Tíminn - 28.09.1957, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.09.1957, Blaðsíða 5
EÍMINN, laugardaginn 28. september 1957. Orðið er frjálst Sveinn Sveinsson. Selfossi Efra-Sogs deilan Eítir að flutningadeilunni að Efra-Sogi var lokið vonuðu flestir, að þáð leiðindamál væri þar með úr sögunni í bili að minnsta kosti. En því miður fór það á aðra leið. í Morgunblaðinu hinn 17. sept. s. 1. birtist grein eftir Friðleif í. Frið- leifsson, formann Vörubílstjórafél. Þróttar í Reykjavík, þar sem ráð- izt er að Vörubílstjórafél. Mjölni í Árnessýslu og félagsmönnum þess af svo fáheyrðri ósvífni og ósannindum, að slíkt hefir ekki áð- ur þekkst. Vegna þeirra, sem ekki eru málum þessum nægilega kunn- ir, er ekki hægt annað en gera dá- litla athugasemd við grein Frið- leifs og leiðrétta hinar fáránlegu villur hans, og einnig bera svæsn- ustu ósannindin til baka. FRIÐLEIFUR heldur því fram, þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar beggja felaganna, Mjölnis og Þróttar, að deilan haíi staðið á milli nefndra felaga. Þetta hlýtur maðurinn að vita að er algerlega rangt, deilan var aðein-s milli VBF Mjölnis og verktakanna við Efra-Sog, þó að forustumenn Þróttar blönduðu fé- lagi sínu inn í deiluna á hinn óþokkaiegasta hátt. Og einmitt vegna þess að Þróttur var ekki néinn aðili að deilu þessari, veröur það liverjum heilsteyptum verka- lýðssinna undrunarefni, hvernig forustumenn Þróttar höguðu sér meðan á deilunni stóð. Hefðu ver- ið þar að verki heiðarlegir verka- menn og verkalýðssinnar, eins og margir Þróttarbílstjórarnir eru, sem betur fer, þá hefðu verktak- arnir átt erfiðara með að beita Þrótti fyrir sig eins og þægum og viljugum hundum til að reyna að brjóta verkfall Mjölnis við verk- takana á bak aftur. Það var aldrei nema eðlilegt, að verktökunum þætti gott að gela fengið Þróttar- menn til að' vinna fyrir sig skít- verkin, að reyna að brjóta verkfall- ið, og eftir því sem komið hefir fram, hefir Friðleifsdeildin í Þrótti verið óðfús til þess. Ég skal taka það fram strax, að Mjölnismenn gerðu eina skyssu þegar í upphafi deilunnar, og það var að taka í mál að eiga nokki’ar viðræður við Þrótt um þcssi mál. Það voru verktakarnir, sem Mjöln- ir var í deilu við en ekki Þróttur, sem þess vegna gat ekki talizt þar samningsaðili á nokkurn hátt. Samningur verktakanna við Þrótt var Mjölni óviðkomandi hvað Þrótt snerti, og full ástæða væri til að athuga lögfræðilega hversu sá samningur væri haldgóður. ÞÁ ERU það flutningar að aust- an til Reykjavíkur, sem Friðleifur minnist á. Um vikur og sandflutn- ingana frá Eyrarbakka til Reykja- víkur er það eitt að segja, að þeir eru Mjölni algerlega óviðkomandi. Það eru nokkrir menn þar á staðn- um, sem kaupa efnið þar, flytja það tjl Reykjavíkur og selja það þar á eigin reikning, án þess að það komi Mjölni við. Kjötflutning- arnir frá Selfossi til Reykjavíkur eru ekki á vegum Sláturfélags Suð- urlands. Samningurinn um þá flutn inga er gerður milli Mjölnis og deildarstjóra Sláturfélagsins, sem allir eru búsettir í Árnessýslu. Er það því öllum ljóst, að þar kemur engin skiptivinna til greina, frekar en við hafnarvinnuna í Reykjavík. Svo er að minnast á verkfallið. Þar segir Friðleifur svo: „Verkfallið framkvæmdu svo Mjölnismenn þannig að loka brú og þjóðvegi fyrir Þróttarbílum.. “ Fram að því að ég las þessa klausu hafði ég haldið, að formaður Þrótt- ar skildi íslenzku, en verð nú að efast mjög um að svo sé. Það ætti flestum að vera í minni ennþá yfir- lýsing sú, er vegamálastjóri birti, þess efnis, að umrædd brú væri ekki á þjóðvegi, þar sem að vegur- inn að henni væri einkavegur. Þessi fullyrðing Friðleifs er vægast sagt ákaflega leiðinleg, því að hún bendir á svo magnaöa ósanninda- ást, að slíkt framferði getur ekki verið samboðið formanni vörubíl- stjórafélags á landinu. Líku máli gegnir um frásögn Friðleifs varð- andi ýturnar. Það eina rétta í því sambandi mun vera það, að fyrri ýtan hafi verið talin 9 tonn, en seinni ydan var af sömu gerð og sú fyrri. Einnig heldur hann því fram, að báðar ýturnar hafi verið á vegum Ræktunarsambands Ár- nesinga. Það er mjög auðvelt verk að upplýsa Friðleif um það, að ekkert slíkt fyrirtæki er til í Ár- nessýslu. Það er ekkert heildar- samband til í sýslunni, en aftur á móti er þar til Ræktunarsamband Flóa og Skeiða, Ræktunarsamband Stokkseyrar og Eyrarbakka, Rækt- unarsambandið Ketilbjörn í Gríms- nesi og Biskupstungum og einnig Ræktunarsamböndin í Hreppum og Ölfusi. Eins og flest annað í grein Friðleifs sýnir þetta hans takmarka lausa hirðuleysi í að umgangast sannleikann. Það virðist skipta manninn ákaílega litlu máli, hvort hann segir rétt eða rangt frá, en áhugamál hans vera það eitt, að ausa sem mestum óhróðri , yfir starfsbræður sína, vörubílstjórana í Mjölni. ÞÁ ER ÞAÐ næturherferð Þróttarmanna austur að Efra-Sogi. Það er efalaust rétt hjá Friðleifi, að hann hafi ekki séð vín á nokkr- um Þróttarmanni, þar sem að þeir voru að fremja verkfallsbrot sitt austur við Sog, en liann hélt sig heima í Reykjavík, en hefði vind- áttin verið hagstæðari, hefði hann máske getað fundið lyktina af sum- um þessara vina sinna. Að ekki gerðust voveiflegir atburðir við Sogið þessa nótt þarf Friðleifur ekki að þakka slagsmálaliðinu, sem austur kom. Þar voru fleiri saman- komnir en aðeins Þróttarmenn, og dálítið erfitt að gera sér.í hugar- lund, hvaða erindi sumir þeirra manna áttu austur annað en berja á Árnesingum, ef hægt væri að koma því við. En sem betur fór var stilling Mjölnismanna svo mik- il, að þeir létu árásarliðið fara óáreitt í gegn, án þess að þeir hreyfðu. hönd eða fót til varnar sér. Um hinn rangláta úrskurð stjórn ar L.V. í deilunni segir Friðleifur meðal annars: „Þessum sleggju-1 dómi er ekki skellt fram með til- ] vísun til vinnuskiptareglna L.V. .. . . “ Þar erum við sammála, því að hefðu vinnuskiptareglurnar ver- ið látnar ráða, er hætt við að hlut- ur Mjölnis hefði orðið stærri en raun varð á. En hvernig væri það að taka upp nýjar vinnuskiptaregl- ur? Þegar vörur eru settar á land á beim stað, þar sem þarf að flytja þær aí einu félagssvæði á annað, þá ráði ekin vegalengd á hverju félagssvæði vinnuskiptahlutfallinu milli viðkomandi félaga. Dæmi: Nú er ekið 5 km. á einu félagssvæðinu, en 60 km. á öðru, og skiptist þá aksturinn þannig, að það félagið, sem á 5 km. vegalengdina fái eitt tonn á móti 12 hjá hinu, sem á 60 km. Réttlátari vinnuskipting er ekki íil. ÞVÍ MIÐUR hefi ég ekki félaga- skrá Mjölnis nú í augnablikinu, en ég er henni þó það kunnugur, að ég get fullyrt, að í engum hreppi sýslunnar eru 10 bændur skráðir félagsmenn. Þeir eru flest- ir á Skeiðunum, 6 að tölu, og má það merkiiegt heita, að í þessari fullyrðingu Friðleifs er þó 60% Úrslit Haustmótsins: KR-Valur í dag Haustmóti meistaraflokks verð ur haldið áfram í dag og leika K.R. og Valur kl. 16,00 á Mela- vellinum. Verður það þriðji leik- ur þessara félaga í sumar, í Reykjavíkurmótinu sigraði Valur með 2—0 en í 1. deildarkeppn- inni skildu þau jöfn með 0—0, og er nú röðin komin að K.R. að sigra. Þannig fór milli félaganna í þremur leikjum á síðasta ári, sig- ur, jafntefli og tap. Oftast hafa þessi félög elt saman grátt silfur á vellinum og barist harðri bar- áttu. Þótt þau berjist ekki um sig- urlaunin að þessu sinni, má gera ráð fyrir hörðum og tvísýnum leik. Staðan í mótinu er nú: ( sannleikur. Annars tel ég það eng- um manni til lasts, þó að hann nenni að vinna eitthvað flcira en að aka bíl, og atvinna bílstjóranna hér austan fjalls er ekki svo jöfn eða mikil, að þeir geti allir lifað góðu lífi á henni eingöngu. Og einmitt þess vegna verða margir . bílstjórar hér í sýslunni að stunda búskap eða einhverja aðra vinnu 1 með akstrinum, alveg eins og þeg- ar atvinnubílstjórar í Reykjavík hafa farið til sjós til að afla tekna handa heimilum sínum. Ég tel þá menn alveg eins góða félaga eins og hverja aðra, og met þá menn að meiri fyrir dugnaðinn. Selfossi, 23. sept. 1957. Sv. Sveinsson. Fram K. R. Valur Þróttur Víkingur 3 3 0 0 10-1 6 3 2 0 1 18-5 4 3 2 0 1 11-4 4 3 1 0 2 9-18 2 4 0 0 4 2-22 0 Á sunnudag leika siðan Fram og Þróttur og verður það úrslitaleik- ur mótsins. Fer leikurinn fram kl. 14 á Melavelli. Enda þótt allt getí. gerzt á knattspyrnuvelli, eru þó mestar líkur til að Fram fari með sigur af hólmi í þessu móti, en Fram sigraði í Haustmóti m. fl. s. 1. ár. í 2. flokki leika Valur og Þrótt- ur á laugardag kl. 14 á Háskóla- vellinum, og KR og Víkingur á sunnudag á sama velli kl. 14. KR hefir þegar unnið, hlotið 6 stig, én Fram 4, Valur og Þróttur 3 og Víkingur 0 stig. í 2. flokki B eiga Fram og KR erfitt með að gera út um Ilaust- mótið og Reykjavíkurmótið. Úrslit' in í Haustmótinu verða haldin á laugardag á lláskólavellinum kl. 15,15. í 3. flokki A fara úrslitaleikirnir fram á Háskólavellinum á sunr.ud. kl. 9,30. Leika þá KR. — Þróttur og síðan Valur — Fram. í 3. fl. B leika fram og Valur á Valsvellin- um á sunnudag kl. 9,30. í Reykjavíkurmóti 4. fl. A leika KR og Víkingur á laugardag kl. 16,30 á Háskólavellinum, en eftir úrslitaleikinn í meistaraflokki á sunnudag leika úrvalslið úr Aust- urbænum og Vesturbænum í 4. fl. á Melavellinum. Stórmót Taflfélags Reykjavíkur ÞEGAR ÞETTA er ritað, hafa verið tefldar átta umferðir í mót- inu. Keppnin er nú hörkuspenn- andi og tvísýn, enda aðeins 3 um- ferðir til loka og vinningsmunur á 6 efstu mönnum mjög lítill. Far- ið getur svo, að 2 eða jafnvel 3 lendi saman í efsta sæti, en þó skal engu spáð hér um það. Flest- ar skákirnar í móti þessu hafa ver- ið tefldar af mikilli hörku og lítið gefið eftir, enda bera hin fjöl- mörgu jafntefli það með sér. Eitt áþreifanlegasta dæmi þessa er sk’ák þeirra Ingvars Ásmundssonar og Stahlbergs úr 6. umferð. Hún ( fór tvisvar í bið og virtist Ingvar. í bæði skiptin ramba ó barmi glöt unar, en ávallt var meira hald í stöðu hans en ætla mátti í fyrstu og fór svo að lokum, að stórmeist- arinn varð að sætta sig við jafn- tefli, þrátt fyrir þá geisilegu vinnu sem hann lagði í skákina. Fyrir gamans sakir ætla ég að birta síð- asta hluta hennarhér, enda er hún alveg einstök í sinni röð. Þær skemmtilegustu og ótrúlegustu flækjur, sem gefur að líta í henni sýna Ijóslega, hversu óþrjótandi möguleika manntaflið hefir yfir að búa. Á því byggjast vinsældir þess fyrst og fremst. iH WM. 9/. §§ ¥M Wí '9 ym 'fmm vm úmíí » ' ý///Á ¥M m, m fÉH & §§| H1 Ifi jÉKÉ Wm. wM & mM WM. «il m m ** » lli WA 'WM 9/ wm ¥w. mk', | pp g|p s* i mw/. Staðan, eins og skákin fór í bið í seinna skiptið. Ingvar á peði minna, en hann á tromp á hendi, þar sem a-peðið er, enda verður það bjargvættur hans, þegar fram í sækir. Ingvar lék nú í biðleik 1. Ke2, sem er sennilega ekki bezti leikur- inn, en hefir það hins vegar til síns ágætis að vera óvæntur. Stáhl- berg bjóst fastlega við leiknum 1. a4, sem hann taldi valda svörtum mestum erfiðleikum. Hann hafði því ekki athugað 1. Ke2 leikinn sem skyldi. 1. Ke2-Rg5, 2. Kd3-c4f (Hér er Stáhlberg heldur bráður á sér. Hann fær að vísu tvö samstæð frí- peð, en djöfulleg vélabrögð and- stæðingsins gera vinningsvonir hans að engu. Hann átti að leika 2. -Rf3, 3. Ba5 (Ekki 3. Rg2-Rxelt, 4. Rxel-Bc7, 5. Ke3-Ba5 og svartur vinnur örugglega). 3. -Rh4! 4. Bel- g2, 5. Bf2-Bg3! Á þessum leik vinn ur svartur skákina, því að nú neyð ist -hvitur til að leika kóngi sínum frá miðborðinu. 6. Ke2-Bh2, 7. Rxg2-Rxg2, 8. Bxc5-Rf4|, 9. Ivf3. Væri kóngurinn nú ó d3, gæti hann farið á c4 og stutt að framrás a-peðs síns. 9. -Rd3, 10. Bb6-Rb2 Og vinnur.) 3. Kxc4 (Ekki 3. Rxc4 -g2, 4. Bf2-Rh3 og vinnur auðveld- lega). 3. -iRxe4 4. a4 (Nú hefir a- peðið sigurgöngu sína). 4. -f5, 5. Kd3!-Rg5, (5. -Rc5f leiðir aðeins til jafnteflis. 6. Ke2-Rxa4, 7. Kf3- f4, 8. Rfl-Rb6, 9. Rxg3.) 6. a5-Rf3 (Stáhlberg uppgötvar nú á síðasta augnabliki, að. áællun hans 6. -f4, 7. a6-Bb8 strandar ó hinum ótrú- lega leik, 8. Bc3!. T. d. 8. -fxe3, 9. Bd4 og skákin er jafntefli!) 7. Bc3 (Öruggari jafnteflisleið virðist 7. Rg2-Rxelt, 8. Rxel-KdS, 9. Ke3- og hvítur heldur auðveldlega jafn- tcfli. Síðasti leikur Ingvars þving- RITSTJÖRI: FRIÐRIK ÖLAFSSON ar einnig fram jafntefli, en sú leið er hins Vegar langsóttari og hættu- meiri.) 7. -BxB 8. KxB-f4, 9. Rg2- Ke5 (Svartur virðist nú hafa kom- ið ár sinni vel fyrir borð, cn hvít- ur hefir enn ekki sagt sitt síðasta orð)., 10. a6-Rd4, 11. Rh4! (Eini björgunarleikurinn. Allir aðrir leikir mundu leiða til taps t. d. 11. Rxl4-Kxf4, 12. Kxd4-g2 og svarta drottningin kemur upp með skák) 11. -Rc6 (Nú á hvítur um tvær jafnteflisleiðir að velja. Sú fyrri er fólgin í því að „blokkera“ svörtu peðin með kóngnum, hin seinni, sem hann og velur, að koma upp teóretískri jafnteflisstöðu, þar sem svartur hefir drottningu á móti peði hvíts.) 12. Kc4 (Hin leiðin var 12. Kd3-Rb4f, 13. Ke2-Rxb4, 14. Kf3 og svartur nær ekki að valda peð sín með riddaranum) 12. -Ke4, 13. Kc5-Ra7, 14. Kb6-g2 (14. -Rc8t, 15. Kc7 breytir engu og 14. -f3 mundi hvítur svara með 15. Rxf3 með sömu lokum og í skák- inni.) 15. Rxg2-f3, 16. Re3 (Hvítur verður að l'áta riddarann af hendi, ella mundi hann tapa skákinni!) 16. -Kxe3, 17. Kxa7-f2, 18. Kb8-fl —D 19. a7 og hér sömdu keppend- ur um jafntefli. Svartur getur nefnilega ekki hindrað, að hvlta peðið verði að drottningu, nema með þvi að patta hvíta kónginn t. d. 19. -Db5t 20. Ka8-DcSt 21. Kb8 -Db6, 22. Ka8 og kóngurinn stend- ur ávallt í patti, þegar hann stend- ur í vegi fyrir peði sínu. Nú sjá- um við jafnframt þýðingu þess, að hvítur lét riddara sinn af hendi. Hefði hann í 16. leik sínum lcikið Kxa7 og síðan leyft svörtum að koma upp drottningú með -Í2, 17. Kb8-fl=D hefði hann tapað skák- inni. Endatöfl sem þessi eru ákjósan- leg æfing fyrir unga og upprenn- andi skákmenn, enda sá þáttur skákarinnar, sem byggist á reynslu. Véíar reyndar í nýju frystihúsi á Seyðisf. Á Seyðisfirgði er nú verið að reyna vélar hins nýja fiskiðju- vers, sem undanfarin ár hefir verið þar í smíðum. Eru það einkum frystivélarnar, sem nú er verið að reyna, en þær eru að mestu fluttar inn frá Þýzka- landi og vel til þeirra vandað. Hafa Þjóðvcrjar haft umsjón með nákvæmri uppsetningu vélanna. Þegar þeim áfanga verður náð í atvinnumálum Seyðfirðinga, að frystihús hins nýja fiskiðjuvers getur tekið til starfa, skapast á Seyðisfirði í fyrsta sinn full- komin aðstaða til nútímanýting ar sjávarafla. Ær gekk úti tvo vetur FOSSHÓLI í gær. — Gangnamenn austan Skjálfandafljóts fundu í göngunum útigengna á, sem Ilall- dór bóndi í Garði í Mývatnss.veit átti. Virðist hún hafa gengið úti tvo vetur og var mjög feit, svo að hún mátti heita óræk. Var liún á fremstu grösum ein sér og virtist helzt kjósa einfarir. Gátu þeir ekki rekið hana til byggða. Ærin var lamblaus og hefur verið geld í tvö ár. Þykir ekki ómögu- legt að hér sé um að ræða kind þá sem gekk úr tvöföldu reifi í Jökul dal vestan fljótsins í sumar, en ferðafólk fann það reifi framan við venjulegar kindaslóðir. Síðan hafi ærin farið yfir fljótið frammi við jökul. SLV.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.