Tíminn - 15.05.1958, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.05.1958, Blaðsíða 12
Veörið: Norðaustan gola; viðast úrkomu- laust en skýjað. Hitinn kl. 18: Reykjavík 4 st., Akureyri 3 st., Kaupmannahöfn 11 st„ Stokkhólm- ur 12 st„ Hamborg 17 st., París 14 rimmtudagur 15. maí 1958. Öll þjóðin spyr Eysteinn Jónsson fjármálaráíiherra hirti stjórnar- andstoðuna, sem fordæmir tillögur ríkisstjórnar- innar en hefir ekkert jákvætt til mála aí leggja Við umræðurnar á Alþingi í gær um efnahagsmálafrum- varp rikisstjórnarinnar flutti Ólafur Thors langa ræðu gegn frumvarpinu og reyndi að finna því allt til foráttu. Hann hafði þó ekki eitt einasta orð að segja um það, hvað Sjálfstæð- isflokkurinn vill gera. Eysteinn Jónsson, fjármálaráðherra, kvaddi sér hljóðs á eftir og flutti örstutta ræðu, sem vakti mikla athygli. Hann sagði; Eg ætla ekki að flytja ræðu, ég tala sennilega seinna í þessu máli. Eg ætla að bera fram 3 fyrirspurnir til háttvirtra stjórn- aranclstæðinga. Háttvirtur þm. Gullbringu- og Kjósarsýslu, Ól- afur Tliors, bar fram 20 spurn- ingar, svo að það má telja mikla liógværð að bera fram aðeins 3. En ég vil skjóta þessu inn núna strax í umræðurnar. Háttvirtur þingmaður Gull- bringu- og Kjósarsýslu liefir baldið hér ræðu, sem ég tel hann lítt öfundsvcrðan af, en það má tala um það síðar. Það er enginn öfundsverður af því að standa hér eins og hann gerði í tvo klukkutíma og rífa niður þær til lögur, eða gera tilraun til þess að rífa niðu'r þær tillögur, sem gerðar eru til viðreisnar, án þess að hafa nokkurt jákvætt orð að segja þjóð sinni eða þingi um það, hvað eigi að gera. Þetta hef ir háttvirtur þingmaður senni- lega fundið sjálfur, því að í lok ræðu sinnar gerðist lionum mjög tíðrætt um, að ekki mætti ætl- ast til þess að háttvirtir stjórn- arandstæðingar liefðu nokkuð til málanna að leggja, annað en þetta niðurrif háttvirts þing- manns. Háttvirtur þingmaður hefir á þessum tveimur klukkustundum eða klukkustund og þremur stundarfjórðungum, þangað til hann kom að afsökununum í lok in, fordæmt tillögur ríkisstjórn- ar að meginstefnu til, og í ein- stökum atriðum. En í lok ræðu sinnar segir svo háttvirtur þm., þegar hann finnur missmiðin allt í einu, að það inegi ekki ætl azt til þcss af stjórnarandstöð- unni að liún geri tillögur. Til þess skorti hana öll skilyrði. Það eigi ekki að ætlast til þess að stjórnarandstaðan geri tillöguri;- ar út í bláinn. En háttvirtur þm. telur sig hafa skilyrði til þess að fordæma tillögur ríkisstjórnar- innar ekki aðeins að megin- stefnu til heldur og' í einstökum atriðum. Háttvirtur þingmaður á að vita það, að hér verður að fara tvennt saman, að sá, sem þykist hafa þekkingu til þess að fordæma, ekki aðeins að meginstefnu til, heldur einnig' í einstökum atrið- um, tillögum ríkisstjórnarinnar, verður að gera tillögur sjálfur. Hann verður að segja lil sjálfur hvað hann vill gera. Það er ekki hægt að sleppa með það að fleygja sér flötum, eins og háttvirtur þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu gerði hér i lok ræðu sinnar, því að hann fleygð'i sér bókstaflega flöt um'og grátbændi háttvirtan þing heim og stjórnina, að ætlast ekki til þess að þeir gerðu tillögur. Þá skorti þekkingu og hvernig gætu þeir gert það út í bláinn. Þetta gerði háttvirtur þingmað ur eftir að hafa í sjö stundar- fjórðurtga lagt dóm á tillögur ríkisstjórnarinnar að megin- stefnu til og í einstökum atrið- um. Nei svona sleppa menn ekki, háttvirtur þingm’aður Gullbringu og' Kjósarsýslu. Og þess vegna spyr ég nú Sjálfstæðisflokkinn, og' ég spyr hann ekki einn, öll þjóðin spyr, öll þjóðin spyr, og' vegna þess að háttvirtur þing- maður er búinn að tala eins og sá, sem hefir þekkinguna, um til- lögur okkar, bá verður hann að segja hvað liann vill. Vill Sjálfstæðisflokkurinn gengisbreytingu? Ef þeirri spurn ingu verður svarað neitandi, þá spyr öll þjóðin: Sjá þeir leið til þess að lækka uppbæturnar frá því sem stjórnin gerir ráð fyrir í sínum tillögum? Og þriðja sþurningin er, og henni verða þeir einnig að svara: Hvernig vilja þeir deila byrðunum, ef þeir vilja ekki gera það eins og stjórnin leggur til og þeir hafa skUyrðisIaust lýst sig andvíga. Það ætlast enginn til þess að þeir svari þessum spurningum í kvöld, en þeir verða að svara þessum spurningum á meðan þetta mál er til meðferðar hér á Alþingi. Það er ekki ég einn sem spyr. ÖII þjóðin spyr um þetta. Umræðufundur á Alþingi stóð fram á nótt Umræðurnar um efnaliagsmála- frumvarp ríkisstjórnarinnar stóðu lengi dags í gær og kvöldfundur stóð yfir í neðri deild, þeg'ar gengið var frá blaðinu «til prentunar. Fundur hófst í deildinni nokkru fyrir klukkan tvö og flutti Iler- mann Jónasson forsætisráðherra þá langa og ýtarlega framsögu- ræðu um efnaliagsmálin. Er ságt frá lienni á öðrum stað hér í blað inu. Síðan tók Lúðvík Jósefsson sjávarútvegsmálaráðherra til máls og talaði um efnahagsmálin al- mennt, rakti meðal annars þa3 ó- réttlæti, sem framkvæmd núver- andi vísitöluskipulags veldur í mörgum tilfellum. Síðan flutti Ó1 afur Thors mjög langa ræðu. Ey- steinn Jónsson fjármálaráðlierra fiutti örstutta ræðu sem hitti svo í mark, að Ólafur stóð uppi varnar laus, að lokinni sinni löngu ræðu. Að lokun kvöldmatarliléi tók Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráð- herra til máls. Itæddi mikið um efnahagsmálin almennt og lirakti ýmsar fjarstæður í málflutningi Sjálfstæðismanna um þau. Söngför Karlakórs Bandarískir iðnrekendur og Carls- berg starfsmenn með F. L Akureyrar Akureyri í gær. — Karlakór Akur- eyrar heldur samsöng í Nýja bíói á Akureyri í dag klukkan 2 og á laugardaginn kl. 5. Söngstjóri er Askell Jónsson. Einsöng með kórnum syngja Jó- hann og Jósteinn Konráðssynir og Eiríkur Stefánsson. Undirleikari er Guðrún Kristinsdóttir. Ákveðið er, að kórinn fari söng'för til Suður- lands hinn 5. júní. Mun kórinn þá syngja í Reykjavík og á mörgum öðrum stöðum víða um Suður- og Suðvesturland. Nemendatónleikar Akureyri í gær. — Tónlistarskól- inn á Akureyri efnir til nemenda- tónleika sunnudaginn 18. maí. 12 nemendur leika einleik á píanó, fiðlu og orgel. Auk þess verður samleiikur nemenda á fjórar fiðl ur. Skólastjóri Tónlistarskólans er Jakob Tryggvason. Tónleikarnir hefjast klukkan 5 eftir miðdegi. Farþegum Flugfélags íslands milli landa erlendis fjölgar stöðugt, einkum síðan Viscount flugvélarnar hófu flug á leiðum félagsins fyrir rúmu ári. í fyrradag flutti Hrímfaxi hóp bandariskra iðnrekenda frá Glasgow til Kaupmannahafnar og sama dag voru einnig nokkrir starfsmenn Carisberg ölverksmiðjanna í Skotlandi, sem verið höfðu í kynnisferð í Danmörku, með'al farþega frá Kaupmannahöfn til Glasgow. Myndin er af þeim Carls- bergmönnum við komuna tii Glasgow. (Ljósm. Sv. Sæm.j. Nokkur rekstrarhalli varð hjá Kaupf élagi Reykjavíkur og nágrennis Félagií vill hefja byggingu verzlunarhúss á horni Smiðjustígs og Hverfisgötu Aðalfurdur Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis var hald- inn í Tjarnarkaffi í Reykjavík sunnudaginn 11. mai 1958. Fundinn sátu 104 fulltrúar af 140, sem rétt áttu til fundar- setu, félagsstjórn, framkvæmdastjóri og endurskoðendur, svo og nokkrir starfsmenn félagsins. Fundarstjóri voru kjörnir Stein- þór Guðmundsson og Guðmundur Illugason, en fundarritarar Þór- hallur Pálsson og Gunnar Árna- son. Formaður félagsins, Ragnar ÓI- afsson, hæstaréttarlögm. flutti sikýrslu félagsstjórnar. — Ræddi hann um hvaða ástæður lægju til hinnar slæmu rekstrarafkomu á árinu, og tillögur til úrbóta. Enn- fremur ræddi hann um húsnæðis- mál félagsins, og lagði áherzlu á að hafist yrði handa um byggir.gu framtíðarhúsnæðis á lóð félagsins á horni Hverfisgötu og Smiðju- stígs var því samþykkt einróma eft irfarandi tillaga, sem borin var fram af félagsstjórn: „Fundurinn telur nauðsyn að félagið eignist sem allra fyrst verzlunarhús í miðbænum fyrir starfsemi sína. Hann felur því (Framhald á blaðs. 2). Stjómarfrumvarp um lífeyrissjóð togarasjómanna er komið fram RíkissjóíSur leggur fram nokkurt stofnfé, sjó- menn greiða 4% af launum, atvinnurekendur 6% Ríkisstjórnin lagði í fyrradag fram á Alþingi frumvarp um lífeyrissjóð togarasjómanna, er tryggja skal þessum starfs- mönnum, ekkjum þeirra og börnum lífeyri eftir reglum, sem frumvarpið ákveður. Ríkissjóður leggur sjóðnum fram nokk- urt stofnfé en sjóðfélagar greiða einnig iðgjöid í hann, en þeir geta allir orðið, sem lögskráðir eru á íslenzka togara. Óeirðir halda áfram í Libanon og Bandaríkin senda þangað létt vopn Ríkisstjórnin hefir að mestu misst tökin utan höfuðborgarinnar Beirut Lundúnum, 14. maí. — Ástandið í Líbanon er enn mjög viðsjárvert og segja fréttaritarar, að ríkisstjórnin hafi í raun- inni engin tök lengur úti á landsbyggðinni. Þar ríki ringul- reið og stjórnleysi. í Beirut er hins vegar kyrrt í bili, þar eð hvorugur aðili þorir að ráðast á hinn. Frumvarp þetta er samið af nefnd, sem sjávarútvegsmálaráð- herra skinaði 10. maí 1957. Formað ur hennar var Ólafur Jóhannesson prófessor, en aðrir nefndarmenn Eyjólfur Jónsson, lögfræðingur, Guðmundur J. Guðmundsson, Jón Sigurðsson og Tryggvi Helgason. Tryggingastofnunin sér um af- greiðslu og reikningshald sjóðsins. Sjóðfélagar greiða 4% af launum sínum sem iðgjöld í sjóðinn gn launagreiðandi greiðir 6% af laun um sjóðfélaga. Hver sjóðfélagi, sem hefir greitt iðgjöld í sjóðinn í 10 ár eða lengur og er orðinn 65 ára á rétt á árleg- um ellilífeyri úr sjóðnum og fara þau ellilaun hækkandi eftir því sem starfstíminn er lengri. Það telst starfsár ef sjómaður hefir tek ig laun á togara 9 mánuði alman aksárs. Einnig greiðir sjóðurinn nokk- urn örorkulífeyri og við andlát sjóðfélaga, er greitt hefir iðgjöld í tíu ár eða lnegur greiðist ekkju hans lífeyrir, svo og börnum hans. Hér er um að ræða mikilsvert hagsmunamál fyrir togarasjómenn enda er þess full þörf að tryggja afkomu þeirra sem bezt. St'jórnarandstæðingar halda nokkrum stöðum í borginni og' hef ir herlið stjórnarinnar ekki gert neina tilraun i dag til að hrekja þá á brott. Er bersýnilegt, að aðil- ar bíða átekta. Uppreisnarmönn- um hefir mistekizt að koma stjórn- inni frá, en stjórnin hins vegar ekki tekizt að berja þá niður. Eisenhower sendi vopn. Á fundi með blaðamöniuim í dag sagðist Eisenhower fylgjast mjög náið með atburðunum i Líbanon. Síðar var tilkynnt, að Bandaríkin væru a'ð senda ,.lögregluvopn“ eins og það var orðað, til Líbanon. Var sagt, að urii væri að ræða gasleg- undir og skotfæri. Chamoun íorseti hefir rætt \dð sendiherra vestur- veldanna og suma oftar en einu sinni. Ríkisstjórnin hefir opinber- lega sakað Arahiska sambandslýð- veldið um að standa á bak við upp- reisn þessa og hótað að kæra málið til S. Þ. Útlendingar flýja. Útlendingar úti á landsbyggðinntl streymdu í dag til höfuðborgarinn- ar. Olíufélagið, sem hafði bæki- slöðvar í Tripoliborg, hefir hætt störfum, enda olíuleiðslurnar stór- skemmdar. Bandarískt herskip fór i dag til Tripoli að taka þar banda- ríska borgara. Nokkur bandarísk 'herskip, sem stödd voru í Gibralt- ar og áttu að clveljast þar no'kkra daga. héldu þaðan á brott í skynd- ingi í lcvöld austur á bóginn. Kommúnistar not- færa sér óvinsæld- ir Bandaríkjanna Wasliing'ton, 14. maí. Eisenliower forseti fyrirskipaði í dag, a'ð' her- Iið skyldi sent til Puerto Rico, sem er skamman veg frá Caracas liöfuðborg Venezúela, en Nixon varaforseti og kona hans urðu fyr ir múárás þar í gærdag. Veittist æstur lýður að bifreið' þeirra kastaði grjóti ög braut flestai- rúð ur í bílnum, en þau hjón sluppu þó óineidd. Forsetinn hefir einn ig sent herlið *til bækistöðva á Cubu. Eisenhower kvaðst ekki sjá ástæðu til þess að Nixon hætti af þfessmn sökuiu við fyrirhugaða Evrópuferð sína í haust. Vísitalan 192 stig Kauplagsnefnd hefir reiknað út vísitölu framfærslu'kostnaðar í Reykjavík hinn 1. maí s. 1. og reynd ist hún vera 192 stig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.