Tíminn - 15.05.1958, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.05.1958, Blaðsíða 5
8'ÍMINN, fimmtudaginn 15. maí 1958. 5 TTVAN ÆSKUNNAR MÁLGAGN SAMBANDS UNGRA FRAMSÓKNARMANNA RITSTJCRAR: SIGURÐUR PÉTURSSON OG VQLTER ANTQNSSON Ræða stallara Arnórs Karlssonar, haldin aí Laugarvatni 23. apríl sííastliíinn Góðir tilheyrendur. í dag stöndum við „dimittendar“ á einum af þeim stöðum á ævi- braut okkar, þar sem okkur finnst tilhiýðilegt að staldra við, líta til baka og athuga, hvað áunnizt hefir . síðasta áfangann. Við horfum einnig fram á veg- inn og reynum að gera okkur í hugarlund, hvað muni bíða okkar í fr:untíðinni. Þessi síðasti iáfangi er menntaskóladvöl okkar. Fyrir naerri fjórum árum hófum við nám í fiTsta bekk, þá nærri 30 nem- endur. Síðan hefir mikil breyting orðið í liðinu, og munu samtals hafa dvalizt í bekknum 38 nemendur 'iengri eða skemmri tíma, en nú erum við hér 21 talsins. 17 félagar hafa horfið úr félags- skap okikar, og, hafa legið til þess ýmsar ástæður, sem ekki hefir ver- ið á okkar valdi að harnla á móti. En jafnan fylg'ir því mikill sökn- uður að sjá á bak góðum félagá. Þessi menntaskólaár hafa annars verið tími imikillar gleði og ár nægju, og þegar tíminn hefir lagt gleymskuhjúp yfir fáeina leiðin- lega atburði, stendur eftir minn- ingin um fjóra vetur, gleðiríka daga. Brátt munu minningarnar um ánaegjustundir í hópi félag- anna sigra algerlega minningar um þreylandi iestur á miður skemmti- legum kennslubókum, og jafnvel verða þvingandi setur í kennslu- stundum að víkja úr endurminn- ingunum fyrir nokkrum spaugileg- u m atvikum. 4 ár aS baki Flest okkar liafa stundað hér nám í fjóra vetur, og ef til vill finnst okkur nú, að við höfuin ékki lært eins míkið og við bjugg- umst'. við í upphafi. En hvað sem því liðúr, er ég þess fullviss, að við munum aldrei sjá eftir þeim tíma, sem við eyddum í þessa dvöl hér. Jafnvel það eitt, að hafa kom- izt i náin kynni við hóp af fólki, er ómetanlegur fengur. Á þessum árum höfutn við Jilýt-t á kveðjur þriggja hópa „dimitténda", og ég býst við, að við höfum jafnan litið til' þeirra með dálítilli öfund. En nú er röðin komin að okkur. í morgun kallaði skólahjallan okkur í.tíma í síðasta skipti, og dvol ökkar hér, sem reglulegra neménda, var lokið. Héðan í_ frá er okkur ætlað að ákveða okkar eigin kennslustundir £áð meira eða minna leyti. Þetta er vandasamt hlutverk og viðbrigð- in eru mikil frá handleiðslu menntaskólans. Ef til vill hefir þessi handleiðsla verið helzt til mikiL Olckur skortir reynslu í að bera ábyrgð á okkur sjálfum. Eg hygg, að menntaskólarnir ættu að ' gera meira til að búa nemendur sína undir sjálfsforræði. Þeir ættu að gefa þeim aukið frelsi 'til að velja á milli náms- greina og ákveða sjálfir, bversu ' njikla rækt þeir leggja við hverja þeirra. Einnig . fyndist. mér, að . ír.eira tillit mætti taka til vilja þeirra x ýmsum atriðum, sem lúta að stjórn skólans, og ætfu þeir að i minnsta kosti að hafa þar fuil-l komiim tiliögurétt. Þetta myndii leiða til þess, að nemendur litu| nieð meira raunsæi á skólastjórn-, • armál og tækju þá að líta á stjórn-1 eudurna sem samverkamenn en: ekki sem yfirboðara. Ekki iná samt taka þessi orð 'mfn svo, að ég sé að vanþakka þá leiðsöign, sem við höfum notið. Ég vildi aðeins óska þess, að þessi skóli. mætti. bera gæfu til að hafa forgöngu um einhverja nýbreyí-ni !' af þessu tagi, sem yrði nemendum . . og þá um leið stofnuninni til gæfu. Ungur skóli Þessi skóli er ung stofnun. að- eins rúmlega 5 ára, en þrátt fyri-r það hefir hann náð furðu iangt á ýmsum sviðum. Márgir 'örðugíeik- ar, sem fvlgja rekstri u'ngfar stofn- unar, hafa verið yfirstignir. En hér má samt ekki láta staðar mrai- ið. Alllaf verður að breyta og bæta við nýju, sem að gagni 'má verða. Á sviði verkiegra fram- kvæmda við skóiann, hefir ekki áunnizt mikið hin síðari ár og mildu minna en vonir stóðu- til, er við komum hingað. Ég býst við, að flest okkar hafi þá gert sér vonir um að geta hin síðari ár okkar hér stundað nám í fullkomnum húsakynnum, og að skólinn yrði þá orðinn sjálfum sér nógur um flesta hluti. Það var líka töluverð ástæða til að vera bjart- sýnn. Þá var skólameistari ný- íluttur í nýtt hús, og þá um sumai-- ið hafði verið steyptur grunniu: undir vesturálmu skólahússins. En því.miður hafa þessar vonir brugð'- izt. Enn búum við í ófuUgerðu húsi. Enn verðum við að vera kostgang- arar Héraðsskólans, og enn búa nemendur fyrsta bekkjar í gömlu timburhúsi frá Héraðsskólanum. Við þessa uppbyggingu er nfikið verk óunnið, og er það ekki sizt verkefni fyrir okkur, sem lxöfum hlotið hér meiintun okkar. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við þennan skóla, og við getum á eng- an hátt betur endurgoldið hana en með því að beita áhrifum olckar til þess, að skólanum verði sýndur sá sónii, sem vert er. Veröur þess vonandi ekki langt að híða, að stofnuð verði samtök Laugarvatnsstúdenta, sem . gætu li-aft mikil áhrif á þetta mál. Eigi það fyrir okkur ,,dimitténdum“ að liggja, að verða stíidentar héðan, leyfi ég mér að vona, að við lát- um ekki okkar eftir liggja. En það eru ekki aðeins nemend- ur þessa skóla og forráðamenn, sem eiga að vinna að þessu, heldur állir sannir íslendingar, sem vi-lj-a vinna að þróun íslenzkrar .menn- ing-a-r. Skólameistari og dimittendar. Einn þeirra vantar á myndina. Frá Menntaskólanum að Laugarvatm Fréttabréf ti! Vettvangsins frá Svavari Sigmundssyni, ármanni Manngildi, þehking og atorka Verði vel að þess-um s-kóla búið, tel ég hann hafa flestum öðrurn skólum fremur aðstöðu til að leggja þar drjúgan skerf af mörk- um. Iíonum hefir verið valinn staður í faðmi íslenzkrar náttúru, þar sem tignarleg fjöll ber við himin í allar áttir. Ilann hefir hlotið einkunnarorð þrjú einhver fegurstu orð íslenzkrar tungu: Manngildi, þekking og a-torka. Hann hlaut -einnig í v-öggugjöf hvítbláan fána, sem minnir okkur á hina mestu sigra í íslenzkri. frelsisbaráttu. Þetta eru þeir horn-. steinar, sem skóli þessi stendur á. „Traustir skulu hórnstéinar hárra sala“, segir Jónas í sínu al- kunna kvæði, Alþing hið nýja, og hér þarf ekki að óttast, að þeir svíki, hversu hár, sem salurinn verður. Þetta er áreiðanlega ör- uggur grunnur fyrir stofnun, sem | æt-lað er það göíuga hlutverk að vernda og ávaxta íslenzka menn- ing-u xim ókomnar aldir. Áður en ég lýk þessum orðuin mínum, xúl ég fyrir hönd okka-r „climittenda“ þak-ka ykkur, kæru skólasystkin, fyrir samveruna. i Miðvikud. 23. apríl sl., gengu nemendur fjórða bekkjar Mennta- skólans að Laugarvatni til kennslu, búnir sínu bézta skarti. Tilefnið var þó ekki það eitt að kveðja vetur, heldur að, segja skilið við ' kennslus-tundir í menntaskóla að fullu og öllu. Upp frá þessum degi jnyndi skólabjalla aldrei kveðja þá til setu í tímum, og bekkjaj-bækur yrðu ekki fram.ar litnar hýru auga. Fjórðubekkingar Voru sem sagt -að „dimittera“ síðasta vetrardag, og það var í tiief.ni af þyí, að: þeir 'gengu venj-u fremur prúðbúnir til kennslustofu með bros á vör. Kennarar sáu aumur á verðandi „dimittendum“ og hlífðu þeim að inestu - við yfirheyrslum. Síðustu kénnslustundirnar liðu við yfirlits- gerð yfir námsefni til prófs, og að síðustu gátu lærifeðurnir ekki stillt s'ig um að þakka fyrir jnjög ánægjulegt samstarf og frábæra á- stundun og þar frám eftir götun- um. Er alilangt var liðið á morg- un, heyrist stallari hringja tvær hringiiigar, en það bendir ótvírætt til þess, að eitthvað mikið sé í að- ' sigi. Það er venja í Menntaskólanum að Laugarvaíni að hringja á þann hátt, er skólameistari skýtur á húsþingi. Safnást þá nemendur í sam- komusal skólans og Iilý.ða ýmsu því, er hann hefir fram að færa. Skólameistari, dr. Sveinn Þórð- arson, mæiiti, að htUþing þetta væri haldið í tilefni af því, að nemenditr fjórða beklcjar hefðu lokið staiTi sínu í skólanum sem íæglulegir nemendur. Hann sagðist búast við, að tómleikakennd gripi um sig í hugum „dimittenda", er þeir væru nú ekki lengur bundnir Við eigurn öll minningar um ógleymanlegar samverustundir, og þið eigið ykkar þátt í því að varpa ljóma yfir dvöl okkar hér. Ég vil einnig nota þetta tæki- færi til að endurtaka þakkir okk- ar til ykkar, góðir kennarar, fyrir allt það starf, sem þið hafið unnið í okkar þágu og óska ykkur gæfu og gengis í starfi ykkar á komandi árum. Arnór Karlsson. af tímasókn og hefðu ekki eins föst verkefni með höndum. En hann ixjinnli á, að framtíðin biði ífieð próf og síðan fjölmarga mögu- leika. Skólameistari lét að lokum svo um mælt, að kennsla félli niður er eftir væri dags. — Hvítbláinn á Iofti ' Um kl. 2.30 fylktu „dimittend- ur" liði fyrir utan menntaskólann og héldu til bús-laðar skólameist- ara með íslenzka fánann og fána skólans, Ilvítbláinn, í brokki íylk- i'ngar. Stallari, Arnór, Karlsson, ávarp- aði skólameistara og þakkaði hon- úm -fyrir hönd félaga sinna á- nægjulegt samstarf og lifandi kennslu. Færði hann honum að gjöf „Skuggsjá“, bók, er „dimitt- endur“ gáfu út og er hin fyrsta sinnar tegunáar í skólanum. Skóla- meistari þakkaði gjöfina og heim- sóknina, en „dimittendar“ hófu npp raust sína og sungu skóla- s'önginn. Að lokum var skólameist- ára hrópað ferfalt húrra. Var síð án haldið ti-1 annarra kennara skól- ans og þeir kvddir á líkan hátt. Að göngunni lokinni dundi ferfait húrrahróp fyrir Menntaskólanum að Laugarvatni. Um kvöl-dið kl. 9 hófst síðan ,,dimission“ í samkomusal skólans, en það er eins konar kvaðjuathöfn, er neðribekkingar halda „dimitt- endum“. Nemendur þriðj-a bekkjar,- arf- taikar þeirra, annast undirbúning hennar. Athafnin hófst með því, að Þór Hagalín setti sarnkoinuna, og stjórnaði h-ann henni. Skólameist- ari tók síðan til mál. Hann gat þess foryshihlutverks, sem „dim- 'ittendar'' hefðu haft á hendi síð- astliðinn vetur, og taldi, að þeir hefðu með sóma rækt það starf, er þeim hvíldi á herðum. Stúdentar atvínnunáms- menn f Hann vék síðan nokkrum orðu-m aö slúdentum og stöðu þeirra í þjóðfélaginu. Hann sagði, að eng- in ástæða væri til að sýna þeim þá virðingu, er sumir teldu þeiai. tilhlýðilega. Stúdentar væru þjeir menn, er hel'ðu gert nám að at- vinnu sinni, og þeir væru lífct seít- ir og aðrir þegnar þjóðfélagsins að því leyti. Skólameistari leysti síðan enA* ættismenn úr hópi „dimitter.cía.'* frá störfum og selti nýja í em&- ætti í þeirra stað. I-íann lauk siS- an m-áli sínu ineð því að entte1- taka þakkir sínar til „dimittenda*' fyrir ánægjulegt samstarf. I Næstur tók til máls fráfarandi stallari, Arnór Karlsson, og •er ræða hans birt hér í Vettvangn„-m : Alfreð Árnason núverandi staff- ari flutti síðan ræou. Hann hóf mál sitt með því að þakka hað traust, er honum hefði verið sýa* með útnefningu í embætti siaiB- ara. Hann ræddi síðan um gítcÐ menntunar og skyldur hinna xaagn menntamanna við þjóðina. í „Það er okkar hlutverk", ssgðl Alfreð, „að sjá til þess, að hin rétta þróun lialdi áfram, þvi áð kyrrstaða er verri en afturför. FPú er það ósk mín að þið, sem í dag hafið lokið námsdvöl ykkar hér í þessum skóla, megið bera gæía ÖJ þess að ganga í fararbroddi þernr- ar kynslóðar, sem næst tekur við forystu hins unga lýðVeldis, og bera merkið hærra en nokkru s.'nm fyrr.“ Að síðustu bar hann f-ram þakkir til „dimittenda“ fyrir sam- veruna fyrir iiönd skólasystkina sinna. Skólakórinn. söng síðan nok'tíur lög undir stjórn Þórðar Krist'jeifs- sonar. Næsta atriði dagskrárinnar ’.ar „dimittendáþáttur' en það er ætið faslur liður á „dimission“Var hann að þessu sinni skopleg lýsing á Ragnarökum, þar sem böröust kennarar og „dimittendar“ i ‘,'iki jötna og goða. Dagskránni lauk með kapp ; ik l mælskusnilld milli þriggja kejm- ara og jafnmargra ..dimetten ia". Sigruðu hinir síðarnefndu meo >f- irburoum. Er dagskráratriðum var ið, hófst dansleikur. Var síðan dar.sað af miklu fjöri, en hinn fyrsti .-' m- ardagur beið með nýjar voni: g fögur fyrirheit. svs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.