Tíminn - 28.09.1957, Blaðsíða 2
99
G jaldendum er nauðsynlegt aS kæra
nú á ný ... ef f)eir vilja ekki nna
álagningu nefndarinnar4
Frestur til a$ kæra útsvörin í Reykjavík
rennur út á mánudagskvöld
Samkvæmt auglýsingu niðurjöfnunarnefndar Reykjavík-
ur 16. sept. s. 1. rennur kærufrestur vegna útsvara í Reykja-
vík út kl. 12 á miðnætti á mánudagskvöld. Segir svo um
þetta í auglýsingu nefndarinnar:
„Ber að senda skriflegar út-
sVarskærur íil niðurjöfnunar-
nefndar, þ. e. í bréfakassa skatt-
stofunnar í Alþýðuliúsinu við
Hverfisgötu, fyrir þann tíma. Er
vakin sérstök athygli á því, að
gjaldendum er nauðsynlegt að
kæra nú á ný, þótt þeir hafi sent
kærur áður, ef þeir vilja ekki
una áiagningu nefndarinnar.“
Vegna mikilla fyrirspurna til
blaðsins um það, hvenær kæru-
i frestur rennur út, er þessi kafli
úr auglýsingu nefndarinnar birtur.
„Horft af brúnni“ eftir Miller Irum-
sýntí Þjóðleikliúsinu á miðvikndag
Uppselt á „Tosca“ á allar auglýstar sýningar
Leikrit bandaríska leikritahöfundarins Arthurs Millers,
„View from the bridge“ — „Horft af brúnni' í þýðingu dr.
Jakobs Benediktssonar, verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu
næstkomandi miðvikudag. Leikritið var fyrst sýnt í New
York haustið 1955.
eru máluð af Lárusi Ingólfssyni.
Aðalhlutverkið, Eddie verkamann,
leikur Róbert Arnfinnsson, en
konu hans, Beatrice, leikur Regina
Þórðardóttir. Systurdóttur hans
leikur Kristhjörg Kjeld, sem er
nemandi í leikskóla Þjóðleikhúss-
ins. Er þetta fyrsta hlutverk henn
ar í leikhúsinu. Innflytjendur
leika þeir Helgi Skúlason og Ólaf-
ur Jópsson; lögmann leikur Har-
aldur Björnsson. Aðrir leikarar eru
Einar Guðmundsson, Klemenz
Jónsson, Flosi Ólafsson, Jón Aðils
og Bragi Jónsson.
í viðtali við Þjóðleikhússtjóra
í gær, um sýningu þessa leikrits,
skýrði einnig hann frá því, að
sýningar á Tosca væru mjög vel
sóttar, uppselt á allar auglýstar
sýningar. Verður sýningum liald-
ið áfram að minnsta kosti fram
yfir aðra helgi.
Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleik
hússtjóri var þá staddur vestan-
hafs og sá leikritið, sem hlaut hin
ar beztu viðtökur. Þjóðleikhússtj.
náði þá tali af Arthur Miller og
samdi þegar um sýningarrétt á
leikritinu fyrir hönd Þjóðleikhúss-
ins.
Miller lehgdi
leikritið nokkuð,
skömmu síðar, og
var það fyrst
sýnt í London í
fyrra í þeirri
mynd. — Eftir
nokkrar sýningar
var leikritið bann
að, en sýningum
þ haldið áfram
í klúbbleikhúsi,
sem ekki var op-
ið almenningi.
Miller
Geysileg aðsókn.
Var leikritið sýnt þar við geysi-
lega aðsókn. Ástæðuna til þess,
að sýningar voru bannaðar í al-
menningsleikhúsum í London, má
rekja til lýsinga höfundar á kyn-
villu. Leikritið fjallar um líf hafn
arverkamanna og ítalskra innflytj
enda í New York, viðfangsefni
þeirra og erfiðleika. Lýsingar
Millers á lífi og kjörum þessa
fólks eru mjög áhrifaríkar.
Þriðja leikrit Millers.
Leikritið verður flutt hér í mjög
svipuðu formi og í London. Eng-
um erlendum lcikritahöfundi hef-
ir verið sýndur slíkur heiður í
Þjóðleikhúsinu hér sem Arthur
Miller. Er þetta þriðja leikrit
hans, sem tekið er hér til sýningar.
Hið fyrsta þeirra: „Sölumaður
deyr“, var sýnt hér árið 1951 við
miklar vinsældir. Hitt var leikritið
„í deiglunni", sýnt hér árið 1955.
Bæði þessi leikrit vöktu mikla
athygli hér á landi.
Leikendur.
Leikstjórinn í „Horft af brúnni“
verður Lárus Pálsson. Leiktrjöld
Lífeyrissjóður verzl-
unarmanna
Lífeyrissjóður verzlunarmanna
var stofnaður samlovæmt samningi
við atvinnurekendur í maí 1955.
Er hann eftirlaunasjóður og á að
grciða sjóðfélögum allt að 60%
eftirlaun eftir 67 ára aldur. Einn-
jg greiðir hann örorkulífeyri. Fé-
lagsmenn greiða í sjóðinn 4% af
launum sínum en atvinnurekendur
6% af sömu upphæð. Aðild að
sjóðnum er frjáls. Sjóðurinn stund
ar eínníg lánastarfsemi til félaga
sir.na. Nú eru um 700 félagar í
sjóðnum. Afgreiðsla sjóðsins fer
Tíam í Verzlunársþárisjóðhum.
UmferÖarvikur
(Framhald af 1. síðu).
euda þátt í þessum samræmdu
aðgerðum til þess að auka um-
ferðaöryggið. Menn frá félaginu
verða á ferðinni 10 kvöld og veita
umferðinni athygli. Skrifa þeir
síðan niður númer 15 bíla, sem
þeim þykir til fyrirmyndar. Fá.
þeir síðan afhenta ræmur með
sjálflýsandi efni til að líma aftan
á höggtaka bíla sinna.
Leikrit um umferðarmál
• Þá verður efni í blöðum og
útvarpi til þess að hvetja fólk
til aukinnar aðgæzlu í umferð-
inni. Hefir séra Jakob Jónsson,
sem vinnur mikið að slysavarna
málum eins og kunnugt er sam-
ið leikrit um þetta efni, sem vænt
anlega verður flutt í útvarpið
meðan umferðavikurnar standa.
í kvikmyndahúsum bæjarins
verða sýndar aukamyndir um um-
ferðaöryggi og fiutt verða erindi
og skrifaðar greinar um umferða-
máí. Bílafjöldi fer stöðugt vaxandi
í bænum og með honum vex um-
ferðahættan. Samhjálp borgar-
anna og aðgæzla þeirra sem með
tækin fara og hinna, sem nærri
þeim eru, getur komið miklu til
leiðar í þessu efni, en með að-
gæzlu og kurteisi í umferðinni
ætti að vera hægt að koma í veg
fyrir öll meiriháttar umferðaslys.
Fákur
mírn^.«Émm^W^a>ryr
(Framhald af 12. síðu).
Happdrættisbifreiðin stendur að
jafnaði neðst í Bankastræti.
Sérstaklega vill Fákur hvetja
foreldra til að leyfa börnum sín-
um að selja miða. Miðarnir verða
til afhendingar á ski'ifstofu félags-
ins Smiðjustíg ‘4 kl. 5—7 e. h. og
mun börnunum verða greidd ríf-
leg solulaun.
T í MIN N, laugardaglnn 28. september 1957«
Djilas dreginu fyrir | færeysk sjómannastofa í reykjavík
rétt að nýju
BELGRAD, 27. sept. — Útvarp-
ið í Belgrad staðfesti í kvöld
lausafregnir, sem gengið hafa
uudanfarið þess efnis, að draga
ætti Milovan Djilas fyrir rétt að
nýju. Eiga þau réttarböld að hefj
ast 4. okt. næstkomandi. Ákæran
er byggð á því, að í bók sinni
„Hin nýja stétt“ hafi Djilas gerzt
sekur um föðurlandssvik, þar eð
bókin vegi að liagsmunum Júgó-
slavíu. Bók þessa skrifaði Djilas
í fangelsi, en hann afplánar nú
þriggja ára fangelsisdóm fyrir
móðgandi ummæli um Júgóslavíu
stjórn. Bók Djilas hefir vakið
mikla athygli og er auðséð, að
hún hefir komið illa við kaunin
á valdhöfum í kommúnistaríkj-
unum. I
Hve marga hefir
Kadar Sátið drepa?
NTB — BÚDAPEST 27. sept. —'
Yfirlýsing frá alþjóðlegri nefnd
lögfræðinga hefir komið illa við i
valdhafa í Ungverjalandi. í yfir-1
lýsingunni sögðu lögfræðingarnir, I
að teknir hefðu verið af lífi 2 þús. |
til 5 þús. manns eftir að uppreisn- j
in í Ungverjalandi var kæfð nið- j
ur. Talsmaður ungversku stjórnar |
innar mótmælti þessu í dag og!
taldi lygar einar. Hann vildi samt
ekki gefa upp hina raunverulegu
tölu á fólki því, sem tekið hefir
verið af lífi á þessu tímabili. —
Ekki víldi hann heldur upplýsa, I
hvenær tekin yrði fyrir mál j
kunnra uppreisnarmanna sem vit-
að er að sitja í fangelsi.
Nú er loksins búið aS byggja nýtt sjómannaheimili í Reykjavík. Er þaS
sjómannaheimili, sem Færeyingar hafa komið upp og reist við Skúla-
götu. Koro húsið aS mestu tilbúiS til samsetningra og var þaS reist á
fáum dögum, aðailega af Faereyingum búsettum hér.
iestrarkimnátta 12 ára barna í Rví.
beíir batnaS síSnstn 20 árin
Á funúi með fréttamönnum í gær skýrði Jónas B. Jóns-
son, fræðslustjóri í Reykjavík nokkuð frá lestrarkennslunni
í skólunum og athugunum og samanburði, sem fram hefir
farið á henni síðustu tvo áratugi.
StranditS viíi Grímsey
(Framhald af 1. síðu).
að komast með mennina upp frá
þeim stað, sem þeir fundust á,
og liófst nú langt og erfitt ferða-
lag eftir urðinni og í stöðugum
sjógangi, þar til komið var að
færum stað í berginu. Urðu menn ]
irnir að skríða langan veg, en
öll vegalengdin, sem þun'ti að
fara undir berginu, hefir verið
nær kílómetri. Einum skipbrots-'
manna skolaði fram meðan á
þessu ferðalagi stóð, en hann
komst aftur upp í grjótið og' varð j
ekki meint af. Þess má geta að
þeir feðgar fóru vaðlaust niður
bergið til skipbrotsmannanna.
Hefðum orðið að vera
nóffina í urðinni, ef . . .
Mennirnir komust síðan heilu
og höldnu til bæja og virðist þeim
ekki hafa orðið meint af volkinu
og engin meiðsl hlotið nema hvað
þeir eru rispaðir á höndum og
fótum eftir viðureignina við stór-
grýtið. Blaðið hafði tal af einum
skipbrotsmanna í gær, Vilhjálmi
Aðalsteinssyni, verkstjóra. Hann
sagði:
— „Ef lijálparkaílið hefði ekki
heyrzt í Grímsey, hefðum við
orðið að dyelja til morguns í
urðinni og var það að sjálfsögðu
lítið tilhJökkunarefni. Við urð-
um því harla fegnir þegar þeir
feðgar komu til okkar vaðlaust
niður bergið og hjálnuðu okk-
ur upp.“ — Það hefir hvesst
mjög snögglega: — „Hann rauk
upp eins og örskot og við gát-
uin ekki ráðið við neitt. Það eru
grunnbrot þarna sem skipið
strandaði og braut linnuiaust
yfir skipið strax og það tók
niðri“. — Það hefir verið erfitt
að komast upp. — „Við vorum
fimm klukkustundir að klöngr-
ast þetta í fjörunni, áður en við
náðum brún. Víða gekk briin á
okkur meðan stóð á ferðinni.
Hann sagði, að þessar athuganir
sýndu, að lestrarkunnátta barna
í bænum hefði farið batnandi síð-
an 1935. Með því að bera saman
árangur prófskýrslna kemur þetta
fram. Allan þennan tíma hefir
lestrarpróf verið með sama hætti.
Árið 1935 fengu 60% barna einkun
ina 8 í lestri, en árið 1953 voru
það 75%. Miðað er við 12 ára
börn.
Árið 1935 fengu 22% níu ára
barna einkunina 8 eða meira en
árið 1953 voru það 33%. Kallað
er, að þau börn, sem fá minna
en 5 í einkunn 12 ára, nái ekki
prófi. Árið 1953 voru það 16 börn.
Til bess að fá aðaleinkunina 5
þurfa börn að lesa 110 atkvæði
rétt, á mínútu, sem sagt, eru ekki
nema stautlæs. Til þess að fá 8
þurfa þau að lesa 200 atkv. á mín
I útu.
Börn, sem lesa minna en 170
] atkv. á mínútu eru ekki fulllæs,
] og ætla má að stirðleiki þeirra
;í lestri hái þeim við lestur gagn-
I fræðanámsgreina. Árið 1953 komu
80 slík börn í unglingadeildirnar.
Þessum börnum þarf að reyna að
hjálpa til aukinnar lestrarleikni.
í fyrravetur kom hingað sænsk
ur lestrarkennari, Inga Blomberg
að nafni, kynnti sér lestrarkennslu
hér og efndi til námskeiðs fyrir
lestrarkennara. Þótti að því feng-
ur. í sumar fóru sex íslenzkir kenn
arar á námskeið í lestrarkennslu
til Svíþjóðar, og eru nú nýkomnir
heim.
Um 8200 börn eru á
í Reykjavík, skólar hefjast 2. okt
I skyldunámi gagnfræftastigsins eru 3170
nemendur
Jór.as B. Jónsson, fræðslustjóri í Reykjavík,-skýrSi fréíta-
mönnum nokkuð frá starfi skóla skyldunámsins í gær, en
um þessi mánaðamót hefja þeir starf sitt, nema yngstu
deildir barnaskólanna, sem hófust 1. sept.
fjarvistir og einkakennsla. Fastir
kennarar barnaskólanna verða í
vetur 222 eða 17 fleiri en í fyrra.
í skyldunámi gagnfræðastigsins
eru 2158 nemendur en nemendur
alls á gagnfræðastigi 3170, en voru
í fyrra 2752. Kennarar gagnfræða-
stigsins eru 128 en voru 110 l
fyrra. 25—27 nýjar kennslustofur
bætast við í barnaskólum og gagn-
fræöaskólum, þar af 5—7 í leigu-
húsnæði.
Unnið er að byggingu þriggja
nýrra barnaskóla, Réttarholtsskóia,
Hagaskóla og Vogaskóla, og koma
nokkrar kennslustofur í þessum
skólum til nota í vetur.
Skólahverfi barnaskólanna verða
óbreytt frá því sem var í fyrra.
Á barnaskólaaldri eru nú 8200
börn í bænum. í barnaskóla voru
í fyrra 7278 börn og mun fjölga
um 450 í vetur að því er áætlaðl
er, en að sjálfsögðu koma ekki
öll börn á barnaskólaaldri í skól-
ana, og kemur margt til, sjúkleiki,
r$ • £•» r i
§5 smálesfa skip
Dýpkunarskipið Bergfo'SS er
fimmtíu og fimm smálesta stál-
skip og var búið til flutninga á
grjóti og möl til hafnargerða. Eig-
endur skipsins eru Snorri Stef-
ánsson, verksmiðjustjóri í Siglu-
firði og Aage Johansen. Þetta var
þriðja ferð skipsins með grjótfarm
til hafnarinnar í Sandvík í Gríms-
ey. Skipstjóri var Gísli Sigurðsson,
en aðrir skipverjar, auk Vilhjálms
fyrsta sinn á ríkis-
ráðsfundi
NTB—OSLÓ, 27. sept. — í dag
mætiti Haraldur, ríkisarfi í Noregi,
á ríkisráðsfundi í fyrsta sinn. í því
tilefni ávarpaði Ólafur konungur
V. faðir hans hann sérstaklega.
Endurtók hann orð föður síns Há-
konar VII., er Ólafur mætti í
fyrsta sinn á rikisráðsfundi fyrir
36 árum. Þau voru á þá leið, að
hann skyldi ávallt minnast þess,
að ráðfæra sig um öll mál vio ráð-
gjafa sína ráðherrana, sem væru
fulltrúar þjóðarinnar og bæru á-
byrgð gagnvart henni. Einar Ger-
hardsen forsætisráðherra óskaði
Haraldi prins, sem er 21 árs að
aldri, til liamingju með þennan
merkisatlburð.
voru Björn Þórðarson, Siglufirði
og Aage Johansen.
— G.J.
Það eru 10—12 ára börn sem
hefja nám í barnaskólum nú um
mánaðamótin, og eiga þau að koma
í skólana 2. október.
amP€D *
i
»f.»fiagnlr — sf38gerSir
Sími 1-85-56
Auglýsiö í Tímanum
•nesTHalitaffiMntteliiCwNiituiiNan