Tíminn - 25.06.1958, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.06.1958, Blaðsíða 8
8 T í M I N N, miðvikudaginn 25. júní 1958. Vistheimilið í Breiðuvík Gullbruðkaup: CFramhald af 7. síðu). 'Hjá mörgum er um það alvar- legar geðveilur að ræða, að ekki er á faeri nema sérmenntaðra manna að kynnast nákvæmlega hinum raunverulegu meinum og bæia úr þeim. En einmitt þess vegna væri mjög nauðsynlegt ,að ítarleg greinargerð sálfræðings eða annars kunnáttumanns fylgdi hverjum dreng, ekki sízt meðan enginn slikur sérfræðingur er staxfandi við stofnunina. — Hvaða erfiðleikar eru mest áberandi? — Minnimátt'arkennd. Hjá drengjunum í Breiðuvík sér kenn ari minnimáttarkennd í öllum mögulegum myndum og afbrigð- um. Til þess að uppræta hana dug ir ekki einungis góð kennsla í venjulegum skilningi, heldur þarf samstillt átak alls þess starfsfólks, sem við stofnunina er. Til þess að slíkt mætti verða, þyrfti að ala upp starfsfólkið áður en tekið væiri til við uppeldi drengjanna, og án slíks starfsliðs verður stofn unin aldrei fyrirmyndar uppeldis stofnun. — Er starfsliðið ekki sérmennt að? — Af starfsliði, sem telja mætti að hefði séimenntun, voru aðeins þrír. Vig kennararnir, annar með kennarapróf og hinn með handa- vinnukennarapróf og Mstjórinn, sem hefur handavinnukennarapr. — Hver er yfirmaður stofnun- arinnar? — Bústjórinn, Björn Loftsson. — Hvernig drengir eru þetta svona yfirleitt? — Ágætir strákar, og við fyrstu kynni ekki að neinu leyti sjáan- lega frábrugðnir sínum jafnöldr- um. Þeir taka aga síður en svo verr en búast mætti við, gera yíir leitt fullkomlega greinarmun á réttu og röngu, og þeir snúast ekki lakar við trausti fullorðinna en hverjir aðrir drengir. Við kynningu koma í Ijós þeir sál- ratlau erfiðleikar sem áður er getið og að þeim lagfærðum er áreiðanlegt, að þeir myndu allir reynast hinir ágætustu þjóðfé- lagaþegnar. Já, þetta eru góðir strákar. — Að hverju vinna þeir auk námsins? — Yfir veturinn er úr litlu að moða hvað snertir útivinnu, nema lítilsQiáttar skepnuhirðingu. Þá er slæmt að hafa enga aðstöðu til föndurs og tómstundaiðju. Handa vinnukennslan gengdi að sjálf- sögðu st'óru hlutverki, en handa- vinnukennarinn átti við mikla erf iðleika að etja. Hann kenndi lengst af í óinnréttuðu og ljtt upp&ituðu húsnæði með algert , il Jörgen Björnssön og Arnia Bjarnad. * Gönguferð að vetrarlagi. lágmark efnis og verkfæra. Þrátl fyrir þessar aðstæður náði hann mjög góðum árangri. Þegar vorar eykst útivinnan. Þá taka drengirnir þátf í voryrkju- störfum ,bera á tún og í garða, herfa flög, setja niður kartöflur, smala og s. frv. Síðan vinna þeir áframhaldandi við landbúnað yfir sumarið. — En sækja þeir nokkuð sjó? — Ekki hefur það verið hingað til. En Breiðuvík er gamall út- gerfðarstaður og bústjóri, sá sem nú er, mun hafa fullan hug á sjó sókn. — Er ekki staðurinn mjög ein- angraður? — Jú, vissulega. Að vetrinum til g&ta liðið svo mánuðir, að veg- ir séu ófærir. Um samgöngur á sjó yfir veturinn við Breiðuvík er ekki að ræða. Vegir liggja til Patreksfjarðar og þaðan eru' allir aðdræltir. Betra er því að birgja sig vel upp fyrir veturinn. — En er þá ekki erfitt að ná í lækni? — Jú. Hann er á Patneksfirði og þangað er langtímum saman ófært. Það kemur sér því vel, að strákarnir hafa verið með afbrigð um hraustir. — Hvernig verkar þessi ein- angrun á drengina og heimilis- fólk? _ Því mun ekki að ncita, að áhrif hennar eru ekki að öllu leyti æskileg, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Sérstaklega þar sem hér við bætist', að húið er við mikil þrengsli eiíis og áður segir. Að öðru leyti getur hver og einn gert sér ljóst, að einangr- un stofnunar, sem er heimili fyrir stóran barnahóp, er óæskileg og getur á stundum verið í fyllsta máta viðsjárverð. T.d. virðist aug ljóst, að nánara samstarf við heil brigðisyfirvöldin sé æskilegt. — En hefur einangrunin ekki líka slæm áhrif á öflun liæfs starfsliðs og möguleikana til þess - “ - Snjómokarar í fjárhúsdyrunum. að það staðfestist við heimilið uin lengri tíma? — Einangrunin, ásamt því, að starfsfólk má helzt ekki vera fjöl- skyldufólk, sökum húsnæðisvand- ræða, hefur valdið því, að oft og tíðum hafa verið, miklir örðug leikar á öflun starfsfólks og von- lílið að halda því til langframa. — Hvern árangur í heild sinni telur þú svo af starfi heimilisins? — Ávinningurinn af starfi heimilisins hefur fyrst og fremst verið sá, að breyta um andrúms- loft drengja, sem voru í óheppi- legu umhverfi eða slæmum félags skap. Af um 20—30 drengjum, sem utskrdfast háfa 'frá he’im- ilinu, er mér kunnugt um aðeins einn, sem lent hefur afvega að nýju. Yfirleitt held ég, að dreng- irnir hafi haft g'ott af dvöl sinni í Breiðuvík. En hins vpgar mun vanta toeint skýrsluhald um hversu drengjunum hefur vegnað, eftir að þeir hurfu brott. — Að lokum fáeinar spurning- ar varðandi þig f VÍIfan, Hinrik. Hvaða orsakir lágu til þess að þu valdir þér kennslustarf af þessu tagi? _ — Það var raunar lilviljun. Sumarið 1956 starfaði ég við barnaheimili Rauðakrossins í Laug arási, en þar voru 120 Reykjavík” urbörn um tveggja mánaða skeið. Þetta voru börn úr öllum át'tum, ef svo mætti segja, og ég fc-kk nokkra forvitni á að athuga þau í ljósi þeirra aðstæðna, sem þau voru sproltin úr. Eg hafði samt j a engant h.'ftt hugsað niér að I starí’a að uppfræðslu afbrigði- | legra barna, enda hafði ég þá ekki starfað við kennslu. Er fulltrúi barnaverndarnefndar kom þarna austur um sumarið, ræddum við nokkuð um slík börn og þá bar Breiðuvik a goma. Þá stofnun i“ egvarla heyrt nefnda áður, inr«i*fftlllKVl11 hefUr Þetta samtaI j orð g til þess að ég ákvað að fara vesTur. , ~ °5 hverniS hefur þér svo Iikað starfið? - Mér hefur líkað það á flestan hatt vel Það hefur verið ánægju- S og lærdómsríkt að vinna með þessum drengjum, sem ég hefi kynnzf , Breiðuvík, því að þetta sAaT °g eg hefi $agt’ ágætis — Og þú hefur hug á að halda afram kennslu slíkra barna, ef þess væri kostur? Já, það hef ég raunar, en hms vcgar hefi ég fundið til þess að min almenna kennaramenntun dugir mér ekki til þeirra hluta svo að vel sé og þess vegna hefði eg hug a að afla mér frekari þekk mgar a þessu sviði. — Hefurðu þá ekki sótt um styrk til slik<f náms? — í fyrra sótti ég um styrk til menntamálaráðuneyisins til kynn- isdvalar á stofnun fyrir afbrota- unglinga eins og hún myndi bezt gerast á Norðurlöndum, en heim- ilisnefndin lagðist á móti umsókn inni og þar meg var henni hafn- að. — Hefurðu þá gefið frekari til- raunir í þessa átt upp á bátinn? — Nei, nei, síður en svo, þótt ég hins vegar viti ekki hvernig til tekst í framtíðinni. Fái ég styrk til slíks náms, vil ég I að minnsta kosti ekki, að honum I fylgi neinir átthagafjötrar. Gullbrúðkaup áttu á sunnudag- inn hjónin Jörgen Björnsson og Anna Bjarnadóttir, nú til heimilis að Vitastíg 17 hér í bæ. Jörgen er fæddur á Þverá í Ölf- usi og uppalinn þar. Hann er nú kominn fast að áttræðu. Anna er fædd á Minnabæ í Grímsnesi cg ólst þar upp til 22 ára aldurs, en ■'þá, vorið 1907, hófu þau Jörgen þuskapinn að Þverá. Þaðan flutt- , úst þau að Árbæ í sömu sveit og 'síðan að Hjallakróki, en þar bjuggu þau lengit, 27 ár. Þau brugðu búskap árið 1942 og flutt- ust þá suður í Garð og dvöldust þar hjá syni sínum, Þórði Sigur- steini, bónda í Fagrahvammi, í þrjú ár. Eftir það fluttust þau til Reykjavíkur og dveljast nú í húsi barna sinna þriggja á Vitastíg 17. Fréttamaður leit inn til þeirra hjóna á laugardaginn og spjallaði við þau um liðna daga austan fjalls. Dóttir þeirra leit inn í sömu and.á og fréttamann bar að gerði og spurði glettnislega, hvort nú ætti að fara að yfirheyra þau gömlu. — Það er ekki von að maður sleppi alveg við yfirheyrslu, sagði Jörgen. Nú er orðið alsiða að vera í heyi á sunnudögum, en þá var það ekki gert nema það mætti til. En þá var nú minna um skemmtanir. Ég man eftir einni útiskemmtun í Grímsnesinu í 20 ár. En ré’Jtaferð- in þótti sjálfsögð. Það var vani að Iofa manni að fara í fyrstu rétt, enda var tiihlökkunin mikil. Annars bar fátt tii tíðinda hjá húsmóður í sveit. Það var ■ekki ann að en að elda mat, þvo þvotta og eiga börn. — Og hvað urðu börnin mörg hjá ykkur? — Við áttum sjö. Fjóra syni og þrjár dætur. Synirnir eru Þórður Sigursteinn, sem býr í Garðhnun, Bjarni og Guðmundur, sem búa hér á Vitastig og Ingimar kaup- maður, en hann býr líka hér í Reykjavík. Tvær dætur eigum við á lífi, Rögnu Sigríði, hér á Vita- stígnum og Sigursteinu, einnig bú- setta í Reykjavík. Ein er dáin, það var Guðbjörg. En svo eigum við 1 barnabörn. — Cg nú er gullbrúðkaup á morgun? — Já, þá erum við búin að hanga saman í 50 ár, segja þau Jörgen og Anna hlæjandi. — Ja, ég veit nú ekki hvort við ættum að tala um yfirheyrslu. — O, þú hefðir nú ekki haft mikið upp úr mér, ef það hefði átt að taka mig á eftir. Jörgen hallaði sér út af á legu- bekk og ég fór að spyrja hann um uppvaaxtarárin á Þverá. Eins og svo margir Árnesingar hafði hann sótt sjó frá Þorlákshöfn. — Ég fór í Höfnina árið sem ég var fermdur og stundaði þá vinnu á vetrum til 1913. Ýmist í Höfn- inni eða var á skútum annars 'stað ar. — Ég hefði nú ekki farið á sjó- inn, segir Anna, ég var svo sjó- hrædd. Jörgen var við bústörfin á milli vertíða og stundum fór hann í kaupavinnu. Kring um 1907 var dagkaupið 3 krónur, eða 18 krón- ur á viku, en það var það hæsta, sem um var að ræða á þeim tím- um. — En þá var minna unnið í sveit inni á sunnudögum, segir Anna. — — Hvernig líkaði ykkur að yfir- gefa sveitina? — Mér hefir nú líkað bara vsl hérna við sjóinn, segir Jörgen. — En mér fannst alltaf skemmti legra sveitalífið, segir Anna. Mér finnst ég aldrei eiga heima hér í Reykjavík. — Skreppið þið ekki stundum austur yfir fjall? — Jú, við förum austur á hverju sumri, og það er alveg sama hvar maður kemur á gamlar slóðir, manni er alls staðar íekið opnum örmum. En við áttum alltaf góða nágranna, það var alveg sama hvar við vo.rum. — Og þið ætlið náttúrlega að bregða ykkur í sumar? — Ég veit ekki, segir Jörgen. — Maður er nú farinn að eldast. — Eg er nú líka gömul, segir Anna. — Mér finnst ég vera svo ósköp ung í anda. — Já, þetta er svo sem enginn aldur, en ég er nú að fylla áttunda tuginn. Lárus hreppstjóri (Framhald af 5. siðu). lögum, éddfci einungis sikaittalögum, hcldur öllum lögum þjóðarinnar. Þó situr Alþingi marga mánuöi á hverju ári við það að breyta þeissum 1-c'gum og semj-a ný. Ný lög og stjórnaríyrirmæli á íslandi eru stórar bætour á hverju ein- asta ári. Þelta kemur á prent jafnóðum og er k'allað Stjórnar- tíðindi, A deild. Ég hugsa að Lárus kannist eiitthvað við það, ef 'hann hugear sig iim, því að Stjórn- artíðindin eru send öllum hrepp- stjórum og Lárust segist hafa verið hreppstjóri í meira en 18 ár. Ég er Lárusi hjartanlega sair,- mála að „það hlýtur að vera erf- itt að prófa menn í þeim lögum, sem ekki er buið »ð siemja eða sainþykkja á Alþingi.“ En þrátt fyrir það held ég að sýslumenn mættu ganga úr skugga um að menn kunni og skilji meginalriði skattalaga áður en þeir skipa hreppstjóra. Svo voma óg að Lárus hreppstjóri haldi vinsældum sínum og ánægju. I II. Kr. Baðstofan (Framhald af 6. síðu). lil hljóðið heyrðist. Ég spurði heimafólk mitt, þegar ég kom heim, hvort það hefði nokkuð séð eða heýrt. Kvað það nei við. í sama mund og þetta bar. fyrir mig er Torfi sonur minn og (Steinþór sonur hans staddir á milli Kálfa- tells og Leitis (i bíl). Bregður þá birtu yfir bílinn, sem yfirgnæfír birtuna aí' ljósunum. Vegur er þarna nokkuð varasamur og varð Torfi því að hafa alla gát á stjörn bílsins og gát því ekki gefið því írekar gætur, sem fyrir bar. En Steinþór leit út. Sá hann glóandi eldhnött hvería niður fyrir vest- urfjöllin, í sömu stefnu og ég sá hann. Annars urðu þeir ekki Á sama tíma, eftir klukku, og það gerðist, sem frá heflr verið sagt, var Sigurgeir Jónsson á Fagur- hólsmýri í Öræfum, staddur á bíl milli Svínafells og Sandfells. Bregður þá svo björtu leiftri yfir bxlinn, að það yfirtekur bílljósin, en stóð stutt yfir. Ekkert hjóð heyrði hann sem tæki yfir hljóðið í þílnum."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.