Tíminn - 12.09.1957, Page 8

Tíminn - 12.09.1957, Page 8
8 T f MIN N, fimmtudaginn 12. september 1957. Minning: Haukur Magnússon, Oddgeirshólum Hann var fæddur 25. janúar 1925 og andaðist 2. september, hann var því ekki nema 32 ára þegar engill dauðans kvaddi dyra og kallaði sál hans til æðra lífs. Haukur var ungur tekinn í fóst- ur að Oddgeirshólum í Hraungerð ishreppi til föðurbróður síns Árna Árnasonar bónda og konu hans Elínar St. Briem. Móður sína missti hann í æsku og föður sinn fyrir fáum árum, fósturfaðir hans andaðist er Haukur var barn að aldri. Þannig var hvert skarðið á fætur öðru höggvið í ástvinahóp- inn hans, en hann varð þó aldrei neinn munaðarleysingi því ekki veit ég nokkurt fósturbarn hafa notið slíkrar elsku og ástúðar fóstru sinnar, sem hann naut hjá Elínu og hið sama var um börn hennar, að þau voru honum sem bræður og systur. Haukur var óvenju geðþekkt barn, ljúfur og hæglátur og svo prúður að af bar. Hann var gæddur góðum gáfum og einstakri trúmensku og dyggð, og naut hvers manns hylli. Væntu allir er þekktu þennan góða dreng mikils af honum vegna þeirra mann- kosta, sem hann var búinn og áð- ur er lýst. Hann stundaði nám í Flensborgarskóla í Hafnarfirði, en sigldi síðan til náms í Danmörku og lagði stund á verkfræði. Meðan á því námi- stóð veiktist hann af sjúkdómi þeim er nú hefur leitt hann til bana — þrálátri heila- blæðingu. Sjúkdómurinn tafði hann um heilt ár við námið, en hann lauk því þó með góðum vitnisburði. Hann naut mikillar vináttu og umhyggju skólastjóra síns í Danmörku og mun fágætt, að útlendur námspiltur hafi á- unnið sér svo skjótt traust og vin- áttu lærimeistara sins. Eftir að Haukur hafði lokið námi réðist hann til verkfræði- starfa hér á landi og stundaði þau við góðan orðstír þar til heilsa bilaði að fullu. Þetta er í stuttu máli ævisaga Hauks Magnússonar. Hitt, sem hann var ástvinum sínum og kunn ingjum, ljóminn sem stafaði af hreinni og flekklausri sál hans, trúmenska og dyggð er saga sem geymist í minningunni um hann og þó lengst og bezt hjá þeim er voru honum stoð og styrkur í uppvexti, við nám og síðast í veikindum hans. Fjölskyldan í Oddgeirshólum á um sárt að binda við fráfall hug- ljúfans góða, sem hafin er frá dufti jarðarinnar svo ungur og fagrar vonir voru bundnar við. Fóstra hans Elín St. Briem hef- ur enn einu sinni orðið að taka á móti harmaskúr en hetjulund hennar er söm og fyrr,'því ekki brestur hana stillingu og æðru- leysi þótt hart muni henni hafa hnotið við hjarta að sjá þennan fósturson sem hún elskaði sem sitt eigið barn missa heilsuna og hníga að velli ungan að aldri. Ég votta henni og öllum ástvinum Hauks samúð mína, og ég veit, að minningin um góða drenginn verður henni og þeim öllum eins og ljós sem skín yfir rökkur horf inna daga. Ágúst Þorvaldsson. Aflahæsti Akranesbáturinn kom meú 170 tunnur af síld í gær Frá fréttaritara Tímans, Akranesi í gær. f dag voru tíu bátar á sjó héð- an frá Akranesi og fengu þeir allgóða síldveiði, eða allt upp í 170 tunnur á bát. Sá er minnst veiddi, kom heim með tuttugu og fimm tunnur. Hæstur var Skipaskagi með 170 tunnur, en annar bátur, Sigurvon fékk 150 tunnur. Síldin er góð og fitumagn hennar er 14—16%. Akurnesingar keppa í knattspyrnu á Ak- ureyri um helgina AKUREYRI I gær. — Knatt- spyrnuflokkur Akurnesinga, nú- verandi íslandsmeistarar í 1. deild, koma hingað til Akureyrar um helgina og keppa hér tvo leiki við akureyrska knattspyrnu- menn; kl. 5 á Iaugardag og kl. 2 á sunnudag. Verður þetta senni- lega síðasti stórleikur sumarsins hér í bæ. ED. Skemmtiferð sjúkl- inga á Vífilsstöðum Þriðjudaginn 3. sept. buðu bíl- stjórar á Hreyfli sjúklingum á Víf- ilsstöðum í skemmtiferð, sem þeir og hafa gert undanfarin ár. Að þessu sinni var farið austur fyrir fjall, með viðkomu í Hveragerði, við Sogsvirkjun og farið var heim um Grafning. — Almenn ána;gja ríkti með förina og hafa sjúkling- ar beðið blaðið að færa Hreyfils- bílstjórum og öðrum, er að ferð- inni stóðu, þakkir sínar. Eftirtalin fyrirtæki gáfu nesti í förina: Síld og Fiskur; Ölgerðin Egill Skalla- grímsson; Sanitas; Clausensbúð, Coca-Cola, Vífilfell; Kexverksm. Esja; Kexverksm. Frón; Brjóstsyk- ursgerðin Nói, Sælgætisgerðirnar Freyja; Opal; Póló og Krummi; Björnsbakari; G. Ólafsson & Sand- holt; Sveinsbakarí; Harðfisksalan. Eiríkur veitingamaður í Hvera- gerði sá um gos úr borholu án þess að gjald kæmi fyrir, eins og venja mun vera. Nær öll síldin mun hafa farið í salt. — í kvöld fara þrettán bátar á síld og fleiri eru vænt- anlegir, en á nokkra vantar menn. G.B. Á víðavangi _______________ (Framhald af 7. síðu). flokknum, sem þá var stjórnar- flokkur. Að þeim samtökum um pólitíska misbeitingu stóð Bjarni Benediktsson, núverandi aðalrit- stjóri Mbl. og varaformaður Sjáif stæðisflokksins, annars vegar, og kommúnistaleiðtogarnir hins veg ar. Verkalýðsbarátta Bjarna í dag, er því ekki annað en upp- rifjun gamallar sögu, þótt tækn in sé nú fullkomnari cn var í gamla daga. Ræðuhöld Rafnars í Húsavík og á Akureyri gefa til kynna, að palladómurinn hafi verið nokkuð réttlátur. Gustur staðreyndanna getur farið illa með veikbyggð stofublóm. Knattspyrnufélag Akur- eyrar varð NortSurlands- meistari í knattspyrnu AKUREYRI í gær. — Knatt- spyrnumót Norðurlands var háð á Siglufirði um s.l. helgi. Þrjú félög tóku þátt í mótinu: Knatt- spyrnufélag Akureyrar, Knatt- spyrnufélag Siglufjarðar og íþrótta félagið Þór á Akureyri. — Úrslit urðu þau, að KA (Knattspyrnu- félag Akureyrar) bar sigur úr být um. KA sigraði KSA með 10 mörk- um gegn 6, en KS og Þór gerðu jafntefli. Þór gaf leikinn við KA. Hannes Sigurðsson dæmdi leikina. Hús i smíðum* aiHI)Hlllllll!lll!IIIIII[IIIIIIllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII||l|l|[|||ll||||||||||||||||||||Illll||II|l!l||l||||||l|llll|lllllliIIIIIII!!ll Tilkynning I 1 NR. 24/1957 | = s Innflutningsskrifstofan hefir ákveðið eftirfarandi I 1 hámarksverð á brenndu og möluðu kaffi frá innlend- 1 I um kaffibrennslum: § í heildsölu .............................. Kr. 38,60 pr. kg. | í smásölu ......................................... — 44,40 pr. kg. i nu (ftnan löenenanni» AbidJb (Teyktavíkur. truna •rvxclurrv«i& meft filnum HUmllmTv Reykjavík, 11. sept. 1957. Verðlagsstjórinn i[iiiiiiiiiDiflinimmiiiii[niuiimiiniininnn.iiimuiniiiiiHUiiniiiiiiiiiiinuiiiiiiinitiiiiiiiiiniiuiiiimmmawv eS& a*i cj r/ / , t íiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinii Nú eru tæpir tveir mánuðir, þar til dregið verður í happdrætti S.U.F. Vinningar eru Ópelbifreið 6 manna og ferðalag umhverfis hnöttinn. — Útsölumenn eru hvattir til að herða söluna og gera skil til skrifstofu happdrættisins, Lindargötu 9 A, hið fyrsta. HAPPDRÆTTI S.U.F. imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiu 1 LJUFFENGUR MORGUNVERÐUR, SEM I | FLJÓTT OG AUÐVELT ER AÐ MATBÚA | Biðjið um hið pekkta Scott’s haframjöl, sem framleitt er úr beztu, fáanlegum, 1 skozkum höfrum Framleitt og pakkað samkvæmt ítrustu hreinlætiskröfum. | Fyrirliggjandi í handhægum pökkum, lokuðum með cellofanpappir. ( BI-DJI-Ð UM SCOtt’S BORÐI® SCOtt’S ( imiimmiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiimiimiiimmiimmiiiiitmiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii)iiiiu

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.