Tíminn - 18.11.1959, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.11.1959, Blaðsíða 2
Svar Eyglóar við athuga ndrésar Blaðinu hefur nú borizt svar Eyglóar Láru Pétursdóttur við þeim athugasemdum, sem blaðinu bárust frá Andrési Yalberg fasteignasala og birtar voru hér í blaðinu, sunnu- daginn 15. nóvember. Svar Eyglóar fer hér á eftir: T I M I N N, miðvikudaglnn 18. nóvember 1959. aiKaerjur „Herra ritstjóri. Vegna frsíðugreinar eítir Andrés Valberg, sem birtist í biaði yðar sunnudaginn 15. nóv. undir fyrirsögninni „Andrés Val berg skýrir málavexti frá sinu sjónármiði‘, vil ég fara þess á leit að þér birtið eftirfarandi athugasemdir: Andrés Valberg segist hafa gert ráðstafanir til að tilkynna fulltrúa sakadómara um sölu og kaup risíbúðarinnar á Suður- landsbraut 94 B, þegar ég hafi hótað að kæra til sakadómara þessi viðskipti, ef hann (Val- berg) ekki lækkaði íbúðina um kr. 30.000,00. Áður en kaupsamningur var gerður talaði Andrés Valberg um 260.000,00, sem heildarverð fyrir þessa íbúð, en gat þess um ieið, að það væri venja að nefna fyrst hæsta hugsanlegt verð, til að seljandi fengi útúr kaupunum, það sem hann vildi ná. Síðan mætti kaupandi fara fram á lækkun. Þann 20. október fór ég fram á kr. 20.000,00 lækkun á íbúð- inni, og gekkst Valberg inn á það. Siðar sama dag var kaup- samningurinn undirritaður. Eft ir þetta hefur ekki verið minnzt 8 verðlækkun á íbúðinni. * Andrés Valberg segir í beinu framhaldi af þvi sem hann ræð ir um „hótun" frá minni hendi: „Þessi tilraun til fjárkúgunar er bein afleiðing af skrifum blaða um mig fyrir rúmri viku“.- Frétt ín um kæru og yfirheyrslur yfir Andrési fyrir ólöglega fasteigna sölu kemur fyrst í blöðum dag- ana 6. og 7. nóv. Að öðru leyti verður fjallað um þessi meiðyrði Andrésar fyrir dómstólum. Þá segir Andrés Valberg: „Það er satt, að þau hjónin gerðu til- boð í hálft húsið Bræðraíungu við Holtaveg, hér i bæ, og hafði ekki borizt endanlegt svar frá eigendum þess, þegar hjónin komu til bæjarins, en skömnvu síðar kom jákvætt svar frá þeim, og lögðu þeir áherzlu á, að úr kaupum yrði, en hjónin þvertóku fyrir það og lögðu að mér að selja sér risíbúðina við Suðurlandsbraut 94 B, sem þá var í smíðum“. Við vorum alltaf fús til að kaupa Bræðratungu, og kvöld íð áður en kaupsamningur fyrir risíbúðinni við Suðurlandsbraut var gerður, fórum við og töluð- um við eigendur þar. Þeir höfðu þá ekkert annað húúsnæði feng ið og gátu þar af leiðandi ekki selt. Þetta fólk er enn í Bræðra tungu. | Andrés Valberg tekur fram, ' ,,að ofnar hafi verið' settir í öll herbergi nema baðherbergið og 1 eitt herbergi sama kvöld og hjón in fluttu inn í íbúðina". Kvöldið sem.við fluttum inn, 14. október var einn ofn settur upp. Þann 20. október vantaði enn þrjá i ofna, í baðið, ganginn og eld- húsið. Þá segir Andi’és: „Það var aldrei ætlun mín, að selja þessu fólki risibúð míná“, en hann gleymir að geta þéss, áð annar maður er skráður seljandi íbúð arinnar. Ennfremur- lýsir Andrés yfir því, að það séu hrein ósannmdi að Einar Gunnar Einarsson hafi tekið kr. 50.000,00, — peninga, sem við festum tilboðið i Bræðrtungu með, út í Seðlabank anum og fært þá yfir á hlaupa- reikning sinn í Búnaðarbankan um. Skrifleg sönnun fyrir því, að Einar kvittaði fyrir peningun- um liggur fyrir í Seðlabankan- um. Þessir peningar voru færð- ir yfir á hlaupareikning Einars núrner 13 í Búnaðarbankanum, þann 8. okt. Þessi „misskilning- ur“ var leiðréttur af Einari Gunn ari daginn sem samningurinn var gerður, 20. okt. með því áð hann sýndi okkur kvittunina. Andrés Valberg segir, að ég hafi aldrei á það minnzt, að fá afsal og veðbókarvottorð fyrir í- búðinni. Ilann bætir þvi við, að svo sé ákveðið, að afsal skuli ekki gefa út fyrr en í fyrsta lagi 15. nóvember. í samningnum stendur að við eigum að gefa út skuldabréf fyrir kr. 30.000,00 við undirritun samnings, og aö skuldabréf og veðbókarvottorð skuli liggja frammi um leið. Frá því að samningur var gerður og þar til bruninn varð, hringdi ég svo að segja hvern einasta dag til Einars Gunnars til að reka á eftir þessum hlutum. Sömu- leiðis ætlaði ég að tala um þetta við Andrés laugardaginn 7. nóv. en hann var þá staddur á neðri hæðinni, Suðurlandsbraut 94 B. Eg sendi drenginn minn, 11 ára gamlann, til að ná í hann. Hann fór og kallaði í Andrés. En strax á eftir hrópaði hann: Mamma! Hann hleypur og hleypur hart. Einn daginn hafði Einar Gunn ar boðað okkur niður á skrif- stofu til að ganga frá þessum hlutum, en kvaðst svo ekki mega vera að því, þegar til-kom, vegna annrikis. Þá segir Andrés: „Hjónunum var tilkynnt um það að íbúðin væri í smíöatryggingu íyrir kr. 200.000,00 til fyrsta nóvember n.k., og bar þeim að framlengja trygginguna, bæði vegna sín og eftirstöðvanna, enda tóku þau við íbúðinni, eins og að framan greinir þann 20. okt. s.l. og var hún þá í fullri tryggingu." Okkur var ekki tilkynnt um þessa tryggingu fyrr en 1. nóv. þegar hún var útrunnin, en þá kom Ari Jónsson og afhenti Þor- birni tryggingarskírteinið. Dag- inn eftir bað ég Andrés að fram- lengja trygginguna til 15. nóv., þar sem við höfðum gefið hon- u.m hálfs mánaðar frest til að fullgera íbúðina fram yíir það, sem ákveðið var í kaupsamningi við Þorvald Magnússon. Andrés svaraði að það væri ekkert sjálf sagðara og lofaði aö gera svo, „þó ég hefði aldrei nefnt það“. Andrés fór svo og borgaði trygginguna eftir að húsið var brunnið, j,ef svo i)la skyldi fara, að eldsvoði kæmi aftur upp í húsinu ‘, segir hann. Hvað á rnað urinn við? Athugasemd Andrésar um trygginguna á húsmunum okk- ar er auðvirðileg. Eg nenni svo ekki frekar að elta ólar við þetta hálf-aum- ingjalega skrif Andrésar Vai- bergs, og mun ekki gera það í blöðum þótt hann reyni aftúr að afsaka sig. Með þakklæti fyrir birtniguna. Eygló Lára Pálmadóttir“. Nokkrir höfSingjar Watuísi-manja myrtir NTB—Brussel, 16. nóv. — Tveir æltarhöfðingjar Watul- si-manr.a hafa verið hand- teknir í Ruanda, grunaðir um aðild að morði á tveim höfð- ingjum Bahufi-manna og fjöl- skyldum jjeirra. Eru margir höfðingjar Bahuíi-manna í fel um eða undir lögregluvernd, því að setið er um líf þeirra. Að bví er segir í opinberri til- kynningu er rólegt að kalla í Ru- anda og Urundi. Herlifj Belga er á stöðugu ferðalagi um landið. Hefir það ekki þurft að beita vopnum síðan á laugardag, en mik- il ókyrrð er meðal íbúanna. Borgarastyr jöld Ýmsir fréttaritarar og stjórn- málamenn halda því þó fram, að bardagar muni blosss upp aftur jafnskjóít og slakað verður á eftir liti ríkishersins. Hér sé ekki að ræða um venjulégi ættbáikastyrj vatna- Farðu heim Adenauer! NTB. — LONÐON 16. nóv. — Adenauer kanzlari Vestur-Þýzka lands, kom í dag til Lundúna í þriggja daga opnibera heinisókn. Fékk kanzlarinn kuldalegar mót- tökur. Mattniilan forsætisráðherra og Sehvyn Lloyd utanríkisráðherra, tóku á, móti kanzlaranum á Gat- wick-flugvelli við Lundúni. Eng ar ræður voru fluttar, enda mjög fátt fólk samankomið á flugvell- inum. Þó var þar nokkur hópur manna og heyrðust sumir segja: Farðu lieim Adenauer! j vexiir í Noregi | NTB—Osló, 16. nóv. Mjög miklir vathavextir hafa orðið í Noregi síðustu daga, bæði vestan fjalls og austan. I Hafa orðið alvarlegar skemmd ir á vegum og mannvirkjum, en það versta mun þó um garð geng ið, því að úrkomulaust var i dag. Mjög miklir þurrkar voru í Nor egi í sumar og leiddi þetta til vatnsskorts í mörgum stórfljót- um, sem virkjuð hafa verið og þá um leið til skorts á rafmagni. Nú tiikynna mörg orkuverin, að þau framleiði rafmagn með eðli legum hætti og skömmtun á raf magni verið afnumin. Slátrun að ljúka ÞJÓNSLUNDIN Um mörg ár hefur Mbl. verið að uppnefna einn andstæðing of- ríkis og auðhringa og dýrkenda þeirra og kallar hann „Fúsa vert“. í bær byrjar Alþýðublað- ið á því sama. Al!s staðar þarf þægðin og þjónslundin að koma fram hjá „alþýöumönnunum“ — í smáu sem stóru. í Höfn Hornafriði í gær. — Héðan róa þrir bátar og hafa fengið góðan afla undanfarið. Bátarnir eru með um 12—1,3 tonn í róðri. — Mikið af aflanum er ýsa. Frysti húsið í Höfn er tekið til starfa og veitir aflanum viðtöku. Veður er gott hér um slóðir, engin snjór en hægviðri og þýða. Slátrun lýkur hér á morgun og hefur þá verið slátrað um 13 þús. fjár. Hefur ekki reynst unnt að ganga í verstu fjöllin fyrr en nú og hefur því slátrun dregizt. Dilkar eru heldur rýrari en í fyrra. A.A. öld, heldur borgarastyrjöld póli- tísk.s eðlis, sem snúist um það, hverjir skuli ráða í landinu, er Belgar sleppa þar alræðisvaldi sínu. Belgíska stjórnin hefir skipað sérstaka sendinefnd, sem fer til Ruanda næstu daga til að kynna sér ástandið og gera tillögur. H. C. Branner Framhald af 1. síðu. mystík væri snar þáttur í verkum ýmissa skálda sem nýlega hefðu komið fram á sjónarsviðið. Hann kváð sósíalrealisma í bókmennt- um einnig áberandi og væri hann r.okkuð litaður af kommúnisnva. Þá sagði hann að ýmsir höfund- ar látnir sem ekki höfðu hlotið viðurkenningu í lifanda lífi hefðu verið „endurvaktir“ nýlega og taldi þar á rneðal Morten Nielsen, ljóðskáld og Nielsen sem haft hefði mikil áhrif á Martin A. Han- sen og fleiri frábæra höfunda í Danmörku. I Fátt um leikritahöfunda J Branner hefur getið sér góðan orðstír sem leikritahöfundur eins og áður er sagt og var því spurð- ; ur um ástandið i leiklistarmálum ! Dana. Hann sagði svo frá að ekki væri mikið um að vera á því sviði, innlendir höfundar væru engir nýir. Þó væri mikið sýnt af útlendum nútímaverkum en hörg- ull væri á góðum leikstjórum. Höf , undar eins og Unesco, Beckett og Osborne ættu nokkrum vinsældum að fagna í Danmörku. I Leiklist í æsku ! Sjálfur kvaðst Branner vera með leikrit í smíðum sem hann hefði unniö að í sumar en vildi j ,að svo stöddu ekkert um það segja. í æsku fékkst hann við leik- list en sneri brátt frá því, kvað sig hafa skort hæfileika og feng- ið hálfgert ofnæmi fyrir leikhús- um um tíma. Nauðsyn hefði þó knúið hann til að fás't við leikrit- un síðar meir. Rithöfundurinn næði nánara sambandi við fólkið í leikhúsi en í ljóðum og sögum. Hfnis vegar fylgdi því meiri á-1 hættfl fvrir höfundinn að senda frá sér leikrit en ljóð eða sögu. Branner kvaðst einkum hafa á- huga á að semja útvarpsleikrit, þau gæfu tilefni til frjálsari forms en þau sem sýnd eru á leiksviði. Vill sjá norðurljósin Talið barst að íslenzkum bók- menntum og sagði Branner að sér þætti mikið til Laxness koma, hefði lesið flestar bækur hans og hrifist af. Sér þætti Gerpla sízt af bókum hans. H. C. Branner hefur aldrei fyrr komið til ís- lands en sagði að heitasta ósk sín væri að fá að siá norðurljós. Von- andi verður skáldinu að ósk sinni áður en hann kveður landið á láugardag. Kjartan Ó. Bjarn scn er nýkomínn úr sýnlngarferð om land allt me3 kvlkmyndlna oregor. Siðosto íýnlngar • á landi verða I H fiiárfjarðarbtpi ;í fiir.mtodag og föstodag kl, 5 — 7 og 9. Kjartan kveðst ekkl hafa teekifæri ■ að sýna myndin . í Rsykjavík, Hann er r.ú ó fórdn? tií Horegs OS mon halda þar áfram sýningarfiiróalögom Icvikmynd. • ýólskintdagar é ts.'andí. I vefvr «*n ha»m8f>í*r-5ega'dveliast I Noregi og Svíþióð. Mynd'sn hór o? an er ór. kv;.- o -ininoi -Nii. s^'.r og sýnlr Nór@gsíí>eí(3Í'«jrari« I sidðasHMcM,'.Arns íteti. Aðeins eru 5 vikur þar til dregið verður í happdrætti Framsóknarflokksins. Dregið verður eingöngu úr seld- um miSum og drætti ekki frestað. VINNINGAR: 1. Tvegqjc herhergja íbúð í Laugarásnum. 2. Glæsi'egf 12 manna matar-, kaffi- og mokkastell. 3. Vandað mótorhjó!. 4. riueifar með l oftleiðum til London og heim. 5. Ferð me«' Hekíu til Kaupmannahafnar og heim. 6. Fimm rnáiverk frá Helgafelii. 7. Rifflll. 8. VesSástöng. 9„ Herrafrákki. '10, Ðömudragh HringS' í sínrta 24914 o§ mlðe. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.