Tíminn - 31.07.1959, Blaðsíða 9

Tíminn - 31.07.1959, Blaðsíða 9
T í MIN N, föstudaginn 31. júlí 1959. *AAR> ROBERTS RINEHARL ~f*luarölík k ÍU UCýfO L runumona 'Ki 41. Þeir voru mjög eðlilegir handverksmenn, en að því er virðist höföu þeir gleymt málningunni og penslunum. Þeir lögðu stigann upp að veggnum skammt frá glugg- anum mínum og hurfu upp á þak. Þolinmæði mín var af mjög skornum skammti um þessar mundir, svo ég náði mér í kúst og með því að teygja mig út um gluggann náði ég að ýta duglega við stiganum. Hann féll með hávaða miklum, og það síðasta sem ég sá til þess- ara tveggja fréttaritara var það, að þeir störðu hryggir og ráðvana út yfir járnklætt þakið, berandi saman ráð sín. Seinna frétti ég, að þeir hefðu dvalið þarna á þakinu í fjóra tíma, og ekki þorað að hrópa á hjálp. Þetta var járnþak, og brennheitur septemberdagur. Hugur minn hvarflaöi ekki til þeirra aftur. Svo er að sjá, sem einn eða tveir ljósmynd- arar frá öðru blaði hafi kom ið þarna og fréttaritararnir hafi leitað hjálpar þeirra, en hlotið löng nef í hjálpar staö. Að lokum hjálpaði lögreglan þeim niður, eftir að hafa ógn að þeim með því að láta þá dúsa þar um nóttina. Stundum detta mér þeir þó í hug, stiknandi uppi á þak inu, meðan harmleikurinn skeði inni. Sennilega hafa ■þeir séð bifreiö líkskoðunar- mannsins, fólk koma og fara, og misst smám saman stjórn á sér, ófærir til eins eða neins, . utan, eins og Charlie Elliot, að ber.jast eða gráta. En þeir léku eigi að síður rnikilvægt hlutverk, varðandi lausn gátunnar. Þegar aö leikslokum dró, var svo aö sjá, sem stykkjaþraut hefði verið sett saman, en aldrei gengið upp, hefðu þeir ekki lagt fram sitt stykki þrautar- innar. Glenn yfirgaf ekki húsið fyrr en rúmlega ellefu, og klukkan hefur sennilega ver- ið nærri því tólf þegar lækn- irinn kom. Klukkan var um eitt, þegar samband náðist við logregluforingjann, þar sem hann sat að snæðingi. Hvenær Paula yfirgaf húsið veit ég ekki. Atburðirnir skeðu eftir því sem ég framast man, svo sem nú skal lýst: Læknirinn fyrirskipaði að gefa Júlíu sprautu af nitro- glyseríni. Hann v'ar hjá henni og taldi æðaslögin, meðan ég fór niður í eldhúsið til þess að ná í soðið vatn. Maria var ein í eldhúsinu, og gaf mér vatnið sjálf. Eg þvoði sprautunálina, sneri síðan að lyfjabakkanum og sótti töflurnar. Þar í voru örugglega engin mistök. Eg man það glöggt, að ég leit á hulstrið, sem ekki var nýtt, hristi töflu fram úr því, lét hana í sprautuna, og horfði á hana leysast upp. Eg man þetta allt, sem hefði það skeð í gær, hvernig ég stakk nál- inni í hvítan og visinn hand- legg Júlíu og hvernig hún kveinkaði sér undan sársauk- anum. Læknirinn hélt stöð- ugt um úlfnlið hennar, með- an ég lagaði lítilsháttar til í herberginu og hreinsaði sprautuna úr spíritus frammi í baðherberginu. Þar var ég, þegar læknir- inn kallaði á mig. Júlía var orðin mjög undarleg útlits. Húðin virtist strengd á and- litinu, hún var að reyna að segja eitthvað. Læknirinn hallaði sér yfir hana. — Hvað er það? Hefurðu þrautir? Hún svaraði ekki, og hann varð áhyggjufullur á svip. — Hvað gafstu henni? spurði hann mig. — Venjulegan skammt af nitroglyseríni, læknir, svaraði ég. Honum virtist nægja það svar. Hann sótti sér stól og VAVAV.^V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VAVV.V.VW/i í I Viðarveggfóður Mjög falleg og ódýr veggklæðning úr ekta viði. í Auðveld í notkun — Rúllustærð: 91,5 cm x 25 í metrar. Verð kr. 336.— pr. rúllu. V í PÁLL ÞORGEIRSSON > Laugavegi 22. — Sími 16412. vvvvvvvvvvvvvvvvvv.vvvvv.vv.vvvvv.vvvw.vvvvw. Kaupmenn — Kaupfélagsstjörar Bjóðum yður eftirtaldar vörur til afgreiðslu strax: Vefnaðarvörur: Léreft 90 cm Léreft 140 cm Léreft 180 cm ITörléreft 180 cm Ilördamask 140 cm Poplín 80 cm Sirs 70 og 90 cm (20 litir) Cretonne 90 cm Flónel einl. og munztruð Fiðurhelt (4 litir) Rifflað flauel (5 litir) Loðkantur (3 litir) Nælonefni Blúnduefni Georgette Net gluggatjaldaefni Nælonblúndur Bómullarblúndur ITöfuðklútar Flauelsbönd Vettlingar, karla og kvenna Gólfklútar Bleyjur Þvottapokar Teygjur Perlonhanzkar Bendlar Pilsstrengir o. fl.. o. fl. Pítasfvörur: Gluggatjaldaplastefni Innkaupatöskur Drengjahúfur Hárþvottaburstar Herðatré barna Herðatré m/slá Pappú’s-höldur Flöskutappar Regnhettur Patent-glös m/spegli Skópokar Kragar Baktöskur Skjalatöskur Perlufestar Snyrfivörur: Louis Philippe varalitur Almay snyrtivörur Bezt augnabrúnalitur Rubinstein augnaháralitur Hazel Bishop snyrtivörur o. fl. A.I.K. kvenundírfafnaður: Undirkjólar Náttkjólar Undirsett Skjört Buxur o. fl. Kven- og karlasokkar: Nælon- og perlonsokkar 10 teg. Kven-krepesokkar Krepesokkar karla einlitir Krepesokkar krrla marglitir Bómullarsokkar Leðurvörur: Skjalatöskur margar teg. Baktöskur Kven- og karla-hanzkar Lyklaveski Seðlaveski Ritföng og pappírsvörur: Spil Blýantar Reikningsbækur Umslög Gúmmí- og sfriga- skófatnaður: Tom barna- og kvenvað- stígvél Polo — — — Astra kvenbomsur Boy strigaskór ,.uppháir“ Mary strigaskór lágir Ýmislegt: Badmintonboltar Barnaboltar Blöðrur Kjólablóm Sólgleraugu Rakvélar Rakkústar Greiður og kambar o. fl. Flugferöir til MALLORCA í ráði er að Viscount flugvélar okkar fari nokkrar ferðir milli Reykjavíkur og Mallorca í haust með skemmtiferðafólk, svo framarlega að nauðsynleg leyfi verði fyrir hendi. Fyrsta flugferðin er fyrir- huguð 5. október. Nánari upplýsingar varðandi ferðirnar verða veittar í afgreiðslu okkar, Lækjargötu 4. VWrV.V.V.V.V.V.V.W.V.V.V.V.'.V.V.V.VAW.l.WUWI Heildsöiubirgðir: íslenzk-erlenda verzlunarfélagið h.f. Garðastræti 2. — Sírnar 15333 og 19698. Pípulagningamenn — Járnsmiðir Fyrirliggjandi eru sýnishorn af DALEX T ransformatorum Tæki þessi eru alveg sérstaklega hentug til raf- suðu á pípulögnum, handriðum og þess háttar. Þau eru létt, auðveldlega meðfærileg fyi’ii’ einn mann og hægt að taka þau með sér á vinnustaö og tengja við venjulegan ljósastraum. Útvegum tækin til afgreiðslu mjög fljótt gegn innflutnings- og gjaldeyrisleyfum. Þeh’, sem hafa áhuga fyrir þessu, geta kynnt sér tækin næstu daga, en þau eru til sýnis á skrif- stofu okkar, og eru þar allar frekari upplýsingar veittar. K. Þorsteinsson & Co. Tryggvagötu 10 — Sími 19340. WAWAWA%V.,AV%WA*AWAWWA\\WAWWV £ Leifur Jónasson frá Öxney, andaðist 24. júií. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju, laugardaginn 1. ágúsí kl. 10 f. h. Aöstandendor. Konan min Guðrún J. Guðmundsdóttir frá Mosvöllum, Önundarfiröi, lézt þ. 29. þ. m. Guömundur Bjarnason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.