Tíminn - 26.09.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.09.1959, Blaðsíða 6
6 T í MI N N, laugardaginn 26. september 1959. L Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINB Ritstjóri og ábm.: Þórarinn Þórarin»»9» Skrifstofur í Edduhúsinu viö XJndargíí* Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 1830» •« 18 306 (skrifst., ritstjórnin og blaBamenai Auglýsingasími 19 523. - Afgreiöslan 12 S3 Prentsm. Edda hl. Simi eftir kl. 18: 1» 643 Hver getur treyst flokki, sem gefur margar mismunandi yfirlýsingar í einu og sama málinu? OFT hefur Sjálfstæðis- flokukrinn leikið tveimur skjöldum og haft tvær tung ur í mörgum málum, en sjald an eða aldrei hefur það þó komið betur í ljós en nú í sambandi við setningu bráða birgðalaganna um lögbind inguna á kaupi bænda. Það er nú upplýst af for- sætisráðherra, að lög þessi voru sett í fullu samráði við Sjálfstæðisflokkinn og með samþykki hans. Forsætisráö herra segir, að hann hafi lát ið forystumenn Sjálfstæðis- flokksins vita, að stjórnin myndi segja af sér og eng- in bráðabirgðalög gefa út, nema fyrir lægi, að hún nyti áfram stuðnings Sjálf stæðisflokksins. Svar Sjálf- stæðisflokksins var, að hún nyti þessa stuönings áfram og gaf 'stjórnin þá bráða- birgðalögin út. Sjálfstæðis flokkurinn hafði það því al veg í hendi sér að hindra út- gáfu bráðabirgðalaganna. Með því að lýsa áfram stuðn ingi við ríkisstjórnina, gerði hapn henni ekki aðeins mögu legt að gefa bráðabirgðalögin út, heldur tók raunverulega á sig aðalábyrgð á útgáfu þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn ber þannig höfuðábyrgð á setn- ingu bráðabirgðalaganna. í FRAMHALDI af þessu var að sj álfsögðu ekki annað eðli legt og heiðarlegt en að Sjálfstæðisflokkurinn kann- aðist við þetta verk sitt. Slíku er hins vegar síður en svo að heilsa. Strax eftir að bráðabirgðalögin voru gefin út, lét Sjálfstæðisflokkurinn birta yfirlýsingu, þar sem hann lýsti lögin ranglát og lofaði að stuðla að því, að bændur fengju fjárbætur vegna þeirra, en þó ekki fyrr en eftir kosningar. Ekki kom það þó fram í þessari yfirlýs- ingu, að flokkurinn myndi veröa á móti lögunum á þingi eða m. ö. o. hann væri lög bindingunni fylgjandi, þótt hann vildi veita bændum fjárbætur fyrir hana. Eftir að flokkurinn fann hina sterku andstöðu bænda gegn lögunum, breytti hann enn um afstöðu. Hann birti nýja yfirlýsingu, þar sem hann lýsti yfir því, að hann myndi á Alþingi verða mótfallinn lögunum í heild. Þannig er Sjálfstæðisflokk urinn búinn að hafa þrjú mismunandi viðhorf til þessa máls: Fyrsta afstaðan er sú, að flokkurinn endurnýjar stuðn ing sinn við ríkisstjórnina, gerir henni þannig mögulegt að gefa lögin út og tekur með því aðalábyrgð á útgáfu þeirra. Önnur afstaðan er sú, aö flokkurinn birtir yfirlýsingu, sem ekki verður skilinn öðru en þannig, að hann muni fylgja lögunum á þingi, en beita sér fyrir því, að bænd ur fá einhverjar bætur fyrir réttindamissirinn. Þriðja afstaðan er sú, aö flokkurinn birtir yfirlýsingu, þar sem hann lýsir yfir því, að hann muni greiða at- kvæði gegn lögunum á A1 þingi og hafa þau með því misst það meirihlutafylgi á þingi, er stjórnin taldi sig hafa við útgáfu þeirra. ÞESSI hringlandaháttur Sjálfstæðisflokksins er nú orðinn þannig, aö enginn get ur sagt með vissu, hvað flokk urinn raunverulega vill eða ætlar að gera í þessu máli. Hér rekur sig eitt á annars horn. Óbreyttir flokksmenn hans eru líka bæði undrandi og reiðir og geta með engu móti skýrt þetta háttalag flokksforustunnar. Það er vissulega ekki úr vegi, að menn leggi þá spurn ingu fyrir sig og svari henni við kjörborðið: Geta menn treyst flokki, sem hagar sér á þennan veg? Er hægt að treysta flokki, sem þannig er ber að því að gefa margar mismunandi yfirlýsingar í einu og sama málinu? Svarið getur sannarlega ekki orðiö jákvætt hjá þeim, sem vilja hafa einhverja áþreifanlega vitneskju um afstöðu þess flokks, er þeir ætla að veita brautargengi. Sameiginlegt hagsmunamál NÝJU bráðabirgðalögin um afurðaverðið eru skaðleg ust fyrir bændur, fyrir þá sök, að þau taka af þeim rétt, sem þeir hafa notið um tólf ára skeið, aö þeim skuli tryggt sama kaup og öðrum hliðstæðum stéttum, annað hvort með samkomulagi við neytendur eða með sérstök- um gerðardómi. Bráðabírgðalögin eru þann ig hliðstæð því, að samninga rétturinn sé tekin af verka- lýðsfélögunum, ef atvinnurek enudr vilja ekki semja, og lög sett um kaupgjald félags- manna þeirra. Það er því sameiginlegt mál bænda og launþega, að bráðabirgðalögunum verði hrundið og ekki skapað for- dæmi, sem getur reynzt vinnu stéttnnum hið háskasamleg- asta síðar meir. Waíter Lippmann skrifar um alþjóðamál i*MAiii»iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiis2ici»a»aiiii»iiij 3 Án tryggs eftirlits verða þaer ekki framkvæmanlegar ÞAÐ var erfitt að fylgjast | með ræðu þeirri, sem Krustjoff | flutti á Allsherjarþinginu og | hún er heldur ekki auðveld af j lestrar. En ef ég hef skilið | hann rétt, þá hefur hann ekki 1 stungið upp á einni heldur | tveimur leiðum til afvopnunar. Önnur er um „almenna og = algjöra afvopnun". Þessu á að = koma í fering með gagnkvæmu i samkomulagi í þremur áföng- i um á fjórum árum, og að þessu | fjögra ára tímabili loknu á að | vera búið að eyðileggja öll | vopn nema létt vopn, afnema | herskyldu og tilraunir í hern- | aðarmarkmiði, leysa upp her | foringjaráð og svo frv. Seinni I tillagan felur í sér uppástung- E ur um „takmarkaða afvopnun". i Það virðist all augljóst, að I Krustjoff ætlast lil að Alls- I herjarþingið fjalli um fyrri til- : löguna, þ.e. algjöra afvopnun, | en á fundunum með forsetan I um í Camp David og á þeim 1 fundum, sem eftir munu fylgja | mun hann ætla að velja seinni | tillöguna, sem samningsgrund- I völl. | AUK þess mátti í ræðu hans | finna l.iósa skýringu á afstöðu | hans til krafna Vesturveldanna 1 um tryggt eftirlit. Þeta kom ber | lega fram, enda þótt Krustjoff I forðaðist að vera opinskár um 1 þctta atriði. Sannleikurinn er | sá, að meðan stórveldin halda | vígbúnaðarkapphlaupi sínu á- | fram, er launingin mjög mikil | væg í hernaðarlegu tilliti fyri,. | Sovétríkin. Ráðstjórnarríkin | eru lokað þjóðfélag og þess I vegna er unnt að baía meiri I leynd yfir hernaðarfram- | kvæmdum og fyrirætlunum en I í Bandaríkjunum, sem eru opið | þjóðfélag. Ef alþjóðlegu eftir- I liti yrði komið á myndu Sovét I ríkin því tapa þeim aðstöðu- = mun, isem þau óneitanlega hafa | nú. Með tryggu eftirliti myndu = Vesturveldin komast að hinum | raunverulega hernaðarmætti | Sovétríkjanna, en það er þeim 1 ókleift við ríkjandi aðstæður. ÞAÐ mátti skilja það á i Krustjoff, að aðeins þegar al- | gjör afvopnur væri komin á n iiiiiiiniiiii iii iii 111111111111 in iii iiiiiiiim n ii iiiiiiiiiiiiiiin og fyrr ekki, væri það óhætt fyrir Sovéírikin að birta hern aðarlegar upplýsingar. Aðcins með því að stórveldin sam- þykktu, að leggja niður vopn sín á fjórum árum, myndu Sovétríkin fallast á eftirlit. En ef vígbúnaðarkapphlaupið á að halda áfram, jafnvel þó með einhverjum takmörkunum væri, þá myndu Sovétríkin ekki leyfa nokkurt eftirlit, því við það myndu þeir tapa þeim aðstöðumun, sem launungin gefur þeim. Krustjoff er það vel ljóst, að án tryggra samninga um frið og afvopnun, myndu Vestur- veldin ekki samþykja fyrri tii löguna um algjöra afvopnun. Kurstjoff gerir sér fulla grein fyrir því, að Bandaríkjamenn munu halda til streitu, að full- komnu eftirliti verði komið á til ag fylgjast með, að hinni takmörkuðu afvopnun verði fylgt af báðum aðilum. Hvern ig ætlar Krustjoff að samlaga þetta sannfæringu sinni um að alþjóðlegt eftirlit yrði aðeins njósnakerfi fyrir Vesturveld- in? í TELLÖGUM Krustjoffs um takmarkaða afvopnun er hvergi minnzt á eftirlit, nema þar sem hann ræðir um „óvænta árás“. í hinum fimm tillögum Krustjoffs um takmarkaða af- vopnun eru tvær hinar fyrstu llllllllllllllllllllllllfllllllllll*ttil>Ai>aMMI«ilaftl«llllllllkll athyglisverðastar og vænlegast = ar til að geta orðig samnings 1 grundvöllur. í fyrri til'lögunni E er lagt til að hlutlaust svæði i verði komið upp og eftirliti i komið þar á. Allir erlendar her i sveitir yrðu kvaddar brott frá | þessu svæði, sem myndi liggja | um Vestur-Evrópu. Þessari hug | mynd hefur áður skotið upp | hjá Vesturveldunum. Ekki er | vonlaust, að samkomulag gæti | náðst um slikt hlutlaust belti, | en það yrði ekki um neina af- = vopnun að ræða og slíkt belti = veitir enga tryggingu, þegar | tekig er tillit til nútíma her- | búnaðar. 1 Seinni tillagan er afbrigði áf | tillögu Rapaski um bann við 1 kjarnavopnum í Þýzkalandj, | Póllandi og Tékkóslóvakíu. Það | er hörð andstaða gegn þessari § tillögu, en þó er ekki loku skot i ið fyrir að samkomulag gæti | náðst um þetta atriði. Þriðja tillagan er um heim | köllun alls erlends herliðs frá = Evrópu og fækkun erlendra her | stöðva í öðrum ríkjum. Vestur | veldin munu ekki draga herlið | sitt frá Evrópu meðan rikjandi i ástand helzt. En ef Krustjoff § vill ræða hugmyndina við for- i setann, þá getur Eisenhower | skýrt frá þvi, á hvern veg á- | standið í Evrópu þurfi að breyt | ast áður en svo geti orðið. | FJÓRÐA tillagan er um = griðasáttmála milli Atlantshafs § bandálagsins og Varsjárbanda 1 lagsins. Það er ekki sjágnlegt, | hvaða tilgangi slíkur sáttmáli | myndi þjóna, og hann myndi | verða harla lítils virði. Fimmta tillagan virðist sett | frarn til að reyna áð vekja á- i huga Eisenhowers. Hún fjallar | um „samkomualg til að koma jj í veg fyrir óvænta árás“. Þessi = tillaga er dauð og dofin, því | slíkt samkomulag krefst víð- | tæks eftirlits og slíku efirliti | hafna Rússar algjörlega. Þegar allt kemur til alls eru | aðeins tvær af tillögunum væn- | legar til samkomulags. í fyrsta | lagi: Heimköllun erlendra | herja frá Mið-Evrópu og í öðru § lagi: Bann á kjarnavopnum á | þessu svæði. Frekleg kúgun og réttarskerð- ing gagnvart einni stétt „Bændafélag Þingeyinga mótmælir harðlega bráða- birgðalögum ríkisstjórnarinn- ar frá 18. sept. s.l. um verð landbúnaðarafurða, sem ský- lausu broti á lögum um fram- leiðsluráð landbúnaðarins. Telur Bændafélagið mjög alvarlegt fyrir alla þjóðina, að nokkur ríkisstjórn geti leyft sér að fremja svo freklega ikúgun og réttindaskerðingu gagnvart einni stétt. Það tel- ur að núverandi ríkisstjórn hafi alveg sérstaklega, hvað eftir annað, sýnt bændastétt- inni óréttlæti og lítilsvirð- ingu, fyrst með launaskerð- ingu á s.l. vetri, framar öðr- um stéttum. Síðar með svik- um um leiðréttingu, og nú síð ast með því að ógilda með bráðabirgðalögum Lög um framleiðsluráð, er staðið hafa óumdeild í meira en tug ára, sem sáttagrundvöllur milli stétta. Þetta afnám á réttindum bændastéttarinnar virðist vera rökhugsað framhald þeirrar stefnu og réttinda- skerðingar sveitanna, sem hófst með kjördæmabvlting- unni, og vera gert í skjóli hennar. Bændafélag Þingeyinga skorar því á bændur landsins og félagssamtök þeirra, að hefja nú þegar mótmæli gegn ]fjgb;rotum þessum, og rétt- indaráni og standa allir sam- an í þeirri baráttu sem fram undan er. Sfjórn Bændafélags Þingeyinga" Skemmtun Fram sóknarflokksins í Hónaveri Skemmtun Framsóknarflokksins í A-Hún. var haldin í Húnaveri á laugardaginn var. Form. Fram- sóknarfélagsins í sýslunni, <1110111. Jóna-sson bóndi í Ási, setti samkom una og stjórnaði henni. Ræður fluttu alþingismennirnir Björn Pálsson, Skúli Guðmundsson og Ólafur Jóhannesson. Var þeim vel fagnað af áheyrendum. Jóhann Konráðsson og Jóhann Ögmunds- son sungu einsöng og tvísöng, við undirleik Árna Ingimundar og töframaður sýndi listir sínar. — Hængur Þorsteinsson lék einleik á píanó. Þessum ágætu listamönn- um var öllum vel tekið. Mikið fjöl menni var á samkomunni og áhugi fyrir ag gera hlut Fram- sóknarflokksins sem mestan í kosningunum í haust. SH.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.