Tíminn - 28.09.1957, Side 8

Tíminn - 28.09.1957, Side 8
(Ulllil 8 Starfsemi Náttúrulækningafélagsins Dagana 6. og 7. sept. s. 1. var sjötta ársþing Náttúrulækn- ingafélags íslands haldið í Reykjavík. Nokkurra ályktana þingsins hefir verið getið í útvarpi og blöðum. En þar sem slíkar fréttir fara venjulega fyrir ofan garð og neðan hjá öll- um þorra manna, langar mig, með nokkrum orðum, að vekja frekari athygli á starfsemi þessa félagsskapar. Að mínum dómi er hér um mjög < merkan félagsskap að ræða, og' framkvæmdir pær, sem félagið hef, ir látið gera eru hinar þýðingar-' mestu, á ég þar fyrst og fremst við stofnun heilsuhælisins í Hvera- gerði. Kyrrlát starfsemi Það er með þennan félagsskap eins og svo margan annan, sem ekki er stofnaður með hagsmuni félagsmannanna sjálfra fyrir aug- um, að hann starfar að mestu í kyrrþey, en lætur ekki berja fyrir sig bumbur til að vekja á sér at- hygli. Þrátt fyrir það, hefði verið 'ástæða fyrir fréttamenn útvarps og blaða, að kynna sér starf Nátt- úrulækningafélagsins og segja frá því, — og meiri ástæða heldur en skoða t. d. vezlunar- eða skrifstofu húsnæði í Reykjavík, þó góð séu, og gefa um þau umsagnir, svo nær- tækust dæmi séu nefnd. Það má iþó ekki skilja þetta svo að ég sé að lá fréttamönnum þótt þeir líti á staði eins og ég hefi nefnt, þegar þeim er boðið það. Oftast mun þó slíkt boð gert í þágu viðkomandi fyrirtækis, og því að öðrum þræði sem auglýs- ing, enda til þess ætlast að á eftir sé ritað ldfsamlega um það sem skoðað hefir verið, sem og líka oft má með réttu. Heilsusamlegt líferni En nú vil ég aftur snúa mér að starfsemi Náttúrulækningafélags- ins. Fyrsta boðorð félagsins mun vera, að kenna meðlimum sínum, og reyndar allri þjóðinni, að lifa heillsusamlegu lífi, sérstaklega með því að neyta réttrar fæðu, og fyrirbyggja þannig, eftir því sem unnt er — sjúkdóma. Þetta sjónarmið, — heilsuvernd in — hefir á allra síðustu árum öðlast fulla viðurkenningu. Enda vinna nú margir góðir menn að þessum málum. En að öðrum ólöst uðum mun Jónas læknir Kristjáns son eiga, — hér á landi — flestum öðrum fremur, heiðurinn af því að hafa byrjað þarna á byrjuninni, það er að vinna að því að fólk borði aðeins holla fæðu, en forðist t. d .mikil sætindi, sem skemma ' tennurnar. Því læknar munu nú flestir vera á einu máli um að í kjölfar tannskemmdanna sigli fjöldi annarra sjúkdáóma. Þjóðin öll stendur því í þakk- lætisskuld við Náttúrulækninga- félag íslands og þá sérstaklega Jónas Kristjánsson lækni fyrir störf á þessu sviði. Heilsuhælið í HveragerSi Annað atriði í starfsemi félags- ins, og sem að sínu leyti er eins mikilsvert, er bygging og rekstur heilsuhælis í Hveragerði til lækn- inga á þeim, sem sjúkir eru. Eg mun nú f ara nokkrum orðum um hælið og störf þess. Það munu vera um 3 ár síðan NLFÍ hóf byggingu heilsuhælis í Hveragerði, og hafa forráðamenri félagsins verið mjög framsýnir að velja hælinu stað þar, því nú er því haldið fram af frægum vísinda- mönnum að einmitt þessi staður sé mjög ákjósanlegur til hvera- vatns og leirbaða, og lækninga í því sambandi. Eftir fréttum mætti hafa um þetta sterkari orð, en það mun síðar skera úr um það atriði. Áður en félagið réðist í bygg- ingu hælisins, hafði það um skeið rekið böð og aðra starfsemi í leigu húsnæði í Hveragerði. Aðsókn var fljótt góð og hefir stöðugt farið vaxandi. Nú hefi rfélagið rúm í eigin húsi fyrir 48 sjúklinga, og enn er verið að byggja, er það baðdeild, sem nú er að verað lokið. Góður árangur Árangurinn »f starfi hælisins hefir orðið mjög góður, þó enginn þurfi að ætlast til þess að allir sjúklingar, sem þangað sækja fái fullan bata. Auk baðanna, eru á hælinu framkvæmdar Ijós og nudd lækningar, einnig sjúkraleikfimi. Við þessi störf vinna sérfræðingar. Læknar, og allt starfslið hælisins er hið prýðilegasta. Af því sem hér hefir verið sagt, og öðru sem ótalið er, hefði mátt ætla að heiibrigðisyfirvöld lands- ins hefðu veitt þessari starfsemi athygli, og tekið heilsluhælið, — þegar það tók til starfa í eigin hús næði — í tölu sjúkrahúsa, og þann ig létt af sjúklingum þeim, er til hælisins leita, þeim fjárhagsbyrð- um, sem mú hvíla á þeim . En ýmsum sjúklingum mun það fjárhagslega um megn að greiða allan kostnað a!f dvölinni sjálfir, og því orðið að takmarka hælLs- vistina, þó þörf hefði verið fyrir hana lengur. Þetta er þó ekki sagt vegna þess að dvalarköstnaður sé meiri á hæl- inu en eðlilegt má teljast. Með þessar staðreyndir í huga, sem ég hefi nú nefnt, getur það vakið nokkra undrun að heilbrigðis málastjórn landsins skuli ekki hafa veitt heilsuhælinu sjúkra- húsréttindi. Sjúkrahúsréttindi Líklega hafa einhver vandkvæði verið á þéssu, þótt ég þekki þau ekki, en sennilegast þykir mér þó að hælið hafi ekki þótt falla nógu bókstaflega inn í þann ramma, er sjúkrahúsum landsins er sniðinn, heldur en hitt að sannanir hafi vantað fyrir þeim lækningum, er farið hafa fram í hælinu. Á ársþingi NLFÍ er ég gat um í upphafi þessarar greinar, var samþykkt tillaga, þar sem komist var að orði eitttovað á þá leið, að þingið vonaðist eftir því að heil- brigðisyfirvöldin veittu heilsuhæl- inu í Hveragerði sjúkrahússrétt- indi. Þetta verður að gera. Tilgangur minn með þessari grein er líka fyrst og fremst sá, að benda á hversu mikið réttlætis mál þetta er. í sambandi við starf við sjúkra- samlag og síðar við nokkurra vikna dvöl í heilsuhælinu, hefi ég sannfærst um hve óeðlilegt það er að hælið skuli ekki hafa sjúkrahús réttindi. Eg vil láta í ljós ánægju mína yfir því ágæta starfi, sem þarna er hafið, og vona að árangurinn af starfi hælisins fari enn vaxandi. Að endingu vil ég nota þetta tækifæri til að þakka læknum heilsuhælisins og öðru starfsfólki fyrir frábæra umhyggju og nær- gætni við mig og aðra sjúklinga, og óska þeim öllum, og.hælinu sjálfu, alls hins bezta í framtíð- inni. Sigurjón Valdimarsson, Leifshúsum. Pistlar frá New York (Framhald af 4. síðu). skipum eða leigja sér indíánaætt bálk sem oft heimta gjöld fyrir stríðsmálningu og æðisleg stríðs öskur. Ein kúrekamynd kostar aldrei meira en 25,000 dollara. Það er minna en 1% af því sem ein „stórmynd" kostar. Og 25,000 dollarar eru fljótir að koma í kasann jafnvel nú á dögum þegar kvikmyndahúsin eru svo slælega sótt. Gunnar Leistikow. TÍMINN, laugardaginn 28. september 1957« llillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllíHllllilllllllllllilllllllllilllillllllilllillllliUipU m Sýning Jóhannesar (Framhald af 7. síðu). hélt hann sýningu ásamt Sigur- jóni Ólafssyni myndhöggvara 1949 og loks einkasýningu 1953. Hann hefur einnig tekið þátt í öllum Norðurlandasýningum Nordisk Konstförbund, nema hinni fyrstu, ennfremur átt málverk á Höstud- stillingen í Khöfn 1949 og íslenzk um málverkasýningum í Osló 1951, Briissel 1952 og Rómaborg 1955. Þá hefur Jóhannes tekið þátt í fjöldamörgum samsýningum hér heima, svo sem septembersýning- um og sýningum Félags ísl. mynd listarmanna. Flestar til sölu. Á sýningu Jóhannesar nú eru 15 olíumálverk og 3 smámyndir í vatnslitum. Yfir henni er skemmtilegur, listrænn blær og augljóst að saman fer mikil kunn átta, djúp alvara og sönn innlif- un. Engin ætti að láta undir höf- uð leggjast að sjá þessa sýningu, hvergi er betra að dvelja kyrr- láta dagsstund. Sýningin er opin kl. 10—12 árdegis og kl. 2—10 síðdegis. Flestar myndirnar eru til sölu. (llllllllllllllllllllllllllllllllUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllliuiii Arnesingar IIIIIMIIIIIIIIIII11111111111IIIII1111111111IIIIII! IIIIII11111| lll 111II Árnesingar 1 1 Nýkomið: ' 1 Tékkneskar kvenbomsur, í ’ svartar, rauðar, gráar, i grænar. Allar stærðir. i Ennfremur: | Barnastígvél, Kvenstígvél, Karlmannastígvél. Sendum til viðskiptavina hvert sem er. VERZL. ÖLFUSÁ aiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiuiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiuiiiiiiiiiiiiiiiH - Auglýsingasími TlMANS er 19S23 - 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 Höfum daglega n ý m ma 1 a ð: Rúgmjöl, heilhveiti, bankabygg, sojabaunir, maísmjöl. Heilnæmar fóðurtegundir ávallt fyrirliggjandi. VERZL. ÖLFUSÁ UNIFLO. M0T0R 0IL S.A.E. ÞYKKTIR I EINNI DÓS FYRIR ALLAR TEGUNDIR BIFREIÐA, ALLT ÁRIÐ. OLlUFÉLAGIÐ H.F. SAMBANDSHÚSINU Sími 2 43 80 ■miiiuiiiiiiiiiiiimiiiiimiiuimiiniiiimmiiiiiiiniiiimmmimniiiniiiinininiuauiiimiiiiiuiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiuiiimimimmimniiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiui

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.