Tíminn - 26.09.1959, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.09.1959, Blaðsíða 9
1' í i\I IN N, laugardaginn 26. september 1959. 9 ALYSE LITT<enS Syndafa ♦ ♦ ♦ i 4 II ♦ i ♦ |l 24 Ellinger sat grafkyrr og rannsakaöi hana með augun um: —Hvernig er lífið? spuröi hann aö lokum. Karin kinkaði kolli: — Prýðilegt. Þaö er svo nota legt hérna. Allir svo almenni legir . . . — Það vantaði iíka ekki annað, en fólk væri ekki al- mennilegt við þig, sagði Wi- berger. Karin hló: . — Svo verður allt svo nota legt, þegar maður hefur drukk ið nokkur glös af víni . . þá er þægindakenndin fullkomn uð. — Eða óþægindakenndin . . skaut Ellinger inn í, — Látið ykkur þá líða vel í kvöld, sagði Wiberger, reis á fætur og gaf sig á tal við annán hóp. — Ef þú bara vissir, hvað þú ert falleg, frú Fallander, þegar þú situr svona eins og núna, sagði Erlinger, í lágri trúnaðarröddu, sem vakti Kar inu skyndilega til meðvitund ar. Hún þorði hvorki að líta á hann né tala við hann. Hún gat ekki verið ein með honum. Allir hinir gestirnir höfðu fjar lægzt. Karin spratt snögglega úr sæti sínu og fór inn í aðal salinn. Þetta kvöld slapp hún við að spila bridge. Þess í stað dansaði hún. Hún hafði litla æfingu í dansi, en þótti gam an að honum. Hins vegar sat Curt og spilaði. Hún gaf hon um auga endrum og eins, en þorði ekki að fara til hans. Þau uröu samferða Elísa- betu og Hagberghjónunum heim. Greta var harla óánægð. Staðsetning hennar við borö haldið var henni þyrnir í aug um: — Vel frá gengið, það er ekki hægt að segja annað. Esk il sat lengst niður við borðs enda. Þeir hafa ekki mann- þekkingu á við hund, þessir asnar. Curt var hafður á sömu slóðum. Og hvers konar pjása var þetta eiginlega, sem þú fékkst íyrir borödömu? — Eg man ekki einu sinni, hvað hún hét, svaraði Curt. — Ungfrú eitt eða annaö. Karin heyrði á raddblæn um, að hann var líka móðgað Ur. — Sáuð þið þennan gauk, sem ég fékk fyrir borðherra? hélt frú Hagberg áfram. — Nei, þetta er eitt það versta, sem ég hef lent i, Engin mann eskja í nándinni, sem hægt var að tala við. En fínt var þaö, hjálpi oss guð. Og höfö ingjarnir héldu hópinn við há borðið. . . . Karin vissi, að þessi sneið var hénni skorin. Hún hafði verið staðsett mjög ofarlega, allt of oíarlega fannst henni. Greta hélt áram: — Svo var þetta svo fínt allt saman, að maður var skít- hræddur við aö smakka á þvi! Södd er ég ekki. Eg fer beint i búrið þegar ég kem heim. Eða kokkteillinn! Hann var nú ekkert annað en ávaxta saft! Og vínglösin! Fingur- bjargir. Eskil var henni sammála. Curt og Karin lögðu ekki orð í belg. — Þér hefur náttúrlega liðið vel, Karin, sagði frú Hagberg eftir stundarþögn. Röddin var hörð og öfundsjúk. — Já, svo sannarlega, svar aði Karin. — Mér leið prýði lega, veizlan var mjög vel heppnuð. — Ætlið þið ekki aö koma með inn, og fá ætan bita? spurði Gréta. Curt afþakkaði, Karinu til mikillar gleði. Þegar Fallanderhj ónin komu inn i forstofuna heima hjá sér, kom Curt Karinu mjög á óvart: — Þú varst falleg í kvöld. Eg heyrði þér mjög víða hrós að. Eg var ákaflega stoltur af þér . . . Karin geislaði: — Meinarðu þetta, ástin mín? Hún slengdi handleggj unum um háls hans. — Finnst þér ég vera falleg enn þá? Þyk ir þér raunverulega vænt um mig? Segirðu það satt. að þú sért stoltur af mér? — Þú ert falleg, sagði hann, tók undir höku hennar eins og í gamla daga og horfðist i augu við hana. Hún sá, hvern ig augu hans urðu heit og rök. Hún þrýsti sér upp að honum.. Nú hafði hún fundið hann á ný. Heimurinn með öllum sínum áhyggjum fjar- lægðist og hvarf í þoku. j En Karin taldi sig hafa fund (ið heiminn á ný, hennar eig- in heim, þar sem aðeins voru til tvær mannverur, hann og hún. Kvöld nokkurt var Curt heima hjá foreldrum sínum. Karin var háttuð, þegar hann I kom til baka. Hann kvaddi ■dyra hjá henni og kom inn: I — Ulla er komin með skarl atssótt og er mikið veik. Börn in hafa verið sett í sóttkví og Birgitta von Stiernman er , flutt heim til mömmu og pabba. Foreldrar hennar vilja ekki láta hana búa einhvers staðar og einhvers staðar. — Stúlkan er oröin tuttugu og tveggja • . . — Mömmu og pabba líkar vel að hafa æsku i húsinu. Og hún er aðlaðandi stúlka. — Er hún flutt þangað? — Já. — Var hún þar í kvöld? — Já. Það var stundarþögn. — Finnst þér hún ekki lag leg? spurði hann svo. Hingað til hafði hún ekkert haft á móti því aö ræða um þokka annarra kvenna viö Curt, en nú hryllti hana við því. — Auðvitað, svaraði hún áhugalaust. Bara lagleg. KannSke dálítið mögur. Held ur neflöng. Eg býst við, að hún eldist fljótt. — Ljóshærðar stúlkur halda fegurðinni venjulega nokkuð — Andstaða þeirra dökk hærðu . . . Curt starði hissa á hana: — Við vorum að tala um Birgittu, sagði hann í áminn ingartón. — Jú, hún er falleg, en eins köld og borgarís. — Já, fegurð hennar er köld, en kvenleg. Karin vissi, að hennar eigin manngerð var ekki köld, þótt hún væri kvenleg. Það var einmitt þetta ylríka við hana, sem hafði heillaö Curt. En hún gætti tungu sinnar. Það var ekki vert aö ergja Curt. En með sjálfri sér hugsaði htin illgirnislega: — Það fer ekki milli mála, að stelpan er heimskuleg. En karlmenn eru undarlega innrættir . . . Hún.var gersamlega búin að gleyma því, hve henni sjálfri hafði fundizt Birgitta falleg og viðkunnanleg. Tíminn líður hratt. Fyrstu viku í júlí fer Lars í sitt síð asta próf og hefur þar með lokið embættisprófi í lög- fræöi. Frú Morenius, Maföldu, Karinu og Bengt Morenius for stjóra kemur saman um að halda veizlu fyrir hann. Hún skal haldin í herbergi Maf- Öldu. Karin var glöð yfir prófi Lars. Curt hafði útvegað hon- um góða vinnu hjá Till. Henni létti við að vita honum þann ig borgið. S. 1. fimm ár hafði hann kostað hana nokkur hundruð krónur á mánuði. Hins vegar hlakkaði hún ekkert til veizlunnar hjá Maföldu. Samkvæmt þöglu samkomulagi hélt hún ein sambandi við sína fjölskyldu og Curt við sína. Þessar tvær fjölskyldur áttu ekki saman. Þegar Karin bauð Maföldu heim, gerði hún það þegar Curt var ekki heima. Það fór í taugarnar á Maföldu, sem gjarnan vildi lofa Curt að heyra meiningu sína á einu og öðru. Hins vegar hafði Kar in aldrei heyrt Curt segja neitt niðrandi um Maföldu, Hann var alltaf kurteisin sjálf holdi klædd ,hvaö sem á gekk. Karin var ekki svo þröngsýn að halda, að hún þyrfti endi lega að tilbiðja þá, sem fyrir tilviljun voru ættingjar henn ! ar, svo hún hafði engar á- j hyggj ur af því, að Curt þrýsti ekki fjölskyldu hennar að brjósti sér. Hún fann heldur ekki til neinna tengsla við hans ætt. Bengt var táknrænn miðl ungs kaupsýslumaður. Helztu áhugamál hans voru verzlun og viðskipti, matur, drykkur, tóbak, revýjur og kórstúlkur. Dagmar kona hans talaði helzt ekki um annað en bók memitir og leikhús. Á því sviði var hún líka heldur skemmti leg. Hún las mikið. Hún sinnti heimili sínu og fjölskyldu ó- venj u vel. Þess vegna hélt Maf alda því fram, að hún væri hamstrari á alþjóðamæli kvarða. Þau sátu við veizluskreytt íborðið í herbergi Maföldu. Vesgirnir voru gersamlega huldir málverkum og teikning um, eigin klessumálverkum og .... gparið yður JJaup a núUi uaajgra. verzlana! «öL í ÖILUM M! Austuxgtraeti W.V.V.V.V.V.V.V.VAV.V.W.V.W.’.V.WWiV.VVVW BBaðburður TÍMANN vantar unglinga til blaðburðar frá } næstu mánaðamótum í eftirtaiin hverfi: Kleppsveg j Holtin Norðurmýri Langholtsveg Dagblaðið TÍMINN. -m Sendisveinar óskast fyrir hádegi. Dagblaðið TÍMINN. /MÍAV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.'.V.V.V.V.V'.SW.W.WVJ RÍKISÚTVARPIÐ: J Beethoven-tónleikar FRIEDRICH GULDA leikur með HLJÓMSVEIT RÍKISÚTVARPSINS undir stjórn RÓBERTS ABRAHAMS OTTÓSSONAR í Þjóðleikhúsinu mánudagskvöld 28. sept. kl. 8,30. | Aðgöngumiðasala í Þjóðleikhúsinu. AWW.V.VVW.V.V.V.V.VV.V.WAV.V.W.W^WWí Varahktabirgðir okkar aukast stððugt BUÐIN VARAH LUT I R iée? Nýkomið m. a.: ♦ Flestir hlutir í vélar og gírkassa, fjaðrir, höggdeifar, stuðarár frárnan Qg-áftanT’]iétti-' gúmmí á hurðir og glugga, læsingar, skrar og húnar, púströr, pakkningar, o. m. fl. Sendum um aílt land. V. KRÍHGLUMYRARVec* • SÍMf 3ZS8! WiWAW.W.W.'AWAW.V.V.VWL'.VWiWWWNVWI Tékkóslóvakíuviðskipti Útvegum neðangreindar vörur frá Tékkóslóvakíu: Gaddavír Gaddavírslykkjur Saum, alls konar Múrhúílunarvírnet Girðingavírnet Móta- og bindivír Pípur og fittings Húsgagnafja'Srir Tréskrúfur Smíðajárn og stálplötur Raflagningarefni Rafmagnsbúsáhöld Vasaljósarafhlöður Ba'ðkör o- m. fl. Munið, að viðskipti við Tékkóslóvakíu eru landi voru hagkvæm. i I ■ , m 'Tl ! ' t jm ) 1 ; ' V’ \n R. Jóhannesson h.f. Laugavegi 17ó. — Sími 17181. "

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.