Tíminn - 01.11.1959, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.11.1959, Blaðsíða 7
Tt MT\ N> snmrodagtim 1. nóvcmber 1959. — SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ Fyrstu kosningar eftir kjördæmabyltinguna - Hrakspár, sem hafa brugðizt - Framsóknar- flokkurinn aldrei öflugri en nú - Fylgisaukning flokksins í þéttbýlinu - Forystuflokkur íhaldsandstæðinga - Verður Alþýðuflokkurinn hægri eða vinstri flokkur? - Osigur Sjálf- stæðisflokksins - Flótti stöðvaður í bili - Þjóðvamarflokkurinn - Vinstri stjórnin - .'M-eðan. kjördæmabyltingin var á döfinn: héldu þríflokkarnir, er stóðu að henni, því óspart fram, að einn megintilgangur hennar væri að ieggja Framsóknarflokkinn að veili. í útreikningum þeirra 'átti flokkurinn að hafa frá 9—12 þingsæti eftir að byltingin hefði verið gerð. Kosningarnar í vor bentu hiná vegar ekki til þess, að þessir spádómar myndu rætast. Þrífiokkarnir héldu þó áfram að vera vohgoð'r. Bíðið t'l haustkosn inganm. sögðu þeir, þá mun Fram sóknarfiokkurinn missa þúsundir atkvæé.i, þvi að fiölmargir kusu hann nú vegna kjördæmamálsins leins. Þe'r nmnu hverfa he:m til föðurhiuanna í haustkosningunum. Þá fær Framsóknarflokkurinn á þaukinn svo um munar. Nú er þessum fyrstu kosning- um, sem fara fram eftir kjördæma. þyltinguna, lokið. Niðurstaða þeirra hafur fullkomlega hrundið hrakspádómum þríflokkanna. Fram sóknarflokkurinn hefur nú að baki sér stórum meira atkvæðamagn en hann hafði 1953, þegar seinast var kos ð þannig, að fylgi flokk- anna kæmi glög.gt fram og afstað- an til kjördæmamálsins blandaðist ekki inh í kosningabaráttuna. Hahn hefur nú einum þingmanni fleira en þá. Hann hefur nú þing- imenn í öllum kjördæmum, en þá hafði hann engan þingmann í Reykjavlk og Reykjaneskj ördæn\i. Fylgi hans stendur nú fastar: fót- íum um land aUt en það hefur áð- iir 'gert.. Staða hans til áframhald- ándi sóknar hefur aldrei verið betri. í kpsnvngunum nú hélt hann nær 'alíri hinni miklu fylgisaukn- ingu, sem hann fékk á síðastl. vori. Nu er ekki hægt að þakka þajj kjördæmamálinu. Nú sézt það ótvírætt, að Framsóknarflokk- urinn er öflugur og vaxandi flokk- ur. Aldrei öflugri en nú í ko'.nmgunttm I sumar fékk Framsók.narflokkurinn 23.082 atkv. og 27,3% greiddra atkvæða. Nú íékk flokkurinn 21.884 atkv. eða 25,7% greiddra atkvæða. Hann fær sömu þ.ingmannatölu og hann hefði fengið í sumQrkosningunum, ef hin nýja skipan hefði þá verið íkomin til - fraínkvæmda. Hann heldur að mestu fylgisaukningunni er hann fékk í sumarkosningunum og andstæðingarnir töldu stafa af íkjördæmamálinu e:nu. Þetta sýn- ir, að langmest af fylgisaukning- unni í s.umar var raunveruleg fylg isaúkning flokksins sjálfs, en rak ekki. rætur tjl kjördæmamálsins. Ef litið er lengra til baka sést það Ijóslega, að Framsóknarflokk- xu-inn stendur nú traustari fótum og á. almennara fylgi að fagna en hann hefur áður gert. Árið 1953 fékk h?nn 21,9% greiddra at- ikvæða. ár'ð 1949 24,5% og árið 1946'23.1%. — Síðan haustið 1942 hefur flokkurinn ekki náð yfir 25% greiddra atkvæða fyrr en nú, en þá fékk hann 26,6% greiddra atkvæð'i og' er það bezta hlutfall, sem hann hefur nokkru sinni náð, þegar ekki hefur verið kosið um Ikjördæmabreýtingu. Framsókn'ar- flokkur'nn er því í dag eins sterk- ur og.'hánn hefur verið sterkástur i allri.sögu sinni. Fylgisaukningin í þéttbýlinu [ Á þaim tinia* sem er liðinn síð en 194F, hafa orðið stórkostlegar Kosningaþátttaka var allgóð í hinum nýafstöðnu kosningum. Þó var sókn dræm framan af degi víðast hvar, en batnaöi mjög er á dag leið og lauk kjörfundi mjög víSj á sunnudaginn. Þó voru ein eöa fleiri kjördeildir hafö- ar opnar í flestum kjördæmunum næsta dag, en kjörfundur stóð þar viðast stutt, aðeins tekið við utankjörstað- aratkvæðum, er borizt höfðu og örfáir menn kusu, er ekki höfðu komið því í verk daginn áður. Menn eru mjög árrisutir til kosninga. Sumír hafa það að venju að Ijúka þessu af þegar eftir að kjörfundur hefur verið settur, og oftast bíður nokkur hópur fóiks við hina stærstu kjörstaði, þegar kjörfundur er settur að morgni kosninga- dags. — Þessi mynd var tekin við Miðbæjarbarnaskólann í Reykjavík að morgni s.l. sunnudag, rétt fyrir kl. 9, en þá voru dyr opnaðar og kjörfundur settur þar. (Ljósm.: GE). breytingar á skipan landsbyggðar- innar. Á þessum tíma hefur kjós- endum stórlega fækkað í sveitun- um, en þar átti Framsóknarflokk- urinn lengi vel aðal fylgi sitt. Fólksfækkunin þar hefði óhjá- kvæmilega haft það í för með isér, að Framsóknarfiokkurinn hefði orð'ð minnkandi flokkur, ef hann hefði ekki aukið mjög fylgi sitt í kauptúnum og kaupstöðum hin síðari ár. Það er hinu stóraukna fylgi flokksins í bæjunum að þakka, að hann hefur vel haldið í horfinu. í dag nýtur Framsóknar fiokkurinn líka þeirrar viðurkenn- ingar í vaxandi mæli, að hann sé ekki síður traustur fulltrúi verka- manna og miðstétta í bæjunum en bænda! Ef þróun ísl. stjórnmála á að beinast í réttan f'arveg, þurfa ein- mitt þær stéttir, sem hér eru nefndar, að koma á sem beztu sam starfi sín á milli, en láta ekki kljúfa sig í andstæðar fylkingar. Framsóknarflokkurinn telur það eitt meginverkefni sitt að fylkja þessum stéttum til sem beztrar samvinnu. Forystuflokkur íhaldsandstæðinga Úrslit kosnhiganna sýna það einnig ótvírætt, að Franuóknar- flokkurinn heldur áfram að vera aðalvígi og höfuðflokkui’ íháldsand stæðinga. Hann er svo langvum sterkari en Alþýðubandal. og Al- þýðuflokkurinn, að samjöfnuður kemur ekki til greina um það, hver sé öfiuga.sti og traustasti and stæðingur afturhaldsins.. Hann fær um 9000 atkvæðum me'ra en Alþýðuflokkurinn og rúm 8000 atkv. meira en Alþýðubandalagið. Framsóknarflokkurinn er því áfram eftir kosningarnar, eins og fyrir þæf, langsíærsti flokkur frjáldyndr.á vinstri manna og íhaldsandstæðinga. Þess vegna hijóta að íylkja sér undir merki haiTs allir þe'r, sem vílja láta frj'álsíyrit fólk skipa sér í eina fylkingu. Framsóknarflokkurinn mun keppa að því að vinna þannig, að hann haldi því trausti, sem frjáls- lynt og vinstri sinnað fólk hefur sýnt honum með því að fylkja sér eindregnara um merki hans en nokkurs flokks annars. Sigur Alþýðu- flokksins Ef miðað er við úrslit þingkosn- inganna á síðast liðnu sumri, er Alþýðuflokkurinn helzti sigurveg- arinn í þessum kosningum. Vinn- ingur flokksins er fyrst og fremst byggður á því, að honum hefur tek izt að telja mörgum trú um, að ríkisstjórn hans væri búin að stöðva dýrtíðina og byggja öflugan varnargarð gegn verðbólgunni. Þetta hafa raenn viljað verðlauna. Reynslan mun brátt leiða í ljós, hvort þessi sigur Alþýðuflokksins er unninn á réttum forsendum. Hér skal því látið ógert að ræða frekara um þetta atriði að sinni. Þá hefur Aiþýðuflokkurinn unn ið sér nokkurt fylgi á jjví að laka upp fhaldjsamari .stefnu í ýmsum málum en áður. Eftir er að sjá, hvort. það reynist honum sigurvæn legt til frambúðar. I Þótt Alþýðuflokkurinn hafi nú tekið upp ihaldssamari stefnu en áður, telur hann sig þó áfram vinstri flokk, líkt og Alþýðuflokk- an„ á Norðurlöndum. Úr því mun f 1 j ótlega fást .skorið, hvort Alþýðuflokkurinn ætlar að standa áfram á þessum gamla grundvelli eða að hverfa alveg yfir á braut íhaldsstefnunnar. Geri hann það, mun hann áreiðanlega glata fylgi ýmissa frjálslyndra manna, er veittu honum brautargengi. nú, þrátt fyrir „hægra brosið“. Ósigur Sjálístæðis- fíokksins SIGUR sá, sem Alþýðuflokkur- inn hefur unnið, bitnar fyrst og fremst á samstarfsflokki hans, Sjálfstæðisflokknum. Miðað við þingkosningarnar í sumar hefur Sjálf’stæðisflokkurmn beðið veru- legan ósigur og þó enn meiri, þeg- ar þess er gætt, að han.n bjóst nú heldur við að auka fylgi, m. a. endurheimta atkvæðin, er hann lánaði Alþýðuflokknum í sumar. Ósigur Sjálfstæðisflokksins bygg- ist vafalitið á því, að hann hefur arðið berari að leikaraskap og hringli, m.a. í sambandi við bráða- birgðalögin um afurðaverðið, en oftast áður. Athyglisvert er, að bæjarbúar virðast hafa séð þetta betur en bændur, og því tapar. hann fyrst og fremst í kaupstöð- unum. Þá hafa o.g útsvarsmálin vafalaust verið honum fjötur um fót. Augljóst er það líka, að hinn magnaði áróður, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hélt uppi gegn vinstri stjórninni, hefur ekki fært honum neinn ávinning, heldur miklu fremur hið gagnstæða. Að þessu verður vikig nokkuð nánar hér á eftir. Flóíti stöðvaður í bili ALÞÝÐUBANDALAGINU hefur nokkurn veginn tekizt að standa í stað og virðist það meira en for- ingjar þess hafa búizt við. Þjóðvilj inn birti t. d. með stærsta letri yfir þvera síðu: Fylgi Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík óbreyft, og virðist mega lesa það úr orð- unum, að það komi blaðinu á óvart. Þetta mætti iíka telja sæmi- legt, ef flokkur'nn hefði verið að vinna fylgi að undanförnu. Sliku er hins vegar ekki að heilsa, þar sem flokkurinn stórtapaði í bæj- arstjórnarkosningumim í fyrra o,g aftur í þingkosir.ngunum í sumar. Hér er þvi ekki um neinn vinning að ræða, heldur hitt, að það hefur tekizt að stöðva flóttann, a. m. k. í bili. Ár:ð 1956 fókk Alþýðubandalag- ið 19.6% greiddra atkvæða, en rtú fékk það ekki nema 16% greiddra atkvæða. Orsök þessa fylgistaps er vafalaust sú, að kommúnistar virðast nú áhrifameiri innan þess en 1956, og það fælir rnenn eðli- legia- frá því. Miðað við kosningar 1956, >er fylgistap þess iíka mest í Reykjavík, þar sem mest ber á kommúnistum í forustunni. Fram- tíð Alþýðubandalagsins fer vafa- laust mjög eftir því, hvort Moskvu öflin innan þess styrkjast eða veikjaist að áhrifum í framtíðinni. Þjóðvarnarflokkur- inn ÞJOÐVARARFLOKKURINN hefur aukið töluvert fylgi silt frá síðast liðnu sumri, þótt það næ-gði honum ekki til að ná þingsæti. Vafalítið á Þjóðvarnarflokkurinn fylgi sitt því að fa.gr.a, að menn hafa tal'.ð sig geta látið í ljós á þennan hátt óáaægju síná yfir her- setunni og ýmsu því, sem þeim finnst miður fara. Leið'n til þess, að réttu máii miði áleiðis, er hins vegar ekki sú, að umbótaöflin sk'.pti sér í smáa flokka, heldur þoki sé saman og hver og einn reyni svo að hafa jákvæð áhrif innan slíkra samtaka. Vegna framboða Þjóðvarnar- flokksins hafa nær "3000 atkv. far- ið forgörðum að þessu sinni. Það sýnir þá hættu, sem vinstri mönn um stafar af ofmikilli sundrungu: í röðum þeirra. íhaldig eitt græðir á þessu. Glötun þessara 3000 atkv. á að vera vinstri mönnum hvatn- ing þess að þoka sér saman i stað þess að sundra sór og veikja áhrif sín á þann hátt. Dómur um vinstri I stjórnina BÆÐI í kosningunum 28. júní og kosningunum 25. og 26. okt. reyndi Sjálfstæðisflokkurinn að ófrægja störf vinstri stjórnarinn- ar sem mestc cg hvatti mjög til þess, að kosningaúrsRtin yrðu á- fell'sdómur um störf og stefnu hennar. Þá sKoraði Sjálfstæðisflokkur- inn mjög á kjósendur að kjósa sig til þess að verðlauna hann fyrir andstöðuna gegn vinstri stjórn- inni og árétta það, að þeir vildu aldrei aftur vinstri stjórn. Kjósendur hafa nú svarað þess- um tilmælum Sjálfstæðisf'lokksins svo skýrt og greinUega, að ekki verður villzt um viðhorf þeirra. Eini flokkurinn, sem bíður ósig- ur í þessum ko:n:ngum er Sjálf- stæðisflokkurinn. Hann fékk 42,4% greiddra atkvæða í kosning unum 1956. Hann fékk nú 39,7% greiddra atkvæða. Þannig mat þjóðin baráttu Sjálf- stæðisflokksins ge.gn vinstri stjórninni. Þannig svaraði hún áskoruninni: Aldrei aftur vinstri stjórn. Þessi dómur er vissulega ótví- ræður. Þss'sum dómi geta stuðn- ingsmenn v'nstri stjórnarinnar vissulega vel unað. Mistök í Risö Kaupmannahöfn, 29. okt. — Smíðagalli kom í ljós í kjarnorku verinu á Risö í Danmörku nú fyrir skömmu. Þegar annar af hhium tveimur stóru atómhreyflunum var settur á fulla ferð kom í ljós, að óvarið vatnsrör i kjallara'nu'm und ir hreyflinum, var þúsund sinnum geislavirkara en það átti að vera. Nú hefur verið bætt úr þessum galla, en hann stafaði af mfetökum bandarísku verkfræðinganna. — Aðils.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.