Tíminn - 03.02.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.02.1959, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, þriðjudagínB 3. fcbrúar J35ft ERLENT YFIRLIT: Otgefandl : FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu víð Llndargðtn Síœar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 8M. (skrifstofur, ritstjórnin og blaöamenn? Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323 Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 1394S Ný viðhorf í málura Þýzkalands Ahrif frá amerískum demókrötum og brezkum jafnaðarmönnum Tvær uppáhaldssögur Bjarna ÞAÐ er staðreynd, sem meira að segja Bjarni Bene- diktsson reynir ekki lengur að bera á móti, að Sjálfstæð- ismenn ýttu undir kaupkröf ur og verkföll eftir beztu getu, meðan þeir voru í stjórnarandstöðu. í staðinn fyrir að reyna að verja þetta, færir Bjarni það sér og fiokksbræðrum sínum til af- sökunar, að Framsóknar- menn hafi haft frumkvæði og aðalforustu um kauphækk anirnar á þessum tíma. Þessu tii sönnunar þrástaglast hann einkum á tveimur sög- um, sem virðast vera orðnar einskonar uppá'haldssögur hans. Önnur sagan fjallar um kauphækkun hjá S.Í.S. í árslok 1956, en hin um til- lögu, er Kristján Thorlacíus, varabæjarfulltrúi Framsókn arflokksins flutti á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur síðastl. haust. Rétt þykir að ræöa nokkuð þessa sagnagerð Bjarna og hvers vegna hann þrástagl- ast svo mjög á þessum tveim ur uppáhaldssögum sínum. í GREINARGERÐ, sem S.ÍjS. birti nýiega um kaup- hæk'kun þá, sem varð hjá því í árslok 1956, og Bjarni gerir mest að umtalsefni, segir á þessa leið: „í ræðum á Alþingi, svo og i blaðaskrifum hefur því verið haldið fram að undan- förnu hvað eftir annað, að Samband ísl. samvinnufélaga hafi gengið á undan og gefið fordæmi með 8% launahækk uri skrifstofu- og verzlunar- fóiks á árinu 1956. Þessi full yrðing getur ekki byggzt á neinu öðru en ókunnugleika nm launahækkanir fainna ýmsu starfshópa á árunum 1955 og 1956 og gang launa- mála yfirleitt þau misseri. Þessi misskilningur hefur áð ur verið leiðréttur, en vegna síendurtekinna ummæla um þetta atriði þykir rétt að ibenda á nokkrar staðreyndir sem sanna, að Sambandið gekk ekki á undan og gaf ekki fordæmi með umræddri launahækkun, heldur þvert á móti fylgdi í kjölfar ann- arra starfshópa: 1) Verzlunarm.félag Reykja víkur fékk launahækkun fyrir meðlimi sína 1. apr. 1955 og nam hún allt að lö% á hæstu flokkunum. 2) Starfsmenn hins opinbera fengu 9—-10% launahækk un 1. janúar 1956 með nýj um launalögum. 3) Bankastarfsfólk fékk ríf- lega launahækkun, sem reiknaðist frá og með janúar 1956, en ákvörð- unin um launahækkunina mun hafa verið tekin um mitt árið 1956. 4) Bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkti JL júní 1956 launahækkun fyrir starfs fólk bæjarins. Hækkun reiknaðist á öll laun árs- ins 1956 (jan.—júni einn ig) og mim haía numið um 8%. 5) Vegna framangreindra launahækkana skrifstofu- og verzlunarfólks sá stjórn S.Í.S. sér ekki ann að fært í desember 1956 en að heimila 8% launa- hækkun, sem skyldi reikn ast fyrir allt árið 1956. Engin hækkun átti sér þó stað í hæstu launaflokk- unum. Þetta sýnir, að hliðstæðir starfshópar höfðu fengið laun sín hækkuð áður en starfsfólk Sambandsins fékk sína hækkun. Þeir, sem halda því fram, að einhverj ir hafi riðið á vaðið í þessum efnum, ættu að líta til ann- arra en Sambandsins.“ Frekara þarf ekki að- ræða um þá sögu Bjarna, að S.Í.S. hafi haft forgöngu um kaup hækkanir með kauphækkun þeirri, sem það veitti starfs- fólki sínu í desember 1956. ÞÁ ER að vikja að sögu Bjarna um tiílögu Kristjáns Thorlacíus, sem Bjarni telur að sé upphaf kauphækkan- anna á síðastl. sumri. Til þess að gera þessa sögu sem trúlegasta, birtir Bjarni í seinasta Reykjavíkurbréfi Mbl. ljósmynd af tillögu Kristjáns, þar sem hún er skráð í fundargerð bæjar- stjórnar. Þetta er hins vegar seinheppilegt, eins og fleira hjá Bjarna, því að við þetta kemur í ljós, að tillagan er flutt á bæjarstjórnarfundi 18. sept., en kauphækkunar- skriðan hófst í jún og júlí, þegar flest iðnaðarmanna- félögin í Reykjavík fengu stórfelldar hækkanir. Hvern ig á tillaga, sem er flutt 18. sept., að hafa verið frum- örsök kauphækkananna, sem urðu í júní, júlí og ágúst? — Áreiðanlega mun enginn annar en Bjarni láta sér detta í hug að halda slíku fram. Tillaga Kristjáns fjallaði um það, að bærinn semdi við Dagsbrúnarmenn um kaup- hækkun með hliðsjón af því, aö flestar aðrar vinnustéttir bæjarins, sem betur voru launaðar, höfðu fengið hækk anir. Slíkt var vitanlega ekki annað en réttlætismáO, úr því sem komið var. Eða er það skoðun Sjálfstæðisflokks ins, að óbreyttir verkamenn hafi enga kauphækkun átt að fá eftir að aðrar betur launaðar stéttir höfðu feng- ið hana? NÁNAR þarf svo ekki að rekja þessar uppáhaldssög- ur Bjarna til þess að sýna, hvílík fjarstæða það er að ætla að eigna Framsóknar- mönnum frumkvæði og for- ustu að kauphækkunum þeim, sem hér hafa orðið undanfarin misseri. Þrátt fyrir það„ þótt þess ar sögur Bjarna hafi marg- sinnis verið hraktar, og það sé gert hér einu sinni enn, ! SA ATBURÐUR gerðist í Was-| hington í vikunni, sem leið, að' hinn níræði öldungur, Theodore1 Green frá Rhode Island, lagði nið- ur formennsku i utanrikismála- nefnd öldungadeildar Bandaríkja- þings. Ástæðan fyrir þessu var sú, að hann taidi sig ekki lengur fær- an -um að gegna þessu ábyrgðar- mikla starfi fyrir aldursakir. Eftir- maður hans sem formaður utan- ríkismálanefndarinnar verður William Fulbright frá Arkansás, einn gáfaðasti forustumaður demo- krata í öldungadeildinni. Ful- bright hefur átt sæti í utanríkis- málanefndhini um nokkurt árabil og gert sér sérstakt far um að fylgjast vel með gangi alþjóða- mála. Semustu misserin hefir hann • staðið einna fremstur í hópi þeirra, sem gagnrýnt hafa utan- ríkisstefnu Dulles. Eins og stjórnarjferfi Bandaríkj- anna er háttað, getur utanríkis- nefnd ölduugadeildarinnar haft veruleg áhrif á utanríkismála- stefnuna, þótt þa'ð sé fyrst og fremst forsetans að marka hana. Alveg sérstaklega gildir þetta nú, þar sem stjórnarandslæðingar, | demokratar, eru í meirihluta í báð- ! um þingdeildum. Fyrii’ stjórnina er það óhjákvæmilegt, að þingið sé ekki mjög á öndverðum meiði við hana í utanríkismálunum. DuLles hefur líka látið það-í ljós, að hann muni leita eftir samstarfi við þing- ið. 'Slíkt samstarf er hins vegar ólíklegt til þess að takast, nema I hann komi verulega til móts við i Fuibright og flokksbræður hans, en Fulbright verður nú helzt'i tals- maður þeirra á vettvangi utanríkis- málanna. í viðtali, sem Fulbright átti við blaðamenn nú um heigina, lýsti hann sig því fylgjandi, að rætt yrði við Rússa ■ um Þýzkalands- málin og taldi hann m. a. koma til greina, að reynt yrði að ná sam- komulagi á þeim grundvelli, að erlendir herir yrðu dregnir eitt- hvað til baka beggja megin járn- tjaldsins. ÞAÐ er áreiðanlega íyrir áhrif frá demókrötum, sem Dulles h’ef- ur nú bersýniiega tekið st'efnu sína í Þýzkaiaindsmálunum til end- urskoðunar. Hingað til hefir það verið stefna vesturvelda í Þýzka- landsmálum, að sameining iands- ins yrði framkvæmd með þeim hætti, að frjálsar kosningar færu fram í öllu iandinu og á grundvelli þeirra mynduð sameiginieg stjórn í'yrir allt landið. F'riðarsamningar yrðu ekki gerðir við Þýzkaland fyrr enn slík stjórn væri fyrir hendi. Þá hefir það verið afslaða vesturveldanna, að hið sameinaða Þýzkal. fengi alveg að ráða utanr.- stefnu sinni, t. d. hvort það yrði í Atiantshafsbandaiaginu eða ekki. Rússar voru í upphafi fylgjandi því, að Þýzkaland yrði sameinað á grundvelli frjálsra kosninga í landinu. Síðar hafa þeir horfið frá þessari stefnu og talið að sameiningin yrði að fara fram með þeim hætti, að Vestur-Þýzka- land og Austur-Þýzkaland væru viðurkennd, sem jafn réttháir aðilar, er semdu síðan sin á milli um sameiningu landanna á þeim grundvelii, að hið samein- aða Þýzkaland yrði sambandsríki. Slík sameining væri líkleg til að Dulles taka talsverðan-tíma, og því væri ekki rétt-áð draga friöarsamnjnga við Þýzkaiand þangað til- slík sam- einnig væri orðin. Friðarsamninga yrði að gera sem fyrst, eg kæmu Vestur-Þýzkaland og Austur-Þýzka land fram sem jafnréttháir aðilar við þá sanmingagerðir. Þá hafa Rússar lagt megináherzlu á, að hið sameinaða Þýzkaland yrði hlul- laust. Tillögum Rússa hafa vesturveld- in alveg hafnað, m. a. vegna þess að þau vilja ekki viðurkenna Aust- ur-Þýzkaland sem sérstakan aðila. RÚSS.AR hafa nýlega gert tvennt t.ii að tryggja sér frum- kvæðið í þessum málum. Þeir hafa lýst vfir, að þeir muni í maí næstk. afhenda Austur-Þýzkaland yfirráð- yfir öllum flutningaieiðum til Vestur-Berlínar, en þau eru nú í höndum rússneska setuliðsins þar. Þá hafa þeir boðað til ráðstefnu 28 ríkja, er ræða skuli friðarsamn- inga við Þýzkaland. Upp á síðkast- ið hafa þeir mildað þessa afstöðu nokkuð og sagzt myndi fresta því að afhenda Austur-Þýzkalandi yfir- ráðin yfir fiutningaleiðum til Vestur-Berlínar í maímánuði, ef samningar verði hafnir milli stór- veldanna um framtíð Berlínar fyr- ir þann tínia. Samkvæmt tillögum Rússa á Vestur-Beriín að vera frí- ríki í framtíðinni, þar sem engin erlend herseta verður leyfð, en vesturveldin hafa þar nú talsvert varnarlið. Sú hótun Rússa að afhenda Austur-Þýzkalandi yfirráð yfir flutningaieiðum til Berlínar, hafa skapað vesturveldunum mikinn vanda. Eiga þau að láta sér þetta lynda og viðurkenna óbeint stjórn Austur-Þýzkalands? Eiga þau að komast hjá þessu með nýjum loft- flutningum t:l tiorgarinnar eiíis og 1948? Eða eigá þau að ’brjóta sér leið til Berbnar með valdi, ef Austur-Þýzkalar.d stöðvar flutn- inga þangað? VIÐBRÖGÐ demokrata 1 Banda- ríkjunum, jafnaðarmanna í Bret- landi og jafnáðarmanna í Veslur- Þýzkalandi, •era yfirleitt þau, að þótt ekki meg: beygja sig neitt óeðlilega fvrir Rússum, sé- samt nauðsyntegi af- mæia umræddum aðgérðum méð því að bjóða <upp á nýjar leiðir tú samkoniulags, Iffir- leitt virðast þeir -t-elja,, áð aúver- andi stefna vestnrv-eldanna í 'Þýzka landsmálumim sé orðin úrelt. Það sé ekki eðlilegb að Rússar faUist á að strax fari itam frjálsar 'lcesn- ingar í öllu Þvzkalandi, því að það sé sama og g-efa. upp -Austur-tÞýzka- land. Það sé J:ka eðlilegt, að þeir vilji fá vissa -iryggingu- gegn end- urhervæðingu Þýskalands. Af þess um ástæðum sé nauðsynlegt, að farið sé inn a nýjar leiðir. Athug- aðir verði nýii möguleikar á meiri samvinnu mffii Vest'ur-Þ.ýzkaiands og Austur-Þýzúalands en nú.á sér stað, og þaimig stefnt .smátt ■ og smátt að sam-einingu landsins. Þá sé athugandi að vesturveldin bjóð- ist til að draga hesr sinn að mestu eða öllu frá Vesíur-Þýzkala:ndt, ef Rússar dragj sttr sin úr leppríkj- unum. ÞAÐ ER mjiig dregið í efa,' að Rússar myndn faRast á slíkt, ef þeim væri i alvöru boðið upp á það. Þeir mnna sennilega óttast, að þeir missi íökin á Aust'ur-iÞýzka landi og lepprfkjunum, ef þeir hafa ekki her þax lengur, Bætt sambúð i’eslar-Þýzkalands og A u stu r-Þýzk a land s myndi ekki verða til að auka fylgi kommúnista í Austur-Þýzkalandi, því að fólk þar gæti þá betur borið saman lífs kjör sín og landa sinna í Vestur- Þýzkalandi. Fyrir lýðræðisstefn- una ætti það þvi siður en svo að verða til óhags, ef samskiþti Vest- ur-Þjóðverja og Austur-Þjóðvcrja ykjust eða eriendir herir væru dregnir burtu írá Veslur-iÞýzka- landi og lepprlkjum Rússa. 1 Ef Rússar hins vegar höfnuðu slíkum tillögum, væri það sýnt svart á hvítu, aið lausn þessara mála strandaði a þeion. Vesturveld- in hefðu þá nuð af þeim frum- kvæðinu í kalda stríðinu. • ÞAÐ HEFÍR nú verið tilkynnt að Dulles murd íerðast 'til Evrópu í þessari viku og ræða þar- við stjórnir Vest.ir-Þýzkalands, Bret- lands og Frakkiands um þessi mál. Sennilegt þykir, að hann ætli að (Framhald á 8. síðuj. Fiðlutónleikar Spivakovsky á vegum Tónlistarfélagsins eftir helgina mega menn þó vænta þess, að Bjarni Ben. haldi áfram að hamra á þeim. Þegar Bjarni var við pólitískt nám i Þýzkalandi, réð þar ríkj- um maður, sem hélt því fram, að menn færu að trúa ósannindunum, ef þau væri sögð nógu oft. Þrotlaus end- urtekning Bjarna á tveimur framangreindum sögum, sýn ir glöggt fyrirmyndina, er hann fylgir í þeirri iðju sinni. Fiðlusnillingurinn Tossy Spivakovsky kemur hingað til landsins í dag á vegum Tón- listarfélagsins og heldur tón- leika í Austurbæjarbiói á þriðjudags- og miðvikudags- kvöld kl. 7, fyrir styrktarfé- laga Tónlistarfélagsins. Tossy Spivakovsky er kunnur víða um lönd sem afburða snjaLl fiðluleikari. Hann er fæddur i Odessa í Rússlandi, en fluttist með foreldrum sínum til Berlínar er hann var aðeins tveggja ára að aldri. í Þýzkalandi stundaði 'hann nám i fiðluleik hjá frægustu kennurum. Aðeins tíu ára gamall kom Spivakovsky fyrst fram á opinberum tónleikum, og sem ,.undrabarn“ ferðaðist hann víðs vegar um E\TÓpu og hélt tón- leika. Um nokkurra ára skeið var hann konserrmeistari í hinni frægu Fílharmeriísku hljómsvcit í Berlín. Síðar var SpivaSovsky búsetlur í Ástralíu í nokkur ár, en síðast Iiðin 20 ár hefír hann verið bú- settur í Bandarikjunum, þar sem hann nýlur geysimikils álits sem fx’amúrskarandi snillingur. Tækni hans þykir einstök og túlkunin frumleg og gædd sérstæðum per- sónuleika. Undanfarið befir Spivakovsky verið á tónleikaferð um Evrópu, cn kemur hér við á vesturleið. Á efnisskránni á þriðjudags- og miðvikudagskvöld verður xn.a. Adagio í E-dúr ef-tir Mozart, ,són- ata í d-moll eítir Brahms, Chac- onne Bachs. Sónata eftir Debussy, verk eftir Béla Bartok o. fl. Undir leikari verður Ásgeir Beinteins- son. Þetta veroa einu tónleikarnir sern Spivakovíky heldur að þessu sinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.