Tíminn - 31.07.1959, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.07.1959, Blaðsíða 7
TÍMINN, föstiidaginn 31. júh' 1959. Ræða Gísla Guðmundssonar við aðra umræðu kjördæmamálsins í neðri deild Þríflokkarnir komu í veg fyrir að þjóðarviljinn kæmi í Ems og kunnugt er kiofn þjóðiiuii Verði gefmn kostiu* á almeiinri atkvæSagréiSslu aði stjórnarskrárnefnd neðri deildár um kjördæmafrum- varpið. Gísli Guðmundsson hafði framsögu fvrir minni hluta nefndarinnar og fer út- dráttur úr framsöguræöu ; hans hár á eftir. | Stjórnarskrárnefnd þessarar hátt | virtrar deildar hefur haldið tvo fundi um þetta mál. Og á síðara fundinum var málið afgreitt. Eins og háttvirtur framsögumaður meiri hlutans tók fram, og getið er í nefndaráliti þess nefndarhluta, þá mælir meiri hlutinn með því, að frumvarpið sé samþykkt. Við hátt- virtur þingmaður A-Skaft., sem stöndum að áliti minni hlutans, sem útbýtt hefur verið nú í fundar byrjun á þingskjali 10, gerum sér- staka tillögu um meðferð málsins, sem prentuð er í því nefndaráliti á bls. 3. Eg ætla ekki að svo stöddu að gera athugasemd við þau um- mæli, sem háttvirtur framsögumað- ur meiri hlutans lét falla varðandi úrslit kosninganna, en ég mun koma að því efni siðar. Almenn andú($ Þetta frumvarp, sem hér liggur fyrir, er eitt þeirra' þingmála, sem mesta andúð hafa vakið í landinu. Sú andúð á sér djúpar rætur. Eg hygg, að upphafsmenn frumvarps- dns haíi enn ekki gert sér grein fyrir því til fullnustu, hve vin- sældir þess eru litlar með þjóðinni. Meðal almennings á það sér hlut- fallslega fáa formæiendur miðað við fylgi þeirra flokka, sem að því standa. Það var athyglisvert fyrir kosningarnar, a. m. k. víða, hvað fylgismenn Sjálfstæðisflokksins, Alþýðuflokksins og Alþýðubanda- lagsins margir hverjir, voru tregir til að tala tím þetta mál. Um flest annað vildu þeir fremur tala. Af hálftí formælenda málsins hefur verið reynt að túlka það sem mann réttindamál, en þðtta mannréttinda mál, sem svp er nefnt, er að því leyti ólíkt öðrum mannréttinda- málum, að það virðist enga hrifn- ingu hafa vakið hjá neinum. Þeir, sem mannréttindanna áttu að njóta, hafa ekki gefið sig fram til að halda sína frelsishátíð. Það er eins og enginn taki það til sín, að aukin mannréttindi séu i boði. Nú rnætti að vísu vænta þess, að fólk fagnaði því, þar sem það á að vera að fá fleiri fulltrúa en áður á löggjafarþinginu. En sennilega er það mönnum i.jóst á þeim stöðum, að þessi aukning á fulltrúatölu þar var hægt að fá án þess að leggja niður kjördæmin og að um fjölg- iin fulltrúa á þingi gat orðið sam- komulag og ánægja yfir þeirri rétt arbót, ef ,svo mætti að orði komast, hefur áreiðanlega minnkað hjá mörgum, þegar það kom í Ijós, að hún var að nauðsynjalausu tengd réttarsviptingu hjá öðrum landsins börnum, sem vissulega standa ekki of vel að vígi í lífsbaráttunni. j Jafnskjótt, sem þetta frumvarp ' kom fram á Alþingi í vetur og raun ar fyrr, um leið og fréttir tóku að berast um samtök þau, er að því etóðu og hvers efnis það myndi Verða í aðalatriðum, þá tóku að elreyma til Alþingis mótmæli víða að af landinu. Að þessum mótmæl- um stóð fólk úr öllum stjórnmála- flokkum. Fjöldi manna kvaddi sér hljóðs á opinberum vettvangi, hér- aðskunnir menn og þjóðkunnir, ég hcld úr flestum eða öllum kjör-j dæmum landsins til að mótmæla! því, sem- til stóð. Þarna komu fram I í íslenzkum blöðum mótmælagrein ar, sem voru svo snjallar eða af > svo ríkum sannfæringarkrafti fram I um afnám kjördæmanna GÍSLI GUÐMUNDSSON bornar, að þeirra mun lengi verða minnzt. Blaðagreinar af þessu tagi verða ekki til nema á stórum stunduni í lífi þjóðarinnar, í sjálf- stæðisbaráttu, í baráttu fyrir frelsi, í baráttu gegn yfirgangi og valdaníðslu. Slíkar greinar geta menn lesið í blöðum frá. fyrsta áratuig þessarar aldar. Þannig var íslendingum innan brjósts eft ir þjóðfundinn fyrrum, og þannig var þeim innan brjósts, sem nú tóku upp baráttu heima í héruð- unum gegn framgangi þessa máls, sem hér er til umræðu í dag í þessari háttvirtu deild. Orsakir mótmæla- öldunnar En hvað er það þá í þessu frum varpi, sem reisti þessa mótmæla- öldu og hvatti svo marga, sem sjaldan láta til sín heyra, til að tala til þjóðarinnar? Það er ekki ákvæði frumvarpsins um að fjölga þingmönnum, þó að sumum finn- ist að vísu fátt um þá ráðstöfun. Við þá breytingu gátu margir sætt sig sem lausn á erfiðu vandamáli. Það, sem mótmælunum olli, það, sem baráttan hefur staðið um og stendur enn, eru ákvæðin í a- og b-lið 1. greinar frumvarpsins um það, að héraða- og kaupstaðakjör- dæmin öll utan Reykjavíkur skuli lögð niðui', en í þeirra stað stofnuð 7 stór kjördæmi með hlutfallskosn ingum. í öðru lagi töldu menn það glap- ræði að taka ákvæðin um kjör- dæmaskipan til sérstakreir meðferð ar samkvæmt sér.samningi þriggja þingflokka í stað þess að ljúka heildarendurskoðun stjórnarskrár- innar, eins og heitið hafði verið og búizt var við, að gert yrði Menn höfðu heldur ekki trú á þyi, að hin fyrii'hugaða kjördæmaskip- an hefði bætandi áhrif á val og störf þingmanna. „Svo stór geta kjördæmin orðið, að þingmennirn- ir verði of smáir“, sagði bóndi á Norðurlandi í vor. Svipur Álfs í Króki í nefndaráliti minni hluta á þingskjali 10, er í stuttu máli gerð grein fyrir nokkrum megin- atriðum þeirra raka, sem andstæð ingar frumvarpsins hafa borið fram gegn því á Alþingi og í kosn- ingabaráttunni. Og þá sérstaklega þeim rökum, sem borin eru fram gegn afnámi kjördæmanna. Eg leyfi mér að vísa til þess, sem í nefndarálitinu stendur um það efni. En þetta er ekki í fyrsta sinn, sem utan að komandi vald hefur viljað taka landsréttindi af íslenzkum mönnum. Það var reynt og gert á fyrri tímum, þegar land- ið í heild var hluti af ríki konunga í Noregi og Danmörku. Nú er kom ið að réttindum héraðanna og kaup staðanna. Það er ekki útlent kon- ungsvald, sem nú seilist til réttinda anna. Það er flokkavaldið innlenda, vald flokksstjórnanna í höfuðstaðn um. Við erum að vísu ekki stödd á 14. öld, þó er ísland allt enn þá byggt, afkomendur þeirra manna, er þá vörðu rétlinn á Hegranes- þingi og víðar. Og enn þóttust menn kenna Hákon hálegg og Álf -úr Króki og þeirra svip á þessu máli. Algjört undirhúningsleysi Þessi gerbreyting á kjördæma- skipuninni var á síðasta þingi knú in fram með ofurkappi, og furðu sterkri trú á það, að hægt sé að bjóða hinum almenna kjósanda hvað, sem er, ef'ráðamenn í flokki sem kjósandinn hefur stutt, standa að því, sem gert er. Untíirbúningur þessa istórmáls var í rauninni eng- inn. Það var gengið fram hjá milliþinganefnd í stjórnarskrármál inu, sem að sjáífsögÖu hefði átt að fjalla um málið, áður en það var lagt fyrir Alþingi. 27 kjör- dæmi átti að leggja niður, án þess að t. d. forráðamenn sýslu- og bæjarfélaga væru spurðir. Landið síðan hólfað sundur í 8 stór kjör- dæmi, án þess að nokkur ábyrgður aðili úti um land væri spurður. Væri t. d. spurður um það, hvar heppilegast væri að setja takmörk þessara 8 kjördæroa, ef þau áttu að koma á annað borð. Þessi ráð- stöfun byggist m. ö. o. ekki á neinni rannsókn, ekki í samráði við neinn eða neinu eðlilegu sam- starfi. Hún byggist á sérsamningi milli þriggja þingflokka, sem vilja fjölga þingmönnum sínum og nota aðstöðu sína til að efla flokkavald á kostnað héraðavalds í landinu. MiíSlunarleift Fram- scknarmanna Við Framsóknarmenn á Alþingi vildum, að þetta mál fengi sóma- srmlegari undirbúning til næsta þings. Þegar það fékkst' ekki, lögð- um við fram samkomulagstillögu. Við gerðum úrslita tilraun til að bjarga héraðakjördæmunum. Við lögðum fram ákveðnar tillög- ur um fjölgun þingmanna í þétt-, býlinu, sem telja má.tti sanngjarn-, ar og gerðum jafnframt. ráð fyrir, að uppbætur héldust, þannig að þingmannatala yrði allt að 60. Við vorum reiðubúnir til að leggja fram lið okkar til að mynda samstjórn allra þing- flokka til að reyna að Iéysa þetta mál og fleiri með samkomulagi, sem vel virtist hæfa á þeim hættu tímum, sem nú eru fyrir þjóðina á ýmsan hátt. En svo mikill var því miður á-1 kafi þeirra manna, sem að þessu máli standa, að við engu slíku var litið. Það sýndust þó vera almenn og einföld rök í þessu máli, að fólki í þéttbýlinu ætti ekki að vera það neitt sérstakt kappsmál að fá fulltrúatölu sína endilega aukna á þann hátt, sem fjölda manns um land allt væri sérstak- lega á móti skápi, ef hægt var að fá sömu þingmannatölu á ann- an hátt með betra samkomulagi. Eg skil satt að segja ekki þá óbil- girni, að geta. ekki verið til við- tals um annað eins og þetta. En árangur af ábendingum í þessa átt varð enginn, því var ‘ svarað, að óþarft væri að ræða þetta mál, Því væri þegar til lvkta ráðið og þar yrði engum stíifkrók breytt. Með þessu hugarfari var kjör- dæmabyltingin ráðin á síðasta Alþingi. „Rétlæti“ þríflokkanna Þeir, sem að kjördæmabylting- unni standa, kalla hana réttiætis- mál. Þeir segja, að stjórnarskráin sé ranglát í þessum efniim.’Stjórn arskráin byggir á þeirri forsendu, að landið eigi að vera byggt. Hvers vegna? Vegna þess, að ef stórir landshlutar eru lagðir í eýði, er sjálfstæði þjóðarinnar í hættu og stjórnarskrá verður að vera við það miðuð að tryggja sy-o sem unnt er sjálfstæði ríkisins. Til þess að stuðla að því, að héruðin haldist í byggð, ætlar stjórnarskráin þeim sjálfstæði, takmarkað sjálfstæði innan ríkisheUuarinitar. ug þetta takinarkaða sjálfstæði er m. a. í því fólgið að áskilja þeim-rétt tiL sérstakra fulltrúa á Alþingi og það eins, þó að sum þeirra séu eitt- hvað fámennari en örinur. ’Það er missskilningur, að slíkur réttur fari í bága við almenriar iýðræðis- reglur. Það er misskilningur. Og við íslendingar ættum að fara var- lega í það að vera með slíkt.tal Eða eigurn við að halda því fram t. d., að það sé lýðræðisbrot.'í sam starfi þjóðanna, sem væntanlega íer vaxandi, að ísland hafi þar eitt hvað meiri atkvæðisrétt en höfða- talan segir til um? Atkvæðisréttur getur byggzt á höfðatölu og það réttilega eins og hann gerir nú hér á landi innan hvers kjördæmis. En hann getur líka byggzt á sjálfstæði eða sérstökum landsréttindúm inn- an ríkisheildarinnar. Það er ekk- ert eins dæmi, að landshlutar hafi sérstök landsréltindi af ýmsu tagi. Með þessum kjörum, þ. e. a. s. með landsréttindunum, eru þessir lands hlutar þátttakendur í ríkisheild- inni. Svona var það hér á þjóff- veldisöld. Svona er það enn, með- an kjördæmaskipanin helzt eins og hún hefur verið í meginatrið- um, þ. e. a. s. grundvöllur kjör- dæmaskipunarinnar. Þau láhdsréit- indi eru hefðbundin í áúgum manna, sem þeirra hafa notið, eitt- hvað líkt og eignarrétturinn • eða mannhelgin eða friðhelgi heimil- anna. Ríkisheildin hefur að sjálf- sögðu ýmiss konar vald og .máske löglegar aðferðir til að afnema hefðbundinn rétt af ýmsu tagi, líka mannréttindi eða takmaa'kað sjálfstæði héraða. En með fullri gát skyldi slíkt jafnan gert. En eins og ég sagði áðan, þá var málið knúið fram á Alþingi,' þing- ið rofið. Af hálfu þeirra, sem aS málinu stóðu, ekkert reynt til.sam komulags í málinu. Og það var efnt til sérstakra kosninga yegna' breytinga á stjórnarskránni. Þess- um kosningum er nú Iokið, og frumvarp hefur verið lagt fyrir A1 þingi í annað sinn. Hljóti það nú samþykki, þá er stjórnarskrár- breytingin gengin i gildi 9g þar með afnám kjördæmanna. Hinn „ótvírælSi“ vilji Hæstvirtur forsætisráðherra, sem er nú víst ekki hér staddur á fund inum, sagði í framsöguræðu við 1. umræðu þessa máls hér í háttvir.tri deild fyrir nokkrum dögum: „Má því með sanni segja, a® þjóðin hafi látið vilja sinn í ijós um þessa breytingu á mjög ótví- ræðan hátt, þai sem andstæðing- ar breytingarmnar hafa ajðeins fengið stuðning rúmlega fjórða hluta þjóðarinnar." Þétta sagði hæstvirtur forsætis- ráðherra. Framsóknarflokkurinn, sem .einn flokka beitti sér gegn afnámi kjör dæmanna, mun hafa hlotið 27,3 af hundraði allra greiddra atkv.æða í kosningunum., og má að vísu kalla það einn fjórða hluta eða rúmlega það. í kosningunum 1953; er helzt má nota til samanburðar á fyigi flokka, hlaut liann 21,9 .af hundr- aði. En af þessum úrslitum dró hæstvirtur forsætisráðherra þá á- lyktun, að með sanni mæiti seg'ja, að þjóðin hefði látið vilja sinn í ljós um stjórnarskrárbreytinguna á mjög ótvíræðan hátt. Hann er ekki einn í sínum hópi um að liaLda þessu fram nú eftir kosningarnar. Blöð allra flokkanna þriggjaj sem að breytingunni standa, munu hafa sagt eitthvað svipað, og mjög áber- andi hefur þessi staðhæfing verið í aðalmálgagni Sjálfstæðisfíokks- ins, Morgunblaðinu. Nú hefur 'hátt virtur meiri hluti stjórnarskrár- nefndar hér í hattvirtri deild tekr 'WYMElufld á 8. dlh*)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.