Tíminn - 01.11.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.11.1959, Blaðsíða 6
ð TÍMINN, sunnudaginn 1. nóvembcr 1953. í Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri og ábm.: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur 1 Edduhúsinu við Lindargðta Símar: 18 300, 18 301,18 302,18 303,18305 og 18 306 (skrifst., ritstjómin og blaðamenn). Auglýsingasími 19523. - Afgreiðslan 1232S Prentsm. Edda hf. Simi eftir kl. 18: 13 948 Rannsókn olíumálanna I BLAÐINU í dag er birt skýrsla um einn þátt í rann- sókn hinna svonefndu olíu- mála á Keflavíkurflugvelli. Skýrslan er frá rannsóknar- dómurum þeim, er hafa haft þessi mál til meðferðar. Af skýrslu þessari verður það ráðið, að Hið Isl. stein- olíuhlutafélag hefur flutt inn tollfrjálst ýmis tæki, er þáð hefur notað við þjónustu þá, er það hefur innt af höndum við varnarliðið. Sú hefð mun hafa skapast, að islenzk fyrir tæki fengju einnig að flytja fnn toljfrjálst þau tæki, er þau -notuðu eingöngu vegna starfa í þágu varnarliðsins. T.d. munu Sameinaðir verk- takar hafa flutt inn slík tæki fyrir enn stærri upp- hæð en H.ÍS. Bein lagafyrir mæli munu þó ekki vera fyrir þessu toPfrelsi, heldur mun þetta byggt á þeirri túlkun á ákvæðum varnarsamnings- iris, að tollfrelsi varnarliðs- ins nái einnig til tækja, sem notuð eru í þágu þess, þótt aðrir en það séu eigendur þeirra. í bréfi, sem þáver- andi forstjóri H.Í.S., Haukur Hvannberg, skrifaði utan- rikisráðuneytinu 9. apr. 1952, mun hann hafa lýst yfir þessum skilningi, en þó jafn framt óskað nánari úrskurð ar ráðuneytisins. Þar sem úrskurður kom aldrei, mun fé lagið hafa látið flytja inn tollfriálst þau tæki, er það notaði vegna þjónustunnar í þágu .varnarliðsins. HÉR skal ekki lagður dónu’r á bað. hvort H.Í.S. hef ur gerzt brotlegt við lands- lög með þessum tollfrjálsa innflutningi. Rannsóknar- dómnrarnir iáta ekki í ljós neitt á’it á því atriði, enda eðlilevt. bnr sem annar þeirra á eftir að dæma í mál inu. Þ°+t'1 afriði verða dómstói arnir að fialla um. Reynist þessi *-nnfriálsi innflutning- ur ó1n'Tleg!ir. mun það að sjálfsö'iðu hafa í för með sér, nð sama verði látið ganga T'fir önnur íslenzk fyrirtínki, sem hafa flutt inn tollfriálst t^ki og efni vegna þjónustu í þágu set.uliðsins. í skýrslu rannsóknardóm- aranna kemur fram, að enn séu órannsökuð ýmis atriði í viðskiptum umræddra fyrir- tækja á Keflavíkurflugvelli, ■n.a. varðandi gjaldeyrismál. í sambandi við þau atriði gengur nú ýmis orðrómur og hefði því verið æskilegt, að eitthvað meira hefði verið sagt um bau í skýrslu rann- sóknardómaranna. í sambandi við þær um ræður. sem orðið hafa um þes=' hefur jafnan ver- ið löTð í ’-rí áberzia hér í blaðinu, að þau yrðu rann- sökuð til hlítar og þeir seku látnir hljóta sína refsingu, ef um sekt reyndist áð ræða. Þetta skal enn árétiað hér. Áreiðanlega hafa engir ríkari áhuga fyrir þvj en sam vinnumenn landsins, að eng in linkind eða undanbrögð verði sýnd við rannsókn þess ara mála, þar sem umrædd fyrirtæki eru með vissum hætti tengd samvinnuhreyf- ingunni. Samvinnufélögin hafa átt því láni að fagna, að tiltölulega færri óreiðu- mál hafa átt sér stað innan þeirra en hjá öðrum fyrir- tækjum. Ástæðan er sú, að þeir hafa gengið ríkt eftir að gæta réttar og velsæmis. Þess vegna er sízt linkindar að vænta hjá samvinnu- mönnum í máli eins og þessu. AF hálfu andstæðinga Framsóknarflokksins og sam vinnuhreyfingarinnar hefur með furðulegum hætti verið reynt að nota umrædd mál gegn þessum aðilum. Vitanlega eru til brotlegir menn i öllum félagshreyfing um og flokkum, án þess að með nokkrum rétti sé hægt að kenna viðkomandi flokk um eða samtökum um, eða telja þessi afbrot mæli- kvarða á starf þeirra. Um- rædd olíufélög eru ekki heldur nánara tengd Fram- sóknarfl. en það, að a.m.k. tveir af fimm mönnum í stjórn þess eru Sjálfstæðis- menn og sá þriðji hefur staðið nálægt þeim flokki. Svipað gildir um þann fyrrv. forstjóra, er mest kemur við sögu þessara mála. Með þessu er þó síður en svo verið að bendla Sjálfstæðisflokkinn við þessi mál, en vissulega mætti alveg með svipuðum rökum draga hann inn í þau og Framsóknarflokkinn. Með svipuðum röksemdum mætti líka áfella Alþýðu- bandalagið fyrir viss verk Sigurðar Sigmundssonar í Húsnæðismálastjórn og telja þau mælikvarða á, hvernig flokksmenn þess höguðu sér yfirleitt. Það væri a.m.k. al- veg í samræmi við þann mál flutning Þjóðviljans, þegar hann er að kenna olíumálin við Framsóknarflokkinn eða samvinnuhreyfinguna. En hvað, sem þessum ó- sæmilega áróðri andstæðing anna líður, er það eindregin krafa Framsóknarmanna og samvinnumanna, að þessi mál verði rannsökuð til hlít- ar og dómur látinn ganga um þau. En vitanlega er það jafn eðlileg krafa, að lögin verði ekki síður látin ná til annarra, sem líkt er ástatt um, t.d. annarra ísl. aðila, er notið hafa tollfrelsis á Kefla 1 íkurflugvelli. Leikfélag Selfoss: Koss í kaupbæti S. 1. laugardag frumsýndi Leikfélag Selfoss bandaríska gamanleikinn „Koss í kaup- bæti“ eftir Hugh Herbert. Þýðinguna gerði Sverrir Thor- oddsen. Leikstjóri var Har- aldur Björnsson. Leikurinn er léttur og skemmti- legur. Efnið er hin alkunna, marg- slungna flækja misskilnings, ásta og árekstra, sem að lokum leysist. góð leikkona, ef áfram væri haldið. Sverrir sýnir einnig ágæt- an leik. Hreyfingar hans eru góð- ; ar og notkun hans á ruggustóln- |um er skemmtileg og framkoma hans öll eðlileg, enda hefur hann verið á sviðinu áður eins og Elín. Lovísa Þórðardóttir leikur frú Archer. Er leikur hennar láílaus’ og eðlilegur og gerir hún hlut- verki sínu mjog góð skil. Er sam- leikur þeirra mæíjgnanna mjög góður. Þetta er langt frá því að vera gam- anleikur í fremstu röð, en þjónar þeim tilgangi að skemmta áhorf- endum eins og til er ætlazt, og takmarkinu er náð. Það er á einskis' manns færi að setja á svið gamanleik, þegar tími er af skornum skammti og að- stæður erfiðar, svo að ekki só meira sagt, þannig að fátt megi fínna að, en Haraldi hefur tekizt margt vel og er heildarsvipur sýn- ingarinnar heldur góður, þótt staðsetningarnar s'éu alleinhæfar og umferð fólksins ekki nægilega eðlileg. Hlutverkaskipuninni er nokkuð ábótavant. Eru sérstak- lega feðurnir í fjölskyldunum á- berandi of ungir, en vera má að við því hafi ekkert verið a,ð gera. Ledkíri'arnir eru ungir og verða ekki svo auðveldlega gerðir gamlir — og þó. Með tvö aðalhlutverkin, Corlis Archer og Dexter Franglin, fara þau Elín Arnoldsdóttir og Sverrir Guðmundsson. Elín hefur margt það til að bera, s-em góða leik- konu þarf að prýða, enda er leik- ur hennar mjög góður og mætti ætla, að hún gæti betur, orðið Ólafur Ólafsson og Sigurður S. Sigurðsson leika fjölskyldufeður og gera það án nokkurs glæsileiks, enda sýnast þeir altof ungir í hlutverk þessi. Þó gerir Ólafur ýmislegt laglega, þótt hann ýki víða um of. Kristín Helgalóttir í hlutverki Louise sýnir vel þessa uppþorn- uðu, viðskotaillu eldabusku, sem elur innra með sér elsku og um- hyggju, sem kemur fram í dekri við börnin. -Guðlaugur G. Thorarensen leik ur ungan dreng, uppfullan af á- huga á sölumennsku, einkenni óg aðall ungra, efnilegra Bandaríkja- borgara. Vekur hispursleysi hans kálínu, enda er drengur hnittinn í tilsvörum sínum. Ingunn Jónsdóttir sýnir í hlut- verki sínu mjög vel hina oísa- fengnu illsku móðurmnar, sem finnur gengið á rétt barns síns. Nína B. Knútsdóttir leikur unga ástfangna stúlku, meinlausa og lítt gefna. Önnur smærri hlutverk eru í höndum þeirra Huldu Þórðardótt- ur, Óla Þ. Guðbjartssonar, Klem- ens Erlingssonar, Halldórs Magn- ússonar og Steindórs Hjörleifs- sonar. Frumsýningin fór fram í Iðnað armannahúsinu, en breytingar hafa verið gerðar á því í sumar, þannig að þar hefur nú skapazt aðstaða til leiksýninga, þótt að- búnaðurinn sé á engan hátt við- unandi eða til frambúðar. Er vonandi að forráðamenn sjái sóma sinn í því að gera Selfyss- ingum fært að reisa sér sam- komusal með aðstöðu til leiksýn- inga og annarrar félagsstarfsemi. Það er vel til fundið hjá L.S. að sýna léttan gamanleik nú um ' veturnæturnar efKir þetta langa 1 og leiðinlega haust og þeir verða ivafalaust margir, sem leggja leið | sína í leikhúsið til að sjá „Koss i í kaupbæti“, enda óhætt. Jósep Isl. búfræðikennarar njóta styrks ICA tíl námsferða eriendis Undanfarin ár hefur ICA stofnunín bandaríska árlega kostað íslending til að kynna sér ýmis atriði er að land- búnaði lúta í Bandaríkjum Norður-Ameríku og Evrópu og einnig hafa komið híng- að ráðunautar á vegum stofn unarinnar. Um 20 íslending- ar hafa notið styrks frá stofn- uninni. Nú hefur þessi stofnun verið lögð niður, en önnur tekin við, IES og samhliða því verður sá háttur hafður á að Bandaríkin veita ekki styrki nema til náms og kynningar í Bandaríkjunum sjálfum. Tveir menn eru nýkomnir úr námsferðum á vegum ICA, þeir Árni Pétursson, kennari á Hólum og Ólafur Stefánsson, kennari á Hvanneyri. Fór Árni um Banda- ríkin, en Ólafur um Norðurlönd og Bretland. Hér fer á eftir stutt frásögn Árna af þessum ferðum. Ólafur Stefánsson frá Hvann- eyri ferðaðist um Norðurlönd og Bretland í tvo mánuði og kynnti sér búvélaprófun, kennslu og hey verkun. Heimsótti hann tilrauna- bú og landbúnaðarháskóla í öll- um þessum löndum. Hann lagði sérstaka stund á að kynna sér ný landbúnaðartæki sem að gagni mættu koma hér á landi, og skýrði frá ýmsum nýjungum, sem eru á döfinni. Rómaði hann mjög mót- tökur þeirra aðila sem greiddu götu hans ytra og kvaðst lengi myndi búa að þeirri reynslu sem hann öðlaðist í utanferðinni. Ég ferðaðist um U.S.A. frá 13. júlí til 15. okt. sl. á vegum I.C.A. (Efnahagssamvinna Bandaríkj- anna við aðrar þjóðir) í þeim til- gangl að kynna mér búnaðar- kennslu, búfjárrækt og ráðúnauta- og tilraunastarfsemi. Ég ferðaðist mest um norðurfylki U.S.A. og heimsótti marga búnaðarskóia, búnaðarháskóla, tilraunastöðvar og landbúnaðarsýningar. Ferðin var fyrirfram skipulögð af I.C.A. og landbúnaðarráðuneyti U.S.A. og hverjum degi ráðstafað. Ég dvaldi fyrst 10 daga í Washington DC, þar sem gefnar voru upplýs- ingar um stjórn og framkvæmd búnaðarmála almennt svó og sögu þjóðarinnar. Mjög athyglisverð er tilhögun þeirra á búnaðarfræðslu og ráðu- nauta- og tilraunastarfsemi, sem eru í afar nánum tengslum ' og gjarnan undir sömu stjórn, þann- i.° t. d. að sami maður er deildar- stjóri búnaðardeiidar háskóla, for- stjóri tilraunastöðva og yfirmaður ráðunautastarfs fylkisins, eða t.d. yfirmaður skóla og ráðunauta og aðstoðarforstjóri tilraunastöðva, en aðalforstjóri þeirra þá aðstoðar forstjóri skóla og ráðunautastarfs. í skólum eru hjálpartæki, svo sem kvik- og skuggamyndir mikið notuð, og mikil áherzla er lögð á að fá nemendur til að vinna sjálfa að úrlausnum verkefna. Búskapur er mjög breytilegur og sérhæfður frá einu fylki til annars, og að mínu álitf mætti auka framleiðslu ýmissa búvara hér á landi með meiri sérhæfni. Starfsemi 4-H klúbba og F.F.A. (Framhaid a U síBu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.