Tíminn - 28.09.1957, Qupperneq 6
6
T í MIN N, laugardaginn 28. september 1957.
Útgefandl: Framióknarflokkurtaa.
Bltatjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarlum (áh)
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötra
Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304,
(ritstjórn og blaðamenn).
Auglýsingasími 19523, afgreiðslusiml U3H.
Prentsmiðjan EDDA hf.
Bezti bandamaður haftanna
SAMkvæmt frásögn for-
manns Verzlunarráös ís-
lands, á aðalfundi samkund-
unnar nú i vikunni, þykir
verzlunarstéttinni þungt að
búa við höft og’ ófrelsi í við-
skiptum. Upp í ræðuna er
tekinn samanburður á á-
standinu hér og í Vestur-
Þýzkalandi. Þar ríkir frelsi
segir formaðurinn, og þar er ,
velmegun og bjart fram aö
líta. Hér eru höft, hér er
brekka og dimmviðri í fang-
ið. Kannske trúir einhver
því, að málið sé svona auð-
velt og óbrotið. Aðeins val í
milli góðrar stefnu og vondr
ar stefnu í viöskiptamálum
eins og nú standa sakir.
Væntanlega hafa þó fleiri af
áheyrendum á aöalfundin-
um minnst þess, að vandræð
unum rignir einkum á þá
votu. Frjálst efnahagskerfi,
frelsi i viðskiptum og rýmri
aðstaöa fyrir atvinnutæki,
sprettur ekki af sjálfu sér úr
mold fósturjarðarinnar. Til
þessara gæða þarf að sá, og
uppskera síðan í fyllingu
tímans. Frjálst efnahags-
kerfi er sá ávöxtur, sem
sprettur að lokum á meiði
skynsamlegrar og hóflegrar
stjórnmálastefnu, og á á-
byrg-u viðhorfi hagsmuna-
hópanna í þjóðfélaginu. Það
væri eitt mesta furðuverk
samtímans, ef hér væri nú
allt í einu komið alfrjálst
viðskiptakerfi, vaxið upp úr
sturlungaöld stéttanna, þar
sem hver smáhópurinn hefir
heimtað æ meira í sinn hlut,
og auðkóngarnir þó mest.
ÞaÖ eru líka hláleg örlög
fyrir kaupsýsliunenn þá, sem
koma saman á ársfundi
Verzlunarráösins og fá mynd
ir af sér í Morgunblaðinu, að
standa þar í 2 daga og vitna
um ágæti frjálsrar verzlun-
ar, en eyða öðrum dögum
ársins til að styðja þá stjórn
málastefnu, sem fremur en
nokkuð annað hefur kallað
höft og ófrelsi yfir þjóðina.
VEGferðin er vörðum
stráð: Þar er íslandsmet í
dýrtíðaraukningu á fárra
mámaða stjórnartíð Sjálf-
stæðisflokksins. Þar eru svik
in við viðnámsstefnuna, sem
átti að hefjast með gengis-
feliingunni 1949; þar eru svik
in við fjárfestingareftirlitiö,
sem Morgublaðshöllin er ljós
asta dæmið um, þar er mis
notkunin á bönkunum og
fjármagni þeirra; þar er lýð-
skrumið, sem náði hámarki
í. ver'kfallsbaráttunni á þessu
sumri. Baráttuaðferðir Sjálf
stæðisflokksins nú í sumar
eru heldur þokkalegur
stuðningur við þá viðleitni,
að innleiða hér frjálsara efna
hagskerfi. Með þeim aðgerð
um reyndu föringjar Sjálf-
stæðisflokksins, undir leið-
sögn Morgunbláðsins, að
sauma enn fastar að fjár-
málalifi þjóðarinnar og þar
með gjaldeyrisöflun hennar
og almennu efnahagslegu
heilbrigði.
VESTUR-þýzka endur-
reisnin, sem verið hefur á
dagskrá í Verzlunarráðinu,
hvílir á mörgum stoðum. Ein
þeirra, og ekki sú veiga-
minnsta, að einstakir hags-
munahópar hafa ekki fengið
að láta stundai'hagsmunni
sitja í fyrirrúmi við þjóðar-
hagsmuni. V-þýzk stjórnar-
völd hafa ekki svikist aftan
að þeim málum, sem þeim
var trúað fyrir, eins og Sjálf-
stæðisforustan á íslandi
sveikst aftan að fjárfesting-
areftirlitinu, sem átti að
vera eirin merkjasteinninn
á vegferðinni til frjálsrar
verzlunar. Vafalaust geta ís-
lendingar margt af Þjóðverj
um lært i endurreisnarstarfi,
áreiðanlega þegnhollustu, og
það, að láta ekki lýðskrumið
verða leiðarljós í þýðingar-
miklum málum.
SAGA SjálfstæÖisflokks-
ins er oröin þannig, að mjög
er efasamt að flokkurinn
hafi í raun og veru nokkurn
áhuga fyrir frjálsri verzlun
og afnámi hafta. Þessi áhugi
er þó efalaust til nú þessa
stundina, en aðeins af því
að flokksstjórnin framkvæm
ir ekki höftin sjálf, og getur
því ekki komið að gamla lag-
inu, sem sé að nota höftin
til framdráttar gæðingum
og klíkum, en til að halda
niðri samvinnufélögum og
heilbrigðum nýgræðingi ein-
staklingsframtaksins. Það er
minnisverð staðreynd, að
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
setið í 5 ríkisstjórnum síðan
1939, og haft stjórnarforustu
í sumum þeirra. Hann hefur
haft höft í gildi alla þehsa
stjórnarti'ð, og þegar hann
hrökklaðist úr stjórn, voru
miklu meiri og rangsnúnari
höft i þjóðlifinu en 1939, er
hann settist í stjórnarráðið.
Það er því í meira lagi efa-
samt, að Sjálfstæðisflokkur-
inn mundi í nokkru hrófla
við höftum, ef hann næði
völdum, af því að til þess
þyrfti hann að gerbreyta um
stefnu. Hann mundi áreiðan-
lega .beita höftunum til að
hlynna að klíkum og gæð-
ingum og halda heilbrigðu
framtaki niðri eins og ætíð
áður, þegar tækifæri hefur
gefist til þess.
LEEÐIN til frjálsrar
verzlunar liggur um heil-
brigt athafnalíf. Frjáls verzl
un getur ekki lifað I efnahags
lega sjúku þjóðfélagi. Og
heilbrigði atvinnulífsins verð
ur aldrei tryggt nema með
samstarfi alþýðustéttanna í
landinu og ríkisvaldsins. —
Þess vegna er tómt mál að
tala um frjálsa verzlun og
pólitík ihaldsins í sömu and-
ránni. Stjórnarandstaða
Sjálfstæðisflokksins er bezti
bandamaður haftanna eins
og sakir standa.
Gengisfellingin í Finnlandi var gerð
með samkomulagi framleiðslustétta
Nd. er unniíS aS því a<5 koma efnahagsmálum
landsins á heilbrigðan grundvöll og skapa út-
flutningsatvinnuvegunum svigrúm til samkeppni
Það var hinn 15. septem-
ber s. I., seni finnska þjóðin
fékk tilkynninguna um að
gengi marksins hefði ’ verið
fellf. Þá var ríkisbankastjór-
inn, Rainer von Fieandt, sem
flutti boðskapinn í útvarps-
ávarpi. Hún fékk líka að
vita, hvers vegna gengis-
breyting var talin óumflýjan-
leg, og hvernig fjármála-
mennirnir töldu heppilegast
að menn snerust við þessum
tíðindum.
Gengi marksins var fellt um
28%. Miðað við Bandaríkjadollar
er gengið nú 320 mörk, en var áð-
ur 230 mörk. Áður var sérstakt
gengi á ferðamannagjaldeyri og
einnig sérstakt gengi á innflutn-
ingi ákveðinna vörutegunda. En
eftir breytinguna er aðeins eitt
gengi.
í sambandi við gengislækkunina
ákvað ríkisstjómin að gefa 76%
af innflutningnum frjálsan nú
hinn 1. október. Þetta innflutnings-
fíelsi nær þó. ekki til dollarasvæð-
isins. Þá festi stjórnin vöruverð til
loka októbermánaðar til þess að
koma í veg fyrir spákaupmennsku
og ónauðsynlegar verðhækkanir.
Stéttirnar sammála
um gengislækkun
Það hefir vakið athygli út í frá,
að enginn verulegur ágreiningur
virðist hafa orðið um nauðsyn þess
að lækka gengið. Útflytjendur
töldu gengislækkun nauðsyn til
að geta orðið samkeppnisfærir á
heimsmarkaðinum, einkum timbur-
útflytjendur. Bændur fá nú eitt-
hvað hærra vcrð fyrir afurðir sín-
ar, og verkalýðsfélögin virðast hafa
álitið að gengisfelling væri nauð-
syn til að halda atvinnuvegunum
gangandi og fyrii'byggja atvinnu-
leysi. Umræður þær, sem fram
fóru áður en tilkynning í'íkisbank-
ans kom, snerust því að mestu leyti
um það, hversu miklu lækkunin
ætti að nema, og hvenær rétt væri
að hún kaimi til framkvæmda.
Menn sætta sig við þá óumflýjan-
legu staðreynd, að verð innfluttra
vara mun hækka nú bráðlega, enn-
fremur að ríkisskuldabréf og
skuldabréf fyrirtækja hækka í
verði. Erlendar ríkisskuldir munu
og að sjálfsögðu hækka í mörkum
sem gengislækkuninni nemur. En
yfirleitt virðist samkomulag um að
taka öllu þessu með ró og freista
þess að treysta aðstöðu landsins
vel við nýjar aðstæður.
Ræða ríkisbankastjórans
í ræðu ríkisbankastjórans var
nokkuð drepið á aðdraganda þess-
ara atburða. Það hefir ekki verið
neitt leyndarmál, sagði hann, að
framleiðslukostnaðurinn í Finn-
landi hefir verið hærri en í öðrum
löndum. Rfkisbankinn hefir líka
gert sér það ljóst, að það er ekki
hægt til lengdar að girða landið
kínverskum múr, sem skýlir hærri
launum og hærra verðlagi en ríkir
utan hans, í veröldinni umhverfis.
Það var búið að draga úr útlánum
eins og framast var unnt, og herða
mjög ólina um peningamarkaðinn,
en það óeðlilega gengi, sem finnska
þjóðin bjó við, sannkallað gerfi-
gengi, gat flotið é meðan spennan
ríkti í efnahagslífinu, en þegar fór
að slakna á, hlaut þaS að hrapa
niður á eðlilegan grundvöll.
Eftir gengislækkunina höfum við
möguleika til að koma fjármála- og
efnahagskerfi landsins á heilbrigð-
an grundvöll, sagði ríkisbankastjór-
inn. En þeir, sem halda, að geng-
islækkun sé allra meina bót eða
veiti tækifæri til léttúðar og hóg-
lífis, vaða í villu og svima. Bæði
einstaklingar og hið opinbera verð-
ur að læra það, að það kostar starf
að skapa heilbrigt efnahagslíf, og
þar er fyrsta boðorðið sparsemi og
hagsýni á öllum sviðum.
Samstarf atvinnurekenda
og verkalýðs
Ríkisbankinn hafði staðið í samn
ingum við rikisstjórnina nokkru
fyrir gengisfellinguna. Þá varð
samkomuiag um að reka bæri raun-
hæfa fjármálastefnu rikisins með
fjárlögunum, ekki mætti grípa til
aukafjárlaga, og gefa þyrfti frjáls-
an nokkurn hluta utanríkisverzlun-
arinnar.
Skylda Finnlandsbanka er aug-
ljós, sagði bankastjórinn. Ef losað
verður um höftin á peningapólitík-
inni, cykst hættan á að ríki, bæjar-
félögum og íyrirtækjum haldist
uppi kæruleysisleg fjármálastefna.
Bankinn mun því halda peninga-
markaðinum mjög þröngum til
þess að draga úr dýrtíðarhættunni,
sem siglir í kjölfar gengislækkun-
ar.
I ræðu bankastjórans kom
frain, að útflytjendur í Finnlandi
hafa í mörg ár talið nauðsynlegt
að breyta gengi marksins. Eink-
uni hafa timbur og pappírsútflytj-
endur fylgt málinu, og á þcssu
sumri snerist verkalýðshreyfingin
til fylgis við þejtta sjónarmið,
undir leiðsögn finnska alþýðusain
bandsins.
Skipbrot fyrri stefnu
Bankastjórinn rakti afskipti
Finnlandsbanka af efnahagsmálun-
um að undanförnu. Hann sagði, að
bankinn hefði reynt að létta þrýst-
inginn á launa- og verðlagsmarkað-
inum með því að halda vöxtum
háum, en þessi stefna bankans
hefði beðið skipbrot í fyrra, er al-
menn launahækkun varð í landinu
Rainer von Fieandt
um 10%. Bankinn hafði þrengt
mjög að útlánum til ríkisins og í
sumum tilfellum neitað að auka
lán til þess, og hafði þar með
neytt ríkið til að lækka útgjöld
sín á s. 1. ári og var það.nýlunda
og í fyrsta skiptið eftir stríðið,
sem ríkisútgjöld lækkuðu í Finn-
landi. Þessi stefna var teygð eins
langt og hægt var. Framhald henn-
ar hefði stofnað í hættu helztu
atvinnuvegunum og e. t. v. dregið
úr framleiðslitnni, en það var ekki
hættandi. Einkum var gjaldeyris-
aðstaðan varasöm og þoldi ekki
að versna.
Innanlandsfriðurinn
fyrir mestu
Von Fieandt lagði nokkra á-"
herzlu á það í ræðu sinni, að það
væri ekki létt fyrir bankann, ríkið
né þjóðina að lækka nú gengi
(Framhald á 7. síðu)
‘BAVsrom/n
„Bílstjórinn var að tala viS mann".
ENN HEFIR orðið hörmulegt
umferðarslys í Keykjavík. Um
það voru frásagnir í blöðunum í
gær. í tilefni af lýsingu blað-
anna á aðstæðum í götunni þar
sem atburðurinn gerðist, hringdi
borgari til blaðsins og vakti at-
hygli á þessari setningu: „Bíl-
stjórinn var að tala við mann“.
Tvær bifreiðir stóðu samsíða í
götunni. Þriðja bifreiðin ók fram
hjá, og þá varð slysið. Eg hefi
oft veitt því athygli í umferð-
inni, sagði þessi borgari, að þeg
ar bílstjóri þarf að „tala við
mann“, er sú nauðsyn ríkari í
huga sumra en umferðarreglur
og hæfilegt tillit til annarra. Eg
liefi oft horft á það, segir hann,
að menn stöðva bíl í umíerð, öf-
ugu megin í götu, til þess að
taia við mann uppi á gangstétt-
inni. Og ég hefi líka séð bíia
samsíða, í talsverðri umferðar-
götu, loka útsýni, af því að bíl-
stjórarnir voru að „taia saman".
Þessu kæruleysi þarf að útrýma
úr umferðinni. Ef bílstjórar ætla
að tala saman, eiga þeir að leggja
bílum sínum lögiega, áður en
samtalið hefst. Annað er óhæfa.
En er það ekki með þetta eins
og annað, að það heldur áfram
unz stungið er við fÓtum. Aukin
afskipti götulögreglunnar af aug-
ljósum umferðabrotum mundi að
lokum kenna mönnum, að hlíta
settum reglum, og minnast þess
jafnframt, að skyldan við um-
: J
hverfið og náungann er skyndi-
| legri löngun til að tala við bíl-
stjóra, sem situr í öðrum bíl, eða
fólk uppi á gangstétt frcmi'i. —
Þannig fórust þessum borgara
orð, og er ekki hægt annað en
að vera honum sammála.
Hættulegir bílstjórar.
UMFERÐARNEFND borgarinn-
ar er nú að undirbúa sókn að
bættum umferðarháttum, og er
það vei, og þarf stuðning alira
borgaranna. Að undanförnu hefir
í áróðri og skrifum mjög verið
talað um ölvun við akstur. Víst
ber að taka hart á slikum brot-
um, og er það nú líka gert. En
í þeim umræðum má ekki gleyma
því, að fleiri alvarleg brot eru
framin i umferðinni. Það má f 11
nýjungar teljast, að nýlega hefir
bílstjóri verið sviptur ökuréttind-
um vegna þess að dómari ieit'
svo á, að hann væri hættulegur
umferðinni enda þótt ekki væri-
um ölvunarbrot að ræða. Eru
ekki hætíulegir menn if þessu
tagi undir stýri daglega? Eg sá
í gær stóran fólksbíl aka meö
ofsahraða eftir götu í borginni.
Það var ekki aðalgata, samkvrcmt
lilskipun yffrvaldanna, en þessi
bílstjóri hagaði sér eins og liann-
sæti uppi með ailan réttinn, og
mjóu munaði, að árekstur yrði
er bíll kom út úr hhðargötu með
fullum rétti. Það var hann sem
hiiðraði ta og fyrirbyggöi slys,;
en stærri bíllinn geystist áfram
með sama hraða fyrir næsta götu
liorn, án þess að draga vitund
úr ferðinni. Svona gerast dæmin
daglega. Þetta eru hættulegir
menn. Þeir hefðu gott af að
missa ökuréttindin í viðvörunar-
skyni um nokkrra mánaða skeið.
Samstarf borgara og yfirvalda.
ÞAÐ ER umbóta þörf i úmferð
armálunum, hvar sem litið ér.
Borgarar og yfirvöld þurfa að
vinna saman. Meira þarf að
gera að því aff rýma til á götu-
liornum, lo-sna viff girðingar, er
byrgja útsvn, svo að ekki sé nú
talað um húshorn, sem skaga
fram í götuna. Koma þarf upp'
fleiri götuvitum, og fleiri lög-'
reglumönnum til eftirlits, lög-
reglumönnum, sem stöðva um-
svifafaust bít, sem brýtur um-
ferðareglur, og láta bílstjóran
sæta ábyrgð. Þannig verður með
tið og tima hægt að gera umferð
ina ábyrgari og byggja út kæru-
leysinu. .—Finnur.