Tíminn - 12.04.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.04.1958, Blaðsíða 6
6 T I MI N’Tí, laugardaginn 12, áprií 1958. Útgefandi: Framsóknarflokkurlnn Eitstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinssoa (áb.) Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargöto. Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304 (ritstjórn og blaðainenn). Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusími 12323. Prentsmiðjan Edda h.f. AlJjýðumenntun, listir og vísbdi LÖGIN um menningar- sjóð og Menntamálaráð stóðu óbreytt í hartnær 3 áratugi. Undirstaða þeirra var sú skoðun brautryðjanda þessara stofnana, Jónasar J-ónssonar þáv. menntamála ráðherra, að „alþýðumennt- tmin væri undirstaða and- legs tífs í landinu og sjálf- stæðis þjóðarinnar. En listir og vísindi tákna hámark þjóðarþroskans“. Með þess- um orðum lauk Jónas sreinar gerð sinni fyrir frumvarp- inu um Menningarsjóð, er hann lagði það fyrir Alþingi. Setning þessara laga var merkilegt afrek á þeirri tíð. Þjóðin var fátæk, hin efna- hagslega endurreisn var að hefjast, fjármuni skorti til flestra hluta. En einmitt á þessum tíma hefja djarfir hugsjónamenn sókn til þess að efla alþýðumenntun, list ir og vísindi. Skipulag er fast mófcað og f járhagsundirstaða bygsð. Á 30 ára skeiði hafa þesi lög stóreflt listasafn rík istos, last fjólmörgum lista mönnum verulegt lið í lífsbar áttunni, stuitt náttúruvísindi og fræðistörf með verulegu f jármagni og dreift um land ið meira en milljón eintökum af- góðum bókum. Fyrir at- betoa þeirra hefir mikili fjöidi námsmanna hlotið ó- metanlegan stuöning til lær dömjs í mörgum löndum. Margt fleira mætti hér telja En. þegar menn líta yfir þetta svið, sjá þeir, að þessi lösgjöf hefir mjög komið við sögu andlees lífs í land- inu á löngu tímabili. Allir hijóta að viðurkenna, að það var merkiiegt brautryðjanda starf að koma þessum stofn unum á fót fyrir 30 árum. Eflaust má að ýmsu finna, sem gert hefir verið á þessu tímabili. Þegar litið er til ba'ka sjá menn, að maret hefði mátt fara betur úr hendi. Slíkir misbrestir eru í allri þroskasögu þjóðanna. Þegar á heildina er litið, eru það smámunir. Aðalatriðiö er, að meginstefna hefir ver ið rétt. Á SÍÐASTL. ári voru lögin frá 1928 endurskoöuð og Alþ. setti ný lög, sem þó eru reist á þeim grunni, sem fyrir var. Skipulag það, sem upp Tryggur MENN hafa á orði að allir peningar séu á hverf- andi hveli og fjármunir handa í milli gufi upp fyrir lítil verðmæti. Vafalaust er, að tilfinningin fyrir óstöðug leika gjaldmiöilsins eykur eyðslu og almennt fjárhags- legt öryggisleysi í þjóðfélag- inu. Ríkisvaldið hefir með ýmsu móti reynt að spyrna hér við fótum, og fyrir at- beina Framsóknarmanna liefir sparifé verið gert skatt frjálst; jafnframt eru opnar leiðir til að visitölutryggja sparifé meö kaupum á vísi- töluskuldabréfum þeim, sem Seðlabankinn annast sölu á fyrir hönd ríkisins. Þessi var tekið 1928 helzt mikið til óbreytt. Verkefnto eru í meg inatriöum hin sömu og áður, og þó er starfseminni nú ætl að víðara svið og meiri mögu lei'kar en fyrr. Það voru eink um fjárhagsmálin, sem þurftu endurskoðunar viö. Tekjustofn hafði staðið ó- breyttur að kalla um langt árabil þrátt fyrir hinar miklu breytingar, sem orðn- ar eru á gildi peninganna. Hin nýju lög ganga nú í gegnum sinn fyrsta reynslu- tíma. Þau gera mögulegt að efla stuðnmg við visindi og listir. Vísindasjóður fær sér- stakt lilutverk og lýtur sér- stakri stjórn visindamanna. Stuðntoigur Menningarsj óðs við ajlmennar listir mun auk- ast og efiast á ýmsum svið- um. Bókaútgáfa ætti aö geta færst í aukana. Þegar er haf inn undirbúntogur að heild- arútgáfu á verkum skálda síðari alda. Þar er fjársjóöur, sem flestum er hulinn í dag. Samtímaskáldin fá hvatn- ingu til að starfa með verð- launasamkeppni um íslenzka skáldsögu. E. t. v. opnast möguleikar til aö gefa út verk íslenzkra tónskálda. Þannig mætti lengi telja. Verkefnin eru mörg, en tilgangurinn er hinn sami og fyrr, að efla ai þýðumexmtun, listir og vís- indi og -þar með sjálfstæöi þjóðartonar. KÖLD efnishyggja, efna hagsvandamál, dýrtið og fjárhagsörðugleikar setja ærið svipmót á þjóölífið á þessum síðustu tímum. En í næðingi hversdagsins dafnar samt merkilegur andlegur gróður. Það var mikil þörf á því að hlynna að honum fyrir 30 árum, þegar fátækt og skilningsleysi settu kal- bletti á blöðin. En það er ekki síður þörf á að gera það nú þegar fjármunir eru meiri og öll tækni til efna- legra þæginda betri og full- konmari en áður þekktist. — „Listir og vísindi tákna há- mark þjóðarþroskans“, sagði Jónas Jónsson fyrir 30 ár- um. Þau orð eru eins sönn í dag. Þau eiga áð vera ein- kunnarorð þeirrar starfsemi, sem Menntamálaráð og Menningarsjóður annast fyr ir hönd þjóöarinnar allrar gjaldeyrir skuidabréfasala var mjög merkilegt nýmæli og gaf góða raiun. Seldust bréfin greiðlega til aö byrja meö. Fékkst þar verulegt fjár- magn til hins almenna lána kerfis til ibúðabygginga. — En nú um sinn hefir verið hljóðara um þessa leið til að tryggja fé sitt en áður. Seðla bankinn hefir því vakið sér- staka athygli á þessari starf semi með greinargerð i blöð unum. Þessi bréf eru enn til sölu. Þau eru hentug leiö fyrir þá, sem vilja tryggja fé sitt til framtíðar. En jafn- framt er stúðlað að fram- kvæmdum á heilbrigðan hátt, með eigin aflafé. Mikil óvissa ríkir í finnskum stjórn- málum er kosningabaráttan hefst Almennar þingkosningar eiga að fara fram í Finnlandi nú í sumar. Um þessar mund- ir eru flokkarnir að undirbúa kosningarnar. En innbyrðis ósamkomuiag, erfið f járhags- aðsfaða og nýr tónn í rúss- neskum skrifum um Finn- land, veldur því, að nokkur óvissa er nú ríkjandi í finnsk um stjórnmálum. Finnski jafna'ðarmannaílokkur- inn á í mestum erfiðleikum stjórn málafiokkanna vegna ágreinings nokkurra helztu forustumanna. Þeir hafa verið öflugasti flokkur- inn, en hættulegur klofningur varð í röðum þeiiTa á s. 1. sumri. Flestum, sem rita um horfurnar í finnskum stjórnmálum nú, kemur saman um, að líkurnar fyrir því, hvort unnt reynist að koma á þing ræðisstjórn að kosningunum lokn um eða ekki velti mest á því, hvernig jafnaðarmönnum gengur að jafna deilur sínar. Eins og sakir standa fer utanþingsstjórn með völd í Finnlandi undir forsæti Rainer von Fieandts ríkisbanka- stjóra. Klofningur í röðum jafnaðarmanna Klofningurinn í jafnaðarmanna flokknum varð í fyrra, er fiokks- brot undir leiðsögu Skog tók þátt í stjórnarmyndun Bændaflokksins undir forsæti formanns flokksins. j Einn þessara jafnaðarmanna, Sim : onen, varð varaforsætisráðherra. Með honum voru 3 aðrir jafnaðar menn í stjórninni. Flokkurinn sem heild var andvigur þessu stjórnar- samstarfi enda var Vaino Tanner, hinn gamli leiðtogi flokksins og löngum foringi hægri arms hans aftur orðinn formaður hans. Átök in ieiddu til þess að ráðherrarnir 4 voru reknir úr þingflokki jafn- aðarmanna. Síð&n hefir verið róst usamt í finnskum stjórnmálum. Efnahagslegir örðugleikar hafa verið miklir. Dýrtíð hefir verið í vexti, útflutningsframlei'ðslan hef ir átt erfitt uppdráttar og jafn- vel dregizt saman, atvinnuleysi hef- ir verið all'áberandi og loks komst ríkissjóður Finnlands í fjárþrot og varð að stöðva greiðslur um tíma. Embættismannastjórn tók við í september var gerð gengis- felling finnska marksins og jafn hliða varð að gera ýmsar efna- hagslegar neyðarráðstafanir. Rík- isstjórnin var neydd til að scgja af sér í október og þá hófst stjórn arkreppa, sem stóð 6 vikur. Tókst flokksforingjunum ekki að koma sér saman um stjórnarmyndun, og lyktaði með því að Kekkonen forseti skipaði embættismanna stjórn undir forsæti Rainer von Fieandts Finniandsbankastjóra. í stjórn lians eru mest megnis ýms- ir sérfræðingar í ýmsum greinuni atvinnulífs og fjármála. En jafnvel sénfræðingum tókst ekki ætíð a'ð koma sér saman um ákveðnar aðgerðir. Þegar á- kveða þarf mál eins og verðlag á landbúnaðarafurðiun getur slík sérfræðinganefnd, sem ekki nýtur nema takmarkaðs bakstuðnings frá þinginu, sem hún þarf þó að styðjast við, komizt í strand með j úrlausnina. Þau mál eru nú mjög á dagskrá og stjórninni hefir ekki , tekizt að finna þá lausn, sem bændastéttin og alþýðusamtökin og stjórnmálaflokkarnir sætta sig við. Undirbúningur kosninganna Á meðan stjórnin hefir glímt við efnahagsvandaníál in hafa jafn aðarmenn glímt við sundurlyndið, sem settist að í flokki þeirra eftir stjórnarmyndunina í fyrra sumar. Það gerðist nýlega í þeim málum, í opinbera heimsókn til Finniands á s. 1. ári, taldi Bulganin sam- búð þessara þjóða ,;fyrirmynd fyr- ir aðrar norrænár þjóðir.“ Hins vegar hcfir það ekki farið fram hjá Finnum, né áhorfendum ! í lýðræðislöndunum, að upp er j kominn nýr tónn í rússneskum [ blöðum gagnvart Finnum, þótt ekki sé það enn með hastarlegum hætti. Nýlega hafá rússnesku blöð in birt ailharðorðar greinar út af því, sem þau 'nefna „andrússnesk an áróður í finhskum blöðum.“ Taldi „Pravda“ að þéssi skrif héld ust í hendur viðr „aukin fasistísk umsvif um gjörvallt*!andið.“ Þessi tónn hefir vakið nokkurn ugg í Finnlandi því aö er.ginn veit, hvað á bak við þýr, RAINER von FIEANDT að Simonen, einn leiðtogi „Skog- flokksins" innan jafnaðarmanna- flokksins, féll við prófkjör til fram boðs fyrir jafnaðarmenn þar sem hann og féiagar hans voru taldir njóta mesta fylgis. Er nú unnið . að sættum þvi að slíkur klofningur mundi verða vatn á myllu kommúnista. En þessi mál eru enn óleyst og hin póiitíska mynd um það bil sem kosningarnar nálgast, er enn óljós. Sambúðin við Rússa í öllum þessurn málum er bak sviðið að nokkru leyti sambúðin við Rússa og starfsemi kommún- Maflokksý.is (finnska. Saímbúðin hefir verið góð undanfarin ár. Þess er enn -minnzt, að þegar þeir Krustjoff og Bulganin komu Kekkortem fer til Moskvu Kekkonen forseti á enn eftir að endurgjalda heimsóioi þeirra Bulg anins og Krustjoffs til Helsinki. En svo var ráð fýrir gert, að hann gerði það á þessu ári. Nú er talið í finnskum þlöðum, að for setinn rnuni fara til Meskvu fyrir kosningar, sennilega r.ú I vor. Af því tilefni verður ýart við ugg um að hann komi heiip aftur með pólitískar gj,afir frá hinum vold uga nágranna. Áðrir telja hins vegar ástæðu tli að yona, að heim sóknin verði til þe^s að eyða tor tryggni og fyrirþyggja, að meira verði að' gert af Rússa háifu að saka Finna um „fasistíska starf- semi.“ En ef sá áróður færist , mjög í aukana, er varla við góðu i að búast, hvort sem vandræðin. koma beint frá Rýssum sjáifum, eða frá leppum .þeirra í Finn- landi, finnska kommúnistaflokkn um. Nokkur óvissa ríkir ím í stjórn- málum Finnlands um það bil, sem kosningabaráttan er að hefjast fyrir alvöru. Beggi og bankastjórinn. JÓN JÓNSSON skrifai1: Fátt er nú algengara umræöuefni manna á meðal en það öngþveiti í efna- hagsmálum þjóðarinnar, er skap- azt hefir smátt og smátt á und- anförnum árum. Menn gefa or- sökum þess að svo er komið ýmis nöfn, og er þá helzt reynt að dul búa þær, því að svo er að sjá og heyra sem ekki megi segja þjóð- inni bláberan sannleikann. En hann er vitanlega sá, að hún er að uppskera það, sem hún hefir sáð til og annað ekki. Við höfum .sem sé lifað um stund í eyðslu og óhófslifi, brölt í mörgu og braskað og allt um efni fram. Að skuldadögum hlaut því að koma fyrr eða siðar. Og þetta verða þeir að skilja, sem um málin fjalla nú, og allir þeir sem í áhrifastöðum eru. Ann ars er enginn viðreisnarvon. Því að það er ekki hægt að ala þá j þjóð upp til sjálfsafneitunar og i dáða, sem allt af er verið að blekkja.“ Spegill Agnars. ,AGNAR ÞÓRÐARSON hefir ver ið að sýna þjóðinni í spegii und- anfarnar vikur með leikþáttum sínum í útvairpinu og nú siðast á sviði Þjóðleikhússins með leikriti sínu Gauksklukkan. Hann liefir sýnt ýmsar svipmyndir úr þjóð- lífinu í dag og munu sumar verða minnisstæðar. En þó má- ske einna helzt sú manngerð, er Beggi og Ebbi efu fulltrúar fyr- iró Þessir eftirtektarverðu ná- ungar eru ósviknir fulltrúar þessara síðustu tíma og vitna um það ástand og þann fiokk manna, sem hefir lyft þeim og stutt þá við braskið. Það syndaregistur allt mun ekki sízt vera orsök þess hvernig komið er. En ein af manngerðum Agnars Þórðarson- ar í Gauksklukkunni er gamall bankastjóri. Hann mun eiga að sýna Jiinn eldri tíma og vera full- trúi hans, þegar menn vildu vita fótum sinum forráð, þegar menn unnu og skiiuðu sæmilegu dags- verki, þegar nýtni og ráðdeild þóttu kostir í fári manna, en brask og slangurmennska og sviksemi talin til ójiáttúru og ó- þurftar. Þessum fulltrúa hinna eldri uppeldishátta iízt ekki á hugsunarhátt og atferli þeirra nútimamanna, sem ýmist sveima um meðal sápukúlnanna eða eru alls staðar náiægir tii að „redda“ þeim, sem á að hafa gott af, — sem kom auga á gróðamöguleik- ana fyrir sig án alls tUlits til af- leiðinga íyrir aðra.“ Brjóstvit þeirra gömlu. „EN VIÐ þær afleiðingar erum við nú að glíma. Það er þess vegna, sem á að, veita eftirtekt því sem gamli bankastjórinn hef- ir að segja. Hanii minnir á sitt- hvað, þótt hann fái aldrei að rök- styðja mál sitt vegna óðamælgi annarra. Samt hefir hann lög að mæla. Og sennilega ætlast höf- undurinn til þess að menn skilji það, iþótt hann hefði gjarna mátt sniða þcssa manngerð með virðuiegra fasi og geðugra yfir- bragði. En hvað um það. Hér er bent tU staðreynda, sem hljóta að vekja ihugun. Og vissulega værum við nú í öðrum og skárri sporum með allt okkar efnahags lif hefða meira og betur verið hlustað á röddina frá brjóstviti gamla bankastjórans, rödd reynslu og ráðdeildar. Óg það er siður en svo að vansæmd sé í að vitna tii þeirra tíma, þegar vinnu semin og heiðarleikinn voru í liá vegum höfð, eða álasa þeim, sem vildu Jyfta þeim dýggðum til vegs og áhrifa. En í hinu er van- sæmd, að reyna til að gera það broslegt, sem verður að vera í órofalengsliun við sjáífstæði þjóðarinnar og manndóm. Er þetta sagt hér til athugunar fyr- ir leiklistairgaignrýnanda Mbl. —. Jón Jónsson.“ — Áýk-ur þar bað- stofuspjalli 1 dag. — Fihnur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.