Tíminn - 01.11.1959, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.11.1959, Blaðsíða 3
T í MIN Nj sunnudaginn 1. nóvember 1959. 3 , Bókmennfaverðlaun Nób- els féllu t ár í skaut ífalans Saivafore Quasimodo. Kann er fæddur órið 1901 t Sýra- lcusa á Sikiiey. Sikiley kem- ur.mjög við sögu í IjóSum Quasimodo. Hann var íengi landmælingamaSur viS vegagerð ítalska rikisins og hefur tferðazf um landið þvert og endilangt þeirra erinda. Hann hóf nóm í húmaniskum tfræðum tví- tugur a3 aldri við háskól- ann í Milano og lagði sér- staka stund á grískar bók- menntir. Hann hefur þýtt Sophokies og hefur reynd- ar alia tíS verið afkasta- mikill þýSandi. Einkum hefur hann þýft verk þeirra Moliére, Shakespeare og Cafderone. Prófessor og ritstjóri Árið 1938 sagði hann upp landmælingastöðu sinni og fór að vinna fyrir brauði sínu sem rithöfundur. Hann er nú próf- . essor í ítölskum bókmenntum í Milano og ritstjóri og leik- listargagnrýnandi vikublaðsins Tempo. Sem skáld er Quasi- modo maður hinna s'tuttu Ijóða og stuttu setninga. Það eru ekki atburðir, landslag eða fólk, sem hann lýsir, heldur eru bernskuminningarnar hon- um kærastar. Orðin eru oft tvíræð. Kann- ske er hann einna líkastur Paul la Cour. Ljóðasöfn hans eru fá og ekki mikil fyrir- ferðar. Grunntónninn er þung- lyndislegur og angurvær. Hugstæðastar eru honum minningar bernskunnar; rödd móðurinnar, er hún las fyrir hann, angan trjánna á æsku- stöðvunum. Þótt ljóð Quasimodo séu þunglyrvdistleg err hann ekki ' með vol og víl og yrkir ekki fyrir sjálfan sig um sjálfan ■ sig. FjértSI Italinn Quasimodó er fjórði ítalinn sem hlýtur ; Nó'rjílsverðlaunin. Áður hafa þau fallið í hlut þeirra Pirandello, Carducci og Grazia Deladda. ítalir gleðjast yfir, að landa þeirra er sýndur slíkur heiður, en Quasimodo er mjög umdeildur. Ýmsir telja, að önnur ílölsk ijóðskáld eiris og t.d. Montale og Ungaretti hefðu verið betur að heiðrin- um komnir. Ýmsir telja að Quasimodo eigi þenrian heiður að þakka ritara sænsku Aka- demíunnar, Anders Ös'terling, en hann er mikill aðdáandi Quasimodo og hefur þýtt mikið af ljóðum hans á sænsku. Quasi modo er mjög vinstri sinnaður og gekk í kommúnistaflokkinn árið 1945. Vi'aur kommúnista Hann afneitar samt komm- únistum nú, en segist vera mjög vinstri sinnaður. Verk hans eru mikið lesin í Sovét- ríkjunum. Hann var einn af forystumönnum í heimsfriðar- hreyfingu kommúnista. Á síð- asta ári tók hann þátt í rit- ihöfundaþingi í Moskvu. Þar segist hann hafa talað fyrir auknu frelsi rithöfunda í Sov- étríkjunum. í hitteðfyrra, er Rússar sendu sinn fyrsta Sputnik upp í himingeiminn, birti hann kvæð um afrekið í málgagni kommúnista L’Unita, sem ef- laust hefur fallið valdhöfum Sovétríkjanna vel í geð, en vakti litla hrifningu bókmennta unnenda. Illar tungur á Ítalíu segja, að í fyrra hafi Akademían sænska úthlutað verðlaunun- um til manns sem ekki gat tekið á móti þeim, en í ár til manns, sem ekki átti þau skilið. Helztu ljófianöfn Helztu Ijóðasöfn hans eru: Oboe Sommerso (1932). Po- esie (38). Ed e subito sera (Framhald á 11. síðu) Þetta er ein nýjasta myndin, sem tekin hefur verið af Nóbelsverðlaunaskáldinu Salvatore Quaslmodo. Sidney Poitier og Dorothy Dandrige sem Porgy og Bess. Heypti ieyfið fiS að kvik- mynda „Porgy og Bess“ Óperukvikmyndin „Porgy og Bess" var nýlega frum- sýnd í New York. Sýning tekur tvo og hálfan tíma, er tekin í litum og með TODDAO aðferðinni, þeirri er kennd er við Mike sál- uga Todd. Með aðalhlut- verkin fara þau Sidney Poit ier og Doroihy Dandrigo, sem lék Carmen Jones. — Otto Preminger er leik- stjóri og myndina fram- leiðir Samúe! gamii Gold- wyn, sem hefur látið gera myndina eftir sínu eigin höfði. Bæklaður negri Myndin er gerð eftir sögu Du Bose Heyvrard ,,Porgy“, sem lýsir þekktri persónu í bænum Charleston, bækluðum negra, sem hét Samuel Smalls og ók um í litlum vágni, sem var dreginn af geit. Kona rit- höfundarins skrifaði leikrita- handrit eftir skáldsögunni. Hið fræga tónskáld George Gershwin varð lirifið af verk- inu og sá að þarna var gott efni í óperu. Bróðir hans Ira, samdi óporutexta eftir leik- ritahandritinu. Tónskáldið Ger- shwin tók á leigu lítinn kofa á eyjunni Folly tíu mílur frá Charlestone og þar dwaldis't hann í tvo mánuði og samdi tónlist við textann. Dorothy Dandrige Nafninu var breytt í „Porgy og Bess“ og var söngleikurinn frumsýndur á Broadway árið 1935. Hvorki höfundur né tón- skáld lifðu það að verða vitni að heimsfr;..;gð veírks síns. í janúar 1942 var söngleikurinn endursýndur í New York og voru sýningar 286, sem var al- gert mít á þeirri tíð. Samuel Goldwyn reyndi í tíu ár að fá leyfi fil að kvikmynda sör.gleikinn og það var ekki fyrr en árið 1957 að hann fékk leyfið gegn því að borga 650.000 dollara út í hönd. En þar með var ekki björn- inn unninn. Goldwyn vildi fá negra til að f ira með aðalhlut- verkin, en þeir voru ekki gin- keyplir, Harry Belafonte neit- aði með öilu. Það gerðu þau Sidney Poitar og Dorothy Dandridge reyndar líka í fyrstu. Þeim fannst söngleik- urinn hálfgerð lítilsvirðing við hinn svarta hynstofn. Meðan á l iku kvikmyndar- innar stóð kviknaði í kvik- myndaveri Gcldwyns og var Ijónið metið á tvær og hálfa milljón. Myndin er þess vegna orðin framleiðandá sínum dýr, en vonandi sinna peninga Virði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.