Tíminn - 18.11.1959, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.11.1959, Blaðsíða 12
Löng reisa í byrjun næsta mánaðar leggur Eisenhower Bandaríkjaforseti upp í langa reisu og stranga um Asíu og Evrópu. Þann fjórða des. legg- ur hann upp frá Washington til Rómar og ræðir við Antónío Segni forsætisráðherra og við Jó- hannes páfa XXIII. Þann sjötta flýgur hann til Ankara og ræðir við Menderes forsætisráðherra Tyrkja. Þann sjöunda til Karachi og ræðir við Múhammeð Ayub Kahn forseta Pakistans. Frá 9. til 14. desember dvelur hann í Ind- landi og ræðir við Nehru forsæt- isráðherra og ávarpar indverska þingið. Þá opnar hann einnig bandaríska landbúnaðarsýningu í Nýju Delhi. 14. desember fer hann til Teheran og sækir heim Pahlevi keisara í íran. Eftir fimm stunda viðdvöl í Teheran flýgur forsetinn til Aþenu og ræðir við Karamanlis forsætisráðherra og sækir Pál kenung og hina fögru drottningu Friðriku heim. Frá Aþenu fer hann til Frakklands og ræðir við De Gaulle og situr fund æðstu manna Vesturveld- anna í París 19.—21. desember. Frá París fer hann til Rabat Marokko og ræðir við Múhammeð V. Frá Rabat flýgur forsetinn síð- an heim til Washington og verð- ur þá án efa orðinn slæptur og ferðalúinn. k._________________ J Nehrú hafnar tillögum Chou en-Lais Nýju Dehli, 16. nóv. Nehrú forsætisráðherra Indlands hafnaði í dag tillögum Chou eri-Lai hins kínverska. Meginatriði tillagna Chou var að herlið beggja skyldi hörfa 20 km. frá landamærunum hvoru xnegin, en síðan skyldu þeir Chou og Nehru hittast til að semja um- landamærin. Nehru kvað ekki tillögur þessar framkvæmanleg- ar. Það fyrsta sem gera yrði, væri að allt kínverskt herlið liyrfi af indversku landi. Annars kvaðst hann fagná tillögu Chöu um áð þeir híttust og reyndu að semja um landamærin. og ströng Verða ytri löndiu sjö ð sitja með 6 mílur? Setja ébreytta fiskveiðitögsögu aéildarríkjanua sem skilyröi fyrir toBEfrelsi á frysfum fiski NTB—Síokkhólmi og Lund- únum, 16. nóv. — Fundur 11 ríkja, sem öíl eru andvíg 12 mílna fiskveiðilögsögu er nú haldinn í Lundúnum. Fundi þessum átti að halda leynd- um og var hann haldinn í leiguhúsnæði, en það tókst ekki að halda honum leyndum Það kom fram í umræðum á sænska binginu í dag um frí- verzlunarsvæði ytri landanna sjö, að Bretar hafa sett það skilyrði fyrir tollfrelsi á fryst- um fiskflökum, að fiskveiði- lögsaga aðildarríkjanna hald- ist óbreytt. Enginn efi er á því, að Bret- ar hafa haft iorgöngu um að ná fundi þessum sarrjxn og eru aff undirþúa sig undir sjó réttarráðstefnuna í Genf í vor. Engin opinber tilkynning var gefin út í Lundúnum i gær og var augljóst, að reyna átti að halda ráðstefnu ríkjanna 11 Ieyndri. Bandaríska tillagan Búizt er við því, að umræðu grundvöllur á fundinum hafi verið bandaríska tillagan á sjóréttarráffstefnunni í fyrra, sem kvað á um 6 mílna land- helgi og 6 milna fiskveiðilög- sögu þar fyrir utan, en aðeins fyrir þau riki, sem ekki höfðu fiskað á miðum viðkomandi strandríkis síðastliðin fimm ár. Það hefur þó vakið mikla athygli, að Noregi og Dan- mörku hefur ekki verið boðið að taka þátt í ráðstefnunni, en bæði ríkin greiddu þó banda- rísku tillögunni atkvæði í fyrra. Landhelgi og fríverzlun í umræðum í sænska þing- inu í dag, um uppkastið að samningi ytri landanna sjö um fríverzlunarsvæði, upplýsti Öst en Unden utanríkisráðherrá það, að Bretar hefðu sett það skilyrði fyrir tollfrelsi á fryst um fiskfiökum innan fríverzl- unarsvæðisins, að aðildarríkin héklu fiskveiffilögsögu sinni ó breyttri. Er því all greinilcgt, að Bretar ætla að láta sverfa til stáls í deilunni um 12 mílna f iskveiðilögsögu. Nýtt Islandsmet Á sundmóti Ármanns í Sundhöll inni í gær var ?ett nýtt íslands met. Ágústa Þorsteinsdóttir, Ár- manni, synti 200 rnetra skriðsund á 2 mín. 28,6 sek. Gamia .metið er 2 mín. 33,0 sek. Gisela Weiss frá Austur-Þýzkalandi, keppti við Ágústu og synti vegalengdina á 2 mín. 29,0 sek. Nýr norskur stálbátur tií Fáskrúðsfjarðar Um miSjan október kom nýr bátur til Fáskrúðsfjarðar. Hann hlaut nafnið Hoffell, SU 80, en eigandi hans er Hrað- frystihús Fáskrúðsfjarðar. Hoffell er stálskip, 130 lestir að stærð, og smíðað í Harstad í Noregi. Ganghraði var um 11 sjómíliy í reynsluferð. Báturinn er með 320—400 hest afla Wiekman-vél og búinn öllum fullkomnustu siglingatækjum, tveim m.a. Simrad-fiskileitartækj. Báturinn er búinn kælilest, og auðveldar það mjög að sækja á fjarlæg mið. Báturinn hefur verið í útilegu með linu í þrjár vikur og hefur AFMÆLISSÝNING Á aVERKUM SVAVARS fengið um tvö hundruð skippund. Hefur hann reyn^t vel í alla staði. Skipstjóri er Friðrik Stefánsson, Fáskrúðsfirði. Hoffell er annar báturinn, sem keyptur er til Hraðfrystihússins á þessu ári, og gerir það nú út þrjá báta. Sá, sem var keyptur í vetur heiitir Ljásafell, trúmlega hundrað lestir, en báturinn sem fyrir var, heitir Búðafell, um fjörutíu lestir. Skipstjóri á Ljósa- felli er Aðalsteinn Vaidimar-sson, en skipstjóri á Búðafelli Hans Eyjólfsson, 3 Sir Edmund Hillary Suðurskautssaga Fuchs og Hillarys komin út Bókaútgáfan Skuggsjá hefur sent frá sér fjórar bækur — þar á meíal nýja bók eftir Freuchen Félag íslenzkra myndlistar- manna gengst fyrir afmælis- sýningu á verkum Svavars Guðnasonar, listmálara, í til- efni af fimmtugsafmæli hans, og verður sýningin opnuð í Listamannaskálanum í kvöld kl. 8,30. Þessi sýning er yfirlits- sýning á verkum Svavars og eru elztu myndirnar frá 1934. Alls verða á sýningunni á áttunda tug mynda, sem gefa gott yfirlit yfir þróun listar hans. Fjöldi hinna stærstu málverká Svavars er nú í einkaeign í Danmörku og því engin tök á að sýna þau. Mest er af vatnslita og pastelmyndum og myndum, sem unnar eru með olíulit og pastel. Myndirnar eru allar í eigu listamannsins. Eitt- hvað af þeim verður til sölu. Vafalaust mun marga fýsa að skoða þessaa yfirlitssýningu á verkum Svavars, sem þegar mun hafa hlotið meiri frægð og viður- kenningu erlendis en hérlendis eins og raunar hefur við borið um fleiri listamenn okkar. Bókaútgáfan Skuggsjá, sem Óliver Steinn, verzlunarstjóri, veitir forstöðu, hefur sent frá sér fjórar bækur á jólamark- aðinn, og mun einhverra fleiri von síðar. Mest þessara bóka er Hjarn og heiðmyrkur eftir Vivian Fuchs og sir Edmund Hillary, hina kuirfiu garpa frá Mont Everest. Þetta er 'Saga brezka leiðangursins þvert yfir suðurskauifcsjöikulinn nú-á síð- ustu árum. Guðmundur Arnlaugs- son hefur þýtt bókina. Þetta er mikið rit og ákaflega vandað að frágangi, einnig í hinni íslenzku útgáfu, svo að forlaginu er til sóma. 1 bókinni eru 64 mynd ir, prentaðar á góðan myndapapp- ír, þar af 24 litmyndir. Bókin er hátt á þriðja hundrað blaðsíður að stærð í stóru broti. Þetta er saga einnar mestu könnunarferðar, sem farin hefur verið, og jafnframt hinni fyrstu, þar sem segja má, að tækni nú timans sé notuð í * fyllsta mæli, enda er hér tun að ræða stærsta ókannaða auðnarsvæði jarðarinn- ar. Leiðin yfir jökulsvæðið er u.m 3 þús. km. löng. Þetta er í senn ævintýraleg frásögn af svaðilför- inni og baráttunni við náttúrU öflin. Ferð án enda. Næst má nefna bók eftir Peter Freuchen — Ferð án cnda. Þarna segir Freuchen frá nokkrum svað- ilförum og eftirminnilegum alburð (Framhaid á 2. síðu) Vísitalan óbreytt Kauplagsnefnd hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar i Reykjavík 1. nóv. 1959, og reynd ist hún úvera 100 stig eða ó- breytt frá grunntölu vísitölunn ar 1. marz 1959. Samkvæmt ákvæðum ‘6. gr. laga nr. 1/1959, um niðurfærslu verðlags og launa, er kaup- greiðsluvísitala timabilsins 1. des. 1959 til 29. febr. 1960 109 stig, eða óbreytt frá því, sem er á tímabilinu sept. til nóv. 1959. F ramsóknarvist Framsóknarvist verður spiluð í Framsóknarhúsinu I kvöld og hefst kl. 20,30 stundvíslega. — Dansað verð- ur til kl. 1 e. m. — Aðgöngumiðar verða afhentir í Framsóknarhúsinu eftir hádegi í dag. Fjölmennið og takrð með ykkur gesti. Framsóknarfélögin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.