Tíminn - 28.10.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.10.1958, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, þriðjudaginn 28. oktöber 1958. Útgefandi : FRAMSÓKNARFLOKKURiNN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323 Prentsmiðjan Edda hf. Hringdans Sjálfstæðismanna Það verður ekki með nokkru móti sagt, að ferill þeirra Sjálfstæðismanna i dýrtíðarmálunum, sé aiveg hlykkjalaus. Þvert á móti. Þar skortir sannarlega ekki tilbreytnina. Alkunnugt er, að þegar menn villast, þá hættir þeim til þess að fara í hring. Og ýmis dæmi eru •þess, að þótt þeir rekist á læk eða á, sem í fljótu bragði sýnist að ætti að geta verið nokkur leiðbeining, þá kem- ur það oft fyrir ekki. Villan er þá orðin svo algjör, að þeir gera sér enga grein fyr ir því, í hvaða stefnu vatnið rennur. Þeir hafa tapað gáf unni til þess að skynja hvort þeir halda móti brekku eða undan. Svona var því og er enn farið með Sjálfstæðis- forystuna okkar. í dimm- viðri dýrtíðarinnar hefir hún vafrað í eina átt i gær, aðra i dag, algjörlega stefnulaus og ráðlaus. Á þessum árum, sem hér hefir verið rætt um, 1941—1944, hafði hún farið þrjá hringi. Snúizt til jafn- aðar einn hring á ári. Hún var orðin líkt og einskonar sóikerfi, þar sem aðalhnött urinn var að vísu dökkur en ekki lýsandi. Hringferðirnar minntu mest á gang himin- tunglanna. Á laugardag var þar komið frásgn Tímans af „viUunótt'” Sjálfstæðisflokksins, að ný sköpunarstjórnin hafði risið úr öskunni. Þar sat Ólafur Thors á toppnum eins og dálítið goð á stalli. Hann hafði að vísu skömmu áður haidið um stjórnvölinn og staðið sig eins og við mátti búast. En í umróti þjóðfé- lagslegra átaka getur ólík- ustu hlutum skolaö' upp á öldufaldinn. Ljóst var að undir hand- arjaðri nýsköpunarstjórnar- innar mundi vaxandi verð- bóigu búin örugg vernd. Þesí vegna þótti Sjálfstæðismönn um sem ekki mætti dragast að breiða yfir ýms fyrri um mæli. Því segir einn af þá- verandi leiðtogum Sjálfst,- manna svo í þingræðu 5. des. 1944: „En hinu má heldur ekki gleyma, að dýrtíðin hefir líka sínar björtu hiiðar. Dýr- tíðin hefir sem sé verið not- uð beinlínis sem miðill þess að dreifa stríðsgróðanum meðal landsmanna, og liefir hún á þann hátt orðið áhrif a mikil til þess, að jafna tekj um milli stétta þjóðféiags- ins.“ Og Mbl. héldur áfram í sama tón þann 19. jan. 1945: „Frá stríðsbyrjun og fram á þennan dag heíir dýrtíö- in beinlínis verið notuð sem miðill til þess, að dreifa stríðsgróðanum- milli' lands- manna. Og einmitt vegna þess, að dýrtiðin nefir orðið til þess að dreifa stríösgróð anum milli stétta þjóðfélags ins, verða þær betur undir það búnar að mæta örðug- leikunum þegar þá ber að garði.“ Fróðlegt er að hafa hér til samanburðar orð hins sama málgagns frá 19 des. 1942: „Hver einasti verkamaður og launþegi veit að höfuð- fjandi hans er dýrtiðin. Takist ekki að stöðva dýr- tíðina og þoka henni niður, smám saman, þá er búið með allar kjarabætur hjá þessu fólki. Fyrir því blasir þá nýtt atvinnuleysi og eymd. Þetta sér hver heilvita maður.“ Framsóknarmenn voru því síður en svo andvígir, að þeim fjármunum, er þjóð- inni höfðu áskotnazt, yrði varið til þess að efla atvinnu lif hennar, menningu og far sæld, en benti jafnframt á óhjákvæmilega nauðsyn þess, að þannig yrði skipað efnahagsmálum okkar inná- við, að við værum sam- keppnisfærir við aðrar þjóð' ir um sölu á afurðum okkar á erlendum markaði. Þeim viðvörunum svaraði Mbl. á þessa leið: „Aðalefnið í öllum ræðum Framsóknarmanna er hið aumasta barlómsvæl, sem hér á landi hefir heyrzt. Kaupið og launin þurfti að lækka á síðasta hausti og af urðaverðið átti líka að lækka segir Tíminn sí og æ. Hverj um er ætlað að hrífast af barlómsvæli þeirra Tíma- manna? Þeir hafa vissu fyr ir því, að verkamenn og sjó- menn fyrirlíta þennan söng.‘ En hvernig reyndust svo hinar „björtu hliðar“ dýr- tiðarinnar? Um það segir trúnaðarráð Dagsbrúnar í rökstuðningi sínum fyrir upp sögn samninga í árs’oyrjun 1946: „Samt sem áður hefir það komið í ljós, að þrátt fyrir þessa grunnkaupshækkun veitist verkamönnum, sem eiga við lægsta grunnkaupiö að búa, æ erfiðara að fram færa fjölskyldur sínar . . . Samtímís þessu er verka- mönnum sú staðreynd ljós, að núverandi verzlunar- og innflutningshættir koma hart niður á þeim. (sem og öllum almenningi) þar sem fáeinir einstaklingar, er sitja aö innflutningnum, græða árlega ötaldar millj- ónir, löglega og ólöglega, sem teknar eru úr vasa verka manna og annarrar aiþýðu og veldur stórkostlegri cg á- framhaldandi rýrnun á tekj um launþeganna". Þetta sagði nú Dagsbrún. Á líka lund töluðu útvegs- menn. Öllum, sem opin augu vildu hafa, var Ijóst, að sí- fellt seig á ógæfuhhð En Ólafur Thors hélt áfram að renna á vegginn. Hann sagði í þingræðu, prencaðri i Mbl. 1. maí, 1947: „. . .' íslendingum er ai- veg óhætt að slá tvennu föstu: í fyrsta lagi, að þjóð in hefir aldrei verið jafn fjárhagslega vel stæð sem nú. í öðru lagi, aíkomuhorf ur hafa aldrei veriö jafn bjartar sem nú og sízt ef miðað er við aðrar þjóðir.“ ERLENT YFIRLIT: Bjargar de Gaulle lýðveldinu? Kýs hann heldur að efla miðflokkana en hægri menn? New York, 19. okt. I AMERÍSKA blaðið „New York Post“ skýrði frá því fyrir nokkr- um dögum, að fátl hafi orðið um kveðjur milli þeirra Adlai Steven- sons og Mendes France, er þeir hittust í París fyrir nokkrum vik- um, en áður hafði verið milli þeirra góður kunningsskapur. ! Ástæðan var sú, að Stevenson hafði látið uppi þá skoðun, að hann væri fylgjandi stjórnarupp- kasti de Gaulle og teldi það væn- lcgasta úrræðið, sem um væri að ræða til þess að bjarga lýðræðinu i Frakklandi. Mendes France beitti sér hins vegar mjög ákveðið gegn 1 sljórnarskráruppkastinu og taldi lýðræðið í mikilli hættu, ef það næði fram að ganga. Hann áleit, að Stevenson hefði gert málstað, uppkaslsandslæðinga mikinn i ógreiða með unií'æddri yfirlýs-j ir.gu sinni. Stevenson kvað sig hins vegar frjálsan að því að láta uppi skoðun sína hvar sem væri, ] og hann hefði sannfærzt um. að Frakkar ættu ekki val nema milli uppkastsins og einhvers miklu verra. Urslit þjóðaralkvæðagreiðslunn- ar um uppkastið urðu á þá leið, eins og kunnugt er, að það var samþykkt með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða. Það er því gengið 'i gildi sem stjórnarskrá Frakk- lands og fara fyrstu þingkosning- ar fram samkvæmt því í lok næsta mánaðar. Forsetakjör fer fram skömmu síðar. VAFALAUST eru þeir margir, sem líta líkt á og Mendes-France, j að stjórnarskrá de Gaulle sé ekki gallalaus. Undir vissum kringum- stæðum er forsela ríkisins' heim- ilað hættulega mikið vald. Þrátt fyrir þennan ágalla, er hin nýj'a stjórnarskrá þó ólíkt vænlegri til að treysta lýðræðið í sessi en gamla stjórnarskráin var. Á grund velli hennar hafði skapazt slíkt los og ringulreið, að raunverulega ríkti orðið algert stjórnleysi í Frakklandi, þegar de Gaulle tók við völdunum á síðastl. vori. Mendes-France og fylgismenn hans virðast ekki hafa gert sér nægilega ljóst, að lýðræðið í Frakklandi var i raun og veru úr sögunni, ef gamla stjórnarskráin hefði gilt áfram. og Frakkar áttu því raunverulega ekki annað val, eins og Stevenson benti rétlilega á, en að fallast á s'tjórnarskrár- uppkast de C.aulle eða að kalla yfir sig áframhaldandi upplausn og stjórnleysi, sem hefði endað með algeru hruni lýðræðisins. j í MÖRGU TILLITI er stjórnar- ' skrá de Gaulle mikil endurbót frá En tæpum 4 mánuðum sið ar er jafnvel Mbl. hætt að sjá til sólar og segiv: „Allt fjárhagslif þjóðar- innar var orðið svo sjúkl, að góð síldveiði nú gat ekki veitt því varanlega lækn- ingu, heldur aðeins frestað um sinn yfirvofandi vand- ræðum, er allir hsilskyggnir menn sáu að yfir hlutu að dynja fyrr en síðar. ..“ Þegar Ól. Thors setfci á laggirnar nýsköpunarstjórn sína, með því háværasra skrumi, sem þekkt er í ísl. stjórnmálasögu, þa hétu að- varanir Framsóknarmanna „barlómur“ og „væl". En svo enduðu þessi hátíðahöld, að meira að segja Mbl. sem aldrei verður þó ,sakíellt“ fyrir að vióurkenna fyrr en í síðustu lög þær staðreyndir, sem óþægilegar eru íhald- inu, varð að játa, að jafnvel sérstakar ráðstafanir vel- viljaðrar forsjónar gátu engu bjargað, aðeins veitt tak- markaðan gálgafrest. de Gaulle þeirri stjórnarskipan, sem áður var. Aðskilnaður framkvæmda- vaids' og löggjafarvalds hefir verið aukinn miög verulega og forsetinn og ríkisstjórnin gerð óháðari þ:ng- inu og er það áreiðanlega mjög til þóta. Það er mikill misskilningur, að takmörkun á óeðiilega miklu valdi þingsins sé einhver takmörk un á iýðræðinu. Slíku þarf alls ekki að vera til að drcifa, ef þjóð- höfðinginn eða ríkisstjórnin eru einnig valin af þjóðinni með ein- um eða öðrum hætti. í sjálfri sljórnarskránni éru ekki bein ákvæði um fyrirkomu- lag kosninga til þingsins, heldur heimild fyrir stjórnina til að ákveða það innan viss rammia. í sp.mræmi við þctta hefir kosninga fyrirkomulagið nú verið ákveðið, og varð niðurstaðan sú, að horfið var að fordæmi Breta og Banda- ríkjamanna um einmenningskjör- dæmi. Áður voru hlutfallskosning- ar í stórum kjördæmum. Tvímæla- laust mun þessi breyting verða styrkur fvrir lýðræðið í Frakk- landi. Hlutfallskosningar gera vald flokkanna yfirleitt óeðlilega mikið og ýta undir sundurlyndi og glundroða. Su revnsla var a. m. k. mjög augljós í Frakklandi. ÞÓTT stjórnarskrá de Gaulle sé að mörgu leyti til bóta, er ekki þar með sagt, að hún nægi til að bjarga lýðræðinu í Frakkíandi, þótt hún sé vafalaust -líkleg'asta ieiðin til þess eins og komið var. Yfirleitt eru menn nokkuð sam- mála um það, að lýðræði nruni haldast í Frakkiandi me'ðan de Gaulle nýtur við, því að iiann hefir sýnt s:g sem eindreginn lýðræðissinna í allri framgöngu sinni. Ilitt er erfiðara að segja um, hvað muni taka við í Frakk- iandi eftir að de Gaulie nýtur eksi lengur við. Við þá spurningu- er nú mjög glímt af háltu þeirra, sem fvlgjast bezt með frönskum stjórnmálum. Niðurstaða ilestra virðist sú, að sennilega muni hér ráða mestu, hvorl de Gaulle hallar sér meira að hægri mönnum eða miðfiokkunum í framtíðinnt, en itáðir þessir aðilar sluddu hann til valda á síðastl. vori og aftur við þjóðaratkvæðagreiðsluna í haust. SJÁLFUR hefir de GauIIe ekki látið neitt uppi um hvar hann stendur í þessurn eínum, en tvennt hefir gerzt nýlega, sem þykir bendá til þess, að hann vilji s-iyrkja áhrif og aðstöðu miðflokk- anna, þ. e. jafnaðarmanna og radi- kala. Annað er það, að de Gaulle hefir bannað hernum öll afskipti af málum Alsir. Þessi ákvörðun er mjög í samræmi við óskir og afstöðu miðflokkanna, en andstæð vilja og fyrirætiunum hægri manna. Hitt er svo það, að de Gaulle fór mjög eftir óskum jafn- aðarmanna og radikala, er hann ákvað fyrirkomulag þing.kosning- anna. Bæði jafnaðarmenn og radi- kalar óskuðu eftir einmetrnings kjördæmum, því að það fyrir- komulag hentar þeim bezt. Hægri menn vildu hins vegar hafa blut- fallskosningar i stórum kjördæm- um áfram. Þar fóru hagsmumr þeirra og kommúnista saman. Sennilega skýrist það til hlítar, hvort de Gaulle hallar sér frem- ur að hægri mönnum en miðflokk unum, þegar hann hefir verið kjörinn forseti og þarf að velja fcrsætisráðherra. Val hans á for- sætisráðherranum verður vai'a- laust talin mikil vísbending í þes's um efnum. Framkaid á 8. síðu. MÐSrOFAA! „Reykvíkingur" lieíur sent Bnðstof- unni efUrfarandi bréf: Um margra óra skeið hefur stytta Einars Jónssonar af Þorfinni Karlsefni staðið í litla hólmanum í syðri Tjörninni bæjarbúum til augnayndis. Fyrir skemmstu rak ég augun í frétt í dagblöðunum, sem greindi frá því að bæjarráð hefði samþykkt, fyrir tilhlutan listaverkanefndar (bver svo sem hún er!), að flytja myndina úr hólmanum og velja henni stað í Öskjuhlíðinni sunnan Hafnarfjarð arvegar. en þar hefur að uridan- förnu vei'ið unnið að ýmsum iag- færingum. ÞaS er vissulega góðra gjalda vert, að loksins skuli hafa verið hafizt handa um fegrun Öskjuhlíðartnn- ar. og var raunar tími til kominn. Hins vegar verður það að teljast mjög misráðið að flytja Þórfinns- styttuna þangað eða nokkuð ann- að. Stytlan fellur vel inn í um- hverfið þar sem hún er, og Hljóm skálagarðurinn mundi missa mik- ið af svip sinum ef svo illa tæk- ist til, að hún yrði flutt, það hljóta allir að viðurkenna. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að: setja upp höggmyndir í Öskju- j hlíð, en það væri ili'a farið, og < bæri vott um skammsýni og ófor-1 sjálni þeirra, sem hlut eiga að mili, ef einn staður í bænum skal feg'x-ast á kostnað annars. j I>orfinnsstyttan á skilyrðislaust að fá að standa þar sem hún er og hvergi annars staðar. Myndin er þess eðlis, að henni sæmir ekki að standa við einn af hávaðasöm- ustu og fjölförnnstu vegum lands- ins. Umhverfis hana þai-f að veia ró og næði svo menn geti virt hana fyrir sér ón þess að vera truflaðir af skröltandi strætis- vögnum og öö'rum hávaða frá ’um- ferðinni. Hér hefðu önur listaverk átt að ikoma til greina. Sem daemi mætti benda á að einhver höggmynd Ásmund- ar Sveinssonar mundi fara miklu betur d Öskjuhlíðinni en Þorfinn- ur Karlsefni. Myndir Ásnuindar eru þess eðlis, að þær þurfa stór- brotnara umihverfi en t. d. myndir Einars Jónssonar. Væri Öskjuhlið- in ekki tilvalinn staður fyrir Vatnsberann eða einhverja aðra mynd Ásmunelar? Það má annars telja furðulegt, bversu bæjarráð hefur látið fistaverk Ásmuuclar liggja í láginni, eða er það e. t. v. líka að tilhlutan „listaverkanei'nd- ar!“ Að lokum þetta: Þonfinns- styttuna má ekki hreyfa af þeim stað þar sem hún nú stendur, og í öðru lagi er það ósvinna að láta verk Ásmuncíar Sveinssonar vera á hálfgerðinn Iirakhólum. Það minnsta, sem þjóðin getur gert fyrir einn af rorkilhæfustu lista- mönnum sinum er, að sýna verk- um hans til'hlýðiiega viröingu. Reykvíkingur." Svo i'arast Reykvíkingi orð, og látum vér Baðstofuhjali lokið í dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.