Tíminn - 18.07.1959, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.07.1959, Blaðsíða 5
T í MI N N, laugardagim. 18. júlí 1959 .... •• . - - I Bréf frá Vínarborg: Þriggja alda gömul ádeila á nútímann Minning: Guðmundur Jakobsson, Brattahlíð Vínarborg, 3. júní. Úreltur? Sagð'i einhver úreltur? Að boðskapur Moliéres ætti ekki erindi til þjóðfélagsþegna vorra daga? Þá þyrfti þessi einhver að sjá ,„Le Misa|nthrope“. Engum getur dulizt skyldleiki þeirra á- galla, sem Moliere deilir á, við samtíðarmenn sír.a, og mein- semdir nútíma hugsunarháttar. Höfuðpersónan, „mannfælan" Al- ceste, er í þessu dæmi eina já- kvæða persóna leiksins, öfugt við t.d. þann ímyndunarveika eða þann nízka í öðrum verkum hans. Flestar eða allar persónur leiksins hafa sýkzt af hinni lang- lífu bakteríu tíðaranda allra tíma, lyginni, lygi í öllum mynd- um. — Nei, Moliére gamÖi er ekki úreltur, og hann á eftir að tala til margra næstu kynslóða, er ég hrædd um. Eða fer heimur batnandi? Fækkar persónum eins og Céliméne, Acaste og Clitandre á sviði vorra daga? Ganga fleiri Alcestar um meðal áheyrenda nú þ: ; • '' - Volkstheater Moliére * en fyrir tæpum þrjú hundruð ár- um? Ég leyfi mér að efast Ernst Ginsberg, einn hinna þriggja þýzku gesía, fór með a@- aihlutverkið. Túlkun hans á Al- ceste var svo mannleg, svo auff- skilin, að hann vann undir eins hylli allra. Ekki mátti hánn hverfa af sviðinu, svo að allt 6kyífi ekki af fagnaðarlátum.! Ágnes Fink, gestur gerði Céliméne einnig frábær skil, hin stóíska ró ýfir svip hennar var stórkostleg. Ekki fannst miér hún samt nægi- lega brjóstumkennanleg í lokin, það lá nærri við, að maður reidd- gwiwmmgmmmnwmmiiuiana Athugið að við tökum í umboðssölu all- ar búvélar og bifreiðir. Bfla- og búvélasalau Baldursgötu 8. — Sími 23136. ist Céliméne. Þriðji gesturinn var leikstjórinn, Kurt Horwitz. Aðrir þátttakendur voru alliir úr liði „Volkstheater“, en þar var leik- urinn sýndur. Er það annað stærsta leikhús Vínarborgar, þó þykja mörg hinna smærri mun skárri. Engu að síður sjást stund- um góðar sýningar á sviði Volks- theater, og lof á sú stofnun skilið fyrir leiklistarkynningarstarfsemi sína: Flokkur frá leikhúsinu ferð ast um úthverfi Vínar og þorpin í kring, og heldur þar sýningar, oft við ömurlegustu aðstæður, í kvikmyndahúsum o-g j'afnvel ve't- vngastöðum. Er tekið fyrir. eitt verk á mánuði og ferðazt með það hringinn. Þetta hefur skiljanlega nælzt ákaflega vel fyrir. — Sýn- ingin á „Le Misanthrope“ er að ;ögn kunnugra einhver sú albezta, iem sézt hefur á þessu sviði um irabil. Að sjálfsögðu áttu gestirn- r mikinn þátt í því, en þó var hlutur hinna „innfæddu“ litlu minni, hvort sem verið hefur af sjálfsdáðum eða vegna stjórnar Horwitz. Sérstakt hrós á Maria Gabler skilið fyrir meðferð sína á Eliante, og Egon Jordan fyrir Oronte. Upphaflega hafði ég ætlað mér að hlusta á „Wozzeck“, óperu eft- ir Alban Berg, í kvöld, en varð of sein til að fá miða. Eins og flest nútímaverk er hún ekki .sýnd nema einstöku sinnum. Vín- arbúar eru hræðilega afturhalds- samir á þessu sviði. Ég held að þetta sé í þriðja sinn, sem hún er sýnd á þessu leikári, og jafnvel þann heiður á hún sjálfsagt að þakka þeirri hrifningu, sem hún vakti vestan hafs, undiir stjórn Karls Böhm. En á sama tíma fer önnur ópera Bergs, „Lulú“, sig- urför um Þýzkaland. Meðan á há- tíðavikunum stendur, er svo graf- ið fram allt það, sem Vín á til af nútímalist, — þeirr .r svo sem Ijóst, að þeir eru einir urn þenn- ■an smekk sinn, og að útlendingar vilja fá að heyra fleira en Mozart og Schubert, — að þeim ólöst- uðurn. — Þótt ég 'hefði gjarna viljað sjá „Wozzeck“ liggur við að ég fagni því, að ekki varð af því. Leiksýningin var einstæð- ur viðburður. S.U. •«a. v/.v.v.v.v.v.-.v.-.-.-.-.v Akranes Til sölu er .iárnklætt timb- urhús (einbýlishús) á góð- um stað í bænum. Eignar- lóð. Nánari upplýsingar veitir Valgarður Kristjáns- son, lögfræðingur, Akra- nesi. Sími 398. r.,.v.v.v.v.'.v.%wAV.%v% Minning: GuSeinitdur Einarsson, Blöndudalshólum Þriðjudaginn 14. júlí var borinn til grafar að Bólstaðarhlíð, Guð- mundur Einarsson, bóndi í Blöndu- dalshólum. — Guðmundur var fæddur 28. nóvember 1893 í Hof- staðaseli í Skagafirði. Foreldrar hans voru Hólmfríður Eldjárns- dóttri og Einar Guðmundsson. Guðmundur átti fjögur hálfsyst- kini. Tveimur þeim eldri: Kristínu Einarsdóttur, er fór til Ameríku og Hannesi Einarssyni, er bjó í Keflavík, kynntist hann ekkert, en milli hans og yngri bræðranna var góður kunningsskapur, en þeir eru Jóhannes Hallgrímsson, bóndi í Þverárdal og Sigurður Einarsson. bóndi á Hjaltastöðum. Gúðmundur ól-st upp hjá for- eldrum sínum, þar til hann misst þau bæði, 11 ára gamall. Eftir fráfall þeirra íór hann að Reykjum í Hjaltadal og naut þar góðs at- lætis, þótt hjá vandalausum væri. Úr Hjaltadalnum fluttist hann austur í Þingeyjarsýslu árið 1915. Þá róðist hann fljótlega til Sigur- mundar Sigurðssonar læknis á Breiðumýri og konu hans Önnu Eggertsdóttur og fluttist síðan með þeim suður í Árnessýslu. Hjá þeim var hann, að uridánskildum tveimur árum, er hann var hjá séra Eiríki Stefánssyni á Torfastöðum og konu hans Sigurlaugu Erlends- dótlur og þar til hann fluttist norður í Húnavatnssýsiu árið 1931. Á því, hvað Guðmundur hafði sjaldan vistaskipti, má glöggt s-já vinsældir hans ag undrast það eng- inn, sem Guðmundi kynntist, því að hann var gæddur stakri sam- vizkusemi og það ásamt verklagni, ■skarpri athygli og dugnaði, gerði hann eftirsóttan starfsmann. Enda liéldu þessir húsbændur hans sam- bandi við hann eftir að hann flutt- ist norður og þeirra miuntist hann ætíð með hlýjum huga. Árið 1933 réðist Guðmundur að Blöndudalshólum. Hann byrjaði búskap á hluta jarðarinnar árið 1936 með Sigríði Björnsdóttur frá Glæsibæ í Skagafirði. Þar hafa þau síðan búið af .sérstakri snyrti- mennsku. Mun sá tími hafa verið hamingjúríkasti tími ævi hans. Þau Sigríður áttu engin börn, en við börnin á hinu búinu nutum í ríkum mæli kærleika þeirra og barnelsku. Það var eins og það væri okkar annað heimili, og er Hinn 31. maí s.l. andaðist að heimili sínu, Bráttahlíð í Bólstað- arhlíðarhreppi, Guðmundur Jakobs son, bóndi þar. Er þar til moldar genginn einn af hinum hljóðlátu þegnum þjóðarinnar, sem sjaldan kvaddi sér hljóðs á þingum eða mannfundum, og aldrei freistaði þess að olnboga sig fram til met- orða eða mannaforráða. Var það þó ekki fyrir það, að hann skorti til þess greind eða einurð. Til þessa lá fyrst og fremst hlcdrægni hans, en það rann og sem stoð undir þessa háttu hans, að hann unni mjög vandamönnum sínum, heimili sínu og heimastörfum, og helgaði því — og þeim — hug sinn. og handtök. Hitt er annað mál, að þótt svo væri um hann, var honum svo farið, að fárra fylgd var fremur kosin, þegar til mann- dóms skyldi kvakað, enda oft því fyrr til hans leitað, sem af honum voru nánari kynni. Guðmundur fæddist 17. ágúst 1884 í Syðra-Tungukoti í Blöndu- dal (nú Brúarhlíð). Foreldrar hans voru hjónin Anna Lilja Finn- bogadóttir og Jakob Benjamíns- son, er þar bjuggu um allmargra ára skeið. Voru þau bæði hún- vetnsk að ætterni, þó ekki verði það hér rakið. Syðra-Tungukot var frá náttúr- unnar hendi nytjaríkt smábýli, og lá þó undir skattheimtu nokkurri af hendi liðinna kynslóða, svo sem títt var um slíkar jarðir. Foreldrar Guðmundar áttu 7 börn er nokkuð komust á legg, þó aðeins 5 þeirra næðu fullum þroska. Var heimili þeirra því skorinn þröngur stakk- ur, svo sem þekkt var við slíka að- stöðu. Við þetta bættist svo harð- ræði veðurfarsins, sem sjaldan mun hafa ó síðari öldum hert öllu grimmilegar tök sín á Húnvetning- um, en á 9. tug 19. aldarinnar. Guðmundui' var því hvorki fæddur til fjár eða metorða, og keppti eftir hvorugu eins og áður er bent til. Hann dvaldizt hjá foreldrum sínum aðeins fram á 9da árið. Var það saga allmargra á þeim árum, er upp voru aldir við líkar að- stæður. Þeir urðu að fara að „vinna fyrir sér“ strax og þeir höfðu úr þeirri orku að spila, að geta rétt einhverja hjálparhönd. Myndi það þykjíV til nókkuð mik- ils mælzt nú á dögum. Guðmund- ur ólst upp á ýmsum stöðum eftir 9 ára aldur, sjálfsagt að einhverju leyti við misjöfn kjör. Guðmundur dvaldist mestalla ævi sína í sveit þeirri, er fyrst sýndi honum dágsbirtuna. Henni var hann tengdur böndúni, ©r hon- um myndi ekki hafa verið sársauka laust að slíta, ef til hefði komið. Að vísu dvaldist hann um nokkurra ára skeið í Skagafirði um og eftir tvítugsaldur. Þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni Bjarnveigu Jóhannesdóttur, skagfirzkri að ætt, Hittust þau vorið 1906, og höfðu því vérið þremur árum betur en hálfa öld i hjónabandi er hann lézt. Fluttu þau fáum árum eftir brúðkaupið hingað í sveitina, og hafa dvalizt hér nær óslitið síðan. Dvöldust þau á ýmsum -stöðum, unz þau festu kaup í Brattahlíð, og mér ljúft að þakka það fyrir hönd okkar systkinanna. Sérstaklega er mér minnisstætt, þegar ég fékk að fylgja honum við fjárgæzlu, því. að meiri umhyggjusemi fyrir málleys- ingjunum er ekki hægt að hafa. Guðmundur mætti ýmsum erfið- leikum á lifsleiðinni, en þeirra mestur mun foreldramissirinn hafa verið. En þrátt fyrir það var aldrei vart við beiskju hjá honum. Síðustu árin átti hann við mikla vanheilsu að stríða, en .vildi þó halda áfram starfi sínu sem bóndi. Þannig vann hann af sömu alúð og fyrr þar til kallið kom í lok erfiðs starfsdags 6. þ. m. Allt heimilisfólkið og vinir þakka þér samveruna og biðja þér blessunar C-uðs. Megi minningin um góðan dreng og trúin á endur- fundi, draga úr söknuöi lífsföru- nauts þins og annarra vina. íluttust þangað vorið 1935. Þar hafa þau dvalizt síðan í nánu sam- býli við einkason þeirra Valtý og konu hans. Hefur búið að sjálf- sögðu færzt smám saman meira í hendur yngri hjónanna, eftir því sem aldur og slit hefur ásótt hir. eldri. Guðmundur átti og við van- heilsu að stríða hin síðustu missiri, Þetta er í fáum dráttum saga Guðmundar Jakobssonar, og verð- ur að játa að hún er hér stutt og iábrotin ,enda er ósagður sá þátt- E. B. urinn, sem mestu varðar, þáttur- inn, um manninn sjálfan. En hanr. verður ekki heldur sagðúr hér nema í enn rýrara ágripi. Hanr. var verkmaður ágætur, og nutu þess margir, meðan hann dvaldist hér á ýmsum stöðum. Stundaði hann þá oft algenga daglaunavinnu hér um .sveitina, drjúgan hluta ársins. Var hann þá eftirsóttur, og þó einkum vegna þess glæsibrags, sem hvíldi yfir störfum hans, hverju nafni sem þau nefndust. Mátti heita, að frá hans hendi sæ- ist ekkert handtak nema með sér- stæðum snyrtibrag og hreinleik. Svo var öll hans umgengni og um- hirða. En það, sem gerir hann minnis- stæðastan vinum hans, var hesta- mennska hans, og þó einkum hestavinátta hans. Hestar hans voru ekki aðeins þjónar • hans, heldur engu síður vinir hans og félagar. Var öll umgengni hans við þá á þá lund. Hann átti líká löng- um ágæta hesta, og mat þá mjög að verðleikum. Hann var manna öruggastur ferðamaður, skjótráður og ráðslyngur, enda flestum fljót- ari í förum, þegar mikið lá við. Var því ósjaldan til hans gripið, er skjótlega þurfti að leita læknis, meðan þeirra þurfti að v-itja á hestum. Mun í slíkum ferðum fá- um hafa dugað að etja kappi við hann eða hest'a hans. — Einn ’þátt- ur í fari hans sem hestamanns, er mér minnisstæðastur. Það er mat hans og virðing fyrir vitsmunum og skaphöfn hestanna. Hann mat ekki aðeins snilld og þol góðhests- ins, — iþróttir hans — heldur engu síður vitsmuni hans, og kunn: ótrúlega glögg skil^ á gáfnafaiú hans og lunderni. Á þessu ma.ti hvíldi öll umgengni Guðmundar við hesta. En það mátti raunar segja hið sama um samskipti hans við önnur þau húsdýr, er hann umgekkst. Þau einkenndust öll af vináttu hans í þeirra garð. — Guðmundur var glæsimenni, — hinn vörpulegasti á velli og fríður sýnum. Hann var gleðimaður, er. naut hennar bezt, ef ekki var um fjölmenni að ræða. Að því við- stöddu naut hann sín síður og því löngum heilastur heima, enda unni hann heimili sínu og fjölskyldu, heilshugar. Ég vildi ef ég mætti, senda hon- um við þessi vegamót, vinarkveðju og þökk fyrir samfylgd, gleði, ör- yggi það, sem ég naut í svo ríkum mæli þegar við vorum samari, fyrir handtakið hlýtt og traust, fyrir ára tuga vinátlu. Sendi og ásftvinuni haiis, innilegar samúðarkveðjur. Guðm. Jósafatsson. WiV.W.W.W.W.V.V.V.V Bókamenn Hæslaréttardómar Sýslumannaævir Biskupa'sögur BókmenntaféL Fornaldaisögur NorðinTanda Riddarasögur Dvöl, Blanda o. m. fl. Forubókav. Kr. Kristjánssónar Hverfisgötu 26. Simi 14Í79

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.