Tíminn - 18.11.1959, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.11.1959, Blaðsíða 3
TÍKINN, miSvlkudaginn 18. nóvember 1959 — Ekki núna, pabbi, ég hef átt annríkan daq á barnaleik- veliinum. Við skulum koma i índíánaleik annað kvöld. Haltu bara áfram. Þau eru heima. Éí heyri að þau eru að setja sla& Vitni saksókn- arans Gandarísk mynd. Aðalhiutverk: Tyrone Power, Charles Laughton, Marlene Dietrich. Sýnlngarstaður: Trípólíbíó. Mynd þessi er gerð eftir sakamála- leikriti eða sögu, sem Agatha Christie hefur skrifað, sú fræga reyfarakellmg, og er því enigin nýlunda að þv, leyti, að jafnvel' klókustu og vönustu reyf-arales- endum bregst að geta sér til um endi myndarinnar fyrr en allt -er t»m seinan og höfundurinn fær sjálfur sagt síðasta orð á-n noi-ck urrar meinfýsinnar íhlutunar les andans, og áhorfandans í þessu íitfelli. í rauninni virðist manni öll snilld reyfarahöfund-a miðast við þetta; -að kunna að plata les- a-ndann fram eftir all'ri bók. Bngu máli skiptir hvort h-eldur slkirifað er um menn eða skepnur, b'ara ef endirinn er nógu duiinn. Þei'r reyfaralesendur, seim -svo komast upp á lagið með að byrja . aata-st á reyfafanum, læknast al- veg af þessum lestri, enda er þíi ekikert gaman. Eins og reyfarar eru yfirleitt hund- ómenkileg:-:', þá er myndi-n, sem n-ú er sýnd í Trípólíbíó ekkert minna en snilldarverk. Ræður þar um, að' sá leikari, sem fer með aðalhlutverkið, Charles Ijaughton, er slikur snilldarmað- i ur í leiklistinni, að hann slær annars þetta rýra verk þeim töfr um, að reyfarinn sem slíkur er horfinn eitthvað í skuggann. Þar sem Laughton er mestan tíimann í sjónmáli kvikmyndatökuvélar- innar. kemst hinn eiginlegi reyf aii þessarar myndar aldrei fram úr skugganum. Þannig geta mikl ir. menn gætt heimskuleg verk stórfelldu iifi. Charlíes Laughton leikur þarna mál- fæTslumann, frægan og afaf feit art og hjartabilaðan. Hann er að koma heim til sín úr sjúkrahúsi, þegar nýtt glæpamál vekur at- hygli hans. Þótt honum sé strang lega bannað að reyna á sig vegno hjartabilunarinnar, verður sú Iþrótt að verja mál og vinna það ^allri annarri nauðsyn yfirsterk- ari, og hjartað gleymist ölluim að því undanteknu, að hjúkrun- arkonan, sem var send með hon- um af sjúkrahúsinu honum til umhirðu bg ' hugnunar, lætuir hann hafa ikakó í brúsa til að fara með i réttinn. Þetta kakó breytist fljótt í viský og hjartað slær -ein-s og ekkert hafi í skorizt. Svipbrigðaleikur og taktar Laugh tons eru stórkostlegir í þessari mynd, eins og jafnan áður. Má segja að myndin gerist í þvi tvennu. Aðrir leikarar koma náttúrlega við sögu eins og þau Tyrone Power, sem þarna leikur eitt skynsamleg asta hlutverk sitt, og Marlene Dietrich, aldurslaus í sminki sínu og -grennd. Tyrone Power, sem nú er látinn, var fallegur maður, og því eðlilegt að hann væri, lengst af látinn fara með hlut- verk elskhuga í þeirci parfumer- uðu fjöldaframleiðslu á dellu- myndum, sem þykja svo góð list fyrir aðgöngumiðasöluna. Hinu er eikki að neita, að væri Power Charles Laughton gefinn snefill af tækifæri, þá notaði hann það vel, og sýndi með því hverjum kostum hann var búinn, eins og leikur hans í myndinni „The razors edge“, sýndi og nú í þessari mynd, þótt í smáum stíl sé. — Don. Ný bók um ævi Chopin Marlene Dietrich Elsa Maxwell Sá andlitsmyndamálari sem nu er mest í tízku lieitir Rene Bouche. i Vj'lega hélt hann sýningn á verk- um sínum á Manhattan i New Vork. Á sýningunni voru málverk af ýmsu frægu fólki eins og t. d. l'ruman Capote, Isak Dinesen,1 Anita Loos, Elsa Maxwell, frú tVilliam Paley, hertogafrúnni af Windsor, Lady Astor o. fl. Bouche málar aðallega fyrirfólk. Bouche er souur efnaðs fransks verzlunarmanns. Hann fæddist í °rag og íerðaðist mikið í æsku. Snemma koinu í ljós hjá honuin listamnnnahæfileikar. Hann ann- aðist lengi tszkiiteikningar fyrir Vogue í París. Hann tekur 300 til 8000 dollara fyrir myndina. Mynd- irnar hér á síðunni eru af tveimur i.ekktum persónum, þeitn Elsu Maxvvell og Truman Capote. ★ Stríð og ást Bandarísk mynd. Aðalhlutverk: Van Heflin, Mona Freeman, Tab Hunter. Sýningarstaður: Austur- bæjarbíó. Þetta er styrjaldarmynd, sem er það bundin við ákveðinn hugsun- ■arhátt ákveðinnar þjóðar, að hún á ekkért erindi á heimsmarkað. Má raunar segja um hana eins og Stríð og frið eftir Tolstoj í skandi navísku útgáfunni, að minna sé um stríðið og meira um ástina helduc en góðu hófi gegnir. Sjaldgæft er orðið og hefur kannske ali'taf verið, að sjá stríðs myndir, þar sem fjallað er um stríð á raunsæjan og eðlilegan hátt. Komi stríðsmynd frá Banda ríkjunum, er engu líkara en þeir heyi öll stríð sín með kvenfólki. ! I þessari mynd, sem er etkki svo ýkja sérstæð, gengur hvorki né rekur lengi framan af vegna þess að menn og konur í henni þurfa góðan tíma til að kynnast og þylja ástarrollur sínar. Það er kysst frá öllum hliðum og myndatökumaðurinn miðar á all't klabbið frá hinum f 'ækilegustu sjónhornum. Slúður eins og þetta getur orðið ákaflega leiðigjarnt til lengdar, þótt þarna megi finna skemmtilega hlið á því, hversu hermennskuþjóðir leggja á það mikla áherzlu að fegra ólifnað og ástandslíf það, sem hermennsku þeirra er samfara. Gæksnisikvendin eru fæc'ð upp og lifnaður þeirra fegraður, svo sem verða má, allt til þeirra tak- marka, þar sem búast má við að biekkingin haldi ekki lengur. Þó er -sýnilegt, að myndin er gerð fyrir -gáfnafar unglinga, enda hafa þeir kannske mest til að h-rífast af. Myndir af kvennafari amerískra soldáta, eiga ekkert erindi til annarra þjóða. Mynd eins og þessi, þjónar ekki öðru en fegra fyrir súlkubörnum hvað sé gam- an og göfugt að kyssa h-ermenn. Og höfum við íslendingar haft nóg af þeirri hugsjón nú um sinn. Don. ! Austurríski rithöfundurinn Carl Pidoll hefur nú látið frá sér fara bók um tónskáldið Chopin. Er það í þriðja sinn að PidoU ritar um fræga tón- smiði og einkalíf þeirra. Bók þessi auðkennist af nokkuð frjálsu hugmyndaflugi um tón skáldið og ber þannig sömu einkenni og fyrri bækur höf- undar sama eðlis. P.yrsta verk Pidolls í þessum dúr fjallaði um Beethoven og það næsta um Mozart. Er það álit gagnrýnenda, að Pidoll hafi gert bezt í fyrstu bókinni, en í þeirri þriðju og seinustu stvðst hann við endurminningar listmálarans Delacroix, en hann var náinn vin- ur Chopins og punktaði niður í endurminningar sínar sitt af hverju um hann. Bókin þykir skemmtileg, en ekki að sama skapi áreiðanleg saman- ber „sögulegar staðreyndir“ um hinn pólska tónsnilling. Þó þykir höfundurhtn hafa haldið sér inn- an þess ramma, sem markaður er af almennri vitneskju um Chopin. Gagnrýnendunt þykir höfundur- inn þusa mikið um samvistir þeirra Chopins og skáldkor.unnar George Sand og komast að heldur ófrumlegri niðurstöðu um það rll-t og margumtalaðan kvenmann inn, sem gekk í karlmannsfötum og gleypti tónskáldið með húð og hári og lét það dúsa hjá sér slitið úr tengslum við umheiminn á íyiailorca. Margt annað þykir kynd '.iígt í þessari bók, líka athuga- semdir málarans um vin sinn. Orðabókarvitneskja Þá eru í bókinni athugasemdir um þróun slaghörpunnar, upplýs- ingar um tæknileg byggingaratriði, sem vel hefðu getað staðið í upp- sláttarbók. En þrátt fyrir það þykir bókin í heild frekar skemmtileg aflestrar. ^4-r Bcuche við hliðina á málverki sínu af Truman Capote. brand fyrir dyrnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.