Tíminn - 14.03.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.03.1959, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, laugardaginn 14. marz 1059. Útgefandl : FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við LindargSttl Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323 Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13048 Búnaðarþingskosningarnar og Mbl. AÐ UNDANFÖRNU hefur þaö verið ein helzta réttlæting Mhi. fyrir hinn nýju stefnu Sjálfstæðisflokksins í kjör- dæmamálinu, aö Framsókn- armenn hafi beitt sér fyrir 1937, aö teknar yröu upp hlutfallskosningar til Búnað- arþings og kjörsvæöin stækk- uð. Framsóknarmönnum far- ist því ekki að mótmæla því, að þingmenn verði kosnir í stærri kjördæmunum hlut- xallskosningunum. Þannig sagðist Mbl. frá fyrir nokkru síðan og var það síö- an endurprentað í Verði og ísafold: „Árið 1937 samþykkti Bún- aðarþing nýjar reglur um kjördæmaskipun og kosning- ar til þessarar virðulegu sam- komu íslenzkra bænda. Voru þar upp teknar merkilegar nýjungar. Ákveðið var, að öllu landinu skyldi skipt í 10 stór kjördæmi, og að allir 25 fulltrúar á Búnaðarþingi, skyldu kosnir með hlutfalls- kosningum í þessum kjör- dæmum. Ekki er annað vitað en að gott samkomulag hafi ríkt á Búnaðarþingi um þessa skipulagsbreytingu. Forystu- menn bændastéttarinnar og bændur almennt, töldu það spor I réttlætisátt að fulltrú- ar á sjálft stéttaþing bænda skyldu framvegis kosnir hlut- fallskosningum í stórum kjördæmum. Einnig var það talið stuðla að aukinni sam- vinnu bænda og nánari sam- tökum milli héraða, að kjör- dæmin sJcyldu stœkkuð JAFNVEL þótt allt væri satt, er stæði í framanbirtri frá- sögn Mbl. og ísafoldar, fælist í því lítil röksemd fyrir því, að tekinn yrði upp stór kjör- dæmi og hlutfallskosningar við' kjör Alþingismanna. Verkefni Alþingis og Búnað- arþings eru svo gerólík, að allur samanburður á þeim er hreinlega út í loftið. Þessi samanburöur verður þó enn óheppilegri fyrir Mbl. þegar það kemur í ljós, að frásögn Mbl. og ísafoldar er í meginatriðum röng. Með lögum 1937 voru kjördæmin, sem kjósa til Búnaðarþings ekki stækkuð. Þau voru látin haldast óbreytt frá því, sem verið hafði, en þau höfðu frá upphafi verið miðuö við umdæmi búnaðarsamband- anna. Alþingi fylgdi þá þeirri eðlilegu stefnu að breyta ekki kjördæmunum, nema fyrir lægju um þaö ákveðnar óskir manna í viðkomandi héruð- um, slíkar óskir lágu þá ekki fyrir. Breytingin, sem gerð var 1937, var aðeins sú, að tekn- ar voru upp hlutfallskosning- ar í staö þess, að Búnaðar- þingsfulltrúar höfðu áður verið kosnir af aðalfundum búnaðarsambandanna. Bænd ur óskuðu þess, að geta kos- ið fulltrúana beint í stað þess, að kjör þeirra hafði verið óbeint áður. MBL. og ísafold geta þannig ekki fundið rök fyrir stækk- un kjördæmanna meö þeim breytingum, sem gerðar voru á kosningunum til Búnaðar- þings 1937. Þvert á móti verða Mbl. og ísafold hér óbeint til þess að minna á athyglis- verða þróun, sem hefur átt sér stað í þessum málum síð- an 1937. Þessi þróun er í stuttu máli sú, að síðan 1937 hefur ýmsum búnaðarsam- böndum verið skipt til þess að hægt væri að taka upp kjör Búnaðarþingsfulltrúa í einmenningskjördæmunum. Um þetta atriði segir Guð- mundur Ingi Kristjánsson í grein, sem birtist í Tímanum í gær: „ísafold sú, sem áður var nefnd, segir í forsíðugrein að nú s'éu 8 Búnaöarþingsfull- trúar kosnir í einmennings- kjördæmum. Þar segir blaðið satt. Allar breytingar, sem gerðar hafa verið í þessum efnum síðan árið 1937 hafa verið á einn veg. Aö fjölga kjördæmunum og taka upp einmenningskjördæmi. Það er eftirtektarvert, að hvar þar sem þessum kjör- dæmum er skipt verða tak- mörk hinna nýju kjördæma þau sömu og sýslumörkin. Ástæðan til þess liggur í aug- um uppi. Sýslurnar eru enn í vitund manna samstæðar heildir með tilliti til sam- vinnu og íjárhagsmála. Þeg- ar bændur skiptast í búnað- arsambönd, finnst ekki enn í dag heppilegri svæðamörk en sýslumörkin. Og það er jafnan svo, að hverju búnað- arsambandi finnst eðlilegt að eiga sinn fulltrúa á búnaðar- þingi.“ ÞAÐ sem hér hefur verið rak- ið, sýnir næsta ljóst, hvílík fjarstæða það er, þegar Mbl. og ísafold, eru að reyna að nota kosningarnar til Bún- aðarþings sem rök fyrir því að taka eigi upp stór kjör- dæmi með hlutfallskosning- um við kjör Alþingismanna. Það sýnir vel, hvar málstað- ur Sjálfstæðisflokksins er í kjördæmamálinu, að hann skyldi reyna að nota slíkt sem eitt aðaltrompið til rétt- lætingar þeirri nýju stefnu, er hann hefur tekið upp. Kjördæmamálið og Bjarni Mbl. skýrir frá þvi í gær, að Bjarni Benediktsson hafi flutt langa ræðu á landsfundi Sjálfstæðismanna i íyrradag og hafi hún öll snúizt um út anrikismál. Eðlilegra hefði vissulega verið, að Bjarni hefði rætt aöallega um kjördæmamálið, og gert grein fyrir hinum al- gera hringsnúningi sínum í því máli. í ræðu, sem Bjarni hélt í janúar 1953, geröi hann m.a. svofeida grein fyrir réttmæti þess, að einmenningskjör- dæmin yrðu tekin upp í Reykjavik: Stokkhóhnsbréf frá Ölafi Jónssyni: Nýtt meistaraverk Ingmar Bergmans fremsta kvikmyndastjóra Svíþjóðar Stokkhólmi í marz 1959. Sú var tíðin að sænsk kvik- myndagerð þótti standa einna fremst í heimi. Það var á gullöld þöglu mvndanna, og þá stóð einnig gullöld sænskrar kvikmyndalistar, tíð þeirra Victors Sjöströms og Mauritz Stillers. Nú er langt um liðið siðan, og myndir þeirra fé- laga eiga sjálfskipaðan sess í kvikmyndaklúbbum víða um heim, en nafn Svía í kvikmyndum hefur um Ianga stund verið bundið nokkr um leikkonum er af ýmsum ástæð- um hafa getið sér frægð í Ame- ríku: Greta Garbo, Ingrid Berg- mann, Anita Ekberg. Á síðustu ár- um hafa þó sænskar kvikmyndir tekið að þoka sér til vegs og virð- ingar í umheiniinum á nýjan leik, og hefur sumum mönnum sýnzt að ný gullöld mundi í aðsigi, ef ekki upprunnin. Þar hefur einn maður farið fyrir fý’lkingum, — Ingmar Bergman, kvikmyndastjóri, leik- stjóri, leikritahöfundur. Ingmar Bergman er þrautþjálf- aður leikhúsmaður og þykir einn fremsti — ef ekki fremstur — leikstjóri Svia. Undanfarin ár hef ur hann starfað við helzta leikhús Málmeyjar, en hefur nú verið ráð inn til Dramaten í Stokkhólmi og mun taka til starfa þar áður en langt líður. Þó stendur honum meiri frægð af kvikmyndagerð, myndir hans hafa um skeið farið sigurför erlendis og verðlaunagull fallið óspart í hlut þeirra á alþjóð legum kvikmyndahátíðum. Lát varð reyndar á nú í vetur: siðasta mynd hans komst ekki í flokk þeirra fimm erlendu mynda er keppa um Oskarsverðlaunin í Ameríku. Þessi mynd — Ansiktet — var frumsýnd hér á jólum, og ætlunin að segja lítillega frá henni og nokkrum öðrum mynd- um Bergmans i þessum pisli. ★ Andlitið — það er andlit skottu læknisins Emanuels Voglers, sem einn góðan veðui'dag á öldinni sem leið kemur akandi til Stokkhólms ásamf loddaraflokki sínum. En er Vogler ekki annað en svikahrapp- ur og falsari og hið „magiska halsoleater“ hans aðeins venju- legur trúðleikur? Það hafa nokkr- ir virðulegir borgarar með „rnedi- cinalrádet" Vergérus og lögreglu- stjóra staðarins í toroddi fylkingar ákveðið að sýna þessum heiðurs- mönnum listir sínar áður en lengra er haldið. Og síðan segir myndin frá þessari þrekraun loddaranna, „ . . . Þvert á móti mundi skipulag' Reykjavíkur í til dæmis 16 eða 17 kjördæmi hafa í för með sér miklu nán- ara samband þingmanns og kjósenda en verið hefir. Þing- maður mundi miklu betur en nú vita, hvað kjósendum hans liði og eiga þess kost að greiða fyrir mörgum áhugamálum þeirra og veita einstaklingum sams konar fyrirgreiðslu og þingmenn utan af landi verða að veita sínum kjósendum. Þetta yrði aukin vinna og umstang fyrir þingmennina, en ég þori að fullyrða, að af því yrði mikill vinningur fyrir kjósendur.“ Kannske er það eðlilegt, að Bjarni hafi heldur kosið að tala um utanríkismál en kjördæmamálið. Fyrir mann, sem hefur bent jafnréttilega á kosti núv. kjördæmaskip- unar fyrir Iandsbyggðina, er ekki svo auðvelt að halda þvi fram nú, að það sé hið mesta hagsmunamál fólksins þar, að henni verði kollvarp- að! INGA4AR BERGMAN þar er slegið á marga strengi grimmdar og haturs en einnig ást- ar og vonar, myndin er í senn bitur og glettin, hún er bæði afhjúpnn og rómahtísk draumsýn. Andlit Emanuels Voglers eru reyndar tvö. Annað er kristsskeggj uð spámannsásýnd hans sem virð- ist búa yfir allri þjáningu verald- ar, sú gríma er hann býr sér með fölsku skeggi og hárkollu. Hitt er andlit sjálfs hans nakið og tryllt cr grímunni hefur ■ verið flett af honum og hann stendur afhjúpað ur frammi fvrir áhorfendum sín- um. Því að borgarinn er í raun ónæmur fyrir listum hans, skynj- ar hann aðeins sem hættulegan loddara er verður að fella. Og •Vogler fellur einnig út í hin yztu myrkur, — en því meiri verður uppreisn hans að lokum. Þegar auðmýking hans er sem mest ber- ast iboð frá sjálfum Svíakóngi er fregnað hefur af frægð hans og kallar hann og flokk hans til sin á Stokkhólms Slot. Þetta eru þær röksemdir er borg,arinn skilur og endanlegt sigurhrós Voglers, upp- risa hans úr djúpum fyrirlitningar innar og himnaferð í gullinni reið. Það er sem sagt annað en líf og lífsskilyrði listamannsins er Ingmar Bergman freistar að lýsa í Ansiktet, baráttu listar og lista manns við vantrú og tortryggni, magnleysi hennar gegn „vísinda- legum“ rökum. Og meira: skyld- leika listarinnar við fáfengileg loddarabrögð annars vegar, galdur og forneskju hins vegar. Því að í flokki Voglers eru auk sjálfs hans og „miðilsins“, eiginkonu hans, einnig trúðurinn Túbal og gömul norn — sem safnað hel'ur auði á því að selja ástardrykki. Og sjálf ur er Vogler neyddur til að grípa til bragða til að selja list sína, bera grímu og ger.a sér upp mál- leysi. Og andlit hans er mótað af hatri og hræðslu, er það loks hef- ur verið afhjúpað, hann hatar á- horfendur sína og óttast þá, — en á þó engan kost annan en halda áfram að leika fvrir þá listir sínar. Launin: nokkrum smápeningum er hent fyrir fætur hans að sýningar lokum, tortryggnin fylgir honum hvert sem hann fer. Og þó er hann ómótstæðilegur áhorfendum sín- um, hann megnar hæði að afhjúpa þá og drepa þá í dróma listar sinn ar þótt hann geti aldrei unnið trausi þeirra, og þeir hala hann og óttast ekki síður en hann þá. Þessi tvíleikur ástar og haturs milli listamanns og áhorfenda er efni myndarinnar þegar öllu er á botn inn hvolft. Hér er ekki rúm til að ræða þátt einstakra leikara, en þrjá þeirra verður að nefna: Max von Sydow Vogler, Ingrid Thulin konu hans, Gunnar Björnstrand Vergér- us, og hafa þau öll áður leikið í myndum Bergmans. Hann vinur að jafnaði til langframa með sömu leikurum, og margir 'hverjir hafa þeir unnið sína stærstu sigra und- ir hans. stjórn. ★ Ansiktet sver sig ótvírætt í ætt við nokkrar aðrar beztu myndir Ingmars Bergmans: Gycklarnas afton (1953). Det sjunde inseglet (1956) og Smultronstallet, sem frumsýnd var i fyrravetur, og að mínu viti er hún meiri og heil- steyptari kvikmynd en hin siðast- nefnda. En meistaraverk Bergmans til þessa er þó Sjöunda innsiglið, ein beirra fáu kvikmynda sem mað ur getur freistazt til að kalla mik- ið listaverk í fyllstu merkingu þess orðs. Þar. Þar hafa danskvæði og þjóðsögur miðalda orðið Bergman drýgstur innblástur. Myndin ségir frá riddaranum er víða hefur farið og marga hildi háð í' leit að Sánn- leikanum, en nú snúinn heim aftur vegmóður. Heima fyrir geisar pest in, hjátrú og ofstæki tröilríða fólki, og dauðinn er alls staðar á næsta leiti: riddarinn fær.borg- ið lífi sínu um stundarsakir með því að tefla við hann skák og leggja höfuð sitt undir, — en að vísu getur slíku tafli aðeins lokið á einn veg. Þessari mynd verður ekki frekar lýst hér, en hún er auðug að fegurð og djúpum skáld- skap. Mér er næst að kalla hana filmljóð og Bergman sjálfan film skáld, eins og önnur beztu verk hans er Sjöunda innsiglið marg- slunginn og fingerður skáldskap- ur, rómantísk ljóð um Lifið, Sann leikann og dauðann, — allt með stórum staf. Segja :ná að -viðfangsefni Berg mans séu hin sömu í öllum þess- um myndum, þær greina frá leit að sannleika í lífinu, frá eilífum hráskinnsleik góðs og ills,sann- leika og lygi i manninum og um- hverfis hann. En þær eru enginn prósaannáll af þessum atburðum öllum, og fiarstæða væri að ætla að félagið Alvara ætti flest hluta bréfin í list Bergmans. Ifann er enginn raunsæismaður, viðhorf hans til lífs og listar er oftast rómantískt. En það sem gefur myndum hans fyrst og fi'emst gildi er auðugt filmiskt líf þeirra, þær eiga óskylt við bókmenntir og leik hús og aðra eldd listgreinar,:—- eru kvikmyndir og ekkei't annað. Skylt er að geta þess, að einnig gætir annarra viðhorfa en hér hef- ur verið lýst i öðrum myndum Ing rnars Bergmans. Sumar myndir hans eru í raunsærri stíl, og er þar fremst að gela einnar nýjustu myndar hans, Nara livet (1958), se:n gerð er eftir handriti ungrar sænskrar skáldkonu, Ullu Isaks- ■son. Annars skrifar Bergman hand ritin að flestum mvndum sínum sjálfur, þar á meðal að öllum þeim myndum öðrum er hér hafa verið nefndar. Og þessi mvnd er tví- mælalaust ein af fremstu verkum Bergmans, athyglisverð fyrir það meðal annars að þar hefur hann orðið fyrir ríkum áhrifum af 'sjón varpstækni eins og sumir •amerisk ir kollegar hans. Þá hefur Berg- man gert nokkrar hreinræktaðar kómediur. og ein þeirra a.m.k. er talin mjög gott verk, það er Sommarnattens Leende (1954). Þá mynd hefur undirritaður ekki séð. ★ Ný gullöld? Iðulega heyrist því haldið fram að sænsk kvikirtynda- gerð eigi nú nýjan stórveldistíma fyrir höndum, þótt því sé reyndar jafnharðan mótmælt af öðrum böl sýnni röddum. En bitt er óhætt að fullyrða að fáar þjóðir fram- leiði nú betri kvikmyndir en bCztu verk Bergmans, þær myndir sem hér hefur verið getið. Sömuleiðij eiga Svíar nokkra Ieikstjóra aðra (Framhald á 8 síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.