Tíminn - 12.04.1958, Blaðsíða 12

Tíminn - 12.04.1958, Blaðsíða 12
Veðrið: ____ Sunnan og suðvestan kaldi, rigning. Hitinn: Reykjavík 9 st., Akureyri 7 st., Khöfn 5 st., Stokkli. 3 st, París 5 Stig og New York 4 stig. Laugardagur 12. apríl 1958. Menntamálaráð og Menningarsjóður 30 ára í dag: 75 þús. kr. verðlaun fyrir skáldsögu og utanfararstyrkur til 3 listamanna Auk þess hyggst Menntamálaráí beita sér fyrir vönduSum og aÖgengiIegum útgáfum á verkum merkra skálda frá seinni öldum sem enn hafa ekkt veriS gefin út Menntamálaráð boðaði blaðamenn á sinn fund í gær í til- efni bess að í dag eru liðin 30 ár frá því að ráðið var stofn- að með lögum. Á þessum þremur áratugum hefir Menntamálaráð unnið ómetanlegt starf í þágu vísinda. fræða og lista og nú hefir ráðið beitt sér fyrir merkum nýmælum á afmælinu. Hyggst það hefja vandaða útgáfu á verkum ým- issa ljóðskálda seinni alda, ennfremur efna til verðlauna- keppni um skáldsögu og eru verðlaunin hvorki meira né minna en 75 þúsund krónur. Loks beitir ráðið sér fyrir því að þremur viðurkenndum listamönnum verði veittur utan- fararstyrkur á þessu ári. Úígáfa á verkum I síð'ari alda skálda. lEr þar fyrst aS telja að Mennta tríálaráð hefir ákveðið að Bókaút- gáfa Menningarsjóðs hefji útgáfu é ritum íslenzkra merkisskálda frá síðari öldum, er enn hafa ekki vcrið gefin út á viðhlítandi hátt. Skal útgáfan við það miðuð að fullnægja fræðilegum kröfum um vandaðan texta og skýringar en þeS’S jafnframt gætt eftir föngum, að búa henni aðgengilegt snið til lestrar bókfúsum almenning. — Þegar hefir verið rætt um útgáfu é verkum eftirtalinna skálda: Fra 17. öld: Einar Sigurðsson í Eydölum, Ólafur Einarsson í Kirkjubæ, Ólafur Jónsson á Sönd- um, Bjarni Gizurarson í Þingmúla. Frá 18. öld: Fáll Vddalin, lög- maður, Gunnar Pálsson í Hjarðar- holti, Eggert Ólafsson, Jón Þor- láksson á Bægisá. Frá 19. öld: Benedikt Jónsson Gröndal, Sigurður Pétursson, sýslu I naaður, Steingrímur Thorsteinsson Gestur Pálsson. Síðar yrðu gefin út rit ýmissa fleiri skálda, þar á meðal stór- skáldanna Hallgríms Péturssonar, Stefáns Ólafssonar og Matthíasar Jioohumssonar. Nokkur undirbúningur er þegar hafinn að fyrrgreindri útgáfu. — Verður inna-n skamms skýrt nánar frá útgáfufyrirætlunum þessum. 75 þús. krónur fyrir skáldsögu. Þá hefir Menntamálaráð sam- þykkt að efna til verðlauna- keppni um skáldsögu og heitir veglegri verðlaunuin en hingað til hafa þekkst á íslandi og ekki er ósennilegt að skáld og rithöf- undar fyllist glímuskjálfta við þau tíðindi. Verðlaunin eru 75 þús. kr. fyrir þá sögu er liæf þykh- til verðlauna. Sagan skal vera 12—20 arkir að stærð. Frestur *til að skila liandriti er eitt ár, til 12. apríl 1959. Mcnnta- málaráð áskilur sér rétt til að gefa ú*t það handrit sem verðlaun kann að hljóta án þess að sérstök Mikið boðið í bækur í gær Á bókauppboði Sigurðar Bene- diktssonar í Sjálfstæðishúsinu í gær var fjörlega boðið í ýmsar bækur. Dýrast varð Fornbréfa- safnið, sem fór á 4000 kr. Sýslu- or annaævir fór á 3100 kr og Safn til sögu íslands á krónur 2600. Tímarit Jóns Péturssonar fór á 1600 kr. Ferðabók Þorvalds Thor- ■oddsens á 2600 kr og Ríma af Sig- urði snarfara eftir séra Snorra í Húsafelli á 1200 kr. Þá má geta þess, að lítill pési eftir Benedikt Gröndal, Gandreiðin fór á 1100 Ikrónur. ritlaun komi til. Þá áskilur Menntamálaráð sér ré'tt til að seinja um útgáfu á fleiri skáld- sögum sem berast kunna. Utanfarastyrkur til listamanna. Þá gleymir Menntamáiaíáð ekki öðrum listamönnuim á afmæli sínu, JÓNAS JONSSON frá Hriflu — frumkvöðull að stofnun Menn- ingarsjóðs og Menntamálaráðs. því það hefir saiiiþykkt að veita þramur viðurkenndur listamönn- um styrk á þessu ári til utanferð- ar, tónlistarmanni, myndlista- manni og leikara. Menntamálariáð íslands var stófnað með lögum 12. apríl 1928 og menningarsjóður 7. maí sama ár. Bæði þessi nýmæli voru fram borin á Alþingi af Jónási Jónssyni, þáverandi menntamiálariáðherra. í menntam'álaráði eiga sæti 5 menn, kosnir hlu.bundnum kosn- ingum á Allþir.gi eftir hverj.ir alþingiskosningar. • Þéssir m-enn hafa gegnt Æormannsstörfum í Men n tpar.ifla í úð i: Sigurður Nordal 1928—1831 Barði Gúðmundsson 1931—1933 Kristján Albertsson 1933—1934 Jónas Jónsson 1934—1943 Valtýr Stefánsson 1943—1856 Helgi Sæmundsson frá 1956 Þessir menn áttu sæti í Mennta málai'áði því sem fyrst var kosið: Sigurður Nordal, formaður; Árni Pálsson, prófessor; Ingibjörg II. Bjarnason, skólastjóri; Ragnar Ás- geirsson, garðyrkjumaður; Stefán Jóh. Stefánsson, hæstaréttar.mála- flutningsmaður. Þessir menn eiga nú sæti í Menntam'álarfáði: Helgi Sæniunds- son, fonmaður; Haukur Snorrason varaifonmaður; Birgir Kjaran, rit- ari; Magnús Kjartansson og Vilhj. Þ. Gíslason. Menntamálaráð hefir Mi upp- hafi haft á hendi yfirstjórn Menn ingarsjóðs. Allt til ársins 1957 starfaði sjóðurinn í þrem deiklum, bókadeild, nót/túrufræðidei 1 d og listadeild. Fókk hver deild árlega einn þriðja af tekjum sjóðsins, en þær voru soktir fyrir brot á á- tfengislöggjöfinni. Árin 1928—1940 nánui tekjur sjóðsins kr. 43 þúsund aö meðal- tali ár hvert. Árin 1954—1956 voru árstekjurnar kr. 550 þús. Nýju lögin frá 1957. Að frumkvæði núv. menntamála ráðherra, Gylfa Þ. Gislasonar, var á síðastliðnu ári sett ný löggjöf um menningarsjóð og menntamála náð, þar sem starfsemi þessara stofnana er stóraukin. Með hinum nýju lögum eru menningars.ióði tryggðar um 3 millj. kr. árlegar tekjur. Þar af skulu 800 þús. kr. renna til hins nýstofnaða Visinda- sjóðs, en að öðru leyti skiptir menntamálaráð fénu til stuðnings ýmsum greinum lista og menning arimála. Auk þess, sem Menntamálnráð annast stjórn Menningarsjóðs, hef ir það með höndum ýmis önnur störf. Ráðið útihlutar árlega náms- styrkjum og ítómslánum, sem veitt eru á fjárlögum til íslenzkra náms manna erlendis. Það annast einn- ig Skiptingu f jár þess, sem ALþingi veitir tii vísinda- og fræðimanna. Þá hefir ráðið með höndum yfir- stjórn 'Listasafns rikisins og ger.gst fyrir opinberum sýning- um á íslenzkri myndlist, innan lands og utan. „Grípið þjófinn ...” Þessa mynd blrti teiknarinn Wolf í óbáða blaðinu Die Welt í Hamborg fyrir nokkrum dögum. Vitl teiknarinn sýna Krustjoff og Dulles i hlut- verkum eftir tilkynningu Rússa um stöðvun kjarnorkutilrauna. Viggo Starcke var meðal þeirra, sem sendu Bjarna M. Gíslasyni kveðju BlötS víísvegar á Norðurlöndum hylltu Bjarna á 50 ára afmæli hans Tugir blaða víðsvegar um öll Norðurlönd hylltu Bjarna M. Gíslason fimmtugan. Er ómögulegt að rekja efni þeirra alira hér. En þegar þessi blöð eru lesin, rifjast upp það;, sem Bjarni ritaði í Alþýðublaðið 14. júlí 1954, er skipthagartil- lagan var á dagskrá. Sagði hann þá að „höfundar frum- varpsins hefðu ekki skilið þá hlið málsins sem snýr að nor- rænum samhug, og að íslendingar, ef þeh’ tækju herini, myndu ckki aðeins svíkja sjálfa sig, heldur og alla vini sína á Norðurlöndum og jafnvel dönsku þjóðina líka.“ Mörgum mun liafa þótt þetla einkennilegt, isérstaklega hvað Dönum viðvíkurj en nú sannast þetta á Bjarna sjálfum, því þótt Bjarna sé gotið á fiinmtugsafmæl- inu bæði í Nórcgi, Finnlandi og Svíþjóð eru það þó sérstaklega dönsk blöð sem.hylla hann fyrir ákveðna afstöðu 'hans til íslenzkra Magnús Jónsson syngur í Höfn Röng meðferð sófthreinsandi efnis olii sýkingu í blóði hlóðhankans Rannókn lokií í máli blóÖbankans í Kaupmanna- höfn — AIIs létu 9 manns lífiÖ af sýktu blóði NTB—Kaupmannahöfn, 11. apríl. — Alls létu níti sjúk- lingar lífið og þrír aðrir fengu alvarlegt taugaáfall eftir að þeim haf:V verið gefið blóð við sjúkrahús í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum tíma síðan. Síðan hefir málið verið rannsakað, og er nú komin út greinargerð um málið. Orsök dauðsfallanna er sú, að ungar stúlkur, sem vinna við blóð- 'bankann, höfðu smitað flöskurnar sýkli, sem fjölgar sér ört, jafnvel í margra stiga frosti. Sýkingin átti sér stað, er flöskurnar voru opn- aðar, og nál stungið gegnum gúm- tappann. Margar ungu stúiknanna Ihöfðu nefnilega ekki afl til að stinga nálinni gegnum tappann, og vættu því nálina fyrst í efnisupp- lausn einni (reuriacetatsupplausn) ,'til þess að betur gengi að koma Ithenni í gegn. í fræðibókum stend- ur, að efnisupplansn þessi sé sótt- drepandi, en nú hafa rannsóknir 'sýnt, að hún er það ekki meira en svo, að sóttkveikjurnar komust auðveldlega niður í flöskurnar. í fiesbum öðrum blóðbönkum er þessi aðferð bönnuð. Starfsfólkið igerði þetta þó í góðri trú, meö því að talið var, að upplausnin væri 'sótteyðandi. í tilkynningunni frá rannsóknarnefndinni segir, að Ihefði verið notað joð, til dæmis, en ekki þetta efni, hefði engin 'hætta verið á ferðum. I dag syngur Magnús Jónsson söngvari, fyrra hiutverk sitt hjá Kgl. dönsku óperunni, Manrico í óperunni II Trovatore effir Verdi. Þessi mynd af Magnúsi á aefingu birtist í danska blaðinu BT fyrir fáuni dögum. rnála. Jörgen Bukdahl, sem alltaf hefir verið samherji Bjavna í liandritamálinu skriifar: „Þegar þú stóðst á danskri jörð varstu fyrst alkomiun til íslands. Við þökkum þér fyrir það, að þú aldrei leyndir þessu og að egninn tviskinntwigiu’ var á afstöðu þinni til ættjarðar- innai'. Einmitt þess vegna , héfir er.ginn íslenzkur rithÖfundifr, sem skrifað hefir á danska tungu, stað- ið dönsku 'þjóðinni riæ’r eða Bicilið hana betur.“ Kveðjur frá Bomholt Julius Bomholt ráðherra skrifar: „Við þökkum yður af heilum hug fyrir áhrif yðar ó danska • inenn- ingu. Það er hrífandi blær frel'sis og þróttar í skáldskap yðar. Ég lít á baráltu yðar fyrir skilun liandritanna með fullri virðingu, og vona að ntólið leysist ú þann Ihátt, að það tengl þjóðir okkar ehnþá fastar saman.“ — og Viggo Starcke! Og aðalandstæðingur Bjarna í handrilamálinu, Viggo Starcke ráð herra, skrifar til hans og segir: „Mig langar að gera yður forviða á fimmtugsafmælinu með ham- ingjuósk. Ég skil afar vgl skoðanir yðar, þótt ég vilji ekki leyna því, j að við erum ósammála um margt á I orrustuvellinum. En kannske er- I um við meira samniála í aðalat- riðunum en yður gr-unar, af því ég er hluttakandi í ást yðar og hrifningu á íornbókmenntimi ís- lands.“ Volkwagen hæstnr Árið 1957 voru rúmlega 211 þúsund farþegabifreiðar fluttar inn frá Evrópu til Bandaríkjanna. Mestur var innflutningurinn ó Volkswagen, eða rúmir þrtó+úi af hundraði. Renault var næstur 3 röðinni, eða 10,5 af hundraði inn- fluttra bíla. Það vékur aihygli, að Volvo fólksbifreiðin hefir nóð góðri fótfestu á bílamarkaðinum vestra og skipar nú sjötta sætið, en næstir á eftir henni eru Fiat og Morris.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.