Tíminn - 07.11.1958, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.11.1958, Blaðsíða 7
í í M I N N, föstudaginn 7. nóvember 1958, 7 Húsavík er vaxandi bær. Framkvæmdirnar ryðjast svo fast á, að staðurinn bæt ir nýium dráttum í andlits- fall sitt á hveriu ári. Þó er Húsavík gamalt pláss og virðulegt, svo virðulegt, að þar er opinber klukka, inn- felld í vegg gamla kaupfé- lagshússins, og heimamenn geta séð þar hvað tímanum Irður, enda bendir margt til þess, að þeim sé það vel kunugt. Fréttamaður var fyrir nokkru etaddur á’ Húsavík og gekk þá um foæinn. í fylgd Áskels Einarssonar, bæjarstjóra. ViS vorum staddir uppi á höfð- anum norðanvið bæinn og litum yf- ir hafnarmannvirkin. Áskell benti á stehrkersbákn, sem verið er að steypa iieðan undir höfðanum. Það á að fara i nyrðri hafnargarðinn, sem verið er að lengja um 50 rcetra í þrem áföngum. Kerin eru ura 10 metrar á lengd og hlaðið á milli þeirra. Þessum framkvæmdum á að verða lokið 1960. Viðgerð á gömlu hafnarbryggjunni er að hefjast. Verður hlaðið grjóti meðfram henni og fvllt upp undir bryggju- gólfið, síðan verður steypt yfir. Ný smábátabryggja úr timbri verður hyggð innaná hana. Síðan liggur fyrir að dýpka höfn ina. Einnig er í athugun að gera sildarpian undir höfðanum innst við hafnargarðinn. Við höfum áhuga á að koma upp hátaslipp, sagði Áskell, og það er mikill hugur í mönnum að auka hátáflotann. Þenslan á bænum Við gengum niður af höfðanum og'um norðurhluta bæjarins. Þar eru allmörg ibúðarhús í smíðum, en alls hafa verið reist eða-grund- völluð 20 íbúðarhús á þessu.gri. —•• Hér er mikil atvinna og oft mannekla, sagði Áskelli ibúarnir eru um 1400 og þoim ijölgár stöð- •ugt. Við skulum byrja á að heim- sækja fiskiðjuverið, það er. kápítuli ’út af fyrir sig. í fiskið.iuverinu, senv of eign FiskiSjusamlags HúsavikttE.jhittum við forstjórann, Vernh;u-ð .Bjarna- son og verkstjórann, .-kð'alstein Hall dórsson. Fiskiðjusamiagjð er sam- vinnuhlutafclag. lnnleggjendur eru 30—40 vfir sumartímann, flest tTÍilubátaeigendur, um 20, og nokkrir með dekkbáta, 8—17 íonna. Þeir Vernharður skýrðu svo frá, að frysting í. sumar hefði verið meiri en nokkru sinni áður frá því að fiskiðjuverið tók til starfa 1951. 28000 kassar voru frystir í sumar, en allt síðasta ár fóru 30000 kassar í fryslingu. Framleiðslan eykst jafnt og þétt. Fiskiðjuverið verkar skreið og sáltfisk. Þar eru skreiðar- hjallar fyrir ca 400 tonn.miðað við hlautfisk. Árleg skreiðarverkun er Húsavík. (Ljósm.: Tíminn BÓ). Hafnargarðurinn á Húsavík verður lengd- ur um fimmtíu metra í þremur áföngum 20 íbúðarhús í smiðum á þessu ári. Marg- háttaðar framkvæmdir standa fyrir dyrum. r Rætt við Askeí Einarsson, hæjarst jóra o. fl. 60—80 tonn af þurru og saltfisk- magnið 200—400 tonn á ári, mest í fyrra, 400 tonn. Einnig rekur fisk- iðjuverið síldarsöltunarstöð með kaupfélaginu og eru það helminga skipti. Við fyrirtækið vinna að jafnaði 50—60 manns. Vélaafköstin tvöfölduð Vélaafköst fiskiðjuversins voru tvöfölduð í haust. Þar hafa verið sett upp fjögur ný frystitæki og tveimur frystivélum bætt við. Á- formað er að bæta einni hæð ofan á húsið, og verða umbúðageymsl- an, frystigeymslan og fiskbúðin fluttar þangað. Mun þá rýmkast til áhæðinni fyrir neðan, en þar þykir mönnum alltof þröngt um sig eftir að vólaafköstin voru aukin. Pökkun og frysting fer fram á þeirri hæð. Útgerð sem ber sig Vernharður Bjarnason sagði, að Húsvíkingar kærðu sig lítið um stærri skip: — 15 trillubátar fiska hér á við togara, en þeir fara með um 600 kr. í brennsiu á mánuði. Sú útgerð ber sig og þarf ekki sér- staka styrki. 16—18 tonna bátar eru hámarksslærð fyrir þá, sem sækja út, en trillur nægajnlega stórar fyrir hina, sem sækja stutt. Aflinn hefir stóraukist við friðun- araðgerðirnar frá 1951, það erum við sammála um, allir hér. — Ilvað um síldarverksmiðjuna hér á Húsavík? llún er til mikils hagræðis, en þó vantar aðstæður til að vinna úr slógi. — En síldarsöltun? — Hún gekk þokkalega í sumar, en þyrfti að aukast. Á bryggjunni Að svo mæltu gengum við niður á bryggju. Þar var verið að vinna að fiski og hiltum við fyrir bræð- urna Hcðinn og Þorgrím Maríus- syni, sem slóðu í aðgerð. Bræð- urnir róa á trillu og afla vel. — Þetta er ung/iði, sö 'ðu bræð Áskell Einarsson, bæjarstjóri. í pökkunarsal fiskiðjuversins. urnir, smá-heilagfiski, rauðspretta, koli og ýsa, verðmikill fiskur. En Þorgrímur veiðir fleira en smáfiskinn. í vor var hann að há- karlaveiðum. | — Fékk ein.n helvíti stóran, og þegar ég kom með hann, lét ég, taka mynd af okkur báðum hérna I á bryggjunni. ; Rétt í þessu var maður að leggja að utan við þá Þorgrím. Það var Jósteinn Finnbogason á trillunni únni. Ilann var að koma úr svarl-, fugli. 25 hvitar bringur sneru upp í þóftunni hjá honum. Haglabyss-, ar., nýlegt gljáándi verkfæri, lá í • skuti. — Byssan mín var farin að opn- ast i hverju skoti og henda patrón unum í hausinn á mér, svo ég fékk mér nýja, sagði Jósteinn. — Þú hefir sallað á langnefjuna? — Eg er rótt að byrja, búinn að fá 250 stykki. Skaut 1900 í fyrra- haust. — Eg sé að þú hefir farið með línu. — Eg hefi hana með mér. Búinn að fiska fyrir 80—90 þúsund brúttó yfir árið. Eg ællaði nú hara að ’.kjótast út og fá mér í soðið, en var lengur en cg ætlaði. Mér leiðist landvinnan. Kann bezt við mig á trillunni. Nýtt skólahús Við yfirgáfum 'bryggjuna _og gegnum upp í bæinn. Þá komum við að nýju stórhýsi, barna- og ungiingaskóla. Bygging var hafin 1855 og er nú því nær lokið. Sagði Áskell, að kennsla í verk- námi og leikfimi hæfist þar í vetur, en skólahúsið verður tekið til fullra nota næsta haust. Um 300 börn munu geta noíih kennslu í húsi þessu. GrúskaS í bókum Ein er sú stofnun á Húsavjk, sem héraðinu og bænurn ber veru legt stolt af. Það er Bókasaín Suð ur-Þingeyinga. Við Áskell löbbum yfir á skrifstofu kaupfélagsins, iil þess að heilsa upp á safnvörðinn, Þóri Friðgeirsson, en hann er gjaldkeri hjá K. Þ. — IÍann. var eins og gefur að skilja að telja peninga, en þegar haim var búiiin að koma seðlahrúgjnni undir lás, gekk hann með okkur í bókasafnið, sem er varðveitt i kaupfélagshúsinu. í safninu eru 13370 skrásett bindi. — Þetta safn var stofnað á ár- inu 1889, sagði Þórir, — þá leslr Framhald á 8. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.