Tíminn - 28.10.1958, Blaðsíða 8
B
T í M 1 N N, þriðjudaginn 28. október 1958.
Erlent yfirlit
Minningarorð: Margrét Jénsdóttir
Stofnað bandalag háskólamanna
(Pratnhald af 6. síðu).
DE GAULLE mun hafa mjög
sterka aðstöðu, þegar hann tekUr
við störfum Frakklandsforseta að
no'kkrum vikum liðnum. Þessi að-
staða hans byggist ekki fyrst og
fremst á ákvæðum hinnar nýju
stjórnarskrár, heldur því mikla
áliti, sem hann hefir aflað sér, en
álit hans er nú tvímælalaust miklu
aneira en það hefir nokkru sinni
óður verið. Svo hyggilega hefir
hatm haldið á málum síðan hann
kom til valda á síðastl. vori. Ef
de Gauile tekst að vinna þannig
áfram, getur Frakkland átt efti"
að verða vaxandi stórveldi að
nýj-U! en Frakkar hafa t. d. miklu
hetri skiiyrði til þess að halda
áfram stórveldisstöðu en Bretar,
ef stjérnin er sæmileg, þar sem
Frakkland er bæði stærra og auð-
ugra en Bretland. Það getur líka
orðið Frakklandi mikill styrkur,
ef vcl tekst með efnahagssam-
vinnu Frakka og Þjóðverja. De
GauIIe tekur því við miklum
anöguleikum til þess að láta
drauma sína um endurreisn Frakk
lands rætast. Það þurfa því ekki
að vera neinir draumórar, að hon-
xim takist það. Hann myndi að
launura hljóta mikið nafn í sögu
Frakklands, en þó myndi Ijóminn
um nafn hans verða enn meiri,
ef honum taakist jafnframt að
bjarga lýðræðisskipulaginu í
Frakklandi frá því algeru hruni,
sem vofði yfir því, þegar han.n
tók vöidin á síðastl. vori, og skiia
því styrktu og endurnýjuðu í
hendur eftirmanna sinna. Það
væri sigur, sem gæti haft hinar
■örlagaríkustu þýðingu fyrir allan
hinn frjálsa heim. Þ Þ.
Á víðavangi
(FVamhald af 7. síðu).
heita riístjóir Mbl. og þingmað-
ur Norður-ísfirðinga, að vita, að
fyrsta skipið, sem kemur, fer
beina leið til Bolungarvíkur, eða
ra. ö. o. í kjördæmi Sigurðar
sjálfs. Gert er ráð fyrir að Iiin
skipin fari til eftirtalinna staða:
Bífdudals, Þingeyrar, Hólmavík-
ur, Siglufjarffar, Akureyrar,
Norður-Þi ngey j arsýsl u, Norður-
Múlasýslu, Reyðarfjarðar, Nes-
kaupstaðar og Eskifjarðar.
Veitfisveiflur vií Mývat*
(Framhald af 5. síðu)
misfarizt. Slíkt veldur óhjákvæmi-
lega bláþræði á veiðinni. Lengra
skai ekki haldið í þessu efni.
Vonandi taka náttúrufræðingar
okkar sér fyrir hendur hið allra
fyrata að rannsaka Mývatn rækil.
og allt náttúrufar þess. Ef til vill
gætu jþeir, er við vaínið búa„ lagl
þar fil einhvern skerf.
Eftjr þessu bíðum við.
Mývetningur.
Ath. ritstjórnar:
Grein þessi hefir af sérstökum
ástæðum beðið birtingar lengur en
skyldi.
Mannfjöidi
(Framhald af 4. síðu).
Flateyri 511 516
Suðureyri 388 343
Bolungarvík 722 720
Hniífsdaiur 276 274
Hólraavík 397 414
Hvaiaunstanga 310 325
Blönduós 528 556
Skagaströnd 515 543
Hofsós 307 310
Dalvík 819 834
Hrísey 261 253
RaMfarhöfn 414 440
Þórsliöfn 416 418
Vopnafjörður 340 338
Eskrfjörður 699 708
Búðareyri ( Reyðarfirði 577 600
Búðir í Fáskrúðsfirði 577 600
Ðjúpívogur 308 315
Höfn í Hornafirði 525 535
Vík í Mýrdal 339 333
Stokkseyri 392 393
Eyararbakki 474 483
Setfoss 1411 1482
Hveragerði 569 587
Samtals 19 891 20 346
Grikkir sögðu um mennina, að
þeir væru böm jarðar og bjartra
stj'arna. Þótt ærin væru störfin á
jörðu og mörgu að sinna, leitaði
hugurinn í önn annarra viðfangs-
efna. Til himins væri horft, því
að í dimmunni blika bjartar
stjörnur.
Um líf mannsins hefir líka
verið sag'(t, að mest afrek hafi
andi hans unnið, er honum gafst
fegurðarskyn og kærleiksþrá. Ind-
verska skáldið Rabindranath Tag-
ore yrkir eitt hinna órímuðu
kvæða sinna um lííið á jörðu.
Hann lætur hugann reika til
endaloka þess. Almættið gerir
upp reikning. Það saknar einskis
við eyðing jarðlífs nema tveggja
hugrenninga, sem veikbyggðar
verur höfðu í brjóstum alið: „Þín
er fegurðin“, „Þinn er kærleik-
urinn.“
Margrét Jónsdóttir frá Kvígs-
stöðum í Andakíl þekkti vel annir
jarðlífs og amstur. Slik voru
kjör hennar. En þrá bjó henni í
brjósti, að leita birtu, er sigrað
gæti myrkur vonbrigða, gert hug-
ann heiðan í dimmu daganna. Því
gafst henni kærleiki og fegurð,
þctt harmar hefðu um garð henn-
ar gengið.
Margrét Jónsdótlir fæddist að
Vallanesi á Völlum í Suður-Múla-
sýslu 23. febrúar 1878. Foreldrar
hennar voru Jón Einarsson prests
Hjörlejfssonair að Vallanesi og
Guðlaug Einarsdóttir frá Firði í
Mjóafirði.
Margrét var tveggja ára tekin í
fóstur af föðurs-ystur sinni, þeirri
er ihún var heitin eftir. Ekki naut
hún þess fósturs nema fimm ár.
Hvarf 'hún þá aftur í hinn stóra
systkinahóp, en börn þeirra Jóns
og Gúðlaugar voru 12 að tölu.
Bjuggu þau lengst af í Koti í
Mjóafirði, en einnig nokkur ár á
Bóndastöðum í Hjaltastaðaþinghá
og víðar.
Margrét dvaldist síðan hjá for-
eldrum sínum til 18 ára aldurs'.
Þá réðist hún í vist til vanda-
lausra. Var hún fyrst á Austur-
landi, en fór þá til séra Hjörleifs
Einarssonar föðurbróður síns að
Undirfelli í Skagafirði. Var hún
þar tvö sumur, en á vetrum hjá
syni síra Hjörleifs, Einari Kvaran
rithöfundi. Varð hún fyrir sterk-
um áhrifum af aðalhugsjónamáli
skáldsins, sálarrannsóknunum og
urðu þau áhrif varanleg í lífi
hennar. Tilveran handan fortjalds
ins mikla varð henni því meira
hugðarefni, sem árin runnu fleiri.
Margrét var tuttugu og fimm
ára, er leið hennar lá að Hvann-
eyri í Borgarfirði. Þar kynntist
hún Vigfúsi Auðunssyni frá
Varmalæk. Þau felldu hugi sam-
an og giftust árið eftir og hófu
búskap að Kvígsstöðum.
Kyígsstaðir er eitt af býlum
þeim, er fallið hafa til Hvann-
eyrar og skal landskuld goldin
skólasetrinu. Jörðin er ekki stór
og á ýmsan hátt erfið. Engjahey-
skap verður að sækja um langan
veg. Þegar Vigfús og Margrét
byrjuðu búskap mátti heita að
húsalaust væri á Kvigsstöðum og
tún allt óslétt. Var það verkefni
ærið úr að bæta. Vigfús var
hraustmenni mikið á yngri árum
og svo rammur að afli að af fóru
sögur. Margrét var og kappsfull
og ósérhlífin. Munu þau ekki
hafa af sér dregið, enda tókst
þeim að sigrast á erfiðleikum öll-
um og koma sér upp gagnsömu
búi. í erfiði fundu þau gleði, því
að hamingja fylgir starfi og yndi
önnum, þegar áfram miðar.
Búið stækkaði og fjölskyldan.
Þrjú börn fæddust þeim hjónum,
drengir tveir, Halldór og Auðunn,
og dóttir, Vilborg. — Þá var bjart
yíir Borgarfirði, því að birtan er
hugarins, ekki síður en himins-
ins.
En brátt syrt að. Húsbóndinn
kenndi sjúkleika og varð ekki ráð-
in toót á. — Sjúkdómurinn lam-
aði starfsþrek, og þrautir sárar
fylgdu. Með hetjulund voru harm
ar toornir og önnum sinnt sem
áður. Að sjáifsögðu reyndi þá
meira á húsfreyjuna, og hún bug-
aðist ekki, heldur kom þrek henn-
ar og viljakraftur því skýrar í
Ijós.
Annan skugga bar yfir heimilið
á Kvígsstöðum, er yngsta barn
þeirra hjóna, Auðunn, dó 1928,
ungur efnispiltur og augasteinn.
— En harmabótin var, að minn-
ing hans björt og heið bjó í hug,
og hinu örugglega treyst, að dauði
og líf sé í hendi Drottins. Því
skal ei mögla, þótt mildar hend-
ur hans „lyki; lífsins perlur á
dýru augnabliki."
En það var ekki þeim hjónum
Vigfúsi og Margréti að skapi að
mikla sér mótlæti. Þvert á móti.
Þau vmru bæði gædd sterkri lífs-
trú, og lífinu og gróandanum
skyldi kraftana helga. Börn og
bú bættu þeim vonbrigði. Þótt
systkinin hyrfu að heiman til
náms og mennta, slitnuðu samt
engin bönd. Halldór lauk búfræði-
námi frá Hvanneyri, en Vilborg'
stundaði nám í Kennaraskóla ís-
lands og varð barnakennari. Öll
fjölskyldan var heima á sumrin
cg Halldór hægri hönd föður síns
að námi loknu.
Þeim, sem að garð: har á Kvígs
stöðum, duldist ekki, að vandi
mikill hvíldi á húsfreyjunni, og
erfiði hafði hún meira en mörg-
um hefði mátt bjóða. En sjálf
óx hún í erfiði sínu. Virtist sem
hana skorti aldrei kraft né vilja.
Hún ræddi aldrei um þreytu eða
hvíld. Líktist hún móðurinni, er
sonurinn gaf þann vitnisburð, að
hann hefði aldrei séð hana ganga
til náða eða rísa úr rekkju. Síð-
ust mun Margrét jafnan hafa
horfið frá starfi og fyrst hafið
verk að morgni.
Sáj er þetta ritar, þekkti Kvígs-
staðaheimilið um árabil. Þangað
var gott að koma. Gestrisni og
hlýhugur einkenrvdi imóttökur.
Það eins, þótt heimsóknir væru á
ar.natímanum mesta, um hásum-
arið, þegar nýta þurfti hverja
stund og afkoma búsins' komin
undir regni og sól. Samt varð að
gefast tími að sinna gestum, gera
þeim gott og gleðja. Það reyndu
mapgir, að oft var nauðsynleg-
um hvíldartíma fórnað og yncli
hins aðkomna keypt dýru verði
aukins erfiðis.
Árið 1944 missti Margrét mann
sinn. Næsta vor brá hún búi og
fluttist til Reykjavíkur til Vilborg
ar dóttur sinnar og mánns hennar
Daníels Hjartarsonar. Átti hún
þar athvarf upp frá því og undi
vel hag sínum við- ást og um-
hyggju dótturinnar. Naut hún
þess að fylgjast með þroska dótt-
urbarnanna, en þau hændust að
ömmu sinni Mátti segja, að þeim
helgaði hún síðustu árin og leit
bjarta framtíð í barnsaugum skær
um. Fór hér sem oft vill verða, að
amman hefir meiri tíma og ríkari
þörf fyrir að leiða hönd og hug
lítilla barna en sá, sem ótal verk-
efnum hefir að sinna öðrum.
i Margrét var vinföst og trygg-
lynd. Vináttan tengir mennina
traustari böndum en annað allt.
Hún gefur þá lífssýn, að tilgang-
ur jarðvistar æðstur sé að létta
öörum byrðar og draga úr eri'ið-
leikum. — Konan, sem horfin er
bak við fortjaldið mikla, lifði
ekki sjálfri sér, heldur gaf líf
sitt í starfi fyrir þá, s'em hún
unni. Hafi Guð snortið hug henn-
i ar sorgarsprota, þá varð það til
Hinn 23. þ m. var stofnað hér
Bandalag háskólamenntaðra
manna, en það er samband
flestra íslenzkra starfsgreina-
félaga þeirra manna, er lokið
hafa háskólaprófi.
Nýr hljómsveitar-
stjóri til útvarpsins
Ráði.nn hefir verið nýr híjóm-
sveiiarstjóri til útvarpsíns, í siað
Hans-Joaehim Wunderlich, sem
ekki gat dvalizt hér lengur.
Hljómsveitarstjórinn er Austur-
ríkismaðúr, Hans Antolitsch að
nafni. Hann er Vínarbúi og stund-
aði nám við Tðnlistarháskótam í
fæðingarborg sinni og fullnuniaði
sig þar.
Síðan var hann hljómsveitar-
stjóri í ýmsum borgum í Þýzka-
landi, en hvarf í stríðslok aftur til
Vínar og hefur dvalizt þar síðah.
Hann er stjórnandi Vínar Sinphcni
hljómsveitarinnar, og stjórnar
einnig útvarpshljómsveitinui, og
kemur oft auk þess fram á opin-
berum tónleikum.
Hann hefur ferðazt nokkuð um
Þýzkaland sem ‘hljómsveitarstjóri
hin siðari ár og jafnframt hefur
hann stjórnað hljómsveitum á
Ítalíu, alla leið suður í Palermo
á Sikiley. Er þetta í fyrstn sinn
sem hljómsveitarstjórinn kemur
svo langt norður í lönd.
Fyrstu tónleikar han.s i. út.varp-
inu verða á þriðjúdagskvölchö og
verða þá leikin verk eftið Mozart,
Schubert, Sbelius og Béla Bartok,
en síðan mun útvarpshljomsveitin
væntanlega leika reglulega kl. 4,30
síðdegis á simnudögum, og veröa
ýmsir þeirra tónleika fluttir í há-
tíðasal Háskólans .Næstu tónieik
ár verða að líkindum helga'ðir sam
borgara hljómsvéitarstjórans, Jó-
hanni Strauss ,og flutt
verk eftir hann.
Þrjú mál rædd á
kirkjuþingi
Á kirkjuþinginu voru þrjú
mál á dagskrá. Hið fyrsta var á-
skorun um hækkaðan slyrk til
kirkjubygginga, fyrri umræða og
vísað til ahsherjarnefndar. Annað
málið var áskorun um að efnt
verði til verðlaunasamkeppni um
uppdrætti afj sveitakirkjum, fyrri
umræða, vísað til allsherjarnefnd-
ar. Þriðja málið var áskorun um
fjárveitingu til eflingar kirkjulegs
og kristilegs starfs, vísað til kirkju
málanefndar.
Þá var til umræðu frumvarn
um kirkjugarða, síðari umræða,
nefndarálit.
Þinginu hefir verig sent til um
sagnar frumvarpið um framleng-
ingu á starfsaldri biskups íslands.
Hið nýkjörna kirkjuráð hefir
haldið fyrsta fund sinn. Biskup
er sjálfkjörinn forseti þess en vara
forseti var kjörinn Gísli Sveinsson
að gefa henni næmari skilning og
slerkari trú.
Blessuð sé minning hcnnar.
Guðmundur Sveinsson,
Bifröst.
Slik samtök hafa' starfað um
skeið á hinum Norðurlöndunum,
og fyrir nokkrum árum kom fram
hugmynd um stofnun þeirra hér,
frá Lyfjafræðingafélagi íslands,
en málið lá niðri þar til s.l. vor,
aö Lögfræðingafélag íslands sendi
bréf til hliðstæðra félaga hér-
lendis, og hefir stofnunin verið
unrlirbúin á nokkrum fundum í
sumar.
Tilgangur bandalagsins er: „1.
Að efla samheldni háskólamennt-
aðra manna á íslandi. 2. Að gæta
i hvívetna hagsmuna háskóla-
menntaðra manna hér á landi og
vera í fyrirsvari fyrir þá gagn-
vart innlend um og erlendum að-
iljum. 3. Að stuðla að bættrt að-
stöðu til vísindalegra starfa á ís-
landi og vinna að auknum skiln-
ingi landsmanna á gildi þeirra.“
Bandalagið er stofað af þessum
félögum: Dýralæknafélag íslands,
Félagi ísl. fræða, Félagi ísl. sál-
fcæðinga, Félagi viðskiptafræð-
inga, Hagsmunafélagi náttúru-
fiæðinga, Lyfjafræðingafélagi: ís:
lcnds, Læknafélagi íslands, Lög-
fvæðingafélagi Islands, Pres'tafél-
agi íslands, Tannlæknafélagi ís-
lands og Verkfræðingafélagi ís-
lands, en í öðrum hliðstæðum
starfsgreinafélögum sem að meiri
hluta eru skipuð mönnum með
háskólaprófi, er enn opin leið að
gerast s'tofnendur. í ofangreind-
um félögum munu vera full 1200
manna með háskólaprófi.
Málefnum bandalagsins stjórnar
fulltrúaráð þess', en !í því e'iga
sæti fulltrúar allra aðildarfélag-
anna, Fulltrúaráðið kýs fimm
ni.anna framkvæmdastjórn úr sín-
i-m hópi. Fyrsíu stjórn bandalags-
ins s’kipa: Ármann Snævarr próf-
essor formaður, Sveinn S. Einárs-
son verkfræðingur varaformaður,
Aðlalsteinn Sigurðsson fiskifræð-
ingur, Gunnlaugur Snædal læknir
og Jón 0. Edwald lyfjafræðingur.
Varastjórn: Árni Böðvarsson cand
inag., sr. Jón Þorvarðsson, Rafn
Jónsson tannlæknir, Símon Jóh.
Ágústsson prófessor og Valdimar
Kristinsson viðskiptafræðingur.
3. síðan
riffilkúlum* sem skotið er beint
á manninn.
Infrarauðir sjónaukar hafa og
verið fengnir bandarískum fót-
gönguliðum i hendur, en sjónauk-
ar þessir gera hermanninum mögu
lcgt að sjá í myrkri. Ljóshlífar úr
infrarauðu gleri hafa og vcrið
settar á ljós bifreiða, sem herinn
notar að næturlagi og á þetla að
vera til mikílla bóta. „Þöguli varð-
maðurinn“ nefnist eitt hinna nýju
tækja hersins, en það ef lítill rad-
ar, sem stendur á þrífæti líkt og
Ijósmjmdavél. Með radar þessum
cr hægt að fylgjast með hverri
hreyfingu manns innan 600 metra
radíus, og kern.ur hann í veg fyrir
það að hægt sé að læðast ' að
mönnum í skjóli nætur eða skóg-
ar.
Eldvörpur!
Eitt hinna nýju tækja er eld-
varpa, sem aðeins er hægt að
skjóta cinu skoti úr. Hún er gerð
af alúmíníum og er því miklu lctt
ari en eldvörpur þær, sem herinn
hcfir til þessa haft með höndum.
Það veðrur einnig að teljast til
viðburða, að farið er að framleiða
fallhlífar fyrir fótgönguliða. Þetta
eru að sjálfsögðu ekki venjulegar
íallhlífar 'heldur til þess gerðar
að menn geti bjargað sér, ef þeir
verða t. d. afkróaðir á gljúfurbrún.
Fallhlíf þessi opnast nefnilega á
8/10 úr sekúndu og á 13 fetum
hefir hún opnazt til fulls og náð
jafnvægi. Fallhlif þessi opnas't á
þann hátt, að þegar hermaðurinn
kippir í opnarann, springa tvær
smásprengjur, sem síðan oþna
íallhlífina.
Þessar nýjungar eru álitnar
vera stórt spor í áttina til þess að
verncla hinn óbreytta liermann.
Það hefir og vakið talsverða at-
hygli, að byssustingurinn hcfir
verið lagður niður m,eð öllu. Talið
er, að ekki sé þörf fyrir harin í
nútímahernaði.