Tíminn - 20.09.1959, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.09.1959, Blaðsíða 8
T IM I N N, sunnudagur 20. september 1959. «Sei Þáttur kirkjunnar Lindir í auoninni í 'biblíunni er sagt frá því, að Móse hinn mikli leiðtogi ísraelsmanna hafi slegið sprota síniim á Mett i eyðimörkinni, og samstundis spratt þar upp sí- streymandi lind af hreinu, sval- andi vatni. Hér í borginni er hvarvetna verið að bora eftir heitum upp- sprettum, sem veitt geta varma inn á heimili fólksins. Og bor- anir minna helzt á „óskasprot- ann1' í ævintýrunum eða staf Móse. Eitt þessara ævintýra .segir frá manni, sem var beðinn að koma á bæ, sem nýlega hafði verið stofnað barnaheimili, en alít í einu hvarf vatnið úr göml- um brunni, sem þar hafði dugað íbúunum öldum saman. |p Maðurinn kom og leitaði með y óskasprotanum, sem reyndar ||| leit ekki út fyrir að vera ann- H að en hrískvistur í hönd hans. .Hann reikaði um landareignina imeð barnahópinn á hælum sér. En hvergi varð hann vatnsæðar var. Að síðustu kom hann að fornu brunnstæði, sem ekki 'hafði fengizt vatn áratugum saman. Hann gekk þar um með sprot- ann, eló honnm íhugull á svip á jörðina við uppþorrnaðan og grasi gróinn, brunninn og sagði að lokum: „Hér er nóg vatn. „Nei“, sagði eigandinn. „Vatn ið úr þessari lind var horfið, áð- ur en ég kom hingað. „Grafið dýpra‘“, svaraði töfra- maðurinn. Það var gjört, og þar fékkst nóg af tæru og svölu vatni fyrir börnin, það streymdi fram þvi meira sem dýpra var grafið. Þetta er yndislega táknrænt fyrir það, sem víða er að gjör- ast í hinu andlega lífi, ekki sízt í trúarlífi einstaklinga og þjóða. Víða sýnast allar lindir þorrn aðar, og þeir brunnar þurrir, sem áður var ausið af til gnægð- ar hinu andlega lífi mannanna. Og isumir sitja í kuldanum, af því að heitar uppsprettur vonar og kærleika eru lika uppþorrn- aðar í andlegri auðn mannlegrar efnishyggju og styrjaldarótta aldarinnar. En þarna á vel við kenning ævintýrisins, stutt og ákveðin fyrirskipun mannsins með „töfrakvistinn“. „Grafið dýpra.“ Lindirnar, sem áður veittu svalandi veigar eða heitar bylgj ur, eru ekki horfnar, nema af yfirborðinu. Þar geta þær allar hulizt og þorrnað ur dir gjalli og hrauni eigingirni, hroka og valdastreitu mannanna. En grafið dýpra, lind guðstrú ar og guðsástar, uppspretta trú- ar og vonar, eru enn til, aðeins ef skyggnzt er undir yfirborð sjálfbyrgingsskapar og sýnd- armenknsu aldarfarsins. Það kostar stundum mikið erfiði, vonbrigði og jafnvel ör- væni, að komast dýpra, þar er margan stein að kljúfa, marga 'klöpp að sprengja. En með staf Móse, tákni þolinmæði og guðs- trausts, tekst að slá vatn af ikletti efnishyggjunnar og tóm- lætisins, ög töfrakvistur bænar- innar, runninn upp, þar sem Kaldakvísl kemur úr Vonar- skarði íslenzkrar bænrækni við móðurhjarta, mun finna þá lind Guðs náðar að lokum, sem veit- ir svölun eða yl eftir óskum og atvikum. Engin auðn er svo al- gjör, engin klöpp svo þykk, að töfrasproti bænarinnar rjúfi hana ekki. Og hugljúfustu lindir mann- legrar hamingju eru við hjarta- stað hins algóða Guðs. Þar streymir hin eilífa lind kærleikans. „AIls hins góða er hún rót, lind er heilsu lífsins geymir, lind er rík af blessun streymir lindin allra eymda bót. Lind, er heillum lýði vefur, lind, er helgan veitir auð, lind, er fegurð lífi gefur, lind, er vekur hjörtun dauð.“ Árelíus Níelsson. fsbr jóturinn Lenin NTB—Moskvu 15. sept. — Kjarnorkuísbrjóturinn Lenin létti í dag akkerum og bélt í reynsluferð sína. Lenin er fyrsta skipið, sem flýt- ur ofansjávar og knú ð er kjarn- orku. Skipið er útbúið þremur Námskeiði íþrótta kennara Iokið Með leyfi Menntamálaráðuneyt- isins éfndi íþróttakennaraskóli ís- lands til námskeiðs fyrir íþrótta- kennara, 24. ágúst til 3. sept. s.l Námskeigið fór fram í Reykja- vík og var kennt í íþróttahúsum Barnaskóla Austurbæjar og Gagn fræðaskóla Austurbæjar íþrótta- kennaraskóla íslands skortir mjög húsnæði svo ekki var unnt að halda námskeiðið a ðLaugarvatni. Kennarar námskeiðsins voru Klas Thoresson, kennari við Det Kunglige Gymnatiska Cantral- Institut í Stokkhólmi, er kenndi leikfimi drengja. Ungfrú Mínei-va Jónsdóttir, frú Sigríður Þ. Val- geirsdóttir og ungfrú Þórey Guð- mundsdóttir kenndu leikfimi kevnna. Ásgeir Guðmundsson kenndi körfuknattleik og Karl Guð mundsson kenndi knattspyrnu. — Þjóðdansar voru stignir fjögur kvöld undir stjórn ungfrú Mínervu Jónsdóttir og frú Sigríðar Þ. Val- geirsdóttur. Frú Unnur Eyfells annaðist píanóundirleik. Sýndar voru kvikmyndir og fundir haldn- ir í íþróttakennarafélagi íslands, og deild kveníþróttakennara. — íþróttafulltrúi herra Þorsteinn Ein arsson flutti frásögn af fundi, er hann sat nýlega í Helsingfors og haldinn var á vegum Menningar- og fræðslustofnunnar Sameinuðu þjóðanna og fjallaði um íþróttir og vinnuíþróttir og menning, íþróttir sem liðum í alþjóðasam starfi. Námskeiðið sóttu alls 72 íþrótta kennarar. En 44 íþróttakennarar sótu námskeiðig daglega allan námskeiðsímann. Klas Thoresson var mjög ánæ'gð ur með dvölina hér og kynni af íslenzkum íþróttakennurum. Þetía var sjötta námskeiðið fyrir íþrótakennara, en íþrótakennara- skóli íslands efnir til. Námskeiiðnu var sli-tiS í hófi íþróttakennara í Framsóknárhús- inu í Reykjavík 3. sept. s.l. Íþróítakennaraskóli íslands. kjarnaofnum sem framleiða 44 þúsund hestcfl. Það er 16 þús. lestir að stærð og er kröftugasti ísbrjóturinn, sem enn hefur verið smíðaður. Skipið verður reynt í Eystra- salti. Sovézkir vísindamenn hafa staðhæft, að Lenin gæti brotið sér leið að Norðurpólnum. Skipið getur verið förum í mörg ár án þess að taka eldsneyti. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦♦♦<... ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦• Skrifað og skrafað (Framhald at uou, fjarstæðu þarf ekki að ræða í, pólitískum umræðum og skrifum. | Vitanlega stjórnar Guðmundur í. Guðmundsson varnarmálunum og allir embættismenn, sem vinna ag ; þeim málum, hlíta fyrirmælum, hans. Er engu líkara en Sjálfstæðis ' flokkurinn vilji koma á hinu gamla I stjórnleysi þessara mála. Reynslan j talar skýrara máli en reiðiköst að ' alritstjórans. Hún segir að fram kvæmd varnarmálanna hafi farið vel úr hendi mörg undanfarin ár, þar til liðið fer að færa sig upp á skaptið á þessu ári. En hvers vegna færist varnarlið ið í aukana og virðir minna nú í ár óskir íslenzkra stjórnarvalcla um framkvæmd mála og landslög en áður fyrr? Það er krossgáta, sem aðalritstjóri Mbl. verðui' að ráða fyrir kosningar og birta svo lausnina í blaði sínu. Lesiö Tímann Allt a sama stað Nýkomið úrval varahluta Willys — jeppann og flestar aðrar tegundir bifreiða Fjaðrir Fjaðrablöð og hengsli Flest í rafkerfið Svissarar Platínur Kveikjuhamrar Straumbreytar KveikjuloK Háspennukerfi Rafgeymar Rafmagnsvír Ljósasamlokur Perur Timken legur Vifturéiínar Vatns- og miðstöðvarliosur Vatnslásar Vatnskassaelement Vatnskassar Vatnskassahreinsir og þéttir FERODO Bremsubcrðar Hjóladælur Höfúðdælur Bremsugúmmí Bremsuvökvi Bremsurör Kúplingsdiskar CARTER-blöndungar Blöndungasett Benzíndælur Gruggkúlur Benzínbarkar Benzinbarkar Benzinlok Loftdælur (handdælur Véla- Ioftdælur Áklæði (tau) Plastáklæði Toppadúkur Brettalöber Þéttikantnr Tríco-þunkur Pakkningar Pakkdósir Hljóðkútai og bein púströr Teinar og blöð Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. Efíaust eigum við það, sem vantar í bil yðar. Egill Vilhjálmsson hf. Laugavegi 118. — Sími 22240. PILTAR, = EFÞIÐ EIGIÐ UNNUSTUNA Þ> Á ÉG HRIN&ANA / Skrlfstofur vorar og vörugeymslur eru fluttar að VATNSSTÍG 3 ARNI GESTSSON Vatnsstíg 3 — Sími 17930 ?m::::mtmm«mm:f«« y

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.