Tíminn - 26.09.1959, Qupperneq 12

Tíminn - 26.09.1959, Qupperneq 12
v tD fv í V, Suð-vestan stinningskaldi, skúrir. Reykjavík: 12 st., Akureyri: 13, Kaupmh.: 11, London 17, Oslo: 12. Laugardagur 26. sept. 1959. OTRULEGIR HRAKNINGAR SKIP- ROTSMANNA í HÉÐINSFIRÐI Nýr svissneskur sendiherra kom- inn til Islands Skipstjóriim lá síSubrotiim 17 klukkustundir - Tveir skipverjar brutust yíir óg'inguf jall - Fólsleg skemmd arverk unnin á skipbrotsmannaskýli 4 K&f! LOJXVi, . Frá fréttaritara T-ímans í Ólafsfirði 24. sept. SkipbTotsmenn, er komnst af þegar bátur þeirra brotnaði í Héðinsfirði, hafa orðið að þola ótrúlega hrakninga á þessari öld tæknii og hjálpartækja og er þar fyrst um að kenna fólslegu skemmdarverki, sem unnið hefur verið á skipbrotsmannaskýtinu þar. Þag var vélbáturinn Margré't, NK 49; sem rak þarn aupp. Tveir skipverja komust yfir ógöngufjall til Ólafsfjarðar illa til reika, en skipstjórinn lá á berangri síðu- brotinn 17 klukkustundir. Nánari atvik eru á þessa leið: Undan Hvanndöíum Vélbáturinn Margrét NK 49 var á leið frá Siglufirði til Ólafsfjarð ar s.l. máriudagskvöld. Er hann var staddur út af Héðinsfirði um klukkán- 8 bilaði vél hans. Norð- vestan gola var á og töluverður sjór. Þegar ekki tókst að koma velinni í gang, fóru .skipverjar að kalla í talstöðina á hjálp, en eng inn heyrði hjálparbeiðni þeirra, þrátt ; fyrir marg ítrekaðar til- raunir. Rak að landi Meðan þessu fór fram rak bát inn upp undir Hvanndalaskriður. í birtingu á þriðjudagsmorgun var báturinn kominn svo nærri barimgarðinum að ekki var annað til ráða en varpa akkeri og ieggj- ast við fast. En þegar hér var komið sögu, var talstöðin orðin óvirk. Stjónunáiafundir á Snæfelisnesi Frambjóðendur Framsóknar- flokksins, B-listans — í Vestur- landskjördæmi boða til almennra stjórnmálafunda á eftirtöldum stöðum um næstu helgi: Á Breiðabliki í dag 26. sept- ember kl. 8,30 síðd. Framsögu- menn verða Ásgeir Bjarnason, Gunnar Guðbjartsson og Halldór Sigurðsson. f Stykkisliólmi á morgun 27. sept. bl. 3 síðd. Framsögu- menn verða Ásgeir Bjarnason, Daníel Ágústínussou og Kristinn B. Gíslason. í Grafarnesi kl. 3 e.li. á morg- un, 27. sept. Framsögumenn verða Gunnar Guðbjartsson, Halldór Sigurðsson og Alexander Stefánsson. Á gúmbát til lands Varð þá að ráði, að tveir skip- verjar, Júlíus Jóhannsson og Karl Pétursson, vélstjóri, fóru í gúm bát og héldu til lands, en skip- stjórinn, Jón Sigurðsson, varð einn eftir í bátnum, ef ske kynni, að hjálp bærist á sjó. Var það ætlun ■skipverja að komast í talstöð í 'skipbrotsmannaskýlinu í Héðins- firði og kalla þaðan á hjálp. Var það um klukkan 10 á þriðjudags morgun, að þeir héldú frá bátn- um. Tókst þeim landtakan, en igegnblotnuðu að sjálfsögðu. Skemmdarverk í skýlinu Komust þei,. Karl og Júlíus úr fjöru og gekk ferðin inn strönd ina -sæmilega, en þegar að skip- brotsmannaskýlinu kom, blasti við ömurleg sjón. Þar voru rúður brotnar og talstöðin ónothæf. — Reyndu þeir nú að þurrka föt sín lítig eitt en lögðu síðan á brattann og gengu Rauðsskörð til Ólafs- fjarðar til þess að sækja hjálp. Komu þeir þangað kl. 8 á þriðju dagskvöldið þrekaðir og illa til reika. Bátsins leifað Var brugðið við og fór vélbátur inn Þorleifui' Rögnvaldsson bátn- um 'til aðstoðar. Þegar kom á þær slóðir, er báturinn átti að vera, sást hann hvergi. Gerðu skipverj (Framhald á 2. síðu) Reið á hliðgrind og meiddist illa Sauðárkróki í gær. — Það slys varð hjá Kúskerpi í Blönduhlíð í Skagafirði síðast liðinn miðvikudag, að Sigurð- ur Helgason frá Sólheimum reið á hliðgrind 1 heimtröð- inni að bænum með þeim af- leiðingum að hann höfuðkúpu brotnaði og var ekki kominn til meðvitundar, þegar blaðið vissi síðast í gærkveldi. Sigurður var á heimleið úr Silfrastaðarótt, þegar slysið vildi til. Var orðið áliðið dags þegar Sigurður fór frá réttinni. Þegar hann kom út að Kúskerpi þurfti hann einhver erindi að reka þar á bænum. Hliðið lokast Sigurður fór af baki við hliðið niður við veginn og opnaði það. Trégrind var í því með ástrengdu vírneti og var ekki annað séð en f m Framsóknarfólk í Voga hverfi, Heimum og Langholti Efnt verður til skemmtunar í Framsóknarhúsinu uppi, í dag 26. september kl. 8,30 e. h. — Einar , Ágústs- son lögfræðingur flytur ræðu, sýndur verður skemmti- þáttur úr nýrri revíu, bingó og dans. Allir stuðnings- menn B-listans í Vogahverfi, Heimum og Langholti velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgöngumiðar afhentir í Framsóknarhúsinu í dag. — Aðgangur ókeypis. Upplýsingar í síma 12942. Hinn nýi sendiherra Sviss, herra Jean — Frédérie Wagniere, afhenti í fyrra- dag, fimmtudaginn 24. september 1959, forsefa íslands trúnaðarbréf sitf við hátíðlega athöfn á Bessastöðum utanríkisráðherra. Myndin var tekin við það tækifaeri. hún myndi haldast opin meðan Sigurður var Mieima við bæinn. Er hann hafði lokið erindum sín- um þar, sté hann aftur á bak hesti sínum og reið honum hratt niður tröðina og uggði ekki að sér þegar kom að hliðinu. En meðan hann var á bænum hafði hliðgrindin fallið aftur. Reið því Sigurður hesti sínum á fleygiferð á virnetið. Meðvitundarlaus Hesturinn festist í vírnetinu og steyptist framyfir sig, en Sigurð- ur kastaðist af honum út á ak- brautina. Missti hann strax með- vitund. Læknir var sóttur í skyndi sem kom og flutti hann í sjúkra- hús á Sauðárkróki, en í gær var fengin flugvél til að sækja Sig- urð norður og liggur hann nú í Landakotsspítala, án þess að hafa nokkru sinni kornið lil meðvit- undar. Þótt undarlegt megi virð- ast, mun hesturinn hafa sloppið ómeiddur úr þessum óförum. Skarst á handlegg Blönduósi í gær. — Pétur Björns son, Felli í Sléttuhlíð I Skagafirði, ■skarst töluvert á handlegg, er hann var stadur í Stafnsrétt í fyrradag. Rak hann aðra hendina óvrt í gegnum rúðu íveitinga- skála, sem þar hafði verið komið upp, og fékk af því töluverðan skurð. Var í fyrstu talið að um alvarlegt meiðsl væri að ræða og var Björn fluttur í sjúkrahúsið á Blönduósij þar sem gert var að meiðsli hans. Reyndist það ekki alvarlegt og fór Björn heim við svo búið. S.A. GENGUR SAM- AN MEÐ ÞEIM? NTB—Washington 25. sept. Nikita Krustjoff forsætisráS- herra Sovétrfkjanna og Eis- enhower forseti Bandaríkj- anna fóru í kvöld með þyrlu frá Washington til sveitaset- urs forsetans, Camp David í Maryland, en þar munu leið- togarnir ræðast við um heims vandamálin. Herter og Grom- yko verða viðstaddir viðræð- urnar. Mikil eftirvænting ríkir í heim- inum, hvort árangur verður af við ræðum þeirra Eisenhowers og Krustjoffs en Krustjoff hefur hamr uð á því í hinum mörgu ræðum, sem hann hefur flutt á ferðalagi sínu um Bandaríkin, að endi verði að binda á kalda stríðið og að Bandaríkin og Sovétríkin ættu að vera fyrirmynd annarra þjóða, um að lifa saman í friðsamlegri sam- búð. > Mikið annríki var í Hvíta húsinu og sendiráði Sovétríkjanna , dag er leiðtogarnir ræddu við ráðgjafa sína til undirbúnings viðræðunum í Davíðbúðum. Fer heim á mánudag Á mánudag leggur Krustjoff af stað heimleiðis og flýgur án við- komu beint til Moskvu, en þaðan fer hann eftir stutta viðdvöl til Peking til að taka þátt í hátíða- höldunum, sem fram eiga að fara til minningar um það, að 10 ór eru liðin síðan kommúnisíar unnu fullnaðarsigur á Shiang-Kai-shek. Almennur kjósenda- fundur í Eyjafirði Almennur kjósendafundur verður haldinn að Laugar- borg í Eyjafirði á vegum Framsóknarflokksins n. k. þriðjudagskvöld kl. 9. Framsögumenn á fundinum verða Garðar Halldórs- son, Ingvar Gíslason og Karl Krisfjánsson. B er listabókstafur Framsóknarflokksíns í öllum kjördæmum

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.