Tíminn - 18.07.1959, Blaðsíða 6
B
TÍMINN, laugardaginn 18. júlí 1959.
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 305 og
18 306 (skrifst., ritstjórnin og blaðamenn).
Augiýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12 323
Prentsm. Edda hf. Sími eftir ki. 18: 13 948
Vitnishurður lokaða fundarins
um stjórnarhætti íhaldsins
Á FTJNDI bæjarstjórnar
Reykjavíkur, sem haldinn
var í fyrradag, afhjúpaðist
tvennt næsta greinilega, er
hingað til hefur verið alltof
mörgum Reykvíkingum hul-
íð. Annað er sukk og óreiða
í bæjarrekstrinum, sem er
orðin svo mikil, að bæjar-
stjórnarmeirihlutinn beitir
öllum ráðum til að halda
henni leyndri. Hitt var of-
foeldishneigð og einræðis-
hugur íhaldsins, sem birtist
fyrst í þeirri kröfu borgar-
stjórans, að orðið yrði tekið
af bæjarfulltrúa Framsókn-
arflokksins, en síðan í þeirri
ákvörðun forseta bæjar-
stjórnar, að loka fundinum
meðan bæjarfulltrúinn tal-
aði.
MÁL það, sem var til um
ræðu í bæjarstjórninni, er
þetta gerðist, var endurskipu
lagning Innkaupastofnunar
bæjarins, sem mun ekki vera
neitt lakar rekin en gerist
og gengur með bæjarfyrir-
tækin yfirleitt. íhaldsmeiri-
hlutinn hafði líka álitið
rekstur hennar það skárri
en margra annarra bæjar-
fyrirtækja, að hann hafði
talið sér óhætt að fallast á,
að sérstök rannsókn færi
fram á rekstri hennar. —
Rannsókn þessi leiddi þó
meira í ljós en íhaldsmeiri-
hlutinn áleit sér heppilegt
og þvi hafði borgarstjóri lát-
ið senda bæjarfulltrúunum
niðurstöður hennar sem sér
stakt trúnaðarmál, ásamt til
lögum um endurskipulagn-
ingu Innkaupastofnunarinn-
ar. Bæjarfulltr. Framsóknar
flokksins, Þórður Björnsson,
leit svo á, að skýrsla rann-
sóknarnefndarinnar gæti
ekki talizt trúnaðarmál
nema þangað til, að tillög-
urnar um endurskipulagn-
ingu Innakupastofnunarinn-
ar yrðu ræddar í bæjarstjórn
inni, enda grundvallast þær
mjög á skýrslunni. Hann vék
því í ræðu sinni að ýmsum
atriðum í skýrslunni, enda
á að vera meira en heimilt
að ræða á bæjarstjórnar-
fundi misfellur, sem upp-
víst verður um í bæjarrekstr
inum.
FORYSTUMENN Sjálf-
stæðisflokksins litu hins veg
ar öðru vísi á. Þeir sáu, að
hér hafði verið svipt hulu
af einu kýlinu í bæjarrekstr
ínum vegna þeirrar yfir-
sjónar þeirra að fallast á
rannsókn á störfum fynr-
tækis, er þeir töldu einna
bezt rekið af bæjarfyrirtækj
unum. Til þess að þetta yrði
þó ekki bæjarmönnum al-
mennt kunnugt, var skýrsl-
an um rannsóknina send
bæjarfulltrúunum sem trún-
aðarmál. Slíkt hlaut þó að
verða haldlaust eftir að mál
ið var komið á bæjarstjórnar
fund. En íhaldsmeirihlutinn
gafst þó ekki upp við að
reyna að hylja óreiðuna. —
Sjálfur borgarstjórinn reis
upp og krafðist þess, að orð-
ið yrði tekið af bæjarfulltrúa
Framsóknarfl., ef hann
héldi áfram að ræöa skýrsl-
una. Borgarstjórinn sýndi
með því, að hann man enn
fræðin, sem hann nam á
valdatímum Hitlers, og að
hann getur vel keppt við
Bjarna Benediktsson, hvað
snertir einræðishyggj u og
ofstopa. Forseti bæjarstjórn
arinnar, Auður Auðuns, var
hins vegar það hógværari
en borgarstjórinn, að hún
treysti sér ekki til að taka
orðiö af bæjarfulltrúanum,
en bað hins vegar blaðamenn
og aðra áheyrendur, að vera
utan dyra meðan bæjarfull-
trúinn talaði, eða m.ö.o.
fundurinn yrði lokaður á
meðan, svo að frásögn hans
kæmist ekki í biöðin.
HJÁ því getur vart farið,
að þessi atburður verði bæjar
búum alvarlegt umhugsunar
efni. Svo ljóslega kemur það
fram í þessu, hve íhaldsmeiri
hlutinn gengur langt i því að
fela óreiðuna, sem viðgengst
hjá bæjarfyrirtækjunum. —
Óreiðan hjá Innkaupastofn-
uninni, sem rannsóknin
leiddi í ljós, er áreiðanlega
lítilvæg hjá mörgu öðru
verra, er viögengst í bæjar-
rekstrinum. Þó er öllum ráð
um og ofbeldi beitt til að
halda henni leyndri. Borgar
stjórinn heimtar, að bæjar-
fulltrúi sé sviptur málfrelsi,
og forseti bæjarstjórnar lok
ar fundi til þess að koma í
veg fyrir, að skýrslan verði
heyrum kunn.
Furðulegt má vera, ef þetta
hjálpar ekki til að opna augu
margra, sem ekki hafa áður
gert sér grein fyrir því ó-
fremdarástandi, sem stjórn
bæjarins er komin í. Lokun
bæjarstjórnarfundarins mun
reynast íhaldinu skammgóö-
ur vermir til að leyna hinum
hneykslanlegu stjórnarhátt-
um þess.
Verndun Þingvalla
Greinargerð frá Þingvalla-
nefnd er birt hér í blaðinu
á öðrum stað. í henni kemur
fram, að nefndin vinnur nú
aö ýmsum umbtóum á
staðnum.
Tvímælalaust þyrftu þess-
ar umbætur þó að verða
meiri. Slíkt getur þó ekki
orðið, nema aukin fjárveit-
ing fáist til þeirra. Umræð-
ur þær, sem orðið hafa um
Þingvelli undanfarið, mættu
gjarna verða til þess að
næsta Alþingi tæki þetta
mál sérstaklega til athug-
unar.
I VÍÐSJÁ:
IIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlllllllII11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111IIIIllllllllllllllllllllll
Offjölgun mesta vandamálið
AsíuþjóíSir ræía róttækar ráístafanir til takmarkana á barneignum
=
FYRIR SKÖMMU birtist
grein í blaðinu New York I-Ier-
ald Tribune eftir Dennis Blood
worth. Tekur hann þar fyrir
hið ægiþrungna vandamál Asíu
— hina geysiöru mannfjölgun.
í Asíu einni fæðast 25 milljónir
barna á hverju ári. Það þarf
mikið landrými og fram-
leiðsluaukningu til að seðja svo
marga nýja munna, og Asía er
þéttbýlasti hluti jarðar og verð-
ur ekki aflögufær — að minnsta
kosti ekki eins og stendur.
Grípa verður til róttækra ráð-
stafana til að koma í veg fyrir,
að þær mannverur, sem örlög-
in hafa leitt í ljós þessa heims,
komi ekki til vitundar til þess
eins að deyja hungurdauða.
MANNFJÖLGUN i Asíu er
svo ör, að hinar trúarlegu tak-
markanir barneigna hamla ekki
nema að litlu leyti gegn þeim
ósköpum. Félagsfræðingar eru
þegar teknir að tala um mun
róttækari aðferðir til lausnar á
þessu alvarlega vandamáli —
gera menn ófrjóa.
PRÓFESSOR B. H. Sheares
við háskólann í Malaya mælti
mjög ákveðið með því, að kom-
ið verði upp stofnunum, sem
gerði alla þá foreldra ófrjóa,
sem þegar hefðu getið þrjú
börn — að sjálfsögðu að þeirra
eigin ósk. Frú Sanger, stofnandi
barnauppeldisstofnunarinnar í
'Hong Kong, segir að í ríkinu
Madras í Indlandi sé fjöldi
fólks — einkum karlmenn —
sem hefur lýst því yfir að það
sé þess fýsandi, að láta gera
sig ófrjótt.
ANDSVÖR FÓLKS hafa ver-
ið mjög misjöfn við þessum til-
lögum. Biskup mótmælenda hef
ur gefið tillögunni meðmæli
sín, en kaþólska kirkjan telur
sviptingu getnaðarhæfni fólks
'brot gegn ritningunni og synd
gagnvart .siðferðislögmálum
kirkjunnar. Fjöldi kvenna, allt
frá óbyrjum til 11 barna
mæðra, hefur talið þetta svipt-
ingu á hinum kvenlegu eigin-
leikum sínum. Múhammeðstrú-
armenn eru einnig skiptir í
málinu.
PRÓFESSOR SHEARES hef-
ur í hyggju að gera tilraunir
með varnarlyf gegn getnaði á
450 konum í Singapore. Hann
telur þó, að notkun slíkra lyfja
sé engin frambúðarlausn á
vandamálinu. Hann bendir á, að
hver pilla kostar um 2 shillinga,
og það verður að taka þær á
hverjum degi % hluta hvers
mánaðar. Unnið er fyrir ,gíg, ef
út af er brugðið, og hann telur
að mannleg gleymska og ástríð-
ur, muni sjá um að svo fari.
Stjórnmálaleiðtogar í Asíu
tala nú mjög um í ræðum sín-
um um hina heimskulegu marg-
földun kynstofnsins. Þeir lelja
höfuð hættu Asíu-þjóða fólgna í
hinni gífurlegu mannfjölgun,
sem mun hafa í för með sér at-
vinnuleysi og hungur.
FIMMTÁN HUNDRUÐ mill'-
jónir manna lifa í Asíu eða
meira en helmingur íbúa jarð-
ar, en landrými þeirra er aðeins
í Asíu fœðast árlega 25 millj-
6nir barna og verður á næst-
unni að grípa til róttækra rá'ð-
stafana, ef þeirra á annað að
bíða en hungurdauði.
einn sjöundi hluti af hinum
byggilega heimi og aðeins 11%
af heimsgæðunum kemur i
þeirra hlut.
En þetta er aðeins hálf sag-
an. Ef mannfjölgun verður eins
ör og hún hefur verið, mun
íbúum Asíu fjölga um helming
á næstu 23 árum.
Jafnframt þessu fer heilbrigð
iseftirlit vaxandi í þessum lönd-
um, viðtækar ráðstafanir gerð-
ar gegn drepsóttum. Barna-
dauði stórlækkar og aldur
manna fer hækkandi. Má því
búast við, að fólki fjölgi meir
en um helming á næstu tutt-
ugu árum.
í JAPAN hefur meðalaldur
manna hækkað úr 44 árum í
næstum 58 ár á þessari öld.
Menn sjá því gjörla hvert stefn-
ir. Japanar hafa hins vegar tek-
ið einarða og skynsamlega af-
stöðu til þess vandamáls. Síðan
1954 hafa iæknar í Jaaan |
framkvæmt eina milljón og sex i
hundruð þúsund fóstureyðing- i
ar. Þar að auk: hefur stjórn'in |
haldið úti fjölda hjúkrunar- i
kvenna, sem ganga inn á heim- i
ilin og kenna fólki notkun getn- =
aðarverja og selja slík meðcl á |
hálfvirði. Japönum hefur orðið i
svo vel ágengt í baráttu sinni, |
að búizt er við að Japönum |
fjölgi ekki nema um 18 milljón- i
ir á næstu þrjátíu árum.
í KÍNA hafa kommúnbíar 1
ekki viljað ganga inn á, að 1
vinna að hömlum á barneign- i
um. Telja þeir slíkar ráðstaf- i
anir sprottnar undan rifjum §
auðvaldsafla. Þó hafa heilbrigð- i
isráðunautar í Peking lýst yfir |
áhyggjum sínum vegna hinnar i
gífurlegu mannfjölgunar, og i
stjórnarvöldunum mun áreiðan- =
lega reynast fullerfitt að brauð- f
fæða hinar sex hundruð mill- I
jónir Kínverja, en þeim fjölg- =
ar um fullar tólf milljónir á I
ári. Þess vegna er líklegt að Kín |
verjar muni í næstu framtíð i
taka upp ódýrt og handhægt i
varnarlyf gegn getnaði, og upp- i
lýsa fólkið um notkun slíkra |
lyfja. |
í INDLANDI er svo komið 1
málum, að þar er ekki haldið 1
uppi fjölskyldubótum til barn- |
margra fjölskyldna eins og 1
tíðkast í Norðurálfu. Þar fá |
þeir, sem eru svo hólpnir að i
komast hjá því að eiga færri en i
fjögur börn ríflegan styrk hjá |
ríkinu. |
í SINGAPORE er dauðinn I
ínálaður á vegginn. Þessi litla I
eyja verður að sjá fimmtíu |
þúsund nýjum þjóðfélagsborg- i
urum fyrir atvinnu á hverju ári. i
Það verður að byggja 70 nýja f
skóla á ári til að halda í horf- =
inu. Meira en helmingur íbúa 1
Singapore er undir tvítugsaldri, =
og segir það sína sögu um i
ástandið. i
BLOODWORTH LÝSIR HÉR |
gjörla ástandinu í Asíu. En 5
þegar Afríkubúar fara að læra i
meira til heilbrigðisfræðslu, er f
sama vandamálið á næsta leiti. f
85 börn fæðast á hverri mínútu f
í heiminum. En hin mikla fram- I
þróun í heilbrigðismálum hefur =
gert þetta vandamál enn alvar- =
legra. Enginn efast um að h'eil- |
brigðiseftirlit og sjúkrahjálp er f
sjálfsögð á grundvelli mann- i
úðar, en hins vegar hefur þessi f
aukna þekking um sjúkdóma og f
heilsufar haft afleiðingar í för i
með ,sér fyrir þjóðir Asíu, sem =
geta orðið litlu betri en drep- i
sóttir. i
llllllllllliiilillllililllllliiiiiilliillllllillllllin
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIH lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
111 ■ 1111111111
11111111111111111111111131111111111111
Greinargerð frá Þingvallanefnd
Fundur var haldinn í Þingvalla
nefnd í bústað forsætisráðherrai á
Þingvöllum mánudaginn þann 13.
júlí s.l. Gerði Þingvallanefnd þá
eftirfarandi samþykktir:
1) Samþykkt var £0 banna varn
arliðsmönnum að tjalda í Þjóðgarð
inum. Var þetta talin óhjákvæmi-
leg ráðstöfun i Ijósi þeirrar
reynslu, sem, fengin er af dvöl
þeirra hér á þessu vori. Hins
vegar er þeim, af Þingvallanefnd,
ekki bannað að fara hér um frem
ur en öðrum mönnum. Enn frem-
ur var samþykkt að banna þeim
íslendingum ííS tjalda í Þjóðgarð
inum sem alvarlega brjóta reglur
þær, sem þar gilda.
2) Samþykkt var £lð auka lög-
gæzlu, einnig að nóttu til, þar
sem sannað þykir að flest brot
á lögum Þjóðgarðsins eru fram-
in að kvöldi og nóttu. Um síðustu
helgi hafði löggæzla verið aukin
verulega, enda var þá góð regla'
hér á staðnum.
3) Þá var einnig samþykkt að
smávægileg greiðsla skuli komaJ
fyrir tjaldleyfi í Þjóðgarðinum,
þar sem dvöl og umferð tjalda-
fólks leiðir til talsverðra útgjíflda.
Börn innan 14 ára greiða þó ekki
leyfisgjald fyrir tjöld sín.
4) Gjald fyrir stangdveiðileyfi
í landi Þjóðgarðsins skal framveg
is vera kr. 30,00 á dag fyrir hverjiv
stöng.
5) Rætt var einnig um hina
stórauknu umferð og aðsókn að
Þingvöllum hin síðari ár og miuð-
syn endurbóta á vegakerfinu. Sam
þykkt var einnig að gera þær end-
urbætur, sem kleift reyndist að
geru á þessu ári, enda er þegar
lítið eitt byrjað á viðgerðum.
Mest alðkallandi var talið að
breikka veginn um hraunið aust
an Þingvalla allt að Vellankötlu.
Á þessu vori hefur nokkuð ver-
ið unnið að skógrækt og ktad-
græðslu. Miklar viðgerðir hafa
farið fram á girðingum. Farvegur
Öxarár hefitr þessa dagrina verið
lagfærður til að vernda fornleifa
svæðið og hólmana í ánni og varp
svæði fugla. — Ýmis önnur mál
voru rædd, en flest þeirra þurfa
nánari athugujaar við áður en
auðið verður að hefjast handa um
frjlmkvæmdir._____________
Búnaðarfélag 75 ára
Búnaðarmannafél. Hrunamanna
hrepps á sjötíu og fimm ára af-
mæli á þessu ári. í tilefni þess
bbuð það bændum úr sveitinni
í skemmtiferð um Borgarfjörð. —
Ekið var um héraðið oog skoðaðir
merkust'u staðir þess. Um sextíu
manns tóku þátt í förinni, sem
þótti hin beza.