Tíminn - 18.07.1959, Blaðsíða 10

Tíminn - 18.07.1959, Blaðsíða 10
TÍMINN, laugardaginn 18. jáU 195», KQ íslandsmótiS: Kefiavík—Valur 3—2 Leikurinn gott dæmi um það hvað isl. knatt- spyrnumönnum er margt ábótavant á grasvelli Það rigndi mikið í Njarð- vík á fimmtudaginn, en stytti að mestu upp rétt áður en leikur Vals og IBK hófst kl. 20,30 um kvöldið. Fyrir leik- inn höfðu fimmtu flokkar sömu félaga þreytt með sér og sigruðu Keflvíkingar með þremur mörkum gegn engu. Hið ákjósanlegasta knatt- spyrnuveður var því meðan 1. deildar leikurinn stóð yfir, en leikinn vann IBK með þremur mörkum gegn tveim- ur. Logn var og raka-hiti í Jofti. Völlurinn var að sjálfsögðu blautur og þungur, — og ekki bætti úr að hann hafði verið sleginn stuttu áður en leikur Kristleifur Guðbjörnsson Á síðari degi afmælismóts' Ármanns í frjálsum íþróttum á Melavellinum í fyrrakvöld setti Kristleifur Gúðbjörnsson ágætt mj:t í 2000 m íhlaupit Hann hljóp vegalengdina á 5:27,0 mín., en eldra metið, sem Svav- ar Markússon átti. var 5:29,2 mín. Kristleifur hljóp alveg sam keppnislaust, og ætti því í harðri keppni að geta bætt þennaiv tíma mjög. Finnsku íþróttamennirnir sigr uðu með miklum yfirburðum í greinum sínum. Strand hljóp 200 m á 22,0 sek;, sem er að- eins broti úr sek. lakara en hann á bezt á vegalengdinni. Enginn af okkar beztu hlaupurunv tók þátt í hlaupinu. Horppu kastaði sleggju 57,39 m, en Þórður B. Sigurðsson varð annar með 50,08 m. Á nvótinu sigraði Gunn- ar Huseby í kúluvarpi, varpaði 14,72 m, Ingimar Jónsson í 400 m grindalvlaupi á 59.7 sek., Val-j bjiirn Þorláksson í stangarstökki, ■ stökk 4,20 m, Lárus Lárusson í 100 m Ivlaupi drengja á 12,2 sek. og sveit Ármanns í 1000 m boðlilaupi. hófst, — en var illa rakaður, sem orsakaði óþarfa hálku á vellrt- um. — Þessar aðstæður urðu til að sanna enn betur en áður, að við eiigum nvikið ólært viðvíkj- andi því að leika knattspyrnu á grasvelli. Kemur þar til greina ekki aðeins aðbúnaður vallarins, lveldur ekki hvað sízt franvkvæmd leiksins í heild, — óhentugur fóta útbúnaður leikmanna, — að ekki sé minnst á vanþekkingu leik- manna á fcenjum knattarins á blautu grasinu. •— Handapat og meiðsli Svipur leiksins að undantekn- um einstaka leikköflum var því ekki knattspyrna, þar sem knöttur inn er látinn fara á milli manna með öruggum, ákveðnum og hugs iuðum sendmgum. Heldur eiri- kenndist leikurinn af þófi, samstöð um, rennslum og árekstrum, sam- fara hörku, óviðráðanlegum hraða, handapati og meiðsium leik- manna. Vart er hægt að áfellast leikmenn eingöngu fyrir lélegan leik, því þeir eru ekki slíkum að- stæðum vanir og vita hreinlega ekki, hvernig á að nvæta þeim. -- Er sannarlega gott til þess að vita að grasvöllur fyrirfinnst ekki í Færeyjum, en þar eiga nokkrir þessara pilta að leika með B- landsliðinu síðar í þessum mán- uði. Þýðingarmikið starf Satt er það að eins og það er staðreynd að í vel leiknum knatt- ! ispyrnukappleik verður inærveru dómarans lítið vart, — þá er það og eigi síður staðreynd að störf dómarans koma fyrst alvarlega til 'greina, er knattspyrna er illa leikin og brot á leikreglum tíð. — Svo þýðingarmikið getur starf dómarans verið að með ákveðni og skeleggri framkomu, góðri yfirsýn, yfirferð og túlkun Ieik- veglna — getur hann beinlí'nis breytt hörku og skapvonzku í hlýðni og leikgleði. Með ofangreint í huga get ég vart hugsað mér betra tækifæri fyrir dómara, til að sýna getu sína, en þennan leik Vals og IBK. — En dómarinn, Halldór Sigurðsson, gjörféll á prófinu og átti drjúgan þátt í því, að leik- urinn varð óþarflega harður, lé- legur og leiðinlegur. — Halldór Sigurðsson or prýðispiltur og góðum gáfum gæddur. En það nægir bara ekki til að koma út a knattspyrnuvöll „dresseraður upp“ með flau'tu í munni og ætla sér að dæma 90 nvínútna knatt- spyrnukappleik — oft á tíðum þýðingarmikinn leik. Það er því miður áberandi galU á knatt spyrnudómurum í dag, hvað þeir eru í lélegri líkamlegri þjálfun, til þess að dæma Ieiki. Níutíu mínútna hlaup og skokk um völl- inn er ekki svo stuttur tími, ef krafan um skarpa hugsun og fulla dómgreind er höfð í huga. Vil ég í þessu sambandi vitna til þess er hinn gamalkunni og reyndi dóm- ari Guðjón Einarsson sagði í við- tali er tjirtist hér á íþróttasíð- unni, í tilefni af 30 ára dómara ■starfi hans: Til þess að ná ár- angri sem knattspyrnudómari, þarf sá, sem tekur að sér dóm- arastörf að hafa marga góða eig- inleika. Hann þarf að hafa góða greind og stjórnsemi. Hann þarf rð kunna lög og reglur til hlítar. Og til þess að ná einhverjum árangri, þarf hann að æfa og dæma þrotlaust. Það verðar enginn knáttspyrnudómari nem|a með margra ára þjálfun í starfi. Leikurinn Lið Vals mætti til leiks án Al- . berts iGuðmundssonax og la;nds- liðsmannsins Árna Njálssonar. Veiktist Iiðið sem gefur að skilja mikið við þessa breytingu. Þó byrjaði liðið vel og virtist ætla að hafa í fullu tré við Keflvík- inga, en IBK vann fljótlega á og fór með sigur af hólmi, sem má þakka hörku frekar en skipulögð um leik. — Beztir í liði Vals og þeir einu sem sýndu einhvern Fara til Færeyja Blaðinu harst í gær eftirfar- andi tilkynning frá Knattspyrnu- sambandi íslands: „Ákveðið er að þessir aðilar faki þátt í Færeyjaferðinni ó veg um IKnattspyrnusámbands ís- lands 25. júií til 5. ágúst n.k. Ragnar Lárusson, varafornvaður KSÍ, fararstjóri. Páll Ó. Pálsson, varamaður í stjórn K.S.Í. Alfreð Alfreðsson, form íþróttabanda- lags ísfirðinga. Karl Guðmunds- | son, þjálfari K.S.Í. Leiknvenn: Gunnlaugur Hjálmarsson, Val, Þórður Ásgeirsson, Þrótti. Einar Sigurðsson, Í.B.H., Helgi Hannes- son, Í.A.Hörður Guðmundsson, Í.B.K. Magnús Snæbjörnsson, Val. Guðmundur Guðmundsson, Í.B.K Ragnar Jóhannsson, Fram, Ingvav Elíasson, Í.A. Guðmundur Óskars- son, Fram. Högni Gunnlaugsson, Í.B.K. Björn Helgason, Í.B.Í. Bald ur Seheving, Fram. Grétar Sig- urðsson, Fram. Gísli Sigurðsson, Í.A. Guðm. Sigurðsson, Í.A.‘ vilja á að leika knattspyrnu voru Gunnar Gunnarsson og Björgvin Daníelsson, en upp úr samvinnu þeirra skoraði Gunnar Gunnarsson bæði mörk Vals, það fyrra á 10 mín. og hið síðara á 38 mín. leiks- ins. Má merkilegt heita í saman- burði við aðra leikmenn, er heyrzt hefur að hafi verið valdir í B-lands liðið, að Gunnar Gunnarsson skuli ekki koma þar til greina, — !þó ■ekfci vaari nenva sakiír reynslu hans. — Keflavíkurliðið var skipað sömu mönnum og undanfarna le.iki. Og má það ‘kynlegt heita að þeir telji sig hafa efni á að láta jafn snjallan leikmann og Skúla Skúlason horfa á leik eftir leik. Högni, Guðmundur og Haf- steinn voru sem fyrr þeirra beztu menn. Og Páll hristi nú skemmtilega slenið- af sér og sýndi hver afbragðs maður lvann á fil að vera. Páll skilaði stöðu sinni vel. Var fljótur og snöggur og lé'k, e;f nveð þurfti þrjá 'til fjóra menn af sér. Fyrsta mark IBK gerði Högni á 18 mín. Ann- ■að markið PþM, eftir að hafa leikið laglega á bakvörð Vals. Þriðja og sigurmarkið gerði svo Haukur á 79. mín. en alls skor- aði hann þrjú mörk, en tvö dæmd ógild vegna rangstöðu. Þegar á níundu mínúlu leiksins kom fyrsta óhappið fyrir, er Hörður Guð- nvundsson ÍBK (Hann hefur ver- vð valinn í B-landsliðið) rann illi- Ingi R. og Friðrik Skákeinvígi Friðriks og Inga Jóhannssonar í blaðinu í gær var skýrt frá því, að Ingi R. Jóhanns- son og Friðrik Ólafsson myndu tefla fjögurra skáka einvígi, og hófst það í gær- kvöldi. Önnur skákin verður tefld á morgun. Einvígi þetta er undirbúningskeppni fyrár Inga R., sem mun tefla á Norðurland'iamótinu í skák, sem hefst í Svíþjóð um næstu mánaðamót. Vegna mistaka í blaðinu í gær féll niður nær helmingur greinarinnar og verður hún því birt hér aftur í heild. Ekki þarf að efa að íslenzkum skákunnendum mun leika mjög forvitni á hvernig þessu einvígi lyktar, og má því búast' við mikilli aðsókn í Listamannaskálann tafl- dagana Önnur skákin verður á sunnudag, þriðja á þriðjudag og einvíginu lýkur á fimmtudag. Þrisvar íslandsmeistari Blaðamenn ræddu í gær við stjórn Skáksambands íslnnds og skýrði formaðurinn, Ásgeir Ás- geirsson, svo frá, að efnt væri til þessa einvígis af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi til að gefa skák- unnendum kost á að sjá tvo fræga ustu skákmenn landsins tefla og í öðru lagi, að gefa Inga R. kost á góðri æfingu fyrir Norðurlanda imótið, sem hefst í Örebro í Sví- þjóð um næstu mánaðamót, en Ingi mun teflá þar í landsliðs- flokki. Skákstjóri í einvíginu verð ur Gísli ísleifsson ,en skákskýrend ur Baldur Möller og Guðmundur Arnlaugsson. Tvær ástæður Ingi R. Jóhannsson er 22 ára, útskrifaður úr Verzlunarskóla ís- liinds. Hann hefur þrívegis orðið íslandsmeistari, fyrst 1956, en síðan 1958 og aftur nú í ár. Þá hefur Ingi fimm sinnum orðið Reykjavíkurmeistari og oftsinnis hraclaklíikmeistari landsi»is. Ingi tefldi á 2. horði fyrir ísland á Ólympíuskákmótinu í Moskvu 1956 og hlaut 52% vinnÍTL’ga, en er hann tefldi á 1. borði á Ólymp íumótinu í Munchen 1958 vakti hann verulega athygli. Hanti hlaut 63% vinninga þá. Einn af kandídötunum Skákferil Friðriks Ólafssonar er víst óþarfi að rekja fyrir ís- lendinga'. Hann er 24 ára, stúd- ent frá Menntaskólanum og stund ar nú nám í lögum við háskól- ann. Hann hefur nú um sex fil sjö ára skeið borið af öðrum ís- tlenzkum iskákmönnum og getið sér og 'landi sínu frægðar á er- lendum, vettvangi oftar en- einu sinni, enida nú einn af kunnustu skákmönmum heimsins. Stórmeist- ari varð hann 1958, en hafði áð- ur um tveggja ára skeið borið-tit- il alþjóðameistara. Endurtekur sagan sig Þá sagði Ásgeir: Fyrir 11 ór- um varð Baldur Möller Norður- landameistari í ská'k, hinn fyrsti, sem ísland eignaðist. Þá var teflt í Örehro og við vonum, að Jtogi fái með einvígi þessu það góða æfingu að afrek Baldurs verði endurtekið í Örebro. Fjórir aðrir íslenzkir skákmenn munu keppa á mótinu í Örebro, þeir Jón Þonsteinsson, Björn Jó- hannesson, Ólafur Magnússon og sennilega Reimar Sigurðsson, all- ir í meistaraflokki. Þá mlá að lokum geta þess, að IBent Larsen, ®tórmeistari, verð- ur aðstoðarmaður Friðriks Óla'S' sonar á kandídatamótimi, seiri verður í haust í Júgósfavíu. húss, hefst í Hafnarfirði á sunnudaginn 12. handknattleiksmeistaramót karla, utan húss, fer fram í Hafn- arfirði að þessu sinni og hefst næst komandi sunnudag. Leikið verður á Hörðuvöllum. í mótinu taka þátt fim|n félög, Ármann, lega til í inávígi. Tók síg upp tognun í læri og varð hann að yfirgefa völlinn. Auk Harðar fengu margir af báðum liðum j slæmar býltur vegna áirekstria, þar á meðal Heimir markmaður; IBK og Páll Jónsson, úthr. IBK, ‘ sem haltraði um í síðari hálfleik. | Game Fimleikafélag Hafnarfjarðar, Fram, Uingmennrúélagið Aftur- elding og íþróttafélag Reykja- víkur. Mótið hefst eins og áður seg.'r á sunnudag kl. 4 eftir hádegi og leika þá Aftui’elding og Fsram, og Ármann og F.H. Mótið heldur svo áfram á þriðjudag, miðviku- dag, hefst báða dagana kl. 8,15, og laugardag kl. fjögui- og lýkur á sunnudag 26. júlí. Ljlð F.H. er isigurstranglegast í keppninni, en það félag hefur unnið í síðustu þrjú skiptin. Áð- ur hefur Ármann sigrað þrisvar, Fram og Valur tvívegis, en KR einiu sinni. í fyrsta skipti var keppt 1948.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.