Tíminn - 18.11.1959, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.11.1959, Blaðsíða 5
T í M I N N, miðvikudaginn 18. nóvembcr 1959. 5 MihiíingarorS: GuSjon Helgason frá Gröf í Hnmamannahreppi í dag verður Guðjón Helgason fyrrv. bóndi í Gröf, jarSsettur í Hruna. Hann var nágranni minn og sams'tarfsmaður við Flúðaskóla um nokkurt árabil, hann ráðsmað itr heimavistarinnar, en ég skóla- stjóri. Það var mér ómetanlegur styrkur í vandasömu -starfi að njóta hjálpar og vináttu Guðjóns Helgasonar. Hann var jafnan kær kominn gestur ó skólaheimMinu og varð sannkallaður heimilisvinur fjölskyldu minnar, vinur. sem okkur þótti öllum vænt um og minnumst jafnan með þökk og virðingu. Þ&ss vegna vil ég og minnast hans hér með nokkrum orðum, nú þegar hann er allur. Guðjón var fæddur að Berghyl í Hrunamannahreppi 3. okt. 1872. Foreldrara hans voru búandi hjón þar, Ilelgi Eiríksson og Guðrún JónsdóUir, ljósmóðir. Síðar flutt ust þau að Hólakoti og bjuggu þar allmörg ár. Guðjón ólst upp með foreldrum sínum fram yfir fermingaraldur, en fór þá að vinna fyrir sér annarsstaðar, svo sem þá var títt. Þá var ekki um neina almenna skólagöngu að ræða. 16 ára gamall varð Guðjón vinnumað ur hjá Haraldi bónda Sigurðssyni á Hrafnkelsstöðum og var hjá hon um í 9 ár. Mun sú vist hafa verið Guðjóni góður skóli á margan hátt, því að Haraldur var fyrir- myndarbóndi, og einstakt snyrti- inenni. Árið 1897 fór Guðjón í vinnu- mennsku að Villingaholti í Flóa, einkuin til þess að læra smiði hjá Jóni Gestssyni, bónda, sem var þjóðhagasmiður. Lauk Guð- jón þar smíðanámi. Síðan var hann um tíma í Skálholti hjá Guð mundi Erlendssyni, bónda, er sið ar bjó í Skipholti. Vann Guðjón við smíði íbúðarhúsa þeirra, er Guðmundur lét byggja á báðum þessum jörðum, en vann þess á milli við smíðar í Reykjavik. Árið 1902 giftist Guðjón Guð- rúnu Erlendsdóttur, systur Guð- mundar í Skipholti og Guðrónar, móður Guðm. Marteinssonar, verk fræðings í Reykjavík. Guðrún, kona Guðjóns var hinn bezti kven kostur og skörungur mikill. Þau sytkin voru frá Brjánsstöðum í Grínwnesi. Guðjón og Guðrún byrjuðu að búa í Reykjavík og voru þar nokk ur ár. Guðjón hafði ágæta at- vinnu við húsasmíðar, en hugur inn leitaði til átthaganna og þang að fluttu þau hjónin 190.8 og'hófu' búskap í Miðfelli í Hrunamanna- hreppi .Bjuggu þau þar og víðar allmörg ár. en fluttust 1915 að Gröf í sama hreppi. Þau keyptu þá jörð og bjuggu þar til ársins 1932, að Emil tengdasonur þeirra tók við jörðinni. En heimili þeirra hjóna var í Gröf til æviloka. Guð rún andaðist 30. nóv. 1939. Þau Guðjón cg Guðrún eignuð ust Ivær dætur, Elínu og Eyrúnu. Elín er gift Halga Kjartaiissyni, hónda í Hvammi og elga þau 3 börn uppkomin .Eyrún er gift E-nil Ásgeirssyni, bónda í Gröf. Þau eiga einnig 3 uppkomin börn, en misstu eitt í bernsku. Allir eru afkomendur Guðjóns mesta myndarfólk í sjón og raun og sam- heldni mikil og áiStríki innan fjöl skyldunnar. Var það hinum aldna vini mínum hin mesta glaði í ell inni, að sjá barnabörnin vaxa og verða að nýtum og góðum mönn u:n. Naut hann og ástríkis þeirra a-lla tíð, sem og annarra barna, er harin var með, því að hann var með afbrigðum barngóður. Eg fæ aldrei fuMþakkað lipurð góðvild og hjálpfýsi gagnvart mín um eigin börnum og annarra senx voru undir minni umsjá í Flúða- skóla, þau átta ár, er ég dvaldist þar. Ekki má heldur gleyma því, I að þegar laga þurfti, bæta eða bréyta einhverju í skólahúsinu, I þá var jafnan leitað til Guðjóns 1 og hann var jafnan reiðubúinn til þeirrar þjónustu. Þá kom sér j vel að hann var smiðnr góður. ] Nutu þess fleiri en við, sem áttum ! að hugsa um hag skólans. Guðjón : vann að snxíðum hér og þar eftir að hann hætti búskap, og var, rnjög eftirsóttur til þeirra starfa.! Ég hygg að hann hafi aH'taf verið hneigðari fyrir smíð'ar en bú- 1 skap, enda þótt honum færist bú skapur vel úr hendi. Til þess hafði hann líka stuðning sinnar ágætu konu. j Guðjón var fríður nxaður sýn- um, teinrét'tur og spengilegur á velli, snyrlimaður mikill, léttur í spori og léttur í lund, skemmti- legur i viðmóti. Hann átti mikla kýmnigáfu, en beitti henni af hóf semi. Ilann var söngelskur og hafði ánægju af leslri góðra bóka, enda greindur vel, minnugur og fróður um mai’gt. Hann var maður kyrrlátur, sótt j ist ekki eftir mannvirðingum, en 1 vann með trúmennsku hvert starf er honum var falið. Þess vegna ! sóttu menn það _ mjög að fá: Guðjón til starfa. Ég minnist þess ] t.d. að hinn ágæti listamaðui', Ein ] ar Jónsson frá Galtafelli, fékk j Guðjón jafnan til að vinna fyrir j Kennsla í þýzku, ensku, sænsku, dönsku, bókfærslu og reikningi byrjar 1. októ- ber. Einnig námskeið. Harry Vilhelmsson Kjartansgötu 5 Sími 18128. Bílaeigendur Nú er hagstætt að láta sprauta bílinn. Gunnar Júiíusson, málariuneistari B götu 6, Blesugróf, Sími 32867 LAUGARNESS er flutt að Laugarnes er flutt að Laugarnesvegi 52. Hans Hóim Vaidimar Guðlaugsson 1 *_■ i n a ■ ■ i i a s n ■ ■ ■ sig, bæði hér syðra og svo við sumarbústað sinn eystra. Svo vel Mkaði honurn handbragft Guðjóns. j j Guðjón iiaut lengst af góðrar | j heilsu. Sjóndepra þjáði hann þó j aMmikið síðustu árin. Þó gat hann gripið í verk s.l. sumar, og litið j í blöð, sér til gamans. Hann and aðist hinn 11. þ.m. eftir stutta legu Og í dag er hann kvaddur , með virðingu og þökk fyrir góða 1 samfylgd. Blessuð sé minning hans. Ingimar Jóhannesson. Pantið sóíþurrkaðan Blöndunartæki Saltfisk Heildsala — smásala í sfma 10590. RtttTTTtUt fyrir böð handlaugar 1 og I sðdhúsvaska Nýkomin. Mjög hagstæít verð. Sendum gegn póstkröfu um allt land. Helgi Magnússon & Co. Hafnarstræti 19 — Símar: 1-3184 og 1-7227. V/A'.W.V.V.V.VAV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VJ að heita á heilagan Þorlák biskup. Nýiega kom hingað inn á rit- stjórnarskrifstofuna- alllöng skrá frá Skálholtsfélaginu um gjafir til Skálholtskirkju eða ails um hálft sjöunda þúsund króna. Þeg ar betur var að gáð, voru þetta nær eingöngu áheit á Þorlák bií-kup helga, sumt aliháac upp- hæðir. Örfáar upphæðir voru áheit á Skálholtskirkju beint og eitt allhátt áheit á Pál biskup Jónsson, og hefur það ekki heyrzt að hann væri til áheita fyrr. Alkúnrta er hve áhelí hafa verið mikl) á Strandarkirkju. ánatugum og jáfnvel öidum saman. Nú heyrist minna um þau, hvort Baðstofunni hefur borizt eftirfar andi bréfkorn frá bílstjóra á Keflavíkurfiugvelli: WÁ Keflavíkurflugveili eru tvær bilastöðvar, og hefur önnur þeirra verið algeriega hreinlætis- tækjalaus, síðan útibúið þar var byggt. Mun það því að kenna, að bandarísikir yfirmenn hafa enn ekki viljað leyfa það, að pípur væru lagðar þar í götutia. Einnig hefur vaimarmálariefnd ekki þótzt hafa tök á að afgreiða mál- ið. j Ég hélt, aS það væri í íslenzkum lögunx, að salerni ættu að véra á vinnustað. Stúikurnar, sem vinna við fyrirtæki þetta, afgreiðslu- stúi'kurnar, hafa hótað verkfalli ef ekki verður úr bætt. Ég held, að svona lagað gæti varla við- gengizt annars staðar en á Keflavikurflugvelli. — Bílstjóri". í Það er vist að færast i tizku aftur Perlu létía Blátt OEHO skilar yður Hvítasta þvottf í heimi! Einnig bezt fyrir mislitan X-OMO 34/EN-2*4» sem hugur manna beinist í þessu efni nú orðið meira til Skálhoits. Það er hins vegar al- veg víst, að það er geysimikið fé, sam Sirandarkirkju hefiir safn- azt með áheitum, cn engimi veit raunar hve það er mikið eða livernig því fé öllu hetur verið varið. Þaö væri siðmannlegt, ef viötr.kendur þessa ijár og fyrir- svarsmenn kirkjunnar létu frá sér fxra á opinberan vettvar.-g greinargerð um áheitin frá upp hafi svo sem vitað er, og hvernig fé þessu hefur verið vacið. Auk þess væri að þessu góður fróð- leikur um sérkennilegan bátt í xslenzku þjóðlífi. Látió störfin!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.