Tíminn - 18.07.1959, Blaðsíða 7
T f M I N N, langardaginn 18. júlí 1959.
Með búskmönnum
og fljótsins krókódíl
Síðustu þrjú árin hefur
hann dvalizt í steikjandi hita
á hásléttum Suður-Afríku, í
landi krókódíla og búsk-
manna, — nánar tiltekið í
Bechuanalandi. Þá hefur
iiann dvalizt löngum stundum
í háloftunum yfir þessu sama
landi, enda er maðurinn flug-
maður. Hann leit inn á skrif-
stofur blaðsins um daginn og
sagði fréttamanni lítillega af
lífi og háttum þar vtra svo á
láði sem í lofti.
Snæbjörn Samúelsson heitir
þessi langferðamaður. Hann er nú
senn aftur á förum utan, eftir að
hafa dvattizt hér á annan mánuð í
sumarleyfi sínu. Hann starfar sem
flugmaður hjá flugfclagi því, er
nefnist Africair og hefur megin-
aðsetur sitt í Francistown í Bech-
uanalandi. Hann lærði flug hér
heima á íslandi á sínum tíma og
vann síðan um skeið hjá flugskól-
anum Þyt. Síðan hvarf hann til
framhaldsnáms í Bretlandi, lauk
þar biindflugsprófi og hlaut ensk
flugmannsréttindi. Eftir það réðist
hann til starfa í Suður-Afríku.
Nýnumið land
— Hvað kom til að þú réðist
til þessa starfa?
— Það var nánast af tilviljun.
Ég var staddur í Englandi, og
kynntist þar umboðsmanni flug-
' ■ -y"* -
Snsbjörn Samúelsson
félagsins. Skömmu síðar fékk ég
tilboð um starfið, tók því og hef
verið þar síðan.
— Og hvernig fellur þér vistin
í Suður-Afríku?
— Mér fellur mjög vel þar, lif-
ið er mjög svo frjálslegt og
skemmtilegt og veðráttan sérstak-
lega dásamleg. Að vísu er stundum
dáiítið heitt, hitinn kemst með
köflum yfir 40 stig á Celsíus.
Mestan hluta ársins er þurrviðri,
en regntími stendur frá því í nóv-
ember—desember og fram í janúar
—febrúar. Þá rignir eitthvað flesta
daga og mjög mikið með köflum.
Síðan segir Snæbjörn Samúels-
son meira af högum og háttum
þar í Bechuanalandi:
Bechuanaland er brezkt vernd-
arriki og liggur á mörkum Ródesíu
og sambandsríkja Suður-Afríku.
Landið er mjög stórt og strjál-
býlt eftir því, og er ekki óalgengt
allt að 250 km vegur sé á milli,
þorpa. Það liggur á hásléttu, og j
er mikill hluti þess vaxinn mopani-l
skógi, en e-innig eru þar miklarí
eyðimerkur, svo sem Kalahari eyði-|
mörkin. Landið er vel fallið til
nautgriparæktar, og eru þar nokkr-
Jr stórir búgarðar í eign Evrópu-
jnanna. Trúlega erú þar auðæfi í
jörðu, bæði steinar og málmar, en
landið er enn lítt numið og námu-
Eftir svaðilfarir og mannraunir,
vinnsla engin eins og stendur, Áð-
ur fyrr var elzta gullnáma í Suður-
Afríku skammt frá Francistown,
en hún er nú lokuð. Francistown
er framtíðarhöfuðstaður landsins
og fjölmennastur, en þar búa nú
6—800 Evrópumenn.
— Hvað um íbúana?
— Hvítir menn af flestum evr-
óskum þjóðernum ahfa flutzt til
landsins, og starfa þar margir við
samgöngur, kvikfjárrækt, stjórn
landsins o. s. frv. Innfæddir menn
eru af mörgum kynþáttum í land-
inu, en þjóðhöfðingi er faðir hins
nafnfræga Serechi Khama, þess, er
kvæntist enskri slúlku fyrir nokkr-
um árum og varð að afsala sér rík-
iserfðum fyrir vikið.
Seint er um langan veg. .
— Hvað um sambúð hvitra og
svartra?
— Hún er held ég mjög góð að
jafnaði. Innfæddir menn eru að
sjálfsögðu í miklum meirihluta,
ég held að hlutfallið sé tíu á móti
einum. 'Mikið er unnið að því, að
kenna innfæddum nýja búskapar-
háttu, og í landinu starfar fjöldi
ráðunauta um griparækt og sörnu-
leiðis dýralæknar, en ein helzta
plága landsins er, að sjúkdómar
leggjast mjög á búpening. Hann
gengur allur sjálfala annars, og
þarf ekkert fyrir honum að hafa.
Þessu miðar öllu hægt og hægt,
og óneitanlega er framtíð landsins
eins og annarra ríkja í Suður-
Afríku undir því komin, að það
takist að mennta hina innfæddu
og ala þá upp til sjálfs-forræðis.
— Ilefiir ekki borið á átökum
milli kynþáttanna?
— Að vísu hefur verið nokkuð
um það, en engu að síður held ég
að fregnir um slík átök séu mjög
ýktar hér heima og víða um lönd
annars staðar. Þannig er óvíða til
skipulögð uppreisnarhreyfing inn-
fæddra manna, og óeirðir meira
innbyrðis, eru sízt óalgengari en
uppþot svartra gegn hvítum. En
það sannast löngum hið forn-
kveðna, að seint er um langan veg
tíðinda að spyrja, og reyndar held
ég engir geti öðlazt skilning á
þessum málum nema þeir, sem
hafa kynnzt Suður-Afríku af eigin
raun, Hin ýmsu ríki þar hafa reynt
ýmsar aðferðir hvert fyrir sig, en
ég er þess fullviss, að öll vilja þau
hinum innfæddu allt það bezta og
gera það fyrir þá sem unnt er.
Búskmenn og krókódílar
— Er mikið um frumstæða kyn-
þætti í landinu?
— Kynþættirnir eru margir og
standa á mjög misjöfnu þroska-
stigi. Sumir eru mjög frumstæðir,
t. d. eru þar við lýði afkomendur
hottintottanna. f suðvesturhluta
landsins búa búskmenn, sem lifa
hálfgerðu steinaldarlífi, reika um
og lifa á veiðum með boga og örv-
um. Þeir eru gcrólíkir öðrum þjóð-
flokkum að útliti, og tungumál
þeirra er engu öðru máli líkt. Það
hljómar Iíkast því, að slett sé í
góm í sífellu. Þeir hafa marga
undarlega háttu, en virðast furðu-
lega lagnir að lifa við erfið skil-
yrði.
hafa þeir vegið flj ótsins krókódíl og hamflett — og hér er sigurtáknið
Snæbjörn
Samúelsson
flugmaður
segir frá
högum og
háttum í
SuSur-Afríku.
- í 40 stiga
hita yfir há-
sléttum Afríku
Margt fleira segir Snæbjörn af
lífinu þar í Bechuanalandi, sem of
langt er að rekja hér. Þetta er ger-
ólík veröld, segir hann. Lífið
þar er um enga hluti sambærilegt
við lífið hér heima. Hér draga
menn fisk úr ám og vötnum, þar
fara bæði Evrópumenn og blá-
menn út á nóttunni og drepa krókó
díla. Fljótið Okawanga í norðvest-
urhluta landsins er t. d. fullt af
krókódílum, og þar er þessi veiði-
skapur stundaður.
— Hefurðu drepið krókódíl,
sjálfur?
— Nei, — ég get vel hugsað
mér skemmtilegri dauðdaga en
enda í krókódílskjafti.
Kvikmyndir
Að lokum víkur talinu að lífi
Snæbjarnar sjálfs. Hefur ekkert
ævintýralegt borið fyrir hann á
þessum árum?
— Nei, ég held að líf mitt sé
mjög tilbreytingarlaust, — eða
kannski er ég bara ekki nógu róm-
antískur. Við fljúgum að staðaldri
víða um Suður-Afríku, til Rodesíu
og Tanganyka og einnig til Nyasa-
lands og flytjum starfslið og tækij
námufélaga. Og það hendir ekki
margt í háloítunum.
— Ilvað hefurðu helzt fyrir
stafni í frístundum?
— Þegar ég hef tóm til, þá fer
ég út með kvikmyndavélina. Ég er
að vinna að því, að gera kvikmynd-j
ir um land og lýð í Bechuanalandi,'
um landið sjálft og háttu íbúanna,
ekki sízt þeirra innfæddu. I
— Ætlarðu að sýna þessar
myndir hér heima? ,
— Það má vera, þegar þær eru
fullgerðar. Og hér heima hef ég
einnig tekið kvikmyndir, meining-
in er, að gera mynd um ísland og
sýna hana ytra, landið, fólkið, líf
þess og atvinnuhætti. i
— Og nú ertu á förum?
— Já, ég fer 20. júlí, hef verið
hér heima síðan í júníbyrjun.
— Og verður um kyrrt í Suður-
Afríku?
— Já, að öllu óbreyttu verð ég
þar framvegis. Samt vonast ég til
að geta komizt heim öðru hverju.
Ég fæ þriggja mánaða leyfi þriðja
hvert ár, og þá er helzt tækifæri
til að fara hingað — þótt óneitan-
lega sé dálítið langt í milli.
Ó.J.
HARALDUR JÓHANNSSON:
PÓLITÍK? é
I árslo'k 1958 var ég einn
þeirra, sem falið var verk, sem
vinna þurfti í augsýn alþjóðar.
Fremur átti ég þá á dauða mm-
um von en því að verða miðdep-
ill í einhvers konar Dreyfus-máli,
þar sem ég væri borinn sökum
reistum á þeim grunni, að ég væri
manna ljótastur eða leiðinlegast-
ur eða lingerðastur. Þó var svo
komið stuttu síðar. Meðan unnið
var að verki þessu, angraði mig
smávægilegur kvilli, að vísu á
viðkvæmum líkamshluta. Það var
mér til leiðinda, en ég held ekki,
að störf mín hafi goldið þess.
Að lokum bað ég velvirðingar á
því. Samstarfsmenn mínir tóku
því vel. Sumir þeirra sögðust eftir
engu hafa tekið.
Nokkru síðar frétti ég, að sá
orðrómur færi eins og eldur í
sinu um Reykjavik, að framkoma
mín við þetta tækifæri hafi verið
hneykslanleg. í grein í Þjóðvilj-
anum 27. janúar vék ég að orð-
rómi þessum i neðanmálsklausu
á þá leið, að mér skildist hann
vera „hreinsun af áburði um ó-
hóflega kvensemi, ef ekki annað
verra“. Við þessi orð breyttist orð
rómurinn að efni, en lægði ekki.
Nú var það talið sönnun þess,
að fy.rri orðrómþr hafi verið á
rökum reistur, að hreyfingarlaus-
um hættir fingrum mínum til að
dofna í kulda. Þessi kulvísi mín
á fingrum verður rakin aftur til
tólf ára aldurs, og þess voru raun-
ar dæmi fyrr á barnsaldri, að þeir
væru .viðkvæmir fyrir kulda.
Þessi kulvísi hefur ekki háð mér
við s'törf úti eða inni, svo að aðrir
ættu að geta látið sér standa á
sama um hana. Þessi viðbrögð
við athugasemd minni benda til
þess, að orðrómi þessum hafi
verið beint að settu miarki, en
hann e'kki verið marklaus't slúður,
enda varð ég þess áskynja á marg
an hátt. Aðeins tvö dæmi skulu
þó nefnd. Eitt sinn sem oftar
sat ég að kvöldverði í veitinga-
húsi við Aðalstræti í bás í suð-
vesturhorni veitingastofunnar
gegnt inngangi. Eftir að hafa
Stutt
athugasemd
Herra ritstjóri!
í Tímanum i dag (16/7) er i 11-
vel myndskreytt grein um sérlega
fagran dansleik í Gaulverjabæ. —
Greinin er merkt ,,H.H.“ og veit
ég með vissu að margir eigna mér
greinina, bæði vegna fangamarks
ns og svo i'tf því að ég væri marg-
vís til að skrifa þess háttar
grein. Vil ég biðja yður að geta
þess í blaði yð.lr að greinin sé
ekki eftir mig — en stórlega þakka
ég fyrir lærdómsríka frásögn.
Eitt furðar mig mjög. Hofund-
ur þessarar lifandi lýsingar hefur
hörð orð eftir reykvískum lög-
reglumönnum, sem þnrna voru til
„eftirlits“, eða sendir öllu heldur
sem meinlausir vitundarvottar
hins opinbera siðferðis, vitundar
vottar að þjóðarsómanum, sem
þeir höfðu ekki htmdafl til að
gera meiri en hann var; víst ekki
heldur umboð til.að gera sjálfri
spillingunni neitt mein.
Fyrir fjórum árum sagði ég
lítillega frá hroðalegu sámhlaupi
svínanna, ofar í þessu góða héraði,
og hafði fyrir mér vandlega gerða.
og ramlega staðfesta frásögn
fjögurra lögregluþjóna. Þá varð
þaö eins konar sammæli æðstu
yfirvalda og lægstu hóruhúshald-
ara, að slíki,- lögregluþjónDi’ væru
ekki vitnisbærir; þeim vær'i mcð
öllu óheimilt að segja satt, og
þó svo þeir sýndu af sér slíka
frekju, þá væri það algert ómatrk.
Þeir áttu að vaka yfir svívirðing-
unni, en ekki að kjafta frá henni.
Enda gerðu sjálf yfirvöldin merki
lega tilrtiun til að klekkja á þess
um lögregluþjónum og kenna
þeim þarfari siði. Eg hef í hönd
Um mjög ókræsileg plögg um
þetta, og vona ég að hamingjan
gefi mér enn ráðrúm til að leggja,
þau fram á sínum stað í sögu
þjóðar vorrar. En mannasiða-
kennsla yfirvtildanna hefur orðið
endingarlaus, því að lögregluverð
irnir í Gaulverjabæ virðast ekki
hafa litið á sig sem eiðisvarnai
trúnaðarmenn svínanna.
Allt' misjafnt á Þingvelli hefur
verið hernum að kenna, ei.ns og
kunnugt er, endfJ er nú búið að
lagfæra það fyrir fullt og allt
og hreinsa vorn helgidóm, sem
líka er kunnugt. Ein tilraun var
gerð til að skrifa Skeiðaréttir líka
hjá hernum. En hvar á nú að
skrifa Gaulverjabæ?
Og nú segi ég sem mér þykir,
herra ritstjóri, við gamlan vin
og samverkamann og nýkjörinn
þingmann Reykvíkinga: Verður
ekki eitthvað að gera, líka fyrir
Flóann? Þegar ekkert er skrifað
hjá útvarpinu lengur, og þegafr
herinn er farinn úr landi, — hvar
á þá að skrifa alla spillingu þjóð-
ar vorrar?
Það verður a'ð afnema spilling-
una neðan frá, það verður að
liefja hana upp: fela hóruhúsa-
leigjendum og sprúttsölum allsi
lögreglustjórn og ákæruvald, en
bílaþjófunum fangavörsluna í
landinu. Svokallaða dómstóla má
leggja niður, svo að þrætum linni,
nema hvað miðstjórnir flokkanna
gætu dæmt' þá siikamenn, scm
til þess flokks teljast. Það er um
siðferðið eins og skattana: það
má ekki leggja þyngri siðferðis-
byrðar á kjósendur en þeir vilja
sjálfir með góðu móti beral.
Með kærri kveðju
Ilelgi Hjörvar.
setið þar nokkra stund, tók ég
eftir, að fólk sem sat við borð
við gluggann næst inngangi, fylgdi
hverri hreyfingu minni. Degi eða
tveimur síðar lá leið mín aflur
í þetta sama veitingahús. Þá
störðu þjónustustúlkurnar á mig,
tíðan gest á staðnum, eins og þær
sæju mig í fyrsta sinn. Um sv.ip-
að leyti fór ég \ kvikmiyndahús
hér í bænum, nýkominn úr gufu-
baði, sem ég skal fúslega játa, að
ég stunda um of. Rjóður mun ég
CFramhaln » a *fðu>