Tíminn - 15.05.1958, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.05.1958, Blaðsíða 7
í í AII N N, finuntudaginn 15. maí 1958. 7 Þegar Björn Egilsson hafði kvatt nafna sinn fór hann að sinna ýmsum erindum í kaup- staðnum. Hitti hann prófast- inn, séra Helga Konráðsson, sem harmaði það. að hafa ekki farið með í leitina. Bað hann Björn að skrifa um ferðalagið, en Björn tók því dauflega, enda rifjaðist þá upp fyrir honum það, sem einn vinur hans hafði sagt við hann undir víni, að ,,ég væri svo fjári montinn, þegar ég skrifaði. Ég skrifaði alltaf um sjálfan mig og það væri þó skárra fyrir liéraðið, að ég skrifaði ekki í dagblöð, heldur í tíma- rit, sem sæjust ekki á hverj- um bæ“. Áður en þeir Leifur fóru úr kaupstaðnum, heim- sóttu þeir Svein föður Sigur- jóns í Bakkakoti. Hann dvaldi í sjúkrahúsi, hálfníræður að aldri og þáði Björn koníak hjá honum Bjöim segir: ,,Sveinn er langminnugur og lífsreyadur og fór nú að gefa Leifi ráð þegar hann sækti hrossin. Það mætti til að koma þeim lifandi til byggða, ef nokfeur leið væri, sagði hann. Þú sfcalt fara með grænt út- hey og ge'fa þeim ekki nema munntuggu fyrst. Og farðu með ull til að vefja um fót og hrossasóttanneðal. Og svo er nú ekki víst að þau geti gengið alla leið, bætti hann við. Það væri bezt að fara með skíða- sleða.“ Að því búnu kvöddu þeir Svein og héldu heim. Heldur svo frásögn Björns á- fram. Nú var eftir að vita, li\rort ég yrði 'heðinn að sækja hrossin. Ég litokfcað'i til ef svo færi, því mér þykir rænt um Hofsafrétt bæði sumar ag vctur. Og það slóð ekki á því. Það var ekki langt liðið á mæsta morgun, þegar Ólafur fjall- skilastjóri í Litluhlíð', hringdi og bað rnig að fara og það mega Vestdælingar eiga, að þeir hafa trú á mér til fjallaferða, iafnvel iim eftii fram, þó ég sé rentuþræll. Ég vicrð svo frá mér numinn af þessu, að ég gleymdi að gefa kálf- imum. Brynjaður gegn slysum Seint um IkvöMið lét ég aka með. anig iSrajn að LitluMdð og skömmu BÍðar kom Leifur í Bakkakoti, en han-n átti að fara með mér. Ég flýtti mér ekki í rúmið, en hélt uppi samræðum við fólkið, því ég var iHEdirlagður af ferðahug. Ég kveið eKki fyrir neinu 1 samhandi við þessa ferð, ég var svo þaul- æfður að fara með jörðinni. Það gat að vrsu farið af gamanið, ef það g'angi í stórhríðar, en veður var mi stillt og eftir veðurskeyt- iim að dærna mátti ætla að hann gengi tii sunnanáttar. Næsta morgun fórum við á fæt- ur kiufckan 6 og var þá matur og kaffi á borffum. Veður var bjart aneð suðaustan golu og allmikið frost. Það var þorraþræll. Ólafur spurði mig, hvort ég vildi fara með tngðik, en ég vildi það ekki. Hún uiutKli sprengja glerið. Þá spurði liann, hvort ég vildi koníak. Já, var ég á móti því, að hafa meðöl, og kom hann með háh'iWsku. Ég hafði dálítið apótek í dóti hjá kompásnum. Það var hetiipiást'ur, gasbindi og kogari, en reisn sveit.amanna er ekki svo mi'kil, að þeim sé trúað fyrir, að hafa ómengaðan spíritus til lækn- inga. Eftir að hafa tekið við koní- akinu þóttist ég brynjaður gegn slysum o.g meiriháttar veikindum. Grár stólpagripur ÓLafur bað mig að lóga ekki iirossunum, ef miögulegt væri að koma þeim ofan. Síða'ii fór hann Kofinn í Orravatnsrústum „snjóflygsur héngu niður úr rjáfrinu“ Á jörðu: Tveimur hrossum bjargað Snjór borðaður með frosnum mat innan hélaðra veggja Rústakofans Um morgunion stóð hesturinn í taumn- um hríðskjálíandi undir kofaveggnum með Leifi að leggja á hestinn, sem var frá Bakkakoti. Ég kom út, þegar þeir voru að lcggja reiðing á, sagði ekki nei-tt, en var óá- nægður, ég vildi láta fara að ráð- um Sveins og hafa skíðasleða. Það tók ekki langan tíma að búa upp á hestinn. Þar var farangur okkar allmikill og tveir stórir pokar af heyi, líklega 70 pund. Hesturinn var stólpagripur, grár að lit, og ekki mösulbeina. Ég spurði Leif, hvort hann hefði staf. Hann hafði engan staf og ég hafði gleymt að hafa með mér stafprik, sem til var 'heima. Ég gat fengið lánaðan staf, en það var járnstafur svo þungur, að ég vildi hann ekki. Stafleysið var slæmt, en þó ekki dæmalaust. Að sögn Benedikts frá Hofteigi ganga Jökuldælir aldrei við staf. Þeir bera stafinn hið innra með sér. En við vorum samt eitóki tómhentir. Ég greip skófiu við hesthúsið, fyrirta'ksverkfæri úr .kaupfélaginu og Leifur hélt á riffli. Hlóðir Steins Ormssonar K'lúkkan var hálfsjö þegar við lögðum af stað fram dalinn. Færi var gott á hjarni og sveUi og námum við ekki slaðar fyrr en við komuni að Þorljótsstöðum. Þá var klukkan farin að ganga tíu og við því búnir að vera h'átt á þriðja tima. Þorljótsstaðii- voru lengi fremsti bær í Vesturdal, en hafa nú verið í eyði síðan 1946. Hús eru þar enn uppi standandi: gömul baðstofa og tveir kofar á- fastir við. Auk þess er lítið hlóða- eldhús ævafomt, sem mér hefir verið sagt að væri frá tíð Steins Ormssonar bónda þar og mér finnst þesis virði, að það yrði ekki látið falla fyrir tím-ans tönn. Þor- Ijótsstaðir voru 12 ár í eyði eftir móðuharðindin, en árið 1797 flutti þangað Steinn Ormsson frá Krókár gerði og bjó þar tæp 40 ár. Sel Finnboga Við stönzuðum þarna rúman tírna, tókiun ofan af hestinum og gáfuin honum, en fórum svo inn i baðstofu til þess að fá okkur bitn. Inni í baðstofunni var ýmislegt, isem kalla mátti þægindi á eyði- býli. Þar var prímus og olíudunk- ur, kaffi og sykur, pot.tar og könn- ur. Auk þ.ess var rúmstæði méð dýnu, sem var nógu stórt fyrir hjón með tvö börn. Þá var hvílu- poki og mikil sæng hékk yfir bit- ann. Svo stóð á húítoúnaði þess- um, að Finnbogi bóndi á Þor- steinsstöðum á jörðina og hefir þar í seli vor og haust. Eg áminnti drenginn, að éta ekki mikið, því 'hér eftir væri ekki vatn að fá alla leiðina og mér hefði verið sagt, að það væri næstum því hanvænt fyrir gangandi mann, að éta snjó við þorsta. Hins vegar tók ég það fram að mín reynsla benti ekki til, að það væri sak- næmt. Andvarinn undarlega napur Við lögðum af stað aftur kl. 10 og ég gerði þá áætlun, að við yrðum komnir fram að Rústakofa klukkan 4. Leiðin lá nú upp fjallið fyrir ofan bæinn, sem.er allbratt. Það var hjarnað og svellrunnið, en þó vandræðalaust að komast með því að þræða. Og hesturinn beitti tásköflunum. Þegar við kom- um upp á fjallið tókum við stefnu til suðausturs, ekki langt frá brún- um dalsins lengi vel. Færi var all- gott fram að Stafnsvötnum. Þang- að komum við á liádgei, gáfum hestinum og stönzuðum hálftíma. Við 'Vorum ekki farnir að finna til þorsta og átum hálfa flatkcku hvor, en brauð var nú tekið að frjósa. Þegar framar dró þyngd- iist færið. Það sá ekld á dökkan díl, nema þar sem stórir steinar stóðu upp úr snjónum á hæstu hæðum. Dálítið lag af nýjum snjó var ofan á, en þéttara undir. Við óðum snjóinn í ökla og mjóalegg, en óvíða dýpra. Færi var verra fyrif hestinn. Það var sunnan and- vari undarlega napur, því glaða- sólskin var allan daginn og varla ský á lofti. Smátt og emátt þok- aðist leiðangurinn áfram, þó að færi væri þreytandi. Fyrir norð- vestan Reiðarfell lá leiðin yfir hæðir no'kkrar, þar sem er hin fegursta útsýn og nú fékk ég enn einu sinni að sjá þann „heiðjckla- hring“, sem ég hafði haft fyrir augum í fjögur sumur. í suðvestri voru Ásbjarnarfell og Sáta. Nú höfðu þau tekið reisn sína frá því ég sá þau úr loftinu. Húsmarmleg stígvél Svo var Hofsjökull með útverði sína, Illviðrishnjúka. í suðaustri reis Tungnafellsjökull, og að baki honum brúður hans, Bárðarbunga, sem bar ijósleita -slæðu líklega fj-rir feimni sakir. Á milli jökl- anna bar tvo keilumyndaða hnjúka yfir Sprengisand í bláma fjarlægð- ar. Það voru Hágöngur, Oft hafði óg horft á þessa hnjúka angurvær og séð þá í töfraljóma, því aldrei mundi mér auðnast að stíga fæti í grennd við þá. Eg hafði hugann við himinblámann og talaði lítið. Leifur snurði um lambatengur úti í sveitinni. Présturinn átti það ó- mannúðlega tæki. Eg spurði, hvort hann ætti sauði. Já, liann átti fjóra og ætla'ði að bæta við þrem- ur í ár. Við stönzuðum dálítið við og við og oftar, sem lengur leið. Eg var farinn að finna til þreytu og fleygði mér flötum í snjóinn eða hallaði mór upp að steini. Leifur notaði þá tækifærið, tók af sór gúmmískóna og hreinsaði xir þeim snjóinn. Hann var að verða blautur. Eg spurði, hvað hann hefði af sotókum. Ilann sagð- ist hafa tvenna með sér og vera í tvenmun. Það þótti mér of lítið. Eg stóð betur að vígi. Eg hafði tvenna sokka með mér og var í einum og gat því skipt tvisvar. En ég var ekki á skóm. Eg var á gúmmístígvélum, sem voru hús- mannleg, því hvolpurinn heima hafði étið drjúgar sneiðar ofan af þeim. Að vísu keypti ég ný stíg- vél, þegar ég flaug, en þorði ekki að treysta þeim, því þau voru ekki þiálfuð á fætinum. En snjói;- inn Eat verði svo djúpur, að hann færi ofan í stígvélin, en ég var við því búinn og hafði með mér buxur, til að girða utan yfir, ef svo færi. Eg er alllaf í einum sokkum. Eg er ekki fótkaldur og svo fæ ég sjaldan nógu stór stíg- vél, sem stafar af því, að ég hef ekki bein viðskipti við Mansjúríu, en þar eru sagðir fótstærstu menn heimsins. ^ Hrossin sjásf j Það hallaði lítið eitt suður af hæðunum og við komum að varð- girðingunni við Runukvísl á svo- nefndum Efri-Bökkum. Girðingin liggur eftir sléttum sandi sunnan við kvíslina. Þar var einn og sums staðar tveir strengir upp úr af sexþættri girðingu, sem er meters há. Fanndýpi mundi því vera 60 til 80 sentimetrar á sléttlendi. Frá þessum stað er ekki langt fram að kofanum og' fórum við beinustu leið yfir allháa niela. Þegar við komum á melana, sem hæst bar, sáum við kofann og hrossin sunn- arlega í Orravatnsrústum, skammt norðan við Orrahaug. Þau sýndust vera þar á heit. Orravatnshaugur er strýtumyndaður hóll og eru þar vatna:kil. Úr Orravatnsrústum norðan við hann, dregur vatn til Runukvíslar og Vestari-Jökulsár, en sunnan við hólinn eru upptök að kvísl, sem rennur suður um Vestri-Polla og suður í Jökulsá austari. Dálítil læg'ð er norðan við kofann og þar sáum við nýjar slóðir eftir hrossin og hrossataðs- hrúgur. Þetta voru grannir köggl- ar úr mjóum görnum, en það þótti. mér undarlegt að kögglarnir vorii með grænleitum blæ. Eg þóttisí: sjá, hvernig á því stæði. Þau höfðu nagað kalkvisti, en það eru dá- litið gildar rætur af víði sem hafa blásið upp og eru dauðar. Á stötóu stað höfðu þau náð í víðistöngl'a, sem höfðu lifandi rætur í jörð. Þessir angar voru grænir í gegn og af því stafaði græni liturinn a taðinu. Vestan undir kofanum var mikið traðk. Þar höfðu þau staðið tímum saman, enda austanáti'. verið ríkjandi. Kal á fæti Eg leit á klukkuna þegar við komum að kofanum og var hún 20 mín. gengin í fimm. Við höfð- um orðið að fá lánaðar 20 mínút- ur. Sól var á lofti, en skammt til sólarlags. Kofinn snýr frá austi'i tii vesturs með dyrum mót suðri. við austurstafn. Við tókum ofan ai ihestinum við dyrnar og þegar ég' leit j'fir farangurinn, sá ég að það var ekki allt með. Eg hafði gripið nýjan og girnilegan kaðal í baff- stofunni á Þorljótsstöðum, því ég er ekki uppnæmur fyrir smáþjófh affi. Eg spurði Leif, hvað ég hefði gert við kaðalinn góða. O, þú Iiefip iíklega skilið hann eftir við Stafns ■ vötn, svaraði hann. „Illur fengur illa forgengur“ sagði ég við' sjálf- an mig. Við ætluðum að ryðjasi: inn í kofann, en hurðin stóð blý- föst, þó að hespan væri tekin aí kengnum. Þá sagði Leifur, að hann, yrði að hafa sakkaskipti og þegar hann var kominn úr, sást það, aö stóratáin á öðrum fætinum var hvít af kali og livítur blettur fremst á þeirri næstu. Eg vissi aö kal átti að þýða í köldu vatni, en, það var ekki til neins að hugsa um það, því vatn var ekki að fá nær en vestur í Miðkvíslum í þriggja kílómetra fjarlægð eða meira. ( Hestinum leizt ekki á tbúðina Eg gat spennt hurðina af hjör- unum með skóflunni, en hún var jafn skorðuð í dyrunum fyrir þvf, og ég var farinn að halda að ég yrði að brjóta hana, en ég ásetti. m’ér að vera þolinmóður og eftir langa mæðu lókst að ná henns heilli út úr dyrunum. Inn frá dyr- unum var kofinn fullur af fönn. svo að segja upp í rafta og snjó- flygsur héngu niður úr rjáfrimt inn eftir kofanum, þar sem snjór- inn var minni. Veggirnir allt i kring og rjáfrið var alsett þykkri. hélu. Þetta var eins konar íshú;.1 eða- íshellir. Eg mokaði nokkru a> snjónum út og svo ælluðum viö að láta hestinn inn. Eg stóð imu í kofanum og hélt í taumjnn, en. Lei'fur rak á eftir. Hesturinn kom með hausinn inn úr dyrunum og þá sá ég að hann mundi reka sig upp undir, ef hann reyndi að ganga inn, en til þess kom ekki. Hann sneri frá. Eg tók þá skófiuna og hjó klakann utan og innan viö þröskuldinn, alveg niður í grjót og hafði þá lækkaff um fjórar tomim- ur. Svo reyndum við hvað eftir annað að koma honum inn, án árangurs. Honum leizt ekki. á íbúðina. Þegar kom að dyrunum reisti hann sig og lagði hausinn, upp á þakið, og eí það var bank- að á lendina, þá prjónaði hann Bftir nokkurt þóf hættum viö þessu. Hann varð að standa úii yfir nóttina, hvað sem af því leiddi og þótti okikur það siæmt Hesturinn var ekki mikið, sveitt- ur, en eitthvað þó, því hann hafði niæðzt á leiðinni. Það var lá-ngur taumur við beizlið og Leifur bati: endann á taumnum um hálsinn á hestiniun, síðan tók hann reipis- enda og batt í höfuðleðrið á beizi- inu, en hafði hagldirnar fyrir inn- an hurðina. Hesturinn gat þá ekki lösnað, nema slíta bandið og þaö var svo langt að harin gat hreyl . sig nokkuð. Svo var honum gefio undir veggnum og breidd á haim tvö gæruskinn og margir pokai Snjór með frosnum mat Þegar þetta var afstaðið, fórum við inn í kofann. í vesturenda han • er upphækkaður bálkur. Þar lét- um við heyið úr öðrum pokanun,. og bjuggum okkur bæli. Svo vild- um við hita kaffi og ekki var (Framh. á 8. síðuj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.