Tíminn - 01.11.1959, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.11.1959, Blaðsíða 5
T í M I N ,N, suuuudaginn 1. nóvembcr 1959. Skýrsla rannsóknardómara af eínum þætti rann- sóknar olíumálsins svonefnda á Keflavíkurvelli HÍS flutti inn án tollgreiðslna vélar og varning fyrir 2,1 millj. króna Hið íslenzka steinolíuhlutafélag (H.S.Í.) hefur undanfarin ár séð um sölu eldsneytis. oliu og smurn ingsoliu til varnarliðsins á Kefla- vikurflugvelli, en samkvæmt 9. tl. 8. gr. viðbætisins um réttar- stöðu liðs Bandaríkjanna og eignir þeirra, við varlarsamninginn frá 15. maí 1951, öbr. 1. nr. 110/1951, á varnarliðið að fá tollfrjálst elds nevti, olíu og smurningsolíu til af noía fyrir opinber ökutæki, flug- vélar og skip til liðs Bandaríkj- anna og verktaka þeirra, sem eigi eru íslenzkir þegnar. Með skýrslu til lögreglus'tjórans á Keflavíkurflugvelli, ds. 26. nóv- ember 1958, 'kærðu Kristján Pét- ursson, lögregluvarðstjóri, og Guðjón Valdimarsson, lögreglu- maður, Hið íslenzka steinolíu- hluíafélag fyrir brot á innflutn- ings- og gjaldeyrislöggjöfinni. Að meginefni fjallar s'kýrslan um ætl aða sölu HÍS á tollfrjálsri gasolíu j og eldsneyti til íislenzkra aðila og erlendra flugvéla við fullu verði, svo sem að tollur hefði verið greiddur af gasolíunni og elds- neytinu. Enn fremur hermtj: skýrslan frá tollfrjálsum innflutn ingi frostlagar í nafni varnarliðs- ins og sölu hans til íslendinga við verði, sem miðað var við að tollur hefði verið greiddur. Með bréfi utanríkisráðuneytis- iris, ds. 27. nóvember 1958, var Gunnar Helgason, fulltrúi lög- reglustjórans á Keflavíkurflug- velli, skipaður umboðsdómari í málinu. Var honum falið að rann- saka starfsemi H.Í.S. á Keflavíkur flugvelli vegna ætlaðra brota fé- ; agsins á innflutnings- og gjald- eyrislöggjöfinni. Dómsrannsókn hófst 16. desember 1958. Hefur henni verið fram haldið æ síðan. Með umboðsskrá utanríkisráðu- neytisins, ds. 20. apríl 1959, var umboð Gunnars Helgasonar víkk-, að. Var honum nú einnig falið að , a-annsaka starfsemi Olíufélagsins h.f. á Keflavíkurflugvelli vegna: ætlaðra brota félags þess'a á inn-1 flutnings- og gjaldeyrislöggjöf- jnni, svo pg öðrum lögum, sem1 rannsókn málsins kynni að gefa! tilefni til, en Olíufélagið h.f. og H.Í.S. eru eins konar systurfyrir- tæki, enda sama stjórn í báðum félögunum. Með itmboðsskrám dóms -og ut- anríkismálaráðuneytisins, ds. 8. ágúst 1959, var umboð Gunnars Helgasonar enn fært út og jafn- framt skipaður annar rannsóknar- dómari í málið að auki, Guðm. íngvi Sigurðs'son, fulltrúi saka- dómarans í Reykjavik. Var rann- sóknardómurunum nú falið aðrann saka starfsemi félaganna, ekki aðeins að því er varðar viðskipti við varnarliðið, heldur og einnig starfsemi félaganna að öðru leyti, eftir því sem ástæða þykir til, og kveða síðan upp í málinu dóm, ef til málshöfðunar komi. Rannsókn máls þessa er mjög umfangsmikil. Var því brugðið á það ráð, að brjóta málið niður í þætti og rannsaka hvern um sig, eftir því sem kleift þykir, svo sem innflutning og sölu fyrirtækjanna á flugvélaeldsneyti, gasolíu, mót- orbenzíni og smurningsolíu. Aðrir þættir rannsóknarinnar beinast að gjaldeyrisviðskiptum, öflun gjald- eyrs og skilum á honum, olíu- birgðageymum og olíuleiðslum, innflufning bifreiða, alls kyns tækja, véla, varahluta, frostlagar, ísvarnarefnis og terpentínu. Að sjálfsögðu gripa þessir þættir hver inn í annan og verða því eigi fylli lega aðgreindir. Er rannsókn þesaaraa ým-su þáitta misjafnlega langt á veg komin. Segja má, að rannsókn eirjs þessaþa þáttia sé að mestu lokið. Er það þátturinn, sem fjallar um tollfrjálsan inn- if'.utning H.Í.S. og Oliufélagsins h.f. á biíreiðum, alls kyns vélurn, tækjum, varahlutum, frostlegi, ís- varnarefnum og terpentínu. Þar sem rannsóknardómararnir eru þess áskynja, að ýmsum sög'- um fari af þessum innflutningi fyrirtækjanna og þar sem þessi þáttur málsins virðist liggja ljós fyrir í öllum aðaldráttum, þykir bæði rétt og skylt að skýra frá, hvað rannsóknin hefur leitt í ljós um hann, ef það mætti verða til að leiðrétta missagnir: Hinn 9. apríl 1952 reit þáver- andi framkvæmdastjóri H.Í.S., Haukur Hvannberg, utanríkisráðu neytinu bréf með beiðni um, að utanríkisráðuneytið úrskurði, livort H.Í.S. heimilist tollfrjáls innflutningur á tækjum til af- greiðslu á flugvélabenzíni og öðr- um olíuafurðum til varnarliðsins, þar sem það væri skilningur H.í. S. á varnarsamningnum írá 5. maí 1951, að félagið ætti rétt á slík- um tollfrjálsum inriflutningi, því að öðrum kosti félli það í hlut H.Í.S. að greiða aðflutningsgjöld- in af tækjunum og yrði því fé- l’agið að hækka gialdið fyrir þjón- ustuna við varnarliðið, sem því næmi. Ekki verður séð af gögn- um utanríkisráðuneytisins, að þessu bréfi hafi nokkurn tíma verið svarað. Upplýst er, að utan- ríkisráðuneytið hefur aldrei veitt H.Í.S. leyfi -til tollfrjáls innflutn- ings bifreiða, tækja, varahluta eða byggingarefnis. ‘ i Engu að síður hófst H.Í.S. handa um innflutning alls kyns tækja, véla o. fl. þegar árið 1952, án þess að greiða toll af varningn- um. Rannsóknin á slíkum toll- frjálsum innflutningi H.Í.S. og Olíufélagsins h.f. nær yfir öll ár- in frá komu varnarliðsins 1951 til ársins 1959. í stórum dráttum gekk þessi innflutningur þannig fyrir sig, að fyrirtækn pöntuðu hjá fyrrtækinu Esso Export Corp- oration, New York, munnlega eða skriflega, varninginn með beiðni um, að fylgiskjöl með varningnum væru stíluð á varnarliðið eða er- lenda verktaka á Keflavíkurflug- velli, en send H.Í.S. eða Olíufélag- inu h.f. Varan var greidd af gjaldeyrisinnstæðum fyrirtækj- anna hiá Esso Export Corporati- on, sem sér um innheimtur fyrir H.Í.S. og Olíufélagið h.f. á því, sem þessi félög selia varnarliðinu og erlendum flugvélum, þ.e. vör- um og þjólnustu. I’egar varan var komin til landsins og fylgi- skjölin í hendur Olíufélagsins h.f. eða H.Í.S. voru farmskírteinin send suður á Keflavíkurflugvöll til fyrirsvarsmanna H.Í.S. þar, sem sáu um að afla yfirlýsingar varnarliðsms og áritunar á farm- skírteinin þess efnis, að varan væri flutt inn til notkunar fyrir varnarliðið. Síðan voru farmskír- leinin send til Reykjavíkur, þar sem þeim var framvísað til toll- afgreiðslu. Lá þá varan á lausu, án greiðslu tolls, til flutnings suður á Keflavíkurflugvöll. Toll- gæzan þar skyldi fylgjast með því, að varan kæmi in ná völlinn, m.a. með stimplun tollseðla, er fylgdu vörunni. Meðal þessa tollfrjálsa innflutn- ings II.Í.S. og Olíuféfagsins h.f. kennir margra grasa: Þrjár benzín afgreiðslubifreiðir, 11 tengivagn- ar til afgreiðslu smurningsolíu o. fl. til flugvéla, 20 dælur til af- greiðslu á mótorbenzíni, 19 dæl- ur til afgreiðslu á flugvélaelds- neyti og 2 loftdælur, ásamt mæl- um. Enn fremur stálpípur, ventl- ar, lokur, rennslismælar, slöngur o. fl. í neðanjarðarleiðslukerfi H.Í.S. vegna flugafgreiðslunnar á Keflavikurflugvelli, svo og vara- hlutir í benzíndælur og bifreiðir, dekkjaviðgerðarefni, pípulagning- arefni alls konar, krossviður, gólf- flísar, 216.703 pund af frostlegi, 350 tunnur af terpentínu, 52.203 pund af ísvarnarefni og jafnvel áfengi. Framkvæmdas'tjóri H.f.S. tíma- bilið, sem þessi innflutningur átti sér stað, Haukur Hvannberg, hefur haldið því fram, að það sé skilningur sinn á ákvæðum varn- arsamningsins um tollfrjálsan innflutning til varnarliðsins' og er- lendra verktaka á Keflavíkurflug- velli, að H.f.S. hafi verið heimilt að flvtja þennan varning inn toll- frjálst, þar sem innflutivngurinn standi allur í sambandi við þjón- ustu H.Í.S. við varnarliðið. Rannsóknin hefur að sjálfsögðu beinzt að því, hverju nemi verð-' mæti alls þessa innflutnings. Enn hefur ekki tekizt að fá upplýsing- ar um verðmæti alls þessa varn-1 ings, en þegar liggja fyrir gögn, J er geyma upplýsingar um verð-1 mæti meginhluta innflutningsins. \ Er lagt til grundvallar innkaups-: verð (fob-verð). Nemur það sam- tals um $130.000,00 eða röskum kr. 2.100.000,00. Ekki hefur enn verið reiknað út hverju aðflutn- ingsgjöldin af varningi þessum mundu numið hafa. j Eftir að rannsókn málsins hófst sótti Olíufélagið h.f. um innfluln- ingsleyfi fvrir vatnseimingartæki og varahlutum í Leyland-bifreiðir. Hafði varningur þessi verið flutt- ur inn árið 1958, eða nokkru áð- ur en dómsrannsókn málslns hófst. Varningurinn var fluttur inn í nafni varnarliðsins. Vatns-! eimingartækið var keypt frá BandaHkjunum og kostaði $7.160, 1 00. Varahlutirnir voru keyptir í Englandi, enda eru Leylandbif- reiðir enskrar gerðar. Innkaups- verðið nam £2371-0-0. Innflutn-j ingsleyfin voru veitt. Aðflutnings-! gjöldin af þessum sendingum báð um námu samtals kr. 176.765.00. j Hinn 24. júní 1958 reit H.f.S. ! fjármálaráðuneytinu bréf, þar sem | félagið óskaði umsagnar ráðuneyt-1 isin.s á fy.rirhugaðri lánviðtöku félagsins á sérstökum tækjum til afgreiðs-Iu á eldsneyti til farþega- j þrýstiloftsflugvéla. Lánveitandinn . var, samkvæmt upplýsingum H.í. . S., Esso Export Corporation, New ; York. Ráðuneytið svaraði með, bréfi, ds. 3. júlí 1953, á þá lund, j að lagaheimild brvsti til að sleppa i þessum afgreiðslutækjum við að- j flutnings'gjöld. I-Iins vega.r féllst j ráðuneytið á það, með skirskotun ! ti) viðeigandi ákvæða tollskrár- j laga, að innflutningsgjöldin yrðu ; aðeins tekin af leigu tækjanna. : H.Í.S. sótti síðan um innflutnings- leyfi fyrir tækjunum. í umsókn- inni, sem er dagsett 7. júlí 1958, er beðið um innflulningsleyfi fyrir afgreiðslutæki fyrir flúgvéla- eldsneyli. Leyfi var veitt með þeim skilyrðum, sem fjármálaráðu neytið setíi og að framan gi-einir. Afgreiðslutækið kom til landsins 7. júlí 1958. í tollinnflutnings- skýrslu, sem gefin er út af Olíu- félaginu h.f. 14. júlí 1958, er tæk- ið nefnt vörubifreið og leigan metin á $2000,00. Aðflutningsgjöld in voru reiknuð út í samræmi við leiguna og námu kr. 22.854,00. Hinn 19. marz 1959 sótti Olíufé- lagið h'T. um innflutnings'leyfi fyrir bifreiðinni, þar sem félagið, vegna breyttra afgreiðsluhátta, hefði þörf fyrir að kaupa bif- reiðina. Leyfið var veitt. Bifreið- in, mefj gevmi (tank), kostaði $10.287,00. Aðflutningsgjöldin námu kr. 80.891,00. í fórum dóms- ins eru hins vegar gögn, sem geyma upplýsingar utn, að bifreið- in hafi aldrei verið notúð til að afgreiða eldsneyti á farþegaþotur og að H.Í.S. hafi keypt bifreiðina fyrir atbeina Esso Export Corp- oration þegar í júní 1958 og Ess'o Export hafi greitt andvirði bíls- ins og gevmisins í júlí 1958 a£ innstæðum H.Í.S. hjá Esso Export. J Skylt er að géta þess, að megnið af þeim innflutningi, sem að framan greinir og inn kom í nafni varnarliðsins, hefur verið og er nolaður vegna þjónus'tu H.Í.S. við varnarliðið, ýmist einvörðungu eða bæði til að þjóna varnarliðinu, er- : lendum farþegaflugvélum og ís- lenzkum aðilum. | Vegna blaðafregna er skylt að geta þess, að ekkert hefur fram komið í rannsókn málsins, er bendi til, að H.Í.S. eða Olíufélagið i h.f. hafi í vörzlum sínum þjóf- ( stolna muni frá varnarliðinu eða öðrum. ! Rannsókain hefur hins vegar leitt ljós, að H.Í.S. hafi fengið j að láni biá varnarliðinu tvær dæl- jt'.r og einn vörulyftara. Reykjavík, 30. október 1959. I Guðm. Ingvi Sigurðsson Gunnar Ilclgason, ATHYGLI viðskiptamanna vorra skal vakin á því, að inn* gangur í skrifstofur vorar er framvegis frá j Skúlagötu. j Sláturfélag Suðurlands Skúlagötu 20 Tilkynning um atvinnuleysisskráningu i Atvinnuleysisskráning samkvæmt ákvörðun laga nr. 52 frá 9. apríl 1956, fer fram í Ráðningar- stofu Reykjavíkurbæjar, Hafuarstræti 20, dagana 3., 4. og 5. nóvember þ. á., og eiga hlutaðeig- endur, er óska að skrá sig samkvæmt lögunum að gefa sig fram kl. 10—12 f.h. og kl. 1—5 e.h. hina tilteknu daga. Óskað er eftir að þeir sem skrá sig séu viðbúnir að svara meðal annars spurningunum: 1. Um atvinnudaga og tekjur síðustu þrjá mánuði. 2. Um eignir og skuldir. Revkjavík, 31. október 1959. Borgarstjórinn í Reykjavík I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.