Tíminn - 01.11.1959, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.11.1959, Blaðsíða 2
T í iVl I-N N, suunudagmn 1. nóveuibí'i 1959. Margir nýir þættir í vetrardagskránni Vetrardagskrá Ríkisútvarpsins gengin í garð Vetrardagskrá Ríkisútvarps ins hefst um þessa helgi og kennir þar márgra nýrra grasa, en auk þess verða á- fram ýmsir þættir sem verið hafa. Sunnudagseijndin, sem notið hafa mikilla vmsælda, fjalla að þessu sinni um tækni og vísindi <ag verða bau 8 talsins. Dr. Þor- björn Sgurgeirsson prófessor hef- ur skipulagt erindin. Laugardagsleikritin halda áfram með sama sniði. Þá verður flutt ný íslenzk áður óbirt útvarpssaga, „Sólarhringur“ eftir Stefán Júlíus son. Lestri fornsagna stjórnar Óskar Halldórsson cand. mag. og hefur hann valið til flutnings Gisla sögu Súrssonar. „Með ungu fólki" Þá ber til nýlundu smásögu vikunnar, verða þær ýmist eftir innlenda eða útlenda höfunda, og fluttar á fimmtudögum. Þá hafa |Verið skipulagðar kynningar á I verkum bjóðskáldanha. Sigurður Jónsson frá Haukagili, vísnasafn- ari mikill, stjórnar lausavísna- þætti. Nýr þáttur ber heitið „Með ungu fóiki‘ og gefst þar æsku- lýðnurn tóm til að ræða áhuga- mál sín á sviði bókmennta og tónlistar og koma fram með frum | smíðar. J Vetlvangur raunvísinda nefnist nýr þátlur sem ungir vísindamenn, Halldór Þorrnar og Örnólfur Thor- lacius sjá um. Fjallar það um nýj-: ungar á sviði náttúruvísinda. j I Loks mun Sveinn Einarsson ' cand mag. flytja leiklistaþbátt I tvisvar í mánuði en hann er lærð- ! ur í lekilistarsögu og leikbók- menntum. Lítið um bílþjófnaöi 99 á dögum afa og ömmu í síðustu viku hvarf héðan af landi, eftir viku dvöl, sænski æskulýðsleiðtoginn Hans Brander. Kom hann hingað með styrk sænsku Rot- aryhreyfingarinnar, og á veg- um Æskulýðssambands ís- lands. Erindi hans var að kynna æskulýðsstarfsemi Svía hérlendis og kynnast um ieið starfinu á íslandi. Hans Brander starfar hjá Bind- indisfélagi ökumanna í Svíþjóð, en þar er þesisi félagsskapur mjög útbreiddur, enda ýmislegt gert fyrir hann. Ræddi Brander við ýmsa æskulýðsleiðtoga hér, bæði £ Reykjavík og á Akureyri, for- wstumenn BFÖ, kom á fund hjá Rotaryklúbb Reykjavíkur og marga fleiri. Einnig gafst honum stund til þess að heim'sækja for- setann á Bessastöðum. Tvær millj. í 80 samb. Kvöldið áður en Brander hélt heimleiðis ræddi hann við blaða- menn og skýrði þeim frá æsku- lýðsstarfinu í Svíþjóð og heim- sókn sinni hingað. í Svíþjóð eru 80 æskulýðssambönd, sem taka yfir allt landið, og í þeim eru um tvær milljónir manna. Er það heldur hærri tala en tala æsku- manna í landinu, en þess ber að gæta, að margir eru í fleiri en einu sambandi. Hið opinbera styrkir starfsemi þessa mjög mikið, og fór það mjög í vöxt árið 1955, þegar ný áfengislöggjöf og rýmri var sett. Átti þá styrkur við æskuiýðsstarfið ag varna því, að drykkjuskapur færi í vöxt með löggjöfinni, og hefur árangur orðið mjög góður. Varðandi „afbrotaæsku" sagði Brander, að ekki væri svo mikið um afbrot unglinga, sem ætla mætti. En gæta þyrfti þess, að tímar væru mjög breyttir og þar með allar aðstæður Allt samþykkt í emu hljoði NTB—Moskvu, 30. okt. — Fulltrúasamkunda Sovétríkj- anna samþykkti í dag einróma efnahagsáætlanir fyrir árið 1960. Ilér er íyrst og fremst um að ræða áætlun um framleiðslu næsta árs. Alexei Kossygin formaður framieiðsluráðs lagði áætlunina fyrir þingið. Hann kvað stjórnina sammála þeim tiilögum, sem fram hefðu komið í umræðum á þing- inu um aukna framleiðslu neyzlu- varnings. Þá var samþykkt fjár- lagafrumvarp fyrir næs'ta ár og er gert ráð fyrir allmiklum tekjuaf- gangi. Sakaður um hlut- deild í morSi Bandaranaike NTB—Colombo. 31. okt. Stjórn- in á Ceylon fékk traustsyfirlýsingu þingsins í gærkveldi með aðeins 5 atkvæða meirihluta. Til umræðu voru ásakanir stjórnarandstæðinga á hendur Dahanaike forsætisráð- herra um hlutdcild í morðinu á Bandanaike fyrrum forsætisráð- lierra. Dahanaike kvaðst mundu biðj- ast lausnar þegar í stað, ef stjórn- arandstaðan gæti sannað þessa ákæru. Það var búddatrúar-munk- ur, sem særði Bandanaike til ólífis fyrir urn það bil hálfum mántiði. I 90 ára í dag: Ketilríður Einarsdóttir frá Tannstaðahakka Aflasölur Stemgrímur trölfi seldi á föstu dagsmorguninn í Grlmsbý 51 lest (þar af 15 lestir gallaður fiskur) fyrir 3410 £. — Hafliði frá Siglu firði seldi í Cuxhaven á föstudag 149 lestir fyrir 122 544 mörk. — Þorsteinn þorsakbítur og Bjarni riddari seldu í Þýzkalandi í gær. Afvopnun (Framhald af 12. síðu). Formósa hluli af alþýðulýðveldinu Hann vék einnig að iandamæra deilu Indverja og Kínverja og kvaðst vona að unnt yrði að leysa þá deilu á friðsamlegan hátt með samningum. Vestrænar þjóðir yrðu að gera sér grein fyrir því að Kína væri stórveldi, sem taka yrði fullt tilli-t til. Ekki færi hjá þvíýlð Formósa yrði hluti af kínverska alþýðulýðveldinu er fram liðu stundir. Andvígur alþjóðlegu lögregluliSi Krustjoff sagði. að Sovétríkin vildu algjöra afvopmm en væru andvíg því, ag komið væru upp alþjóðlegu lögregluliði. Sovétríkin mýndu gera allt, sem í þeirra valdi stæði til þess að efnt yrði til fund ar æðstu manna stórveldanna hið i allra fyrsta. Ketilríður Einarsdóttir, nú til heimilis að Blönduhlíð 25 í Reykja vík, er 90 ára í dag, 1. nóvember. Hún er dóttir hjónanna Guðrún- ar Jónsdóttur og Einars bónda og gullsmiðs Skúlasonar á Tann- staðabakka í Hrútafirði. Þar ólst hún upp, á fyrirmyndarheimili, í hópi margira systkinia. Rúmlega tvítug fór hún til náms í kvenna- skólann á Ytri-Ey. Það mun hafa verið góður skóli, en á þeirn tíma voru þeir færri en skyldi, sem áttu þess kost að njóta skóla- menntunar. Ketilríður giftist árið 1901 Ás- geiri Inigimundarsyni. Hann var sonur Ingimundar Jakobssonar prests Finnbogasonar og Sigríðar Sigfúsdóttur prests á Tjörn og Undiirfelli Jónssonar prests í Reykjahlíð Þorsteinssonar. Þau Ásgeir og Ketilríður bjuggu fyrst á Akureyri, en síðan í Reykjavík. Þau eignuðust þrjú börn, einn son og tvær dætur. Önnur dóttirin, Fanuy, lézt á barnsaldri, en hin systkinin eru á lífi, nú bæði bú- sett í Reykjavík: Þorsteinn bif- reiðarstjóri, kvæntur Gyðu Daní- elsdóttur, og Hrefna, gift Daníel Markússyni slökkviliðsmanni á Reykjavíkurflugvelli. Eftir nokkurra ára hjúskap slitn uðu samvistir þeirra Ásgeirs og Ketilríðar. Allmörg næstu árin var hún til heimilis hjá Guðrúnu systur sinni og manni hennar, fyrst á Svertingsstöðum í Miðfirði en síðar á Hvammstanga. Hrefna dóttir hennar var þar með henni, en sonurinn, Þorsteinn, var á uppvaxtarárunum hjá móðurbróð ur sínum, Þorsteini bónda á Reykj um i Hrútafirði. Ketilríður átti lengi heima á Hvammstanga, og ha,fði þar veitingasölu. En árið 1945 fluttist hún til Reykjavíkur með dóttur sinni og tengdasyni cg hefur verið hjá þeim síðan. Lífsreynsla fylgir langlífi, og Ketilríður Einarsdóttir hefur kynnzt bæði skini og skúrum. En hún er glaðlynd að eðlisfari og hefur tekið öllu, sem að höndum hefur borið, með jafnaðairgeði. Hún hefur verið góðum hæfileiic- um búin, og stþstaklega vel verki farin. Handavinna hennar ber vott um listfengi, sem ætla má að hún hafi tekið í arf frá föður sínum, en hann var þjóð- hagasmiður. Hún hefur verið starfsöm kona og varið kröftum sínum til aðstoðar börnum sínum og barnabörnum. Og síðustu árin hefur þriðji ættliðurinn notið góðs af umhyggju hennar og handaverkum. Um leið og ég óska Ketilríði frænku minni blessunar á 90 ára afmælinu, þakka ég henni inni- lega óbrigðula vináttu, umhyggju og hjálpsemi, sem ég og systkini mín höfum notið hjá henni á liðnum áratugum. Skúli Guðmundsson Kvennadeild Slysavarnafélagsins í Reykjavík heldur fund mánudaginn 2. nóvember kl. 8,30 1 Sjálfstæðishúsinu. Til skemmtunar: Gamanvísur: Frú Steinunn Bjarnadóttir Dans. Myndir úr suniarferðalaginu verða afhentar. FjölmenniS. Stjórnin •krifstofufólk Stórt heildsölufyrirtæki óskar eftir aft rá<Sa til sín: a) Skrifstofumann — eða stúlku frá 1. desember n. k. (bókhaldskunnáiia na tísynleg). b) Skrifstofustúiku frá 15. desember n. k. (Góft véírit- unar- og máiakunnáíta nauðsynleg). c) Skrifstofustúlka frá 15. janúar n. k. (Vélritunar- kunnátta nautSsynleg). JT Umsókmr er greini menntun og fyrri störf sendist afgreðsiu Tímaais fyrir 7. |).m. merkt: ..X-17ÖÖU VV.VV.V.V.V.V.W.Y.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.'.V.V.VV.>. í Vi8 bjóSum yður þefta frábæra kostaboð: £ Þér fáið tvo árganga — 640 bls. — fyrir 55 kr., er þér gerizt áskrifandi að | Tímarltinu SAMTIÐIN .; sem flytur ástasögur, kynjasögur. skopsögur, drauma- ráðningar, afmælisspádóma, kvennaþætti Freyju með £ Butterick-tizkusniðum, prjóna- og útsaumsmynztrum, ;* mataruppskriftum og hvers konar holiráðum. -— í hverju ;* blaði er skákþáttur eftir Guðmund Arnlaugsson og í ;« bridgeþáttur eftir Árna M. Jónsson. en auk bess úrvals- I; ;• greinar, getraunir, krossgáta, viðtöl, vinsælustu dans- v lagatextarnir o. m. fl. 10 blöð á ári fyrir 55 kr. ;. og nýir áskrifendur fá einn árgang 1 kaupbæti, ef .; árgjaldið 1959 fylgir pöntun. Póstsendið í dag eftjrfar- I; ■.- andi pöntunarseðil: í; ;;* Ég undirrit... .óska að gerast áskrifandi að SAMTÍÐ- I; í INNI og sendi hér með árgjaldið 1959, 55 kr. (Vinsam- ;* legast sendið það í ábyrgðarbréfi eða póstávísun) £ Nafn . Heimili Utan.áski‘ift okkar er: SAMTÍÐIN, Pósthóli: 472, JRyík. VA/VWWAVW.W.VWWAV.W.VW.V.V.V.V.VVAVV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.