klæddar ‘hlíðar.
brúaðar torfærur, uppgræddar
auðnir og ótalmargt fleira slíkt
sem getur gert þjóðina hamingju
sama. Einhugur um þetta og hin
þjóðlegu menningarverðmæti fela
í sjálfum sér lækninguna á þeim
meinsemdum efnahagslegum og
hugarfarsiegum, sem nú þjá þjóð
lífið.
Þeir sem skapa auðæfi þjóð-
anna það eru þeir sem vinna, hvort
sem þeir gera það með huga eða
hönd.
En þó hör.din vinni þá er mik-
ils um vert að hugurinn, sem hönd
inni stýrir, sé trúr og tryggur þeim
sem verksins eiga að njóta hvort
sem verkið á að standa lengur eða
skemur.
Að vinna íslandi allt er marg
shmgin og fjalskrúðug hugsjón,
og það er svo merkilegt, að það
er hægt að vinna þeirri hugsjón
gagn í hvaða heiðarlgu verki sem
er.
Sá hófsami vinnur henni gagn
með hófsemi sinni, sá sparsami
með sparsemi sinni, hinn iðju-
sami með iðju sinni, sá framtaks-
sami með framtaki sínu, sá lærði
með lærdómi sínum og svo mætti
lengi telja.
Á sama hátt vinnur það gegn ís
landi að eyða og sóa fjármunum
,Hæringuru enn á dagskrá
Norska blaðið „Fiskaren“ birtir !
eftirfarandi frétt: „Nú er helzt
talið, að Hæringur, síldarbræðslan j
fljótandi, sem nýlega var seldur j
útgerðarfymtækinu Presthus og
Hestnes a. s., verði tekinn til gagn
gerðrar viðgerðar, og síðan látinn
sigla í flutningum við slrönd Kína.
Skipið verður afhcnt frá fyrri eig
endum, Síldarbræðslunni í Gang-
stövika nú í september. Útgerðar-
fyrirtækið í Bergen gaf 1,6 millj.
kr. (norskar) fyrir skipið.
Brennivín úr síldarlýsi
Sama blað flytur eftirfarandi
frétt: Vísindin eru í stöðugri sókn.
Og ekki sízt í síldarvinnslu og
rannsóknum, en síldin er nú til
margra hluta nytsamleg. Nú er frá
því skýrt, að vísindamenn í rann
sóknarstofnunni í Halifax í Kan-
ada, hafi uppgötvað, að viss efni
í síldarlýsi — sem hingað til hafa
ekki verið talin merkileg — séu
nothæf til að framleiða alkóhól,
ásamt frumefnum í málningu og
fernis. Þá er enn sagt, að vísinda
menn í sömu fiskirannsóknarstöð
hafi nýlega stórbætt aðferð til að
til óþarfa, að eyða tímanum í iðju
leysi, að efla áfrið og erjur í land
inu o. s. frv.
ískyggilegir atburðir
Á þessum síðustu árum er ekki
um annað meira talað en efna-
hagslega eríiðleika mitt í þeim
allsnægtum, sem þjóðin býr við.
Næstum allir þessir erfiðleikar eru
frá þjóðinni sjálfri komnir.
Ýmsir staríshópar innan þjóð-
félagsins hafa sett kröfur um hlut
sinn af sameiginiegum arði of
hátt. Og fylgt þeim kröfum eftir
með ofmikilli hörku.
Síðustu atburðir af þessu tagi
eru í fersku minni og voru cinir
hinir geigvænlegustu, sem að
höndum hafa borið af hliðstæðri
tegund.
Ef slíkum atburðum heldur á-
fram enn og aftur, og stéttirnar
hamast þannig í ímyndaðri hags-
munabai’áttu við atvinnuvegi og
þjóðfélag, hlýtur efnahagslegt sjálf
stæði þjóðarinnar að líða undir
lok og það fljótlega, og fer þá
ekki hið stjórnarfarslega brátt á
eftir?
Fyrir hálfri öld hljómuðu í
fyrsta sinni út um byggðir lands
ins orðin „ræktun lýðs og lands,
og íslandi allt“. Þá var ísland enn
ekki crðið fullvalda ríki og hug
sjónin um fullt frelsi knúði menn
til átaka. Nú hefur það takmark
náðst góðu hcilli, en þá er eins
og þjóðin hafi gleymt því, að frels
ið ér fjöregg sem vandi er að
varðveita. í stað þess er svo að.
skilja á mörgum að ríkið — þjóð-
félagið sjálft sé óvinur og þess-
vegna sé í rauninni sjáífsagt að
vera í sífelldum bardaga við
stjórnvöld þess.
Heilbrigð gagnrýni er að vísu
sjálfsögð en aðgerðir sem miða að
því að steypa stjórnum án tillits
til þess þótt slíkt geti skaðað
þjóðfélagið, er hættulegur leikur
og ættu þeir sem slíkt fremja ekki
að hagnast á slíku.
Vakningartíð
Ég vil vona að nú eítir marga
ískyggilcga atburði í þjóðlífi voru
á síðustu árum, sem veikt hafa og
hrist þjóðfélagsgrundvöllinn þá
vakni þjóðin upp og taki höndum
=aman. Nýir og gamlir vormenn
gangi fram og vinni íslandi allt
bannig tryggja þeir bezt hagsmuni
allrar þjóðarinnar og framtíð sina
og barna sinna, frelsi, frið og
hagsæld lands og þjóðar.
Ég treysti þar með og bezt á
fólkið, sem uppsker fæði og klæði
af vinnu eigin handa.
Ég vona að þetta fólk, sem er
ullur fjöldi þjóðarinnar, láti sín-
girni, sjálfselsku og sérvizku víkja
fyrir heill alþjóðar og vinni ís-
lnndi allt þá vinnur hver maður
sjálfum sér bezt um leið. Ef fólk-
ið þorir þetta, hlýði réttu og kann
góðs að luta, þá mun eyjan kalda
eiga sér enn vor.
vinna próteinauðugt mjöl úr fiski-
úrgangi.
Portúgalar aíla minna
Danska fiskveiðablaðið „Fikerit
tidende“ flytur þá fregn frá Port-
úgal, að fiskveiðar Portúgala á
fjarlægum miðum, hafi gengið
mjög illa upp á síðkastið. Portúgal
ar eiga nokkra góða togara, sem
sækja á fjærlæg mið, stundum til
íslands, en þeim gengur illa.
En einkum stunda Portúgals-
menn þó fiskveiðar frá skútum,
fara fiskimenn þeirra á smábátum
(doríum) frá skútunum, og fiska
á handfæri. Þessi veiðiaðferð hef
ir reynst mjög illa í ár. Má ætla,
að Portúgalar kaupi meiri fisk af
útlendingum í ár en áður.
Færeyingar láta smíða
togara í Portúgal
Sama blað skýrir svo frá, að
færeyska landstjórnin hafi nú loks
| ins getað gert samninga við
| danska þjóðbankann, sem geri
! mögulegt að ganga frá samning-
| um um smíði 3 nýtízku togara í
portúgölskum skipasmíðastöðvum.
Skipin eru sögð kosta 15 millj.
danskra króna. Allmikinn hluta
fjármagnsins þurfa Færeyingar
sjálfir að legggja fram. Danski
þjóðbankinn hefir gert það að skil
yrði fyrir lánveitingunni, að bank
inn hafi hönd í bagga með því,
hvei’jir fá togarana afhenta til út
gerðar.
Bretar selja Rússum síld
Herring Industry Board í Bret-
landi hefur tilkynnt, að gerðir
hafi verið samningar við Rússa
um síldarsölu; er lágmark 60000
tunnur „hard cure“ síld. Síldin
verður flutt út í haust og innkaupa
stofnun rússneska ríkisins ann-
ast móttöku.
Danir framleitSa kavíar
Dansk Fiskerittidende“ telur
Dani hafa stórendurbætt kavír-
framleiðslu sína. Sé nú unninn
ágætis kvaíar úr nokkrum fisk-
tegundum (einkum rognkjeks).
Smakkast þessi kavíar alveg eins
vel og rússneskur kavíar, en verðið
er ekki nema brot af því, sem
Rússar krefjast fyrir sína vöru.
Danir lita hrognin, sem eru að
eðlisfari rauð, og fá þeim græn
litan lit. Blaðið segir, að Danir
selji nú kavíar til margra landa;
s.l. ár nam útflutningurinn 142
lestum, og andvirðið var 1,5 millj.
danskra króna. Góður markaður er
í Afríku, segir blaðið, þar sem
efnafólk kaupir gjarnan kavíar og
kann vel að meta þetta lostæti.
Þess má geta hér, að íslendingar
hafa um skeið framleitt kavíar úr
grásleppuhrognum, og tekizt all-
vel. Danska blaðið heldur því
fram, að danska aðferðin við
vinnsluna sé ný, og taki gömlu
aðferðunum langt frarn.
Nýr bergmálsmælir
„The Fishing News“ skýrir frá
nýjum bergmálsmælir, sem Pye
I Radio Ltd. hefur framleitt og
reynt á togurum frá Humber-höfn-
um með góðum árangri. Mælirinn
er einkum ætlaður til að finna
fiskitorfur, og segja til um nálægð
i þeirra og stærð. Skipstjórinn á
! togaranum „Boston Fury“ lofar
; mjög tæki þetta, segir það mikla
| endurbót. Það sýnir fiskigöngur
! með svipuðum hætti og eldri tæki,
I en þegar torfur eru undir eða í
grennd, segir það til með sérstöku
hljóði. Er því ekki þörf að rýna
1 sífellt á tækið, þá siglt er.
I
Smábátaútgerft Nor'ð-
manna vií Grænland
Sunnmöre Arbeideravis skýrir
frá því, að smábátaútgerð Norð-
manna við Grænland hafi gengið
vel í sumar . Það er útgerðarfyrir
tækið Utrustnings sem gerir út bát
ana. Bátarnir leggja upp í Fær-
eyingahöfn. Fiskimennirnir eru
flestir færeyskir, nokkrir danskir
og norskir.