Tíminn - 25.06.1958, Blaðsíða 7
T í M I N N, miðvikudaginn 25. júní 1958.
7
Vistheimilið í Breiðuvík hefir starfað í sex
ár - þar hafa dvalið samtals um 40 drengir
Hinrik Bjarnason skólastjóri segir í þessu viðtali frá starfinu í
þessari mikilvægu stofnun og þeim aðstæðum, sem hún býr við.
Fyrir nokkrmn dögum hitti j
blaSamaður frá Tímanum Hinrik :
Bjarnason að máli, en liann hefir '
verið skólastjóri í Breiðuvík '
vestra s.I. tvo vetur. Hinrik er ;
ungur og áhugasamur maður um •,
starf sitt og barst því talið brátt ,
að þeim efnum. Varð úr, að hann ;
segði lesendum blaðsins nokkuð ■
frá Breiðuvíkurheimilinu og því 1
starfi, sem þar er unnið til hjálp 'j
ar afvegaleiddum drengjum. Af '
því er fram keinur í viðtalinu,
virðist sem starfið sé unnið við
nokkuð örðugar aðstæður, þótt
blaðið annars leggi engan dóm
á þá gagnrýni, seni þar kemur
fram.
— Hvenær tók lieimilið til
slarfa?
— Fyrstu drengirnir komu vorið
1952, votni í Breiðuvík um sumar-
ið, e-n var síðan ráðstafað á bæi
í hreppnum til vetrardvalar.
Næsta haust ,:má.,.sv.a.J.eljar .að.-hin
raunverulaga starfsemi hefjist.
— 'Er þetta visthfcimili eða
uppeldisheimili?
Samkvæmt því rekstrarfyrir-
komulagi, sem verið hefir, verður
að sko'ða það frekast sem vist-
heimili.
Hinrik Bjarnason skólastjóri
samastaður meirihluta starfsfólks
og skylduliðs þess. Síðastliðinn vet
ur bjuggu þar t.d. 12 manns, en
íbúðin er allt að því óíbúðarhæf
-sökum -r-aka.---- ---
í byggingu er svo norðurálma,
sem verða á aðalbygging stofnun-
arinnar. Hún á að rísa í tveim
eða þrem áföngum, og verða 2
hæðir og kjallari. Sá áfangi, sem
nú er unnið að, hefir að geyma
manns, bústjóri, ráðskona, fjórar
starfsstúlkur og tveir kennarar.
Auk þess unnu að staðaldri við
byggingarframkvæmdir 3-4 menn.
Börn starfsmanna voru fimm.
— Hve margir drengir geta dval-
izt í einu á heimilinu?
— Það er ætlað fyrir 15 drsngi.
— Hafa svo margir drengir ver-
ið þar að staðaldri?
— Oftast nær hafa verið þar
eins margir og rúm hefir verið
fyrir. Talan er nokkuð breytileg,
en undanfarin tvö ár hafa verið að
jafnaði um 13—14 drengir og nú
eru þar 13. j
— Hve ungir mega drengirnir
vera tif að fá upptöku?
— Yngst höfum við fengið 9 ára
gamla drengi, en heimilið er ætlað
fyrir drengi fram að 16 ára aldri.
Flestir eru þó á aldrinum 10—12
ára, og ætla má að það sé sá aldur,
sem heppilegast er að fá þá til
dvalar á heimlið.
— Hve margir drengir hafa ver-
ið samtals á heimilinu?
— Rösklega 40.
— Hve lengi dveljast þeir að
jafnaði á heimilinu?
— Meðaldvalartími er um IV2
ár. j
— Hvernig er byggingum og
aðbúð háttað í Breiðuvík?
Upphaflega var fyrir á staðnum
gamalt, tvílyft steinhús. Á því
yoru fra.mkX'æimdar .gagngerðar
breytingar, og þar eru nú á mið-
hæð ívei-uherbergi drengjanna, 4
að töiu, b. u. b. 9 ferm. hvert. í
hverju herbergi verða því að vera
3—4 íbúar, og rúmast þá lítið ann-
að þar rnni en kojur þeirra, enda
engar hirzlur þar eða skápar. Við
sama gang á miðhæðinni eru tvö
herbergi verkamanna, sem unnið
hafa við byggingaframkvæmdir og
búrekstur á staðnum. Á efri hæð
er skóiastofa fyrir 10 nemendur,
og við hlið hennar íbúð starfs-
stúlkna. í kjallara, sem er óupp-
hitaður, er þvottahús, tvær geymsl-
ur og gangur, sem einnig er snyrti-
herbergi drengjanna, með 2 hand
laugum og hlífðarfatageymslu. Á
ganginum voru byggðir tveir klef-
ar. Annar er salerni, hinn bað.
Hvort tveggja er tíðum 1 ólagi.
Nú, út frá þessu gamla húsi,
hafa síðan risið áfastar nýbygg-
ingar, og má segja, að fyrirkomu
iag ákvarðist af því. Fyrst var
byggð lág bygging í suður. Þar er
borðstofa, sem einnig er setustofa
alls heimilisfólks, vinnustofa
stúlkna til viðhalds, viðgerða og
frágangs á öllum fatnaði, kvik-
myndasalur o.fl. Hlutverk þessar-
arar einu samverustofu er því
býsna •margþætt og not hennar iil
hvers eins harla ófullnægjandi. í
áframhaldi af henni er eldhús og
5 herberga ibúð u.þ.b. 80 ferm.,
sem upphaflega mun hafa verið
ætluð bústjóra, en hefur verið
Vistheimilið í BreiSuvík.
■m
skólastofur, dagstofu, íbúðir
drengja og annað í því sambandi.
Samanlagður gólfflötur er um 390
fermetrar.
— Hversu langt er þessi bygging'
komin?
— Hún hefir verig í smíðum s.l.
þrjú ár, og er nú tilbúin undir
múrverk. Ekki eru þó lífcur til
þess, að hún verði tekin í notkun
á þessu ári.
— En livið um útihúsabygg-
ingar?
— Nýlokið er smíði 20 kúta
ijóss og búið að tafca það í notkun.
Verið er að ganga frá hlöðu áfastri
við fjós þetta. Fjárhús eru görnul.
— Bústofn?
— 6—7 mjólkandi k>T, eitthvað
•af geldneytum og um 150 fjár, og
tveir hestar og hænsni.
— Hve margt starfsfó.lk var á
heimilinu í vetur?
— Hið fasta starfslið voru 8
— Frá livaða aðilum berast um-
sóknir um vist á heimilinu?
— Langflestir frá barnavernd-
arnefnd Reykjavíkur, en einnig frá
öðruni bæjum.
— Hvaða upplýsingnr og skilríki
eiga að fylgja drengjunum?
— Ja, það atriði mun vera mjög
óljóst, því fram að þessu hefir
engin reglugerð verið til um heim-
ilið. í framkvæmd hefir það verið
svo, að sumum þeim börnum, sem
komið hafa, hefir fylgt ofurlítil
greinargerð, þ. e. a. s. um aðstæð-
ur þeirra, og þá erfiðleika, sem
þau hafa átt við að etja. Um önnur
hafa hins vegar engar upplýsingar
legið fyrir við komu þeirra. Það
hefir að sjálfsögðu valdið miklum
vandræðum, þar eð þá verður að
þreifa sig áfram um erfiðleika
barnsins án nokkurra áhyggilegra
vísbendinga. — Almennt læknis-
vottorð koma flestir með, en þar
eð mjög erfitt er að hafa náið
samband við lækni í Breiðuvík,
verður að teljast nauðsynlegt að
„Eitt bros .
dvalardrengur hafi einnig gengizt
undir skoðun hjá augnlækni og
raunar fleiri sérfræðingum eftir
ástæðum. Á þessu hefir verið mik-
ill mikill misbrestur.
— Það er þá ekki um það að
ræða, að ítarleg skýrsla frá sál-
fræðingi eða geðlækni hafi
fylgt með hverju einstöku barni?
— Ekki einu einasta.
— Hvað uni kennslu drengj-
anna? ..........................
— Kennarar eru tveir, annar
kennir bókleg fræði aðallega, og
hinn handavinnu. Kennsla hefir
farið fram í tveim deildum og stað-
ið yfir frá 9 f. h., til 3,30 e. h.
— Á hvaða aldri voru börnin í
vetur?
— Frá 9 ára til 14 ára.
— Eru þessi börn yfirleitt á eft-
ir sínum aldri í kunnáttu, er þau
koma?
— Já. Þeir erfiðleikar, sem barn
ið hefir átt við að stríða, hafa
hvað gleggst komið fram í skóla í
fjarvistum og lélegum aðlögunar-
hæfileikum, sem bitnað hafa á
námsárangri. Yfirleitt má því
segja, að þeir drengir, sem til
Breiðuvíkur hafa komið, hafi verið
eitt til tvö ár á eftir í námi.
— En ekki um liæfileikaskort
yfirleitt að ræða?
— Nei, síður en svo. Margir
drengjanna hafa tekið ágætum
framförum í námi, að vísu með*
kennsluaðferðum, sem erfitt væri
að beita í almennum skóla, þar
sem bekkir eru miklu fjölmennari.
Það má ætla að þau afbrot eða
hegðunarvandkvæði, sem komið
hafa í ljós hjá þessum drengjum,
stafi m. a. einmitt af því, að ,þeir
gera sér ljósa vankantana á því
umhverfi, sem þeir búa við, og
eru í upreisn gegn. Þannig er
sennilegt að þessir litlu uppreisn-
armenn séu ekki endilega úr hópi
þeirra, sem lakast eru gefnir. I-Iins
vegar er oft um nokkra stöðnun
hjá þeim að ræða í andlegum
þroska.
— Ilinir sálrænu erfiðleikar
barnsins eru sem sé erfiðastir við
fangs?
— Já, það má skoða þag sem
vísbendingu l.d., að um 30% nem
enda minna í Breiðuvík voru örf-
hentir, og stór hluti þeirra vætir
rúm við komu sína þangað og
lengi á eftir.
(Framhald á 8. síðu»
PffiÉPÍPB ;;;|p W;; p?
I kennslustund.
Gönguferð í Brelðuvik. Breiðurinn í baksýn, Handavinnukennarinn,
Erlingur Magnússon, lengst til vinstri.
Á víðavangi
Sementsverksmiðjan
og hnupl Mbl.
Mbll hefur reyrfi að /öigna
Ólafi Thors byggingu sements-
verksiniðjunnar. í tilefni af því
þykir rétt a® benda á eftirfar-
andi:
1. Hermann Jónasson átti
frumkvæði að því að gerð var
vandlega aíhugun á því á ár-
ununi 1934—37 hvort framleiðsla
sements væri möguleg hér á
landi. Þessi athugun, sem Sig-
urður Jónasson sá um, leiddi
til jákvæðrar niðurstöður. Heims
styrjöldin kom hins vegar í veg
fyrir, að Iiægt yrði aff hefja fram
kvæmdir þá.
2. Rétt hefði verið að taka
semenlsmálig strax upp, er
lieimsstyrj.öldinni lauk. Nýsköp-
unarstjórnin sinnti því máli hins
vegar ekki og má bezt ráða af
því, hvernig áhuga Ólafur Thors
hafði á málinu.
3. Bjarni Ásgeirsson varð í
ársbyrjun 1947 ráðlierra þeirrar
stjórnardeildar, er þetta mál
heyrði undir. Hann beitti sér
fyrir Iagasetnimgu um sements-
verksmiffju, skipaði verksmiðju-
stjórn, ák\'að staðsetningu og
ýmsar undirbúningsframkvæmd
.SŒan hefur v^ri® úrinW ?töð-
úgt að frainkvæmd málsins.
4. í fyrstu var reynt að fá lán
til byggingarinnar lijá Alþjóða-
bankanum, en það fékkst ekki.
Bandaríkjastjórn bauð þá frarn
lán fyrir vélum og igerffi það
mögulegt að hægt var að hefja
byggingu. .
5. Þegar núv. ríkisstjórn kom
til valda, var enn eftir að út-
vega helming þess f j.ár, sem sem
cntsverksmiðjan kostaði. Stjórn-
arandstæðingar væntu þess þá,
að þetta myndi ekki takast. —
Ríkisstjórnin hefur þó eigi að
síður tekizt þetta og vantár þó
mikið á, aff sjórnarandstaðan
hafi reynt að greiða fyrir því
(sbr. greinina í Wall Street
Journal).
Þau atriði, sem hér hafa verið
rakin, sýna bezt, hve fjarstætt
er að eigna Ólafi Thors seni-
en^sverkismjðjunaV Eina. afsötó-
unin fyrir slíku hnupli er sú,
að Ólafi veitir ekki af að vera
eignaff það, sem aðrir liafa gert.
Mútubrígsl Mbl.
Mbl. þykist vera mjög hneyksl
að út af seinasta níöingsverki
kommúnista, þar sem eru morð-
in á Imre Nagy og félögum hans.
Hnéykslun Mbl. er þó ekki meiri
en svo, að það er á ný byrjað
að staglast á þeim róigi komm-
únista, að Bandaríkin veiti ekki
öðrum þjóðum lán, nema sem
mútur. Þanníg skrifar það t. d.
um Iáuin, sem fengusl til sem-
entsverksmiffjunnar, eins oig. að
Bandaríkin hefðu verið að múta
okkur með þeim. Slíkt bergmál
af rógi kommúnista, sæmir illa
blaði, sem þykist eins fjarlægt
þeirn og Mbl. læst vera mi.
Alþýðubandaiagið
og Þjóðviljinn
Þjóðviljinn heldur áfráin að
deila á þingmenn Alþýðubanda-
lagsins, nema Einar Olgeirsson,
fyrir „frávik frá stöffivunarstefn-
unni“ oig færir vandlega á reikn-
ing þeirra sérhverja verðhækk-
un, sem hann fær fréttir af. —
1 Hins vegar þegir hann jafn vendi
lega um það, að af stefnu Sjálf-
stæðisflokksins og Einars Olgeirs
sonar liefðu Ieitt algera stöðvun
litflutningsframleiðslunnar og
almennt atvinnuleysi.
Þessi afstaða Þjóðviljans leyn
ir því ekki hvoru megin hann
stendur í átökunum í Alþýðu-
bandalaginu og Sósíalistaflokkn-
um. Athyglisvert er og, að Þjóð-
viljinn hefur hert þessi skrif aff
miklum mun síðan fregnirnar
bárust frá Ungverjalandi um af-
töku Nagys og þeirra félaga.