Tíminn - 26.03.1959, Síða 7
T í M IN N, fimmtudaginn 26. marz 1959.
7
y,Ekki óraði mig fyrir
v »1 .* JtT • st* £ .•
a liesti, ao 1 ryggvi yroi rorsætisraoherra
iví, er við bjuggum
Fyrir kemur að
finnst húsgögn
persónuleika eftir langa
notkun — finnst ekki fjarri
lagi að ávarpa þau og spyrja
frétfa af hinu íiðna. í stof-
unni bar sem ég sit þessa
stundina eru margir gripir
með þessu eðli. Píanóið gæti
sagf frá því þegar það var
borið út úr brennandi sýslu-
mannshúsinu á Akureyri ár-
ið 1901, eða flutt á ísi yfir
Hvtfá á leið upp að Hesti,
röskum áratug síðar. Háa
dragkistan — chiffonieren
— sfóð um hálfa öld á heim-
ili Fínns Jónssonar, prófess-
ors. Fötnuðu blómsturmynd-
ina á veggnum saumaði
sýsiumannsfrúin Þorbjörg
Stefánsdóttir og listahand-
bragðið nýtur stn enn, þó að
litirnir séu teknir að dofna.
Sem feetur fer er hér greiðari
svör aí fá cn þessir fögru munir
gefa. Hésfreyjan, sem af alúð og
virðinga fyrir goðum gripum hefir
varðveitt marga sérstæða muni
um tange ævi á fjölmennu heimili,
írú Anna Klemensdóttir Jónsson-
ar, landritara, ekkja Tryggva Þór-
liallssonar, leysir greiðlega úr
spurningum.
Frú Anna hefir ætíð talið heim
ilið fyrst og fremst sinn vettvang,
enda hai't þar ærið verkefni. Hún
vill sem minnst tala um eiginn
hag, segir helzt frá æsku sinni og
bernsku.
Foretdrar riiínir voru gefin sam-
an árið 1889 á Stokkseyri, því að
afi minn. Stefán Bjarnason, var
sýslumaður í Árnessýslu. Af hinni
dönsku konu hans, Karen Emilíu,
fóru ýmsar sögur þar eystra. Hún
var mikil búkona og skörungur og
þótti fara sínu fram. Ein sagan er,
að húa hafi sézt bera tvö stórgripa
læri sitt í hvorri hendi og ekki
verið íaust við að þau næmu við
jörðu. Mun hafa þótt óvenjulegt
að sjá sýslumannsfrú annast að-
drætti á þann hátt. Dætur sínar
settu þau hjón til mennta meira
en almennt gerðist þá. Mun Cam-
illa dóttir þeirra hafa verið fyrsti
íslenzki lcvenstúdentinn, en hún
tók stúdentspróf í Kaupmanna-
höfn árið 1889 og árið eftir varð
hún cand. phil. við Hafnarháskóla.
Önnur dóttir þeirra varð hjúkrun-
arkona eg starfaði lengi í París,
þar sem hún átti heima um fimm-
tíu ára skeið og þar dó hún á
styrjaldarórunum. Móðir mín
menntaðíst líka erlendis, var mik-
il hansyrðakona og hafði yndi af
garðrækt. Stundaði hún hvort
tveggja mikið, þrátt fyrir það að
hún var fttltaf mjög heilsuveil.
Svo fluttu foreldrar mínir til
Kaupmennahafnar. Faðir minn
starfaSi þar í íslenzku stjórnar-
deiidinHÍ órin 1889—91, en þá
varð ha«R sýslumaður í Eyjaíjarð
arsýslu. Fór hann tii Akureyrar
þá sti’aK cn móðir mín kom með
mig þaagað tveggja ára gamla.
Ég veit ekki hvort það fær stað-
izt, en niér íinnst ég muna eftir
þvi að faðir minn leiddi mig upp
bryggjuaa að gamla apóekinu, þar
sem við vorum til húsa þangað til
Við fluttum í hús Júlíusar Hav-
steens, amtmanns, sem faðir minn
k.eypti þogar Havsteen lét af emb-
ætti og flutti suður. Það hús stóð
sunnarlega í tungunni milli gatn-
anna, sem þá voru kallaðar efri
og neðri gata.
hafi hbtis segir frú Anna KÍemensdóttir, ekkja Tryggva ÞórSialIssonar, í
eftirfarandi viðtali við frú Sigríði Thorlacins
Fró Anna Klemensdóttir í litlu stofunni í baSstofustíl í Laufási.
Yndislega Akureyri
Enginn staður finnst mér eins
yndislegur og Akureyri. Það gríp-
Br mig einhver helgitiifinning þeg
átr ég kem inn á Moldhaugnaháls-
ínn og sé inn fjörðinn, enda á ég
þaðan yndislegar bernskuminning
ar, sem og frá Möðruvöllum, því
höfðingsheimili. Þar dvaldi ég oft
tíma og tíma hjá Stefáni skóla-
meistara og frú Steinunni. Og
mikið voru melarnir ofan við Ak-
ureyri fallegir á sumrin — bláir
I af blásóleyjum, en svo voru 'fjól-
I urnar þá nefndar. Það var líka há-
I tíðlegt að fara til kirkju á aðfanga
I dagskvöld, þegar kertaljós logaði
í hverjum glugga í húsunum í Fjör
unni.
I kring um húsið okkar var rifs
berja-, blóma- og matjurlagarður
og upp á Brekku höfðitm við kart-
öflugarða. Svo var stór ytri garður
framan við húsið og þar var stund
um slegið upp palli og fóru þar
fram kosningar til Alþingis og
ýmsir fundir, en kosningar fóru
þá fram með nafnakalli. Þá var
margt um manninn.
Auk garðræktarinnar höfðu for
eldrar minir kýr, kindur, gæsir og
hænsni. Heyjað var handa skepn-
unum í hólma í Eyjafjarðará og
var það oft minn starfi um, hey-
skapart'ímann að færa fólkinu mat
fram í hólma. Það var drjúgur
spölur, því auðvitað fór ég gang-
andi.
Þér hafið þá snemma verið látin
vinna?
já, ég var látin vinna ýmis störf,
t. d. 'í görðunum og hjálpa til við
mótekju. Ég man líka eftir því að
ég hjálpaði móður minni að tína
baunir úr belgjum, en sennilega
hefir verið heldur fátítt að rækta
baunir hérlendis á þeim tíma. Já,
eitt man ég — gassinn okkar, sem
alltaf var kallaður sýslumannsgass
inn, var óskaplega grimmur og
fólk var hrætt við hann. Einu
sinni kom hann hvæsandi á móti
móður minni, en hún gerð'i sér Iít-
ið fyrir, greip um hálsinn á hon-
um og sveiflaði honum í kring um
sig. Eftir það var hann lafhrædd-
ur við hana og spektist mikið.
En þó að ég væri yanin á að
vinna, þá naut ég margs umfram
það, sem venjulogt var, einkumi
fékk ég snemma að ferðast mikið.
Átta ára gömul fékk ég að fara
með Guðrúnu Borgfjörð, íöðursyst
ur minni, til Stykkishólms og að
Sauðafelli í Dölum. Var hað ferða-
lag mikið ævintýri og þegar viö
sigldum út fjörðinn, var krökkt af
selum, sem skutu upp kollinum
allt í kring um bátinn. Er mér
enn í minni hve augun i þeim voru
vinaleg. Svo fékk ég að fara með
íöður mínum til Reykjavíkur, þeg
ar hann fór á þing, bæði 1901 og
1903. Þá kom ég daglega niður í
Alþingishús og kvnntist vel þing-
mönnunt. en þá sátu margir skör-
ungar og merkismenn á þingi.
Bjartar berrtskuminningar
En þó að margar bernskuminn-
ingar séu bjartar, ])á brá einnig
skuggum á bann. hluta ævinnar.
19. desember 1901 brann húsið
okkar og voru foreldrar mínir bá
erlendis. Móðir mín var að leita
sér.lækninga. en kom ekki aftur
úr beírri för, andaðist 30. janúar
1902.
Bruninn varð nrsð þéim hætti,
að það kviknaði í hótelinu, sem
stóð hinum megin við götuna. í
fyrstu var engin hætta talin á að
kvikna myndi í ökkar húsi, en lít-
ið skipulag var á slökkvistarfi og
tæki engin, og svo fór að okkar
hús1 brann. Guðrún föðursystir
mín, sem alltaf var í heimili for-
eldra minna og var mikill skörung
ur, tók til sinna ráða. þegar sást
hvert stefndi, greip nokkur sæng-
urver, íckk karlmenn í lið með
sér og bað þá að láta öll embættis
skjöl í sængurverin og bera út.
Miklu var bjargað af húsgögnum,
til dæmis var buffetið, sem þarna
stendur, borið út með öllu í, án
þess að svo mikið sem einn bolli
brotnaði. Og píanóið mitt var líka
borið út tir eldinum. Foreldrar
mínir höfðu verið búnir /að senda
ýmislegt góðgæti til jólanna, svo
sem vínberjakút, tvær kókoshnotir
o. fl. Skelina af annarri hnotinni
á ég cnn.
Þegar þetta gerðist, þá vorum
við tvær systurnar á lífi, en bróð-
ir okkar, Agnar Stefán, dó fjög-
urra ára gamall aldamótaárið og
eftir það leit móðir mín aldrei
glaðan dag. Faðir minn kvæntist
öðru sinni árið 1903 Önnu Schiöth,
ekkju Jóhanns Vigfússonar, sem
reyndist honum hin ágætasta kona.
Lifir hún enn og býr hjá Agnari
hálfbróður mínum, sendiherra í
París. Erum við Agnar ein á lífi
af systkinum okkar, því að systir
mín dó átján ára gömul.
Eftir húsbrunann þá fluttum við
aftur í gamla apótekið. Var þessi
vetur önnirlegur fvrir okkur. Fað-
ir minn fór til Noregs að kaupa
efni í nýtt hús. Þegar hann var á
beimleið lenti skipiþ í miklum ís
cg komst ekki norður fyrir land.
í aprílmánuði komst það loksins
til Reykjavíkur og þaðan fór fað-
ir minn landveg norður. Svo var
byggt á ný, en ekki vorum við
nema eitt ár í þvi húsi, þá flutt-
um við til Reykjavíkur.
Eins og að líkunn lætur konni
margir gestir til okkar á Akur-
eyri. Séra Matthías kom oft og
hafði sérlega gaman af að tala við
ir.óður mina. Einu sinni sátu þau
við kaffiborð og vofu að ræða um
dulræna hluti. Fullyrti móðir mín
að hún skyidi geta lesið úr huga
hans, ef hann hugsaði sér ein-
hvern ákveðinn hlut. Séra Matthías
var vantrúaður á það, en féllst á
að revna. Móðir mín stóð á fætur,
tók í hönd hans, leiddi hann gegn
um tvær stofur, þar sem stytta af
Jóni Sigurðssyni stóð uppi á skáp.
Móðir mín var lítil vexti og man
ég hvernig hún teygði sig upp og
lagði hönd séra Matthíasar á nef-
ið á stvttunni. Þá varð hann alveg
undrandi —• einmitt það hafði
hann hugsað um.
Vísur frá Matthíasi
Þegar víð fluttúm alfarin frá
Akureyri, sendi séra Matthías okk
ur systrunum nokkrar fallegar
vísur og voru mínar svona:
Allir með þér, Anna mín,
englar góðir fari,
eins og þegar unga sín
eltir fuglaskari.
Síðla muntu, barnið blítt,
bæniun þínum gleyma,
þótt þú yfir Frónið frí.tt
farir um alla heima.
Allar sálir unna þér
yngismærin þýða,
hrein og skýr sem skauta-gler
skreytir Pollinn fríða.
Hræðstu aldrei heimsins tál
hvar seni náir sveima.
Gæfan býr í góðri sál
og Guð er ávallt heima.
Á sumrin voru farnar maxgar
skemmtiferðir frá Ákureýri. Það
var farið í lautatúra út og suður,
þvi að alls staðar var gróðurlend-
ið kring um bæinn. Það var farið
norður í Skóg cg einu sinni fór ég
fram að Skriðu í Hörgárdal að sjá
tién, sem danska landbúnaðarfé-
lagið veitti Þorláki Hallgrimssyni
\erðlaun fvrir að rækta fyrst trjáa
á íslandi. Svo skemmtilega vill
til, að ég á silfurbikarinn, sem
' vei-ttur var í verðlaun, hann var
til sölu hjá gullsmið á Akureyri.
Frú Anna sýnir mér stóran silf
urbikar, sem á er letrað annars
vegar: Til Dannebrogsmand Tor-
Jak Halgrimsson af Skrede paa
Island for udvist Flid ved Have-
dyrkning.
Hve 'gömul voruð ]iér, þegar þiíJ
fluttuð frá Akureyri?
Fjórtán ára. Við fluttum hingáð
árið 1904 og tvö fyrs'tu árin bjugg-
um við í Miðstræti, þar til búið'
var að. byggja húsið í Tjarnar-
götii 22.
Árið 1906 flaut ég mcð í
skemmtileg.t ferðalag með Hanriesi
Hafstein og frú Ragnheiði, ásamt
föður mínum og fleirum. Var
þetta könnunarferð vegna væntan
legrar konungskomu árið eftir.
Ég var líka með í konungsfylgd-
inni og var það ógleymanleg ferð.
Til Kaupmannahafnar
Til útlanda fór ég í fyrsta -sinni.
17 ára gömul og var ,eitt ár hjá
Finni föðurbróðúr mínúm í'Kaup
mannahöfn. Það vár 'ýndislegur
tírni. Á heimili hans komn' a!l •
helztu horræriufræðingar beirra
tíma, svo sem Wimmer, ; Gertz,
Kaalund og fleiri. Finnur. var
starfsmaður með eindæmum og
svo reglusamur, að nágrannarnir
settu klukkur sínar eftir því hve-
nær hann kom og fór. 'Næsþ fór
ég utan 1910. Fór ég þá til ’að læra
að símrita og um leið tólc ég-söng
tíma. Eftir að heim kom fór 'ég
að vinna á símstöðinni, að vísu
meira við skrifstofustóri en sím-
í'itun, og þar vann ég í. tvö'ár, eða
þangað til ég gifti mig árið 1913
Fluttuð þið þá að Hesti? • /
Fyrsta veturinn vorúöí'Við á
Hvanneyri hjá Svövu mágkonu
minni og Halldóri Viihjálmssyni,
skólastjóra, þvi verið var að gera
við húsið á Hesti. Ég vpr.óvÖD.
sveitabúskap, en ekki viídi' ég
vera án áranna. þriggja, sém við
bjuggum á Hesti. Þá kýrintist ég
af eigin raun högum fólks' í’ sveit-
inni og komst að raun um það, að
þótt við hefðum ágætt fóik, þá.
þýðir ekki að ætla að búa, án þess
að ganga sjálfur í öll verlc. Á
Hesti er fagurt og mikið. vjðsýni.
— þaðan sjást á annað hundrað
bæir ofan af hálsinum. Vérst var
hve vatnsból var lélegt, súndum
varð að sækja vatn í brúsá' niður
i Grímsá.
Frá Hesti hefðum við sérinilega
aldrei farið, ef örlögin héfðu ekki
hagað því svo, að þegar tengdafað-
ir minn, Þórhallur biskup, andaðist
í desember 1916, var enginn; tii að
taka við búi í Laufási, því að. Björn
sonur hans, sem það hlutverlc hafði
verið ætlað, andaðist úti í Noregi
sumarið áður, þar sem hahri stund
aði búnaðarnám. Maðurinn' minm
fór til Reykjavíkur nokkl’ú' áður
en faðir hans andaðist, en hringdi
til mín að kvöldi dánardagsibisknps
ins og bað mig að koma, þar sem
svo stóð á að skipsferð félli frá
Borgarnesi. Eg man að ég geíck um.
stofurnar á Hesti með iírthpa i
hendi klukkan fjögur um 'nottina,
tii að líta eftir að allt vairiLf'lagi.
Það átti ekki fvrir mér að jiggja
að' koma þangað aftur. . .
Forsætisráðherrafrú 1930
oa, við tókum við alístóru, búi
hér í Laufási. Svo var ma^úrinn
ininn settur dósent við gu'ðfræði-
deild Háskólans. Óþarft er aðrekja
tildrög þess, að hann var ekki skip
aður í þá stöðu, en þegar það’ brást,
þá gerðist hann ritstjóri Titnans.
Stóð Guðbrandur Magnússon úpp
úr því sæti fvrir hann. Cg. þannig
báru atvikin hann út á sljórnrnála-
brautina. En ekki óraði riiíg‘'fyrir
því þegar við bjuggum á HeSti að
hann yrði forsætisráðherrai'Og að í
okkar hlut félli að standa ‘i þeirri
stöðu á Alþingishátíðinni 1930.
Var það ekki annasamur tími?
Jú, en allt gekk vel. Þá bjugg-
um við í ráðhcrrabústaðnmn við
Tjarnargötu og fyrsta hátfðisdag-
inn höfðum við konungshjónin og
fleira stórmenni, alls fjörutíu og
fjóra gesti í hádegisverðarboði, en.
á milli klukkan íjögur og sex. komu
250 manns í kaíii, en við veittum
aldrei vín. Maðurinn minn var alla
tíð strangur bindindismaður, en
hins vegar hafði hann ekkert á
móti því að ég notaði vín til matar
gerðar.
Ferðuðust þið ekki mikið í ráð-
herratíð manns yðar?
IEg fór fjórum sinnum með hon-
um til útlanda á þeim tíma og
(Framhald á 9. siðu)