Tíminn - 28.09.1957, Page 7
TÍMINN, laugardaginn 28. september 1957.
SéS yfir Kristnes, hætið, læknisbústað og starfsmannaíbúðir, vinnustofur SÍBS og nágrenni. (Ljm. úr lofti Sn.Sn.)
Ekki tímabært að ræða um að hætta
starfrækslu heilsuhælisms í Kristnesi
HaelitS var fuIIskipatJ um tíma á s. I. ári og nú
dvelja þar um 50 sjúklingar — rætt vitS
Snorra Olafsson yfirlækni
Heiísuhæli Norðurlands f
Krisírtesi er 30 ára á þessu
hausfi. Það hefir gegnf mjög
merku hlutverki í baráttunni
. gegn 'hvíta dauðanum. Það
var stofnað fyrir áhuga og
starf Norðlendinga sjálfra
fyrst og fremst, en ríkið
reisti hælið og hefir starf-
rækt það alla tíð.
Nú hin seinni ár hefir verið
nokkurt umtal um það, að hlut-
verki haelisins sem berklahælis
væri að verða lokið. Þar væri
nú komið í baráttunni við berkl-
ana, að eitt hæli, á Suðurlandi,
væri nægilegt. Nokkur athugun á
því, hvort hentugt væri að breyta
hælinu, mun hafa farið fram, en
hugmyndin hefir ekki fengið byr
norðanlands. Mönnum virðist of
snemmt að ræða það mál í alvöru
eins og sakir standa. Ærin verk-
efni fyrir hælið eins og er í dag.
Starfsemin í dag
Fréttamaður blaðsins ræddi við
Snorra Ólafsson yfirlækni á Krist-
nesi um starfsemi hælisins í dag.
Kristneshæli var upphaflega
byggt fyrir 50 sjúklinga, sagði
hann, en. árið 1932 var byggður
læknisbústaður, og þá losnuðu 4
herbergi fyrir sjúklinga í hælis-
byggingttnni sjálfri, og þar var
rúm fyrir 8—10 sjúklinga.Hæfilegt
mun vera að í Kristnesi séu 58—
60 sjúklingar; Þegar mest var,
munu 70 sjúklingar hafa dvalið í
hælinu.
— IÞ"ernig er þróunin hin síð-
ust.u ár?
— Tala sjúklinga komst lægst
1955, fór þá niður í 42, en svo
hcfir fjölgað aftur. Talan komst
í 63 á s.L ári og mátti hælið þá
heita fullsetið, en svo hefir fækk-
að aftur og í dag eru 50 sjúklingar
á hælinu, éða jafnmargir og þeg-
ar það tók til starfa fyrir nær
30 árum.
-----Er um að ræða útþreiðsJu
berkla á ný?>
—- Á þessu ári hafa komið hing-
að 30 sjúklingar. Það er nokkuð
mikið, jafnhá tala og allt árið
1956. Það sem hér er um að ræða,
er ekki, að nýjum tilfellum fjölgi
svo ört, heldur er hér að lang-
mestu leyti um gamla berklasjúk-
linga að ræða, sem hafa veikzt
aftur.
Sú hætta, að berklar taki sig upp
aftur, er auðvitað alltaf yfirvof-
andi, slæmur kveffaraldur eða in-
flúenza .gétar ýft upp veikina. Það
hendir líka, að ný tilfelli koma
fyrir. En þau eru ekki mörg. Og
yfirleitt hefir tekizt að rekja or-
sakirnar og fyrirbyggja frekari
smitun.
Omissandi aístaía -
— Er enn rætt itm að leggja
hælið niður?
— Ég hefi ekki heyrt að það mál
sé á dagskrá að sinni, en að því
kann vitaskuld að koma, að nauð-
syn sé að ræða það mál í fullri
alvöru. Segja má, að óhentugt sé
að reka hælið eftir að sjúklinga-
tala er komin niður fyrir 40. Hins
vegar getur samt ekki verið um
það að ræða, að svipta þennan
landshluta alveg aðstöðunni til að
annast berklasjúklinga. Áður en
til mála getur komið að leggja
niður berklahæli í Kristnesi, þarf
að koma upp aðstöðu annars stað-
ar, og er þá, að ég hygg, sjálfsagt
að það sé gert í sambandi við
fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Þar þyrfti þá að vera berkladeild,
og til þess þarf sérstakt hús x
nánd við sjúkrahúsið.
Á liælinu er íiú einkum fólk
af Norðurlandi, aðallega frá Ak-
ureyri, Eyjafjarðarsýslu, Þing-
cyjarsýslum og Skagafirði. Þetta
fólk er í náiium tengslum viS
fjölskyldur sínar. Hingað á hæl-
ið koma menn daglega að heim-
sækja ástvini. Það er óhugsandi
að þessari aðstöðu verði kippt í
burtu. Ef Kristneshæli verður í
framtíðinni lagt niður sem berkla
hæli, þarf viðlilítandi aðstaða að
koma í staðinn.
Hjúkrunarkvennaskóli
á NortJurlandi
— Hvernig gengur að stai'frækja
svona stofnun úti í sveit?
— Aðstaðan á Kristnesi er auð-
vitað góð, greiðfær vegur, hægir
aðdrættir. Hælið er vel sett í þétt-
býlu héraði og skammt frá stór-
um bæ og góðu sjúkrahúsi. En
það er alltaf erfitt að fá nægiiegt
starfsfólk, bæði hjnkranarfólk og
almennt starfslið. Hér er starfs-
fólk alls 16 manns, 11 á deildum
og 5 í eldhúsi. Samtals er mat-
reiðsla hér handa urn 60 manns.
Hjúkrunarkvennavandamálið er nú
þannig, að ekki virðist hjá því kom-
izt fyrir Norðlendinga að setja á
stofn sinn hjúkrunarkvennaskóla.
Þegar þau sjúkrahús, sem nú eru
í smíðum, ei-u fullbyggð, er engin
aðstaða í landinu til að raennta
allar þær hjúkrunai'konur, sem til
þarf, og valt að treysta á útlenda
aðstoð eins og gert hefir verið að
nokkru leyti til þessa.
— Er komið að því, að hægt sé
að tala um fullnaðarsigur á berkl-
unum?
— Þáð er að sjálfsögðu of
snemmt að ræða um það, en mikl-
ar framfarir hafa orðið. Meðferð
hefir gjörbreytzt hin seinni ár.
Skurðlækningar eru nú notaðar í
vaxandi mæli. Hælisvist er nú æði
oft orðin fyrst til undirbúnings
skurðaðgerðar, og siðan til þess að
ná sér eftir slíka aðgerð. Er
hvort tímabilið um sig oft 6—9
mánuðir. Þá hafa nýju meðölin
auðvitað gjörbreytt viðhorfinu.
Það er ekki orðið neitt svipað
því eins mikið áfall nú og var áð-
ur fyrr að fá berkla, þótt það sé
auðvitað alltaf alvaiiegur lilutur.
Nú er þetta að verða meira tíma-
spursmál en hættuástand. Nú er
það ekki lengur til í dæminu, að
menn séu á hæli alla ævina. Það
er liðin saga, segir læknirinn að
lokum.
Snon-i Ólafssoii tók við yfir-
læknisstarfinu 1956, er Jónas
Itafnar yfirlæknir lét af störfum,
en hann liafði stýrt .Iiæiinu frá
stofnun þess.
Eiga Reykvíkingar að
kæra útsvör sín?
Nú er hægt að vísa úrskurði niðurjöfnunar-
nefndará kærumtil yfirskattanefndar og
biðja um lækkun allt niður að 3%
Gengisfelling í Finnlandi
(Framhald af 6. síöu).
marksins og brjóta blað í 20 ára
þróunarsögu landsins. Ekki yi'ði
komizt hjá því, að verðlag hækk-
aði eitthvað. En til þess að koma
atvinnu- og fjái'hagsmálum á heii-
brigðan grundvöll og láta gengis-
lækkunina ná tilgangi sínum, taldi
hann nauðsynlegt að héldist náið
samstarf ríkisins og bankans um
að halda við þröngum peningamark
aði og innræta hagsmunahópum og
þjóðinni allri nauðsyn þess að
allir kæmu fram af fullri ábyrgð
og ekkert yrði gert í fljótræði eða
vegna annai'legra hagsmuna.
Bankastjórinn sagði, að Finn
um væri nú nxest þöi'f á innan
Iandsfriði, friði urn þessar aðgerð
ir og endurreisn velmegunar í
landinu. Gefið okkur eins árs
frið til að korna málunum í höfn,
sagði bankastjórinn. Ef yður
finnst við vera harðlientir, þú bið
ég yður að minnast þess, að mcnn
búa ekki til harðan gjaldeyri
með mildum aðferðum.
Næstkomandi þriðjudag er lið-
inn frestur sá, sem settur hefir
verið til þess að kæra útsvörin í
Reykjavík. Niðurjöfnunarnefnd hef
ir nú borizt mikill fjöldi kæra, en
enginn vafi er á því, að þessa síð-
ustu daga fjölgar kærunum að
miklum mun.
Forsaga málsins er öllum kunn.
íhaldið lagði á Reykvíkinga 7
millj. kr. hærra útsvar en bæjar-
stjórnarheimild og ráðuneytisleyfi
heimilaði. Það lagði 3,7% hærra
útsvar á fólk en leyfilegt var og
notaði hærri álagningarstiga, sem
því nam, en leyfilegt var. Engum
tilmælum urn að lagfæra þetta og
Iækka öll útsvörin var sinnt. Af-
leiðingin varð sú, að félagsmála-
ráðuneytið úrskurðaði alla álagn-
inguna ólöglega, fyrirskipaði niður
jöfnunarnefnd að jafna niður að
nýju, leggja fram nýja útsvarsskrá
og auglýsa kærufrest að nýju. í-
haldið viðurkenndi, að úrskurður-
inn væri réttur með því að hlýðn-
ast honum í orði kveðnu og vísa
ekki málinu fyrir dömstóla, en
hins vegar var farið þannig í kring
um hann, að mikill vafi er enn á,
að niðurjöfnun útsvara í Reykjavík
sé lögleg, og munu dómstólar
skera úr því á sínum tíma.
Niðurjöfnunarnefnd tók allvel
kærum manna og lækkaði óspart
útsvörin, einkurn gæðinga sinna,
eftir að úrskurður ráðuneytis-
ms féll, lagði hún fram hina
gömlu og ólöglegu útsvarsskrá með
þeim breytingum, sem gerðar
voru á henni vegna kæra. Sást þar,
að útsvörum 3800 gjaldenda hafði
verið breytt og hvert þeirra lækk-
að að meðaltali um kr. 3300,00 eða
sem svarar 25% hvert útsvar. Kom
þar með í ljós, að ofan á lögleys-
una hafði íhaldið bætt hinu sví-
virðilegasta misrétti, og hafa út-
svarsgjaldendur ekki, svo vitað sé,
verið beittir slikum fantatökum í
svo miklum mæli fyrr. Allur þorri
gjaldenda, sem ekki kærði útsvör
sín, sat því uppi með útsvör, sem
voru 3,7% hærri en löglegt var,
en sú aukaálagning hafði vei'ið not-
uðtil þess að lækka útsvör þeirra,
Boðskap vel tekið
Þessum boðskap bankastjórans
virðist yfirleitt liafa verið vel tek-
ið. Finnar eru því ekki óvanir, að
þurfa að láta á rnóti sér um stund-
arsakir, enda treysta þeir þá því,
að öll él muni birta upp um síðir.
Og í því trausti sækir finnska þjóð-
in nú franx til meira efnahagslegs
öryggis en hún áður hafði.
sem kærðu, um 25% að jafnaði. ;
Vafalaust er lækkun kærenda í
ýmsum tilfellum á rökum reist, en
sú lækkun átti að dragast frá
þeirri upphæð, sem upphaflega yar
lögð á lögum samkvæmt fyrir var,-
höldum, en ekki að . takast með
aukaútsvari óiöglegu af ölium
þorra gjaldcnda.
En nú stendur kærufrestur yf-
ir að nýju. Sjálfsagt er fyrir þá,
sem enga leiðréttingu hafa feng-
ið á útsvörum sínuni, að kæra nú
útsvör sín. Það er sjálfsagður
réttur og skylda hvers borgara,
sem telur ranglega á sig lagt.
Þótt niðurjöfnunarnefnd taki upp
á því að sinna lítt þeini kæruin,
er nxönnum opin léið að vísa úr-
skurði hennar til yfirskattanefnd-
ar og jafnvel í'íkisskattanefndar.
Úrskurður niðurjöfnunarnefndar
er aðeins lægsta dómstig í slíkil
xnáli.
Réttur manna og möguleikar- til
að fá leiðréttingu hjá yfirskatta-
nefnd og ríkisskattanefnd var mcð
gildandi útsvarslögum alltakmark-
aður, þar sem þær nefndir máttu
ekki gera breyitingu á útsvarinu,
nema hún næmi að minnsta kostx
10% til lækkunar eða hækkunar.
Nú hafa verið gefin út bi’áða-
birgðalög, sem heimila þessum
nefndum að gera breytingar á
kærðum útsvörum allt að 3%.
Þetta eykur verulega rétt gjald-
enda og rýrnkar möguleika til þess
að ná leiðréttingum á útsvörum
sínum, þótt niðurjöfnúnárnéfnd
daufheyrist.
Ekki sízt vegna þessara nýju
möguleika, er nú sjálfsagt fyrir
gjaldendur, senx telja útsvör
r'anglega á sig lögð, að kæra út-
svörin og fylgja 'kærunum eftir
til yfirskattanefndar, ef leiðrétt-
ingar fást ekki hjá niðurjöfnun-
arnefnd. Þetta er sjálfsögð at-
höfn hvers gjaldenda livar og
hvenær sem er og ekki sízt hér
í Reykjavík eftir þá óhugnan-
legu atburði, sem gerzt hafa í út-
svai'sálagningunni.
Jóhannes Jóhannesson sýnir 18 ný
málverk í Sýningarsalnum
Áratugur liíinn frá fyrstu sýningu listamannsins
Ekkert lát er á starfsemi Sýningarsalarins á horni Iíverfis-
götu og Ingólfsstrætis, hver sýningin rekur aðra og eru
það helzt yngri málararnir sem eiga þar hlut að máli, Að
þessu sinni hefir Jóhannes Jóhannesson opnað sýningu á
18 málverkum, sem öll eru tiltölulega ný, máluð á tveimur
síðustu árum.
Árin 1948—”49 ferðaðist Jóhannes
Jóhannes er löngu kunnur af um xtalíu og Frakkland og hlaui:.
verkum sínunx og má vænta þess, fj-ekari menntun í myndlist. Þá
að.bæjarbúum leiki hugur á að (Frsmhald á 8. síðu.)
kynnast þróun þessa' merka lista-
manns. Tíu ár eru liðin frá því
Jóhannes hélt fyi'stu einkasýningu
sína hér í Reykjavík, og vakti þá
strax athygli listunnenda. Síðan
hefur hann skipað fastan og ör-
uggan sess í huga þeirra sem
sinna málaralist á íslandi.
Náni * Bandaríkjunum, Ítalíu
og Frakklandi.
Jóhannes dvaldi árin 1945—’46
í Bandaríkjunum við málaranám
hjá Barnes-stofnuninni, en hún er
fi'æg viða um heim og talin ein
hin allra nxerkasta í sinni röð.
Þar hefur Ki'istján Davíðsson einn
ig stundað nám. Eftir heimkom-
una hélt Jóhannes sýningu eins
og fyrr er sagt og voru eingöngu
fígúi-atívar myndir sem hann
sýndi. Síðan hefur hann snúið sér
að hinni svokölluðu abstraktlist.
Eitt listaverkanna á sýningunnl.