Tíminn - 24.08.1958, Blaðsíða 4
4
TÍMINN, sunnudaginn 24. ágúst 1958
Fyrrverandi
eiginkona
Peter Townsend
hafnaði
TÍU
MILLJÚNA
TILBODI
Bókaútgefendur
og kvikmyndajöf.rar
buðu offjór
fyrir sögu hennar
Enn eru Margrét prins-
fessa og Peter Townsend að
clraga sig saman. Sagt var,
að þau myndu hittast um
áíðustu helgi 1 Englandi og
var Peter kominn þangað
Ærá Briissel, en Margrét
j.nun hafa beðið þess eins,
að drottningin, systir henn-
ar, legði nú loks blessun
sína á samband þeirra Pet-
ers. Bæði eru þau ákveðin
að láta ekki slíka fjölskyldu
ráðstefnu um málið, sem
kölluð var saman í maí,
éndurtaka sig. Prinsessan
mun vera þeirrar skoðunar.
að með Peter sér við hlið,
geti hún tekið að sér eitt
eða annað opinbert starf í
einhverju samveldisland
anna.
Útgefendur hafa ekiki látið
Jjetta umræddasta ástarævintýri
.síðari tíma fara framhjá sér,
því að blaðamaðurinn Norman
Barrymaine hefir ritað bókina
..Saga Peters Townsends“ sem
.jallar mjög um málið, og
verður bráðlega gefin út. Út-
gefendurnir hafa líka reynt að
íá konu Peters, Rosemarí de
Laszlo til að segja sína sögu, og
l’joðið henni að sögn 100 þúsund
öterlingspund fyrir vikið, en
Úað jafngildir líklega 10 millj-
ónum íslenzra króna.
l'ilboð frá Hollywood
Rosemary hefir einnig fengið
(ilboð frá kvikmyndaframleið-
endum, en hafnar öllum slíkurn
hoðum einarðlega, jafnframt
fjví sem hún lætur í Ijós andúð
sína á útkomu „Sögu Peters
'Jownsend“. Hún sagði við
enskt blað fyrir viku síðan:
,'Þrátt fyrir gríðarleg tilboð
sem mér hafa borizt, og jafn
vel þótt ég viti, að bókin, sem
að miklu levti íjallar um okkur
Peter, muni bráðlega koma á
markaðinn, vil ég taka þaö
skýrt fram, að mér hefir aldrei
komið til hugar að semja um
fíkriftir eða umræður um hluti,
;em aðeins koma Margréti prins
;3ssu, Peter og mér við. Ég hefi
íengið mörg tilboð frá Holly-
wood um að aðstoða við kvik-
myndun sögunnar um Margréti
MARGRÉT oa TOWSEND
— Gefast ekki upp
og Peter, en harðneitað .ölluir..
Ég vil halda virðingu minni. á
sama hátt og mér viröist, að .
vernda beri virðingu Margrétar
og konungsfjölskyldunnar.1/
Margrét sama sinnis
Margrét hefir látið svipuð
orð fallá um útkomu bókarinn
ar, sem ljóstrar einkamálum
Ihennar upp — en ekkert hefir
verið gert til að stöðva útkomu
bókarinnar, sem kemur innan
skamms og marga fýsir væntan
lega að hnýsast í.
Bragð er að þa . . .
Walter Ulbricht, „hinn sterki
maður Austur-Þýzkalands", hef-
ur nú fyrirskipað þarlendum
rithöfundum að skrifa sósíalist
iskar ástarsögur í stórum stíl
nú á næstunni til þess að fyrh-
byggja það að ungdómurinn
lesi „óþverrarit" frá V-Þýzka-
landi, eins og hann orðaði það
„Kvenfólkið vill fá ástarsög-
ur,“ upplýsti Ulbricht, „og úr
því að þag heldur því fram að
hinar stjórnmálalegu ástarsog
ur okkar hafi verið með öllu
ólesandi til þessa, er tími til
kominn að ræða þetta vanda-
mál opinberlega og ráða bót á.
En rifchöfundar okkar verða að
skrifa góðar sögur en ekki
klám!“
„Syngjandi
vindlakassi“
Fiðlusmiður nokkur í London
var svo einstaklega heppinn,
að komast yfir 60 vindlakassa,
tóma sjálfsögðu, og maður-
inn sem reykt hafði úr þeim
er enginn annar en Winston
Ohurchill í eigin persónu. Þar
eð vindlakassar þessir eru að
sjálfsögðu merkilegri en aðrir
kassar, þótti smiðnum einsýnt
að hér yrði að grípa gæsina
úr því hún hafði gefist, og ný-
lega lauk hann við að smíða
forláta fiðlu úr þessum mjög
svo merku vindlakössum. —
Brezka útvarpið keypti síðan
fiðluna fyrir of fjár, og færði
hana fiðlusnillingnum Yehudi
Menuhin að gjöf.
Menuhin mun í framtíðinni
leika á þennan grip sem hlotið
hefur nafnið „syngjandi vindla-
kassinn hans Churchills" en
ekki er þess getið hvort fiðlan
taki öðrum slíkum hljóðfærum
fram, þrátfc fyrir sérstæðan
efnivið.
Innlifun
Það getur í sumum tilfelhun
verið slæmt, þegar leikarar lifa
sig um of inn í hlutverk sín.
Þannig er það t. d. með ensku
leikkonuna Joy Webster, sem
um þessar mundir leikur í leik
riti, sem sýnt er í London, „A
I SPEGLI TÍMANS
JOY
— ekki svoleiðis stúlka
Hatful Of Rain“, er það kallað.
Joy hefir sem sé með höndum
hlutverk gleðikonu af ruddaleg
ustu gerð, sem hangir á gatna
mótum í karlmannsleit og not-
ar eiturlyf,- Ilún hefir lifað sig
heldur mikið inn í hlutverkið,
eftir því sem hún sjálf segir:'
„Eftir nokkrar sýningar var
hlutverkið farið að vera mér
svo eðlilegt.. að eitt sinn, er ég
kom frá sýningu, vissi ég ekki
fyrr en ég var búin að flauta
á eftir karlmanni úti á götu.
Og ég er alls ekki svoleiðis
stúlka. Ég fékk mér meira að
segja reyk af eitursígarettu,
svona til að vita hvernig það
væri og geta leikið það betur.
Nú er ég svo gagntekin af hlut
verkinu, að ég á jafnvei erfitt
með að klæða mig.í alniennileg
föt og nota fegrunarlyf eða
greiða mér sómasamlega. Þetta
allt íhefir orðið til þess, að ég
er mikið til hætt að íara út í
frístundum, og á eigiulega eng
■an karlmann að kunniugja leng
ur.“
Það er alls ekki hajttulaust
að lifa sig svo gjörsamiega inn
í hlutverkin.
Nútima
mannkynssaga
Borgarstjórinn í Brisiol í Eng
landi, Fitzroy Chamberlain var
fyrir nokkru á ferð í Banda-
ríkjunum og klæddist að sjálf
sögðu viðhafnarklæðnaði sín-1
um, eldrauðum að lit og bar |
þrístrendan hatfc á höfði. Vakti!
þessi klæðaburður borgarstjór-;
ans fádæma afchygli en þó kast!
aði fyrst tólfunum er hann
íhugðist leggja skerf til sögu i
Bandaríkjanna. Fitzroy lýsti í
því nefnilega yfir að Ameríka
sé ekki kennd við ítalska korta
teiknarann og kaupmanninn
Amerigo Vespucci heldur Eng-
lending einn mætann, Richard
Amerycke. Ameryeke þessi á
að hafa verið tollvörður í Brist
ol og gert John Cabot, sem
fann Cape Breton eyjuna árið
1497, að sjá til þess að hann
fengi verðlaun frá þáverandi
-kóngi í Englandi fyrir að finna
eyjuna. í þakklætisskyni skírði
Cabot þessi Ameríku í höfuðið
á velgerðarmanni' sínum Ame-
rycke! „Hver einasti Bristol-
búi veit að þetta er rétt með
farið“, bætti borgarstjórinn al-
varlegur við!
Starfsamur öldungur
Enda þótt svo eigi að heita
að Herbert Hoover fyrrverandi
Bandaríkjaforseti hafi tekið sér
hvíld frá störfum vegna aldurs
en hann er „aðeins" 84 ára gam
all, er ekki annað að sjá en
hana vinni enn fulla vinnu. Á
siðastliðnu ári hélt hann 30
ræður, svaraði hvorki meira
né minna en 55.952 bréfum og
ferðaðist' sem samsvarar 30 þús. 1
kílómetra ýmist akandi, fljúg-
andi eða með lest! Auk þess
reit hann eina bók (The Ordeal
of Woodrow Wilson) og kom
hún út á árinu.
Hann hefur fjóra einkarit-
ara og vinnur að meðaltali 10
—12 klst. á dag, jafnf sunnu-
daga sem aðra. Einstaka sinn
um gefur hann sér þó tíma
til að skreppa til Flórída og
veiöa þar á stöng. „Maður get-
ur þó alltaf lesið stjórnartil-
kynningar á milli þess sem
bitið er á“, segir Hnover. —
Afköst „öldungsins" hefðu
senniiega orðið meiri á árinu
ef ekki hefði til komið upp-
skurður, sem hann þurfti að
CHURCHILL
— maöurinn með vindilinn
gangast undir. Eftir tvær vikur
var gamli maðurinn kominn
að ski'ifborðmu á nýjan leik
og ekki er hægt að segja annað
en hér sé vel að vcrki verið.
Tennis og holdarfar
Judy Garland er vel þekkt
hér á landi sem kvikmyndaleik
kona, en feri.ll hennar á þvi
sviði hefir ekki verið allur slétt
ur ög felldur. Hún er sögð hafa
fengið geðveikisköst fyrir
nokkrum árum, þá lokuð á
hressingarhælum um tíma og
eitthvað var nafn hennar bendl
að við drykkjuæði. Ilún hefir
talsvert fengizt við söng upp á
síðkastið, líklega orðin full
þrekvaxin fyrir kvikmvndatjald
ið, og var nvlega ráðin til að
syngja í Coconut Grove í Holly
wood. Blaðamenn þyrptust urn
hana. en eins og sannri konu
sómdi, ncitaði hún að svara hve
gömul hún væri, live þung og
hvað hún gevjndi í handtösk-
unni sinni. Hins vegar kvaðst
hún eiga í sífelldri baráttu við
holdarfarið og leika tennis á
hverjum degi, til að halda því
í skefjum. Þetta sést greinilega
á myndinni, sem birtist bér á
síðunni, þar sem Judy faðmar
hina gömlu vinkonu sína, Lönu
Turner að sér.
JUDY on LANA
— breiddarmunur