Tíminn - 15.05.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.05.1958, Blaðsíða 6
8 TÍHIINN, fimnitudaginn 35, maí 195Í. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (ritstjórn og blaðamenn) Augtýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323 Prentsmiðjan Edda hf. AfstaSa Sjálfstæðisflokksins ti! efnahagsmálanna ÞAÐ hefir farið eins og vænta mátti, að forustumenn og málsvarar Sjálfstæðis- flokksins hafa risið öndverð- ir gegn frumvarpi ríkisstjórn arinnar um efnahagsmálin. f blöðum þeirra í gær er hróp að um „nýja verðbólguöld“, „gífurlega skattahækkun", „grímuklædda gengislækk- un“ og þar fram eftir götun- um. Þessar upphrópanir voru svo endurteknar af full- trúum þeirra á Alþingi í g'ær. Tilgangur Sjálfstæðis- flokksins með þessum upp- hrópunum er næsta aug- ljós. Með slikum upphrópun- um og áróðri á að fá menn til að gleyma öllu öðru í sambandi við þetta mál en því, að álögur séu hækk- aðar. Það á að koma almenn ingi til þess að trúa því, að álögurnar séu lagðar á af ráðaleysi eða mannvonsku valdhafanna. ÓTRÚLEGT verður það að teljast, að þessi áróður Sjálfstæðismanna beri tilætl aðan árangur. Allur sá fjöldi manna, sem hugsar um mál in, mun ekki láta sér nægja .þessar upphrópanir einar, heldur leitast við að gera sér Ijóst, hvort slíkra eða hlið- stæðra ráðstafana sé þörf eða ekki. Þegar menn athuga þetta, mun eftirfarandi koma í ljós: Þaö uppbóta- og vísitölu- kerfi, sem núv. ríkisstjórn •tók í arf frá ríkisstjórn Ól- afs Thors, var búið að ganga sér til húðar. Verulegur halli var á útflutningssjóði og rík issjóði á síðastl. ári og myndi sá lialli hafa stóraukizt á þessu ári, ef ekkert nýtt hefði verið aðhafzt. Afleið- ing þessa halla heföi óhjá- kvæmilega orðið stöðvun út- flutningsframleiðslunnar og flestra annarra atvinnu- greina í kjölfar þess. Þetta myndi hafa leitt til almenns atvinnuleysis í kaupstöðum og kauptúnum og algerörar neyðar. Yfir þjóðina hefði skollið hin mesta kjaraskerð ing, sem hægt er að hugsa sér. Af hálfu Sjálfstæðisflokks ins hefir ekkert verið gert til að mótmæla því, að þessi .hefði orðið afleiðingin, ef .fylgt heföi verið óbreyttu uppbóta- og visitölukerfinu, er ríkisstjórnin tók í arf frá ’stjórn Ólafs Thors. ÞEGAR þessi niðurstaöa er fengin, kemur röðin að öðru höfuðatriði málsins: Hvaða ráðstafanir var vænlegast og réttast að gera til að afstýra þeirri stórfelldustu kjara- skerðingu, sem hér var yf- irvofandi? Eru ráðstafanir ríkisstjórnarinnar þær réttu eða er völ á öðrum betri? Fyrir Sjálfstæðisflokkinn er ekki nægilegt að svara þvl, að ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar séu ekki hinar réttu. Það er ekki nóg fyrir hann. að kalla þær „upp- gjöf“ og „ráðleysi". Hann verður að sýna, að hann geti staðið viö þessi stóru orð með því að benda á aðrar leiðir betri og færari. Hvaða leið álítur hann t. d. betri til að afstýra stöðvun framleiðsl- unnar? Hvaða ráð telur hann betra til að draga úr mis- ræminu, sem var orðið milli einstakra greina útflutnings framleiðslunnai'? Hvernig vill hann draga öðruvísi úr þvi misræmi, sem var orðiö milli einstakra erlendra vara og orsakað hefir óeðli- lega mikla gjaldeyriseyðslu? Hvaða leiðir sér hann æski- legri til að bæta hlut ýmissa atvinnugreina í samkeppni út á við, t. d. skipasmíða, skipaviðgerða, siglinga ,flugs o. s. frv.? Meðan Sjálfstæðisflokkur- inn svarar ekki þessum spurningum skýrt og skorin ort, situr vissulega sízt á honum að tala um „uppgjöf“ og „ráðaleysi". HINAR nýju efnahags- ráðstafanir eru vissulega ný sönnun þess, að uppbóta- og vísitölukerfið, sem fylgt hef ir verið að undanförnu, get ur ekki leitt annað en út í sífellt meiri og meiri ófæru. Hinar gagnverkandi vísitölu- hækkanir hafa það í för meö sér að gera verður árlega nýj ar ráðstafanir til að tryggja rekstur framleiðslunnar og oft er þetta gert með þeim hætti, að það veldur mis- ræmi, er hefnir sín síðar meir. Kostur þeirra ráð- stafana, sem gerðar eru nú, er fólgin í því, að þær draga úr mesta misræminu, sem skapazt hefir milli einstakra greina útflutningsins annars vegar og einstakra innflutn- ingsvara hinsvegar. Að því leyti felst merkileg og varan leg endurbót í hinu nýja yf- irfærslu- og uppbótakerfi, sem frv. stjórnarinnar fjall- ar um. Hitt er svo vert að gera sér ljóst, að þessar ráðstafanir munu ekki nægja til að tryggja rekstur framleiðsl- unnar til frambúðar, ef „vísi töluhjólið“, sem nú verður stöðvað um stund, fer af stað aftur eða meiri grunn- kaupshækkanir eiga sér stað en gert er ráð fyrir í tillög* um ríkisstjórnarinnar. Þá mun svo fara, aö þjóðin fær yfir sig nýjar álögur á næsta ári, ef atvinnuvegirnir eiga þá ekki að stöðvast. FRAMLAG Sjálfstæðis- flokksins til efnahagsmál- anna er nú það, að hann reyn ir að ófrægja sem mest efna hagsráðstafanir stjórnarinn- ar, þótt hann mótmæli ekki nauösyn slíkra aðgerða og' bendi ekki á nein betri ráð sjálfur. Tilgangur hans er bersýnilega sá aö æsa upp kröfur og koma hjóli vísi- tölunnar eða einhverju hlið stæðu af stað aftur. Foringj ar hans álíta bersýnilega að þannig brjóti þeir sér helzt Störf á vegum hins opinbera eða við eigin fyrirtæki vinsælust Hvers konar störfum mundi fullorðið fólk mæla með fyrir ungt fólk sem væri að hefja starfsævi sína í heim- inum nú á dögum? Mundi það mæla með öruggum em- bættum á vegum ríkisins, stöðu við stórt eða lítið fyrir- tæki eða félag, eða mundi það álíta heillavænlegast fyrir ungt fólk að hefjast handa um sitt eigið fyrir- tæki eða starf? Þar sem allmikið hefir verið deilt um þá stefnu að leggja sig í hættu og tefla á tæpasta vað með sjálfstæðum fyrirtækjum í seinni tíð, hefir Alþjóðaskoðanakönnunin lagt þessa spurningu fyrir fólk í 12 löndum: „Ef þær væruð að láðleggja ungu fólki, sem væri í þann mund að hefja starfsævi sína hvað af þessu munduð þér niæla með: starf á vegunt stjórnariim- ar, stöðu við stórt fyrirtæki, stöðu við lítið fyrirtæki, eða sjálfstæðan atvinnurekstur eða fyrirtæki?“ Ríkjð er vinsæil vinnuveitandi Skoðanamismunurinn í hinum ýmsu löndurn var afar athyglis- verður. í næstum helmingi þeirra landa þar sem skoðanakönnunin er frarn var Vs til Vi á þeirri skoð- un að vænlegast væri að vinna hjá ríkinu. í Frakklandi og Belgíu hélt nær því helntingur spurðra því fram, að ríkið væri bezti vinnu- veitandinn. í nær öllum löndum voru menn því fráhverfir, að fólk veldi sér að lífstíðaratvinnu að vinna fyrir lítið fyrirtæki. Sviþjóð var þó undan- tekning — þar var meir en þriðj- ungur fylgjandi því að starfa fyrir lítið fyrirtæki. í Austurríki, Þýzka- landi og Japan voru flestir á einu máli um það, að affarasælast væri að starfa fyrir stórt fyrirtæki. Sjálfstæður atvinnurekstur heillar marga Enn virðist hugmyndin um sjálf- stæðan alvinnurekstur eiga sterk ítök í hugum margra í þessum löndum. Töluverður minnihluti í Skotíanakönnun í 12 löndum sýnir, a<$ menm eru fráhveríir því atJ starfa vi<S lítil fyrirtæki Þessir kjósa starf á veg- um stjórnarinnar Þessir kjósa sjálfstaeðan atvinnurekstur Frakkland ..... 45% Belgia........... 29 Ítalía...........31 Noregur.......... 30 Þýzkaland......... 22 Austurríki . . . i . 22 Holiand.......... 15 Brasilía ...... 22 Japan............ 15 Brettand......... 11 Svíþjóð.......... 16 Mexíkó ... Síarí 4 vefluín ’ »*iórn«rfnn#r Undir 25— 45 eða Undir 25— 45 eða 25 44 eldri 25 44 eldrl 45% 54% 53% 29% 15% 19% 29 48 50 34 23 19 31 32 35 33 35 33 30 28 37 26 27 24 22 22 27 31 31 24 22 27 25 41 31 27 15 23 24 34 29 28 22’ 25 21 56 53 51 15 21 22 23 23 20 11 14 24 45 46 34 16 16 13 20 34 30 9 8 5 65 66 61 (|1|§|| SféiHtadtur #tvl«nor»k*twr frakklano 18% 52% 48% 32% j 32% BgtSÍA 22% ITALÍA % NOREOUR 54% 19% ORÉTLANK? ^ 39% SViÞJÓO I 3t% 7% MEXÍKÓ 65% 'BAÐsrorAri hverju landi var því hlynntur, að fólk fitjaði upp á sjálfstæðum at- vinnurekstri og fyrirtækjum. í Mexikó og Brazilíu var meirihluti manna hlynntur sjálfstæðum at- vinnuvegi. í þessum löndum þar sem þjóðfélagsþróunin er enn í fullum gangi, er gróðavænlegt að hefja sinn eigin atvinnurekstur, og þeir, sem lenda þar milli skers og báru, þurfa engu að kvíða, því þeim er bættur skaðinn ef hann verður. Hvernig skiptist skoðun manna eftir aldri? Hallast unga fólkið að því að starfskraftar þess og skipu- lagsgáfur fái bezt að njóta sín hjá stórum fyrirtækjum? Þó undarlegt megi virðast, sikiptir aldursmunur engu máli í slöðuvali manna víða um heim. í 4 löndum, Austurríki, Belgíu, Bretlandi og Frakklandi — virðist unga fólkið mun ákafara að hefja sinn sjálfstæða atvinnurekst- ur en eldra fólkið. Og í.^þrem þess- ara landa, Belgíu, Brétlandi og Frakklandi hallast eldra fólkið helzt að því, að bezt sé að vera starfsmaður ríkisins. leið til valda. Furðulegt má vera, ef þeir reikna hér ekki rangt. Flokkur, sem -hefir þannig algerlega neikvæða afstöðu til helzta vandamáls þjóðarinnar, ætti vissulega að firra sig trausti í stað þess að auka það. Nafnmerking sveitabýla. — Ólafur Sigurðsson á Hellulandi í Skaga- firði, sendir hér stutta grein um málefni, sem er meira um vert en í i'ljótu bi'agði virðist. „Fyrir nokkrum árum sendi mér vinur minn Kristján Jóngson, bóndi í Fremstafelli í mnn, spjald með bæjarnafninu tu' að setja upp við heimreiðina aðs/báen- um. Þá höfðu Kinnungar og Bárð- dælir merkt marga sína bæi og kannske fleiri sveitir norður þar. Ég skrifaði Kristjáni þakkir fyrir sendinguna og sagði að ég hefði trú á því, að þetta nafn- spjald hefði náttúru nokkra, hka því, sem hringurinn Óðins „Draupir", sem af drupu 8 hring- ar jafnhöígir níundu hverja nótt. Mér flaug nefnilega ráð í hug að merkja ætti ílesta sveitabæi á landinu, á auðveldan hátt, með skemmtilegri samvinnu þannig: Kaupfélögin legðu til nafnspjald hvers bæjar á sínu viðskipta- svæði. Bóndinn á viðkomandi bæ legði til stöngina, búnaðarsani- bandið á viðkomandi svæði sæi um uppsetningu nafnspjaldanna. Þau hafa hvort sem er tnenn í sinni þjónustu, sem sífellt eru d ferðalagi um sveitirnar. Þessi tillaga. heíir verið samþykkt á aðalfundur kaupfé(aganna þriggja hér í Skaigafirði og einnig á aðal- fundi Búnaðarsambandsins. Gerð nafnsp.ialdanna hefir verið hugs- uð þamiig: Hæfilega stórt spjald fyrir bæjamafnið, er sniðið úr olíusoðmim krossviði éða „Mas- onit“, málað svart með haldgóðri málningu, á það er svo málað nafnið, h.vítt 8 cm háir stafir gegnum blikkstafamót og síðan lakkað rækilega yfir allt með haidgóðu lakki. — Á stöngina, sem verður að vera úr 114” járn- röri ihelzt gaiv.), er skrúfað furu- spjald með klemmu af sömu stærð og nafnspjaldið 1” á jþykkt og vel oíiuhorið. Á þetta tré- spjaid er svo sjálft nafnspjaldið skrúfað með koparnöglum. — Fiest. kaupfélögin eiga sín eigin trésmiðaverkstæði og gætu látið smíða nafnspjöldin þar. Blikk- stafamótin kosta mjög lítið. Nokkrir bæn.diu.r hér nyrðra, hafa látið logsjóða. nafn bæja sinna i íallegar hliðgrindur úr járni, sem (Eramhald á 3. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.