Tíminn - 03.02.1959, Blaðsíða 3
TÍMINN, þriSjudaginn 3. febrúar 1939.
3
Dartska ibilaðið Politiken
hafSi á sutmniudag símasam-
bartd viS þyzíka togarann Jo-
hannes Krfíss, sem kom fyrst
ur á vettvamg eftir hið hörmu
lega slys, þegar Grænlands-
fariS Hans IHedtoft fórst. Fer
hér á eftir Ijsað, sem togara-
menn höfðti um málið að
segja:
Hjálpin var í næstu grösum,
þegar Hans Hedtoft sendi út síð-
uslu neyðarkölí sín. Strax eftir
fyrstu hjálparbeiðnina breytti vest-
urþýzki togarinr. Johannes Kriiss,
sem var þar næsitaddur, um stefnu,
og hélt áleiðis til hins sökkvandi
skips. Togaramer.r. fylgdust gegn-
um loftskeytastöðina í fullar þrjár
stundir með baríttu Hans Hedtoft
við stórsjó, hrí'ð, ofsarok og hafís.
Of seint
En Johannes Kriiss, sem er 650
brúttólestir, *koir. því miður of
scint, enda 'þótt skipstjórinn og
áhöfnin öll gerði sitt bezta til þess
að komast á stysstaðinn, og sjálfur
liafi togarinn ettt sinn næstnm
rckizt á ísjaka. Einmitt í þann
mund sem svohíj. skeyti barst
frá Hans Hedtoft: ,,Við erum að
sökkva, þörfnu'nvst hjálpar þegar
í stað", náði togarinn til þess stað-
ar, s*em Hans Hedtoft hafði gefið
upp, en þá var Grær.landfarið horf-
ið, og ekkert sjaanlegt frá togar-
Loftskeytamaðurinn
á togaranum
„Johannes Kruss“
var í stöðugu sambandi
við hið nauðstadda
skip í 3 klst.
A. m. k. 15 orðsend-
ingar fóru milli
skipanna
anum. Staða Hans Hedtoft hefir þá
annaðhvort verið bi'eytt, eða slysið
skeð með óhugnanlegum hraða.
Rólegur til hins síðasta
Á laugardag var Johannes Krtiss
staddur nokkrum sjómílum sunn-
an við síðustu staðarákvörðun
Hans Hedtoft, og veittu skipsmenn
þá athygli braki á sjónum, sem
eftir öllum líkum mun vera frá
| Grænlandsíarinu. Togaramenn
: telja sig hafa séð þar brot úr borð-
• stokk Hans Hedtoft. Ekki hefir svo
, vitað sé sézt annað brak úr skip-
inu enda þótt togarinn hafi leitað
látlaust á staðnum. „Þetta kom
okkur mjög á óvart, að Hans Hed-
toft skyldi þagna svona skyndiiega
og hverfa með öllu“, sagði loft-
skeytamað'urinn á þýzka togaran-l
um í samtali við danska blaðið. Og
hann hélt áfram: ,.Það er okkur
öllum hér um borð hinn mesti
harmur, að hafa ekki getað komizt
nágu fljótt á slysstaðinn. Sam-
kvæml þeim skeytum, sem við
fengum, héldum við, að Hans Hed-
toft gæti haldizt á floti langtum
lengur en raun bar vitni. Ég verð
að lýsa aðdáun minni á loftskeyta-
manni Grænlandsfarsins. Hann hélt
áfram að senda morsskeyti á neyð-
arsendinn með hinni stökustu
rósemi til hins síðasta. Hann sendi
nákvæm merki og gaf staðarákvarð
anir; og ekki eitt einasta skipti
, mátti merkja flaustur eða ótta.
I
Neyðarsendir
| í þær þrjár klukkustundir, sem
við höfðum samband við Hans Hed
toft, skiptumst við að minnsta
kosti 15 sinnum á morsskeytum.
Síðasta skeytið kom klukkan 21,40
(isl. tími 19,40). Það var skeytið
um að skipið væri að sökkva, en
andartaki síðar bárust okkur tvö
langdregin morsmerki. Svo virtist,
sem rafgeymir neyðarsendisins
væri genginn til þurrðar, en einnig
getur þetta hafa stafað af því, að
sjórinn hafi fossað inn og stöðvað
loftskeytamanninn . ..“
Loftskeytamaðurinn á Johannes
Kriiss heldur áfram frásögn sinni:
„Það var klukkan 18,30 (16,30 ísl.
tími), sem við breyttum stefnu til
þess að halda til hjálpar hinu nauð
stadda skipi. Veðrið var mjög vont,
10—11 vindstig, haglél og ísjakar
og rekís um allan sjó. í svarta
myrkri var erfitt að komast á slys-
1 staðinn. Johannes Kriis gelur farið
13 hnúta á klst., en við neyddumst
til að sigla á minni hraða vegna
íshættunnar. Það tók okkur um
það bil þrjá tíma að ná til þess
staðar, sem Hans Hedtoft hafði
- 'W-
Þýzki togarinn Johannes Kruss
gefið upp. Hvað eftir annað gaf
danski loftskeytamaðurinn upp
staðarákvörðun og spurði hve langt
við værum frá honum, en við svör-
uðum með því að gefa upg okkar
staðarákvarðanir.
Sáu ekki blysin
Þegar'klukkan var 21,30 (19,30)
bað ég loftskeytamanninn að láta
senda upp neyðarblys frá Hans
Iledtoft, og það gerðu þeir, en þótt
við væmm ekki langt frá slysstaðn
um, gátum við ekki séð þau. Myrkr-
ið og stormurinn hafa tekið blysin,
og enda ekki verið hægt að senda
þau beint upp frá hinu sökkvandi
skipi. Þegar við komum á slysstað-
inn, var skipið ekki sjáanlegt, og
enda þótt við sigldum um staðinn
framog aftur í hálfa aðra klukkust.
komum við' ekki auga á neitt. Við
lýstum með ljóskösturum og höfð-
um nákvæmar gætur á hvort björg-
unarbátar væru á floti, og okkur
Titanic, Norge og sjóslys við Grænland
Hans Hedtoft-slysið vekur
nienn til umhugsunar um
hin meiri Ihátfar sjóslys, sem
orðið haía á þessari öld,
stundum við imjög svipaðar
aðsfæður og þá er Hans Hed-
toft fórst, og munu menn
í því sambandí fyrst minnast
Titanic-slys5ins.
Það skeði 14. apríl 1912 á mjög
svipuðum slóðutn og Hans Hed-
toft fórst. Bæði skipin áttu það
sameiginlegt, að þau voru í jóm-
frúferð sinni. Hið volduga skip,
Titanic, sem ékki var álitið geta
sokkið, rakst* á borgarís, og var
svo útleikið eftir áreksturinn, að
það fór strax að síga í djúpið. All (
ur heimurinn skelfdist af þessti
slysi, og ekki sízt af frásögnunum j
um skelfinguna og öngþveitið, sem |
greip um sig um borð eftir að slys
ið vildi til. Farþegarnir þyrptust í
björgunarbátana, og mörgum
þeirra hvolfdi. En áhöfnin stóð
sig hetjulega, m. a. lék skipshljóm
sveitin sleitulaust allt þar til sjór-
inn náði upp í salarkynnin. Þarna
fórust 1635 manns, en 700 var
bjargað af gufuskipum, sem kölluð
voru á vettvang með SOS-merkinu
en það merki varð fyrst þekkt út
um heiminn við þetta tækifæri.
Norge
í júlí 1904. fórst danska Amerjku
farið Norge, eign Þingvalla-línunn
ar, við Rockall höfðann, og fórust
633 af 798 manns, sem um borð
voru. Hvort skipið hefir rekizt á
ísjaka eða eitthvað annað, hefir
aldrei verið upplýst og skipstjór-
inn, sem komst af, eftir að hafa til
hins ýtrasta gert skyldu sína,
kveður allt benda til þess að skip-
ið hafi s'iglt á annað hvort óþekkt
3. iúti 1904 fórst Ameríkufarið Norge sker ega borgarís, Og við það liafi
eign Þingvalla-línunnar dönsku og skipshliðin rifnað. Það átti líka
drjúgan þátt í því hve nxargir fór-
ust, að aðeins voru til björgunar-
bálar og flekar fyrir 296 manns af
798.
Hans Hedtoft var eign dönsku
Grænlandsverzlunarinnar, en hún
hefir oft áður orðið fyrir því að
rnissa skip sín í slysum, þótt ekk-
ert þeirra slysa hafi verið jafn
skelfilegt og hið síðasta. í júlí
1951 kviknaði í flaggskipi félags-
ins, G. C. Amdrup, við vestur-
strönd Noregs', er skipið var á
heimleið frá Angmagsalik.. Skip-
ið, sem var tréskip, brann til
, Ösku, en farþegum og áhöfn, var
Titanic fórst 1912 og með því 1635 manns.
með því fórust 655 manns.
Jopeter var yfir*gefinn, en fannst
aftur ári síðar.
bjargað. Eftir þetta slys Var á-
kveðið að nota ekki framar tré-
skip í þessar íerðir.
Við Grænland
Mörg skip hafa farizt á s.l. öld
við strendur Grænlands. 1895
fórst skrúfuskipið Hvítbjörninn
við Nunarssuit. Skipbrotsmenn
komust í land en 18 þeirra fórust
af vosbúð áður en hjálp barst.
Ári síðar hvarf skipið Castor við
Nanorlalik og frá síðari árum
minnast menn þegar Hans' Egede
lórst 1942, er það var hæft með
þýzku tundurskeyti, og Gertrud
Rask, sem strandaði sama ár.
1948 rakst eftirlitsskipið Alken
á ísjaka og sökk með átta manna
áhöfn og 9 árum seinna hvarf
Ternen, sennilega í óveðri, og
einnig með henni 8 menn. 1954
hvarf kútterin Peter Grövold með
8 manna áhöfn og 1949 hvarf vél-
skipið Ebba við Grænland. Loks
minnast menn þess, þegar norski
selfangarinn Jopeter barðist við
ísinn við Scoresbysund á árinu
1955, en áhöfn 'hans var bjargað
af amerískum björgunarkoptum,
sem fluttu hana til danska ís-
brjótsins Kista Dan. Enginn bjóst
við að sjá skipið aftur, en ári sí'ð-
ar fannst Jopeter í mjög svipuðu
ástandi og skilið hafði verið við
hann.
var þungt um hjartarætur, er vi$
urðum að halda burt án þess að
hafa komið auga á nokkurn skap-
aðan hlut. Við vorum á mjög'
hættulegum slóðum, umkringdir
hafís á alla vegu, og urðum að
beita, ýtrustu varkárni. Þessi hætta
gerði það að verkum að við héld-
um frá slysstaðnum og lögðumst
úti fyrir íssvæðinu yfir nóttina."
Hættur leit
Það má skjóta því hér inn í, að
útgerðarfélag togarans fékk um
það skeyti frá honum, að hann
væri hættur leitinni, enda hefði
hún engan árangur borið. Loft-
skeytamaðurinn á Johannes Kruss
segir þessa tilkynningu hafa verið
á misskilningi byggða:
„Þetta er ekki rétt. Við lögð-
umst aðeins fyrir utan ísinn yfir
nóttina, en þegar morgnaði á laug-
ardag héldum við þegar á vettvang
aftur, og höfum leitað í allan dag.
Nú meðan við tölum saman. (á
laugardagskvöld) erum við enn
að leita. Veðrið hefir heldur skán-
að, eru svona 6—7 vindstig núna,
en hríð er í aðsigi og íshættan
mjög mikil. í nótt vorum við sjálf-
ir mæstum lentir á ísjaka, en ljós-
kaslararnir hjálpuðu okkur til
þess að sjá hættuna og við gáturn
sveigt frá síðasta andartaki.
Brak
Við höfum leitað á svæði, sem
er 51 sjómílur á annan veginn en
um 25 sjómílur á hinn. Við höfum
ekki séð björgunarbáta eða menn í
sjónum. Hið eina, sem við höfum
orðið varir við, var grámálaður
trjábútur, sem flaut með í hinum
þunga straum uokkrum mílum
sunnan við síðustu staðarákvörðun
Hans Hedtoft. í dag hafa þýzka
eftirlitsskipið Poseidon og aine-
ríska eftirlitsskipið Campbell siglt
áleiðis hingað, en þau voru ekki
komin þegar myrkrið skall á. Við
erum því eina skipið, sem höfum
getað siglt um siysstaðinn fram og
aftur í dag og munum halda áfram
á morgun (sunnudag) svo framar-
lega sem ísinn neyðir okkur ekki
til að gefast upp.“
Þýzki loftskeytamaðurinn var
spurður hvort starfsbróðir hans á
Hans Hedtoft hefði ekki sent út
nein persónuleg skeyti, um líðan
farþega og áhafnar, eða hvernig
gengi að koma björgunarbátum
skipsins á flot.
„Nei“, svaraði loftskeytamaður-
(Framhald á 8. síðu).
Skólaskipið Köbenhavn litarf með ailri áhöfn, 59 drengium og fullorðnum.
ÞEGAR „HANS HEDTOFT” FuRST