Tíminn - 18.11.1959, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.11.1959, Blaðsíða 1
stríðið sem hvarf, Fréttabréf frá Klaustri, bls. V 1 bls. 6 43. árgailgur. Reykjavík, miðvikudaginn 18. nóvember 1959. fþróttir, bls. 10 250. blað. ýr 70 lesta bát- r til Sandgerðis Simðaður í Vestur-Þýzkalandí Myndin hér að ofan er af hinu nýja og giæsilega skipi Fá- skrúðsfirðinga, Hoffelli, 130 lesta stáiskipi, sem kom til landsins um miðjan fyrri mánuð. Skipa- stóil landsmanna hefur farið stór- vaxandi á þessu ári, og líður ekki sá mánuður, að ekki bætist tvö til þrjú ný skip í hóp höfuðat- vinnutækja okkar Islcndinga, fiskiskipanna, en það var vinstri stjórnin, sem gerði stórt átak til að auka fiskiskipastól landsmanna og dreifaþsssum atvinnutækjum um bæi og sjávarþorp, þar sem atvinnuieysi var farið að herja á íbúunum og flæma þá brott. ís- lendingar hafa dregið sér drjúg- an sjóð úr greipum Ægis kon- ungs og svo mun enn verða og í ríkara mæli, ef fiskistofninn fær nægilega vernd gegn rányrkju og skynsamlega er á málum haldið. Aukin velsæld skapast aðeins með aukinni framleiðslu, og við von- um að þetta nýja skip megi verða öflugt tæki ti iað ná því marki. >.-----------------------< Ekki fleiri kjarnríki í fyrradag kom nýr vélbát- ur til Sandgerðis, „Jón Gunn- laugs“ GK-444. Báturinn er 70 lestir að stærð og smíðað- ur úr eik í Vestur-Þýzkalandi. Jón Gunnlaugsspn er búinn 400 hestafla Mannheimvél og gang- hraði á reynsluferð reyndist 11,5 milur. Báturiinn er allur hinn vandaðasti og búinn öllum ný- tízku siglingar og hjálpartækjum, svo sem Decca radar, nýustu teg und síldaraisdicstækis, dýptarmæli, tals'töð og móttökutæki, sambyggt frá Simrad. Yfiíbygging af stáli Innréttingin er úr harSvið og plasti, mannaíbúðir hinar föngu legustu og talsamband um þær allar. Gólf í lest og vélarúmi er úr aluminíum, þilfar úr organ- pine, en yfirbyggingin úr stáli og galvaniseruð. Báturinn hreppti slæmt veður undan Noregsströnd- um á heimleið og reyndist hið besta sjóslcip. Eigandi bátsins er h.f. Miðnes í Sandgerði, en skipstjóri er Kristinn Magnússon Sandgerði, og sigldi hann bátnum heim. óöur síldarafli í Faxaflóa NTB—New York, 16. nóv. — Stjórnmálanefnd Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag ályktun þess eðlis, að skora á allar þær þjóðir, sem ekki ættu yfir kjarnorkuvopm um að ráða, að framleiða ekki slík vopn eða komast yfir þau á annan hátt. Fulltrúi íra bar tillöguna fram og var hún samþykkt með 66 samhljóða atkvæðum, en 13 ríki sátu hjá, þar á meðal kommún- istaríkin og Frakkland. Framsóknarvist 1540 tunnur til Keflavíkur Síldveiðin á Faxaflóamiðum er nú mikið að glæðast og hafa gæftir verið góðar. í gær komu til Keflavíkur 17 bátar og höfðu fengið góðan afla, 1540 tunnur alds. „Andri“ kom inn með mest- an afla, 147 tunnur en næsthæst- ur var Guðfinnur með 133 tunnur og þriðji var Faxavík með 117 tunnur. Akranesbátar öfluðu einnig vel og lögðu þar 14 bátar upp afla sinn í gær. Síldin er góð og sæmi- lega feit. í Keflavík Framsóknarfélögin í Keflavík gangast fyrir skemmtun í Aðal veri á morgun, fimmtudag. Spil- uð verður Framsóknarvist og siðan dansað. Fyrirhugað er að halda slikar skenuntanir á finuntudagskvöldum framvegis. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. —■ Framsóknarfélögin í Keflavík. Söfnunin vegna brunans Frétt blaðsins á laugardaginn um brunann á Suðurlands- braut 94B hcfur vakið mikla athygli og áskorunin um að rétta hjónunum og sjö börnum þeirra hjáiparhönd, þegar borið árangur. Góðviljað fólk hefur sent föt og peninga til blaðs- ins, og hefur þeim verið komið til skila. Xetta hefur komið f góðar þarfir, og má geta þess, að svo til öll föt barnanna fóru í brunanum. Enn þykir ástæða til að hvetja borgarana tli að hjálpa þessu nauðstadda fólki og láta hér ekki staðar numið. — Eygló Pálmadóttir hefur sent blaðinu svar við athugasemd Andrésar Valbergs og birtist það á annarri síðu blaðsins í dag. Mýs leggjasf á sauðfé Lóga varð einni á af þeim sökum Frá fréttaritara Tímans í Stykkishólmi. 17. nóv. — Á Skógarströnd hefur nokkuS borið á því und anfarið að mýs legðust á sauð fé. Hefur þegar orðið að lóga einni á af þeim sökum. Ó- fögnuður þessi þekktist í nokkrum mæii hér áður fyrr en ekki er vitað um dæmi þess í seinni tíð að mýs gengju svo harkalega að sauðfé. I>að var á bænum Stóra-Langa dal á Skóg^-strönid að bóndinn þar varð að lóga fullorðinni kind, sakir þess hvað hún var illa farin eftir músarbit. Fleira fé var illa útleikið eftir mýs, en ekki reynd- ist ástæða til að lóga því. Víðar á bæjum Á öðrum bæ, Ytra-Leiti, hafa mýs lagst á hrúta en ekki eins alvarlega. Einnig hafa heyrzt fregn ir úr Dalasýslu um að mýs hafi lagst þar á sauðfé. Nýkomið í hús Á Skógarströnd var féð nýkom ið í hús' þegar mýsnar gerðu vart við sig. Bóndinn á Stóra-Langadal telur að hér sé um hagamús að ræða sem flúið hafi í hús vegna þess að snögglega hafi kólnað í veðri. Fréttaritari blaðsins hafði ekki tal af bóndanum og var því ekki fullkunnugt um hvers eðlis áverkar voru á fénu, en talið er sennilegast að mýsnar hafi bitið og nagað í bak ánna. Sá hefur ver- ið háttur þeirra. Veit á harðan vefur Eins og áður er sagt er það orðið fátítt nú á dögum að mýs leggist á sauðfé, en kom fyrir áður fvrr og segja gamlir menn að þessi ófögnuður viti á harðan vetur. G.K. H. C. Branner f t ■...- Horfir eftir norður Ijésum yfir íslandi Danski rithöfundurinn H. C. Branner flytur fyrirlestur á fimmtudagskvöldi<S Hér á landi hefur dvalið í nokkra daga góður gestur frá Danmörku, rithöfundurinn H. C. Branner. Hann er einkum kunnur fyrir leikrit sín og smásögur, en hefur einnig samið skáldsögur og hefur ein þeirra, „Rytteren“, náð heimsfrægð. Branner mun flytja fyrirlestur n.k. fimmtu dag og nefnist hann „Skáld- skapur og veruleiki. Skáld- ið er hér statt í boði Dansk- íslenzka félagsins. Blaðamönnum gafst kosfur á að hitta þennan viðfelldna Dana og konu hans á heimili Friðriks Ein- arssonar læknis en hann er for- maður Dansk-íslenzka félagsins. H.C. Branner er einnig kunnur fyrir leikrit sitt „Systkinin“ sem sýnt hefur verið í ýmsum þjóð- löndum við frábærar undirtektir. Branner hefur stundum verið nefndur „húmanistinn“ í hópi danskra rithöfunda. Sjálfur sagði hann þó blaðamönnum í gær að hann revndi að forðast allar stefn ur og skóla í bókmenntum. Á þroskaárum hans sem rithöfundar hafi Freud átt mikil ítök í skáld- um og sjálfur hafi liann ekki íarið varhluta af þeim áhrifum en nú etæði hann hvergi í flokki. Trúmál í dönskum bókmenntum Branner var spurður um dansk- ar bókmenntir og rithöfunda um þessar mundir. Hann kvað áber- andi hvað trúarleg vandamál virt- ust áleitin við danska rithöfunda og nefndi þar til Björnvig og Jagerhorn til dæmis. Dulúð og Fratnhald á 2. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.