Tíminn - 31.07.1959, Blaðsíða 3
ttÍMINN, föstudagmn 31. júlí 1959.
a
Já, mikið er skraddarans pund
Tvær ungar slúdínur dansk
ar, Kirsten Gregersen og Kar-
in Brant, sem dveljast nú í
London, létu heillast af gervi-
liðsforingja úr flugher Pata-
góníumanna — fyrirtæki, sem
ekki er til. Patagónía er sem
sé ekki sjálfstætt ríki, heldur
suðuramerískt landsvæði, sem
skiptist mifli Argentínu og
Chile.
— Suðrænir þjóðflokkar hafa
alltaf djúp. áhrif á okkur Skand-
ínava, og þessi maður er svo heill-
andi, að strákarnir heima verða
bara ljótir í samanburði við hann,
sagði Kirsten eftir fyrsta fund
við „svikagreifann", sem skrýdd-
ist einkennisklæðnaði, leigðum
frá leikhúsi nokkru í London, al-
þakinn ýmiss konar fölskum heið-
ursmerkjum.
Fötin skapa manninn
Þessi fullhugi hins patagóníska
himinhvolfs, er fyrirferðarlítill
Lundúnabúi að nafni Michael
Kirsch. Hann hefur ráðizt í sam-
vinnu við enska blaðið Daily
Sketch, sem hefur ráðizt í til-
raunir til þess að færa rök að
því, að ungar stúlkur láti villast
af ytra útliti, og' að gamli máls-
hátturinn, fötin skapa manninn,
sé enn í fullu gildi.
Kirsch þessi vinur okkar er,einn
hinna ólánssömu manra, sem ung-
ar stúlkur snúa baki við, og verð-
ur að sætta sig við, að stúlkan,
- Flugflotinn í Patagóníu - Suðrænt
blóð - Leikbúningar í þágu ástarínn-
ar - Að dansa cha-cha - Eldrautt hár
r
og ástarvíma - Ymsar yfirlýsingar -
|með óskert álit af dansgólfi, var
lofprísaður og rómaður skýjunum
hærra. Á örskömmum tíma hafði
hann farið út að dansa með fimm
enskum píum, sem jafnharðan
' voru teknar til viðtals af blaða-
mönnum Daily Sketch, sem vildu
fregna um álit þeirra á þessum
jglæsilega liðsforingja úæ patag-
ónska flughernum.
I
I „Fyrirgefðu, ég er bara ég!"
I — Hann er svo rómantískur,
sagði Jill Stevenson, og Angela
Little lýsti því yfir, að hann væri
draumaprins.
— Hann virðist svo blóðheitur
og hættulegur, sagði hún.
— Ég er alveg bálskotin í hon-
vm, sagði Anne Emmins, og Mar-
ion O’Hern lét sér nægja að segja
stutt, en með þunga:
— Þvílíkur maður!
Þannig mætti lengi telja, m.a.
dönsku kvinnurnar, sem getið var
um í upphafi. En þegar Daily
Sketch þótti tilraunin hafa náð
tilgangi sínum, mátti Kirsch grey-
ið labba sig til alira sinna kvenna
og leiðrétta misskilninginn og
biðja afsökunar. — Ég er bara
ég, sagði hann.
------ En 3. síðunni þykir full
ástæða til að votta honúm samúð!
Átta litlar
mys
nr. 1 frá vinstri færir sig fram
um eina lengd.
nr. 1 frá hægri stekkur yfir
eina.
nr. 2 frá hægri færir sig fram
um eina lengd.
nr. 1 frá vinstri stekkur yfir
eina.
nr. 2 frá vinstri stekkur yfir
eina.
nr. 3 frá vinstri færir sig fram
um eina lengd.
1 frá hægri færir sig fram
um 2x1 lengd og er laus.
2 frá liægri færir Sig fram
um 3x1 lengd og er laus.
3 frá hægri færir sig fram
um 4x1 lengd og er laus.
4j frá hægri færir sig
fram um 5x1 lengd og er
laus.
Þá komast hinar allar út
fyrirhafnarlítið.
nr.
nr.
nr.
sem hann leggur snörur sínar fyr-
ir, sé of önnum kafin eða þreytt,
eða hún minnist þess skyndilega,
að hún verði að fara núna, því
hún þurfi að viðra hundinn sinn.
„Nýju fötin keisarans"
Þessi maður var því sjálfkjör-
inn til þess að taka að sér hlut-
verk hetjunnar í þessari tilraurt
blaðsins. Einkennisbúningurinn
með gljáandi silfurvængjunum á
brjóstinu varð honum Sesamlyk-
ill að hjörlum kvennanna.
— Fyrst lagði ég til atlögu við
gullfallega, rauðhærða stúlku,
segir hann. — Hún stóð á tali við
tvo karlmenn, en um leið og hún
sá fötin mín, sneri hún frá þeim.
Við dönsuðum cha-cha, og það
er ekkert smávegis, því ég hef
ekki veður af, hvernig dansa skal
cha-cha. Svo sagði hann sinni
rauðhærðu elsku frá æskustöðv-
unum heima í Suður-Ameriku og
erfiðum dögum flugflotans.
— Þú dansar svo dásamlega,
andvarpaði sú rauðhærða að dans-
inum cha-cha loknum.
Það skipti engum togum, að
Kirsch, sem, aldrei hafði komið
KVIKMYNDIR
Einn ksmsi undan
Ensk mynd frá J. Arthur Rank. —
Aðalhlutverk: Hardy Kruger. —
Sýningarstaður: Tjarnarbíó.
MYND ÞESSI er gerð eftir sannsögu-
leglegum atburðum, sem áttu sér
stað í heimsstyrjöldinni síðari.
Þýzkur flugmaður, Franz von
Werra, nauðlendir vél sinni í Eng-
landi og er tekinn hönclum. Hann
ákveður að reyna að flýja úr
fangabúðum Breta, og tekst það
að lokum, eftir tvær árangurs-
lausar tilraunir. Það er í frásög-
ur færandi, að von Werra var
eini stríðsfanginn. sem tókst að
flýja frá Bretum á styrjaldarár-
unum, en sú heppni dugði honum
skammt, því flugvél hans sást
steypast í Ermarsund 1941, og
hefur ekkert til hans spurzt síðan.
SÍDUSTU FLÓTTATSLRAUN sina,
ogsem heppnaðist, gerði von
Werra, er hann stökk út um
glugga á lest, sem fiutti þýzka
stríðsfánga til fangabúða í Kan-
ada. Honúm lekst við mikil harm-
kvæli að komast yfir til Banda-
ríkjanna, sem þá voru hlutalu.5.
Þrátt fyrir miklar tilraunir Kan-
adamanna til að fá hann framseld
an, og Bandaríkjastjórnar að
reyna að halda honum þar í landi,
tókst von Werra að komast yfir
landamærin til Mexíkó, þaðan
suður til S.-Ameríku, til Spánar
og þaðan heim til Berlínar.
MYND ÞESSI er einstaklega skemmti
leg og spennandi frá upphafi til
enda. Leikur Hardy Krugers í
hlutverki von Werra er prýðis-
góður, og sama er að segja um
aðra leikendur. Hér er á ferðinni
ágæt mynd, og þeim, sem vilja
eiga skemmtilega kvöldstund,
skal bent á að gera sér ferð í
Tjarnarbíó. —H..H
Fðnnamaðypii!!!
Bandarísk mynd. — Aöalhlut-l
verk: Forrest Tucker, Peter Cush-
ing. -— Sýningarstaður: Nýja Bió.
UM ÞESSA mynd er fátt gott að
segja. Hún fjallar um snjómann-
inn hræðilega i Himalaya og fimm
manna leiðangur, sem leggur upp
að l'eita hans. Gamall Lhama í
klaustri við fjallsrætur, segir eng-
ar slíkar skepnur vera til, en
dylgjar um það við leiðangurs-
menn, að þar búi verur á mjög
háu andlegu þroskastigi, sem
þangað hafi flúið endur fyrir
löngu undan grimmd mannsins.
EINS OG GENGUR er einn leiðang-
ursmanna óprúttinn skúrkur, og
annar engilhvítur hugsjónamað-
ur, og stendur sá einn uppi í
myndarlok, eftir að snjómenn
hafa hrætt líftóruna úr hinum
með bauli sínu eða leitt afvega á
annan hátt. Einn snjómannanna
er drepinn, og cr síðan mikið
fjasað um „gáfulegt andlitsfar“
hans.
EF FÓLK hefur á hinn bóginn gam-
an af því, að hrökkva við í sætum
sínum og gripa á náungann, þá
má geta þess að myndin er þokka
lega hroll'vekjandi, enda sýnilega
gerð með það eitt fyrir augum.
Um Ieik er vart að ræða. —HH.
Hve glöð er vor æska
ímyndunaraflið er ótrúlegla
sterkt. Á því byggist bæði eitt
og annað, m.a. trú grundvallast
á ímyndunaraflinu. Hér höfðum
við stutta og skemmtilega grein,
sem segir frá auðugu ímyndunar-
afli bernskunnar: Grein bessi er
skrifuð af sjómannskonu:
Ég gæti sagt sitt af hverju um
það, hversu erfitt það reyndist
mér og börmmúm að vera án-föð-
ur og eiginmanns langtímum
saman. Aðskilnaður árum saman
veldur töluverðum óþægindum.
„Ekki fleiri börn!"
Ég minnist skemnitilegs atviks,
frá því elzti sonur minn var níu
ára, yngsta barnið var eins árs.
Drengurinn varð að koma í stað
föður síns og bjálpa mér með
eitt og annað. Hann gerði það
líka vel og möglunarlaust. Dag
nokkurn sem oftar lagði hann af
stað með barnavagninn, og dró
hann fram og aftur um götuna,
svo svitinn bogaði af honum. Loks
þoldi hann ekki mátið lengur, kom
inn til mín og sagði:
— Æi, mamma, eigum við ekki
að skrifa pabba, og segja að við
viljum ekki fleiri börn....
Lifandi ijósmyndir
Allt frá fæðingu kenndi ég
börnunum að hugsa um pabba
sinn, þótt hann væri sjaldnast
heinia. Og þannig fór, >að þau
sneru sér að mvnd hans á veggn-
um. Þar var hann lifandi fyrir
þeim, þótt þau yrðu að skírslcota
til ímyndunaraflsins, og áttu þau
þannig löng samtöl við mynd
hans. Svo raunverulegur varð
hann þeim á myndinni, að væru
þau t.d. ósammála, sem ekki var
sjaldgæft, fór annar deiluaðilinn
til myndarinnar, og þótt hann
semdi svarið fyrir föður sinn,
hlýddi hinn deiluaðilinn úrskurð-
inum.
Dómur drottins
Þegar elztu drengirnir voru
tveggja og þriggja ára, vildu þeir
einu sinni báðir í senn hafa ruggu
hestinn. Hvorki úrskurður líf-
rænnar móður né myndræns föður
höfðu áhrif á þann minni, sem
sat se mfastast á sínum hesti og
hliðraði hvergi til fyrir hinum.
Þá sneri sá stærri sér a/3 Krists-
myndinni á veggnum, kom svo aft-
ur og sagði við litla bróður:
— Guð segir, að við eigum að
skiptast á.
Sá litli steig þegar af baki og
lét bróður sínum eftir reiðskjót-
ann.
Cary Erant í
málaferlum
Misjafnt er mannanna gæSum sklpf. Sumír þola ekki svo mikið sem að
standa uppi á stól, án þess að fá alls konar óþægindakenndir og svima,
meðan aðrir gera hvað sem þeim sýnist í hvaða hæð sem er. Náunginn hér
á myndinni virðist hreint ekki vera banginn, þótt líf hans hangi sýnilega á
þræði. Hann gæti teklð sér í munn orð Jóns Helgasonar: ... „í einum
þræði hékk allt mitt líf,/ þá atgjörð sú var skén ...."
Einn fréttaritara stórblaðs-
ins New York Herald Tríbune
Joe Hyams, hefur fyrir
skemmstu höfað mál gegn
leikaranum Gary Grant, og
krefst hálfrar milljónar doll-
ara skaðabóta fyrir ærumeið-
andi ummæli.
Ástæðan til málarekstursins er
yfirlýsing isem Cary Grant gaf út
i 20. apríl s.l. þar sem hann sagði
meðal Dnnars: „Greinarnar u:n
mig, sem Joe
Hyams hefir skrif
að eru uppspuni
frá rótum. Hann
segir m.a. að ég
hafi leitað sál-
fræðinga. Eg hefi
aldrei veitt Joe
Hyattns nokkrar
upplýsingar um
þetta. Eg hefi
alls ekki hit't
hann í tvö ár, og greinDr hans
eru þvættingu,- einn. Ég hef aldrei
gengið undir sálsýkislækningar og
aldrei haft neitt með sálfræði alð
gera, og því aldrei haft orð á
-slíku við Hyams“. — Á hinn bóg-
inn heldur Hyams fast við að
greinar hans séu sannleikanum
samkvæmar og segir að yfirlýs-
ing Grants sé kathtrþvottur einn
og fölsk í ofanálag.