Tíminn - 25.06.1958, Blaðsíða 9
T í IVIÍN N, miðvikudaginn 25. júní 1958.
9
sex
grunaðir
saga eftir
agatha chrisfie
— Það er furðulegt.
—- Því er ekki aó neita —
en Prank segir að þetta sé
orðinn vani nú á dögum.
Poirot virti hana fyrir sér
andartak án þess að mæla
orð af VÖrum. Þá sagði hann
með þunga í rödíiinni.
— Það er suhnudagur á
morgun, er ekkj svo? Ef til
vill mætti' ég hafa þá ánægj u
að borða með ykkur um há-
deeið. Það væri fróðlegf að
ræða þetta raunalega mál við
ykkur bæði.
— Auðvitað, við mundum
hafa mikla ánægju af því að
ræða við .yður.
8.
Frank Carter var ljóshærð-
ur ungur maöur, í meðallagi
hár. Hann virtist ekki allur
þar sem hann var séður.
Hann var óðamála og vafðist
aldrei tunga um tönn. Það
var mjótt milli augnanna-og
'þau voru á einlægu flökti,
þegar eitthvað kom honum á
óvart.
— Ég hafði ekki hugmynd
um að við ættum að borða
með, yður hr. Poirot, sagði
hann, Gladys, sagði mér ekki
frá því.
Hann gaf henni hornauga
um leið og hann sagði þetta
önugur á svip.
— Það var ekki ákveðið
fyrr en í gær, sagði Poirot
Ungfrú Nevill hefur miklar
áhyggjur vegna dauða Mor-
leys og mér datt i hug að við
gætum borið saman bækur
okkar.
Frank Carter greip fram í
fyrir honum og. sagði rudda-
lega.
— Dauða Morleys? Ég er
orðinn dauðleiður á dauöa
Morleys. Því geturðu ekki
gleymt honum Gladys? Ekki
varð ég var við neitt gott í
hans fari.
— Þetta skaltu ekki segja,1
Frank. Og hann sem arf-,
leiddi mig að hundrað pund- |
um. Eg fékk bréf um það í
gærkvöldi.
— Það er svo sem allt í lagi,
sagði Frank og lét sér fátt um
finnast, þó hann timdi því
nú. Hann þrælaði þér út eins
og ambátt. Og hver hirti allan
ágóðann? Enginn nema hann.
— Nú, auðvitað, en hann
borgaði mér hátt kaup.
— Ekki-fannst mér það. Þú
ert alltof lítillát, Gladys. Þú
lætur troða þér um tær. Ég
sá i gegnum fingur við Mor-
ley. Þú veizt eins vel og ég
að hann reyndi að fá þig til
að segja mér upp.
— Hann bara skildi þig
ekki.
— Hann skildi allt fullvel.
Hann er dlauður núna, að
öðrum kosti mundi ég sýna
lionum í tvo heimana.
— Þér komuö beinlínis í
þeim tilgangi morguninn sem
hann dó? Var það ekki?
spurði Poirot þýðlega.
— Hver segir að svo hafi
verið? spurði Frank reiðilega.
— Þé’r komuð í húsið? Var
ekki svo?.
— Og hvað með það? Mig
langaði til að hitta ungfrú
Nevill.
— En yður var sagt, að
hún værj ekki í bænum.
— Já, og það vakti ýmsar
grun.semdir hjá mér, skal ég
segja yður. Eg sagði þessum
rauðhærða bjálfa að ég
mundi bíða við og hitta Mor-
ley sjálfan. Mér fannst hann
hafa gert nóg að því að egna
Gladys upp á móti mér. Eg
ætlaöi að segjá honum að
ég væri búinn að fá góða
stööu og það væri kominn
tími til þess að Gladys
kveddi kóng og prest og færi
að hugsa um heimanmund-
inn.
— En þér létuð ekki verða
af því að tala við hann?
— Nei, ég varð leiður á að
bíða, svo að ég fór.
— Um hvaða leyti fóruð
þér?
— Eg man það ekki.
— Hvenær komuð þér
þangað?
— Veit það ekki. Rúmlega
tólf, hugsa ég.
— Og þér dvölduzt þar
hálfa klukkustund — ekki
lengur og ekki skemur en
hálfa klukkustund.
— Eg var að segja yður að
ég veit það ekki. Eg er ekki
einn af þessum glópum, sem
álltaf eru að horfa á klukk-
una.
— Voru einhverjir á bið-
stofunni, meðtan þér voruð'
þar?
— Það var einhver fitu-
klumpur þar, þegar ég kom
inn, en hann var þar ekki
lengi. Eftir það var ég einn.
— Þá hljótið þér að hafa
farið fyrir hálf eitt, því að
þá kom frú þangað.
— Það getur meira en ver-
ið. Biðstofan fór í taugarnar
á mér.
Poirot horfðj hugsandi á
hann. Pilturinn var óróleg-
ur, á þvi lék enginn vafi. En
það gat vitanlega verið tauga
óstyrkur. Poirot sagði blátt
áfram og vingjarnlega: —
Ungfrú Nevill tjáði mér að
þér hefðuð verið svo heppnir
að fá ágætis atvinnu.
— Eg fæ þokkalega borg-
að.
— Hún nefndi tíu pund á
viku.
— Það er rétt. Það sýnir
að ég get spjarað mig, þegar
ég kæri mig um.
— Auðvitað. Og vinnan er
ekki of erfiö?
Frank Charter sagði stutt-
aralega: — Gæti verið verri.
— Og skemmtlleg?
— Ó, já, mjög skemmtileg.
Vel á minnzt, fyrst við töl-
um um vinnu, bá hef ég alltaf
verið mjög forvitinn að vita
hvað og hvernig þið einka-
lögregluþj ónar vinnið. Eg
býst við að starfið sé eins
æsandi og fólk ímyndar sér.
Mlerfc skifnaðarmáfi, er það
ekki?
— Eg kem aldrei nálægt
skilnaðarmálum.
— Er bað satt? Þá skil ég
ekki á hverju þér lifið.
— Eg stjórna, vinur minn,
ég stjórna og skipulegg.
— J á.
— Þér eruð sagðir mjög
slyngir, skaut ungfrú Nevill
inn i samtalið. — Hr-. Morley
sagði oft að þér væruð sá
maður, sem áreiðanlega yrði
skipaður í vinnu fyrir Hans
hátign ef ,svo bæri undir.
Poirot brosti til hennar: —
Þér sláið mér gullhamra, ung-
frú.
9.
Poirot gekk heim á leið.
Hann var djúpt hugsi. Þegar
hann kom heim, hringdi
hann til Japps: — Fyrir-
gefðu ónæðið, vinur sæll, en
hefurðu nokkuö gert til að
grafast fyrir um símskeytið
til Gladys Nevill?
— Ertu enn að hugsa um
það? Já, við athuguðum það.
Skeytið var afhent í Richbarn
— þú veizt, einni útborg
Lundúna.
Poirot sagði: — Snjallt,
mjög snjallt. Frænka Nevill
býr i Richbourne í Somerest.
Ef móttakandi mundi hafa
farið að athuga, hvaðan
skeytið var sent, var Rich-
barn nógu líkt Richbourne
til að taka^af allan vafa.
Poirot þagði nokkra stund.
Svo sagði hann: — Veiztu,
hvað ég held, Japp?
— Nei, hvað?
— Hér er augsýnilega við
slyngan að keppa.
— Hercule Poirot vill að
þetta sé morð og þá verður
það að vera morð.
— Hvaða skýringu geturöu
gefið á skeytinu?
— Gabb. Einhver verið að
stríða stúlkutetrinu. ,
— Því þá það?
— Hjálpi oss, Poirot. Hvers
vegna gerir fólk þetta og
hitt? Grín, öfund eða eitthvað
þvíumlíkt.
— Og sá hinn sami valdi
einmitt daginn, sem Morley
gaf sjúklingi of stóran
skammt.
—- Það er til eðlileg skýr-
ing á þessu öllu, Poirot. —
Vegna þess að ungfrú Nevill
var fjarverandi var Morley
æstari og meira utan við sig
en venjulega, og liklegri til
að gera vitleysu.
— Samt er ég ekki ánægð-
ur.
— Segjum að Morley hafi
ætlað að kála Amberiotis. Þá
getur vel verið, að hann hafi
sjálfur sent skeytið til ung-
frú Nevill.
Poirot var þögull.
Japp sagði: — Skilurðu?
Poirot sagði: — Ambritot-
is getur hafa verið drepinn
á annan hátt.
— Nei, það getur ekki ver-
ið. Enginn kom til hans á
Savoy. Hann borðaði hádegis
verð uppi í hei’bergi sínu. Og
læknirinn vissi hvað hann
söng, sagði að ekki væri um
neitt að villast. Þetta er aug
ljóst mál. Þú hlýtur að sjá
það, Poirot.
— Það er þetta, sem við
eigum að halda.
Vinnið ötuilega að útbreiðslu TÍMANS
Áskriftarsímiim er 1-23-23
eiuiiuiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiini
| Stúlka óskast
í þvottahús barnaheimilis R.K.Í., að Laugarási. —
Góð vinuskilyrði. — Upplýsingar i síma 14658.
Reykjavíkurdeild Rauða Kross íslands
i
immminffinsniniiiiiiiiiimmmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuimiiniiniiiiimmmiiiiiiiiiiiimiimmiiiiiimni
y.v.v.v.v.v.v.’.vr/.v.vv.v.v.v.v.v.'.v.v.v.vvAV,
!; Alúðar þakkir flytjum við vinum og vandamönnum,
I; sem heiðruðu okkur með heimsóknum, gjöfum, blóm-
í; um og skeytum í tilefni 50 ára hjúskaparafmælis okk-
I; ar 5. júní þessa árs.
Guð blessi ykkur öll. Lifið heil.
í; Helga Þorbergsdóttir,
I; Guðni Gíslason,
I’ Krossi.
í
5
I B ■ ■ ■ B B B I
Þakka hjarfanlega sýnda samúð og vinarhug við andlát og út-
för móður minnar
Þórunnar Hansdóttur
Bryndís Einarsdóttir Birnir.
Við þökkum innilega auðsýnda samúð við hið sviplega fráfall
sonar míns
Birgis Bjarnasonar
Neskaupstað.
Sérstakar þakkir viljum við færa Jóni Svan Sigurðssyni, for-
stjóra, fyrir alla hans mlklu hjálp og hluttekningu.
Fyrlr hönd vandamanna.
Fanney Guðmundsdóttir.
Innilegar þakkir færi ég öllum nær og fjær, fyrir auðsýnda
samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
Guðbjargar Sigurðardóttur
Árnagerði, Fáskrúðsfirði.
Stefanía Stefánsdóttir
og börn hinnar látnu.